NT - 09.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 09.11.1985, Blaðsíða 12
Laugardagur 9. nóvember 1985 12 Kona í stjórn LÍÚ - Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður ■ Aöalfundi LÍÚ lauk í gær með stjómarkjöri og var Kristján Ragn- arsson einróma endurkjörinn for- maöur. Þá gerðist þaö við stjórnar- kjörið að Guðrún Lárusdóttir frá Hafnarfirði var kjörin, en það mun vera í fyrsta skiptið sem kona situr í stjóm LÍÚ. Aðrir í stjórn eru Brynjólfur Bjarnason, Finnur Jónsson, Gísli Jón Hermannsson, Ingvar Hólmgeirsson, Jakob Sigurðsson, Ólafur Björnsson, Sverrir Leósson og Vilhelm Þor- steinsson. Á aðalfundinum var samþykkt að styðja í meginatriðum frumvarp sjá- varútvegsráðherra um stjórnun fisk- veiðanna, með þeirri breytingu að gildistíminn verði tvö ár í stað þriggja, eins og greint var frá í NT í gær. Kúmlega 75% fundarmanna stóðu að þeirri samþykkt. Þá var einnig samþykkt ályktun um rekstrarvanda útgerðarinnar og krefst fundurinn þess að þeim ávinningi sem aukinn afli gefur, verði haldið innan sjávarútvegsins. Þá er tekið undir hugmyndir um endurskoðun á sjóða- og millifærslukerfi sjávarútvegsins í þeim tilgangi að leggja það niður eða draga úr því sem kostur er. BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta. 1. greln Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttar- félag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forð- ast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttar- innar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga. 2. greln Blaðamanni er Ijós persónuleg ábyrgð á öllu, sem hann skrifar. Hann hefur I huga að almennt er litið á hann sem blaðamann, þó að hann komi fram utan síns eiginlega starfssviðs I riti eða ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. 3. greln Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. 4. grein Það telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútureða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær al- mennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirt- ingar. f frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. 5. grein Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágrein- ingi, til dæmis með þvi að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasam- tökum, þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju þvi, sem hann tekur sér fyrir hendur i nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- eða fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. 6. greln Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gaéta getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ. Nefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er, að lokinni könnun og gagnasöfnun, þar sem kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu. Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra: a) óverulegt, b) ámælisvert, c) alvarlegt.og d) mjög alvarlegt. Úrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað. Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal birta í heild í félagstíðindum BÍ svo fljótt sem verða má. Úrskurð um brot samkvæmt skilgrein- ingu c) og d) skal viðkomandi fjölmiðill birta. Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta af úrskurðum Siða- nefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát, sem reglur þessar ætlast til sbr. 1. og 2. grein að framan. Nú telur stjórn Bl að gengnum úrskurði Siða- nefndar að brot sé svo alvarlegt, að frekari ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann, enda sé þeirrar ætlunar getið í fundarboði. Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur þeirra, eða viðkomandi blaðamaður er utan Bf, og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða ábyrgðarmaður eigi beina aðild. Þótt enginn þessara aðila sé i Bl getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um kæruefni. - Þannig samþykktar á aðalfundi Blaðamannafélags (slands 15. júní 1985. Slðanefnd Blaðamannafélags fslands skipa: BJaml Slgurðsson lektor, formaður Frlðrlk Páll Jónsson fréttamaður, varaformaður Cuðmundur Karlsson framkvæmdastjórl NT Þorstelnn Cylfason lektor ■ Það er ekki nóg með að hann hallist þessi, það vantar líka á hann luktina, og hefur gert nokkuð lengi. ■ Þessi Ijósastaur virðist vera farinn að hallast ískyggilega, ekki er ólíklegt að þarna eigi einhver ökuþórinn hlut að máli. Hringbrautin: Skakkir og skældir Ijósastaurar ■ Ljósastaurar við Hringbrautina virðast vera í hinum mesta ólestri þessa dagana. Þegar ljósmyndari NT átti leið þarna um fyrir nokkru, gat ekki með nokkru móti farið fram hjá honum hve slæmt ásigkomulag stauranna var, margir voru skakkir og skrumskældir á aðra vantaói kannski helminginn. NT haföi samband við Inga Ú. Magnússon gatnamálastjóra og spurði hann hver væri ástæðan fyrir þessu ástandi og hvort þetta stæði ekki til bóta. „Jú, ég tók eftir þessu sjálfur um daginn,“ sagði Ingi, þetta virðist vera þarna á hluta af Hringbrautinni. I flestum tilvikum hafa staurarnir orðið fyrir barðinu á ökuþórum, en bílar virðast oft keyra mjög hratt þarna um. Það heyrir auðvitað undir okkur að gera eitthvað í málunum, þ.e. við borgum Rafmagnsveitunni fyrir við- gerðir. Greinilega þarf þarna að fara af stað með viðgerðir og endurbætur, það hlýtur að gerast á næstu dögum,“ sagði Ingi að lokum. Hæstiréttur dæmir í máli Eiríks Jónssonar: Ummælin skulu dauð og ómerk ■ Hæstiréttur hefur hnekkt dómi undirréttar í máli Eiríks Jónssonar gegn Sveini Skorra Höskuldssyni, Ólafi Halldórssyni og Peter Hallberg, þar sem Eiríkur krafðist þess að ummæli um bók hans „Rætur íslands- klukkunnar“ yrðu dæmd dauð og ómerk. Hæstiréttur dæmdi eftirtalin ummæli dauð og ómerk. „Hér verður að telja að rithöfundur standi tæplega heiðarlega að verki...“ og „Nokkuð svipað virðist upp á teningnum að því er varðar notkun ritgerðarhöfundar á seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands“. Eiríkur Jónsson lagði bókina „Ræí- ur Islandsklukkunnaúfram við dokt- orspróf við Háskóla íslands, og voru ofannefnd ummæli í umsögn um bók- ina, og var hún ekki tekin gild sem doktorsritgerð. í dóminum kemur fram að áfrýj- andi hafi lagt fram rit sitt til doktors- prófs við Háskóla íslands og sam- kvæmt reglugerð var hlutverk stefndu að meta vísindagildi bókarinnar. Þá segir í dómnum að ummæli þau sem átalin eru feli í sér siðferðilegan dóm, sem er meiðandi fyrir áfrýjanda. Þau hafi hvorki verið nauðsynleg til að fullnægja umsagnarskyldu stefndu né viðurkvæmileg í umsögn um ritið. Því beri að dæma þau ómerk. Stefndu var gert að greiða máls- kostnað krónur 25 þúsund.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.