NT - 09.11.1985, Blaðsíða 21
Myndasögur
Útboð -
Snjómokstur
Vegagerö ríkisins og flugmálastjórn óska eftir tilboðum í
snjómokstur á nokkrum vegum og flugvöllum
í Vestur-Skaftafellssýslu
- Árnessýslu
- Gullbringusýslu
- Snæfellsnessýslu
- Dalasýslu
- Vestur-ísafjaröarsýslu
- Húnavatnssýslum
- Skagafjaröarsýslu
- Eyjafjarðarsýslu
- Norður-Þingeyjarsýslu
- Suður-Múlasýslu.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
í Reykjavík (aðalgjaldkera)
- Borgarnesi
á ísafirði
- Sauðárkróki
- Akureyri
- Reyðarfirði
- Selfossi
Áður auglýstur skilafrestur tilboða framlengist til kl. 14:00
þann 18. nóvember 1985.
Vegamálastjóri
Flugmálastjóri.
Til sölu
Fróðleiksfúsir lesendur til sjávar og sveita
athugið; Alfræðibókin „The American
Peoples Encyclopedia11 (20 bindi) er til sölu
á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 18614
eftir kl. 17.00.
Ráðskona
Ung kona með tvö börn óskar eftir ráðskonu-
stöðu á góðu sveitaheimili á Suðurlandi.
Upplýsingar í síma 92-8097 laugardag og
sunnudaa.______________________
kkfjRARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til
umsóknar starf matráðskonu í mötuneyti
Rafmagnsveitnanna við Laugaveg. Æskilegt
er að umsækjandi hafi lokið prófi úr hús-
mæðraskóla eða hafi góða reynslu í matseld.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri
störf sendist deildarstjóra starfsmannadeild-
ar.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi118
105 Reykjavík
LSÖ-J
Útboð
Tilboð óskast I byggingu gæsluskýlis við Reynigrund í
Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk-
fræðings Kópavogs Fannborg 2, 3. hæð frá og með
þriðjudeginum 12. nóvember gegn 1000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 10.00 árdegis
þriðjudaginn 19. nóvember 1985.
Bæjarverkfræðingur
FRÁKL. 9.00-13.00
25 ára verslunarstúdent óskar eftir vinnu frá
kl. 9.00 til 13.00 strax.
Flest kemur til greina. Upplýsingar í síma
35872 allan daginn eða 622044 eftir hádegi.
Ingólfur.
Laugardagur 9. nóvember 1985 25
■ Noregsmeistaramótið fyrir
bridgefélög er komið á skrið, og
þegar síðast fréttist á NT var
sveit Golia með forystu. í þeirri
sveit spila Helness, Aabye,
Nordby og Kristiansen, þunga-
viktarmennirnir í norska
bridgelífinu.
Spilið í dag er frá þessu móti,
þar leikur Leif Erik Stabell Iistir
sínar í þessum 3 gröndum.
Norður
♦ 8
¥ AK105432
♦ G74
+ K7
Vestur Austur
♦ D1096 ♦ 752
¥ - ¥ DG986
♦ D10853 ♦ 2
♦ AD83 + G1062
Suður
♦ AKG43
¥ 7
♦ AK96
+ 954
Við annað borðið sat Stabell í
suður og sagnir gengu:
Vestur Norður Austur Suður
1 T 1 H pass 2 T
2 S 3 H dobl 3 Gr.
pass pass dobl
Eftir þessar sviftingar spilaði
vestur út litlu laufi og kóngurinn
í borði átti slaginn. Eftir að
austur doblaði 3 hjörtu og 3
grönd, var ljóst að hjartað gæfi
ekki marga slagi og vestur hlaut
síðan að eiga afganginn af há-
spilunum eftir opnunina. En á
móti kom að vörnin var hálf
samgangslítil og Stabell not-
færði sér það þegar hann spilaði
laufi í 2. slag.
Austur fékk á tíuna og spilaði
spaða sem Stabell tók með ás.
Hann spilaði síðan 3. laufinu og
vestur tók tvo laufslagi. En síðan
varð hann að gefa Stabell slag,
hvort sem hann spilaði spaða
eða tígli.
Vestur valdi tígulinn og þegar
gosinn í borðinu hélt átti Stabell
8 slagi. Nú tók hann ás og kóng
í hjarta og þegar vestur varð að
henda einum spaða og einum
tígli, tók Stabell ás og kóng í
tígli og spilaði síðasta tíglinum.
Vestur fékk á drottninguna en
varð síðan að spila uppí spaða-
gaffalinn.
Fyrir þetta spil fékk Stabell
750 en gróðinn var aðeins 1
impi. Við hitt borðið spiluðu
NS 3 hjörtu dobluð sem unnust
auðveldlega og gáfu 730.
SJÁIST
með
endurskini
Umferöarráö
Krossgáta
4719.
Lárétt
1) Frekja. 6) Horfi. 7)
Sund. 9) Eftirgjöf. 11)
Oddi. 12) Samtök. 13)
Handa. 15) Grjóthlíð. 16)
Skelfing. 18) Fossar.
Lóðrétt
1) Tilhneigingin. 2) Blettur
í auga. 3) Komast. 4)
Gljúfur. 5) Skrifaðra. 8)
Ásaki. 10) Forfeður. 14)
Fugl. 15) Kona. 17) Eins.
Ráðning á gátu No. 4718
Lárétt
1) Methafi. 6) Tál. 8) Rót. 9) Tau. 11) SR. 12) TF. 13) Val. 15)
Sto. 16) Óró. 18) Niðarós.
Lóðrétt
1) Marsvín. 2) TTT. 3) Há. 4) Alt. 5) Iðufoss 8) Óra. 10) Att. 14)
Lóð. 15) Sór. 17) Ra.