NT - 19.10.1985, Side 15

NT - 19.10.1985, Side 15
■m Form Island: Listmunirnir endurspegla náttúru lands íss og elda Hringferð sýningarinnar lýkur í Norræna húsinu ■ Fyrir einu og hálfu ári hófst kynningarátak á íslenskri listhönnun. Þá var send sýning á rúmlega 200 listmunum, sem um 40 íslenskir listamenn hafa hannað, í hringferð um Norður- Iöndin. Hringferð þessari er nú lokið og verður íslendingum gefinn kostur á að virða munina fyrir sér á sýningu í Norræna húsinu. Form Island, en svo nefnist sýningin, verður opnuð kl. 16 sunnudaginn og henni lýkur 3. nóvember. t’egar NT bar að garði í Norræna húsinu var í óða önn verið að taka listmunina upp úr kössum og koma þeim fyrir í sýningarsalnum. Þarna mátti sjá húsgögn, kermik, lampa, ljós- myndir, myndvefnað, fatnað og þannig mætti halda áfram að tína til hin mismunandi svið, sem íslensk listhönnun fæst við. Það var í apríl 1984 að Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem er verndari sýningarinnar, opnaði hana í Listiðnaðarsafn- inu í Helsinki, en hún var þá stödd þar í opinberri heimsókn. Ferðasaga Form Island er síðan nokkurn veginn á þessa leið í stórum dráttum: Frá Helsinki hringsólaði hún um þrjár aðrar borgir í Finnlandi. Þaðan var haldið til Danmerkur, þá var skroppið yfir sundið til Svíþjóð- ar, þaðan lá leiðin til Noregs, og átti svo að enda í Færeyjum. Sú varð þó ekki raunin, því Danir báðu um að fá sýninguna aftur áður en hún lyki hringferð sinni á íslandi. Var orðið við þeirri ósk og var sýningin send til Fredriksberg. Sýning þessi hefur hvarvetna vakið mikla athygli, og dómar um hana mjög lofsamlegir. „Ár og lækir, sem fossa af brún hafa „stirðnað í silfurskartgripum." „Svartur íbeinviður og hvítt fílabein, sem tengjast í silfri minna á hið svarta gróður- snauða land elds og ísa.“ „Eld- fjallalandið og duttlungafullar hreyfingar þess eru endursköp- uð í svörtum og hrjúfum leir- skúlptúrum." Þessar tilvitnanir í dóma um sýninguna, sýna að frændur okkar á Norðurlöndun- um hafa kunnað vel að meta sköpunarverk íslenskra list- hönnuða. Form Island er eina stóra átakið, til að vekja athygli á ■ Það var vandlega búið um listmunina í kössunum og eins gott að fara að öllu með gát, því um verðmæta hluti ræða, sem ekki mega við miklu hnjaski. Þær Anna Stefánsdóttir, Hildur Hákonardóttir og Hulda Josefsdóttir eru á myndinni að taka upp hluta af mununum. ■ í forgrunni eru leikmunir eftir þær Jónu Guðvarðardóttur og Jónínu Guðnadóttur og í bakgrunni myndvefnaður eftir Hildi Hákonardóttur. NT-myndir: Árni Bjarnu íslenskum listiðnaði og hefur sannarlega tekist að gera það. Hafa listamennirnir sem standa að henni fengið fjölda íyrir- spurna og sýningartilboða. Fjöldi aðila styrkti sýninguna, finnska menntamálaráðuneyt- ið, Norræni mennigarsjóðurinn, Iðnþróunarsjóður íslands, Menningarsjóður íslands og Finnlands.Eimskip, Flugleiðir og Timburverslunin Völundur. Uppsetning sýningarinnar var undir umsjón Stefáns Snæbjöms- sonar. 24. október í lok kvennaáratugar skorum við á konur að leggja niður störf þann 24. október n.k. til að fylgja fram kröfunni um bætt launakjör kvenna. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar Anna Benónýsdóttir, símavörður Anna Borg, skrifstofumaður Anna Sigurðardóttir, verkakona Anna Sigurðardóttir, kvennasögusafnið Anní G. Haugen Félagsráðgjafi Arna Jónsdóttir, fóstra Arndís Steinþórsdóttir, viðskiptafræðingur Aður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður Ásthildur Ólafsdóttir, skrifstofumaður Bergþóra Einarsdóttir, blaðamaður Börg Elnarsdóttir, rithöfundur Edda Björgvinsdóttir, leikkona Elín G. Ólafsdóttir, kennari Elísabet Gunnarsdóttir, kennari Erna Hauksdóttir, formaður Hvatar Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi Guðlaug Pétursdóttir, verkakona Guðlaug Teltsdóttir, kennari Guðríður Elíasdóttir, formaður Framtíðarinnar ■ Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Guðrún Árnadóttir, meinatæknir Guðrún Backmann Guðrún Erla Geirsdóttir, myndlistarkona Guðrún Gísladóttir, bókavörður Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Guðrún Helgadóttir, alþingismaður Guðrún Jónsdóttir, skrifstofumaður Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Guðrún K. Óladóttir, skrifstofumaður Guðrún Ögmundsdóttir cand.comm. Halldóra J. Rafnar, blaðamaður Helga Backmann leikkona Helga Birna Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi Helga Thorberg, leikkona Hildur Kjartansdóttir, saumakona Hólmfríður R. Árnadóttir, útbreiðslustjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Ingibjörg Hafstað, kennari Ingibjörg Óskarsdóttir, skrifstofumaður Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Jónína Leósdóttir, varaþingmaður Katrín Fjeldsted, læknir Kicki Borhammar, blaðamaður Kolbrún Jónsdóttlr, alþingismaður Kristín Halldórsdóttir, alþingismaður Kristín Kvaran alþingismaður Kristfn Máantylá, skrifstofumaður Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ Linda Rós Michaelsdóttir, kennari Magdalena Schram, blaðamaður Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra María Pétursdóttir, skólastjóri Ragna Bergmann, formaður Framsóknar Rannveig Traustadóttir, þroskaþjálfi Ragnhildur Guðmundsdóttir, form. Símamanna Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur Sigríður Kristjánsdóttir, sjúkraliði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, alþingismaður Sigríður Skarphéðinsdóttir, iðnverkakona Sigrún Aspelund, skrifstofumaður Sigrún Ágústsdóttir Sigrún Eldjárn, myndlistarkona Sigurbjörg Sveinsdóttir, saumakona Sjöfn Ingólfsdóttir, bókavörður Snjólaug Kristjánsdóttir, verkakona Sólveig Brynja Grétarsdóttir, bankamaður Stella Stefánsdóttir, verkakona Unnur Jónasdóttir, skrifstofumaður Unnur Stefánsdóttir, fóstra Valborg Bentsdóttir, skrifstofumaður Valdís Bjarnadóttir, arkitekt Valdís Garðarsdóttir, skrifst.stj. Valgerður Sigurðardóttir, skrifstofurmaður Vilborg Harðardóttir, blaðamaður Þóra Friðriksdóttir, leikkona Þorbjörg Samúelsdóttir, verkakona Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Þórunn Theódórsdóttir, form. Starfsmannaf. Kópavogs. Mætum allar á útifundinn á Lækjartorgi kl.14. sama dag. Sýnum samstöðu.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.