NT - 09.11.1985, Blaðsíða 17
Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudaginn 10. nóvember 1985
Kristniboðsdagurinn
Árbæjarprestakall
Barnasamkoma í Foldaskóla í
Grafarvogshverfi laugardaginn 9.
nóv. kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í
safnaðarheimili Árbæjarsóknar
sunnudag kl. 10:30 árdegis. Guðs-
þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14.
Altarisganga. Organleikari Jón
Mýrdal. Tekið á móti gjöfum til
kristniboðsstarfsins. Mánudag 11.
nóv. Bingó á vegum fjáröflunar-
nefndar Árbæjarsafnaðar í Hátíðar-
sal Árbæjarskóla kl. 20:30. Miðviku-
dagur 13. nóv.: Fyrirbænasamkoma í
safnaðarheimilinu kl. 19:30. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
Áskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Skúli Svavars-
son kristniboði prédikar. Sýning á
vegum kristniboðssambandsins í
safnaðarheimili kirkjunnar, opin á
sunnudag. Þriðjudag 12. nóv.:
Fræðslukvöld í safnaðarheimilinu,
Sigurbjörn Einarsson biskup fjallar
um bænina og hefst samveran kl. 20.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Brciðholtsprestakall
Laugardag: Kl. 11. Barnasamkoma í
Breiðholtsskóla. Sunnudag: Kl. 14.
Messa í Breiðholtsskóla - Kristni-
boðsdagurinn. Sr. Lárus Halldórs-
son.
Bústaðakirkja
Guðsþjónusta kl. 14. Kristján Einar
Þorvarðarson, guðfræðinemi flytur
stólræðuna. Organisti Guðni t>.
Guðmundsson. Kvenfélagsfundur
mánudagskvöld. Æskulýðsfélags-
fundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf
aldraðra miðvikudagseftirmiðdaga.
Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall
Dómkirkjan
Laugardag 9. nóv.: Barnasamkoma í
kirkjunni kl. 10:30. Sr. Agnes M.
Sigurðardóttir.
Sunnudag 10. nóv.: Messa kl. 11. Sr.
Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn
syngur við báðar messurnar. Organ-
leikari Marteinn H. Friðriksson.
Landakotsspítali
Messa kl. 11. Organleikari Birgir Ás
Guðmundsson. Sr. Hjalti Guð-
mundsson.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10. Altarisganga.
Sr. Lárus Halldórsson.
Fella-og Hólakirkja
Laugardag: Kirkjuskóli fyrir börn 5
ára og yngri verður í kirkjunni við
Hólaberg 88, kl. 10.30. Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl. 14.
Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Páll
Friðriksson framkv. stjóri prédikar.
Organisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Æskulýðssamkoma kl. 20.30.
Sr. Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja
Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14.
Fyrirbænir eftir messu. Organleikari
Árni Arinbjarnarson. Kvenfélags-
fundur mánudag kl. 20.30. Biblíulest-
ur þriðjudag kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Hallgrímskirkja
Laugardag: Samvera fermingarbarna
kl. 10-14. Sunnudag: Messa kl. 11
með þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Barnasamkoma verður
á sama tíma í safnaðarheimilinu Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Aftansöngur
(Vesper) kl. 17. Guðrún Finnbjarnar-
dóttir flytur ásamt hljóðfæraleikurum
úr Tónlistarskólanum í Reykjavík
„Christe eleison" eftir J.D. Zelenka.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédikar.
Priðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10:30. Miðvikudag: Náttsöngur
kl. 22. Sigrún Þorgeirsdóttir syngur
einsöng. Fimmtudagur: Opið hús fyr-
ir aldraða kl. 14:30.
Landspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
Kirkja heyrnarlausra
Messa í Hallgrímskirkju kl. 14. Sr.
Miyako Þórðarson.
Háteigskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arn-
grímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr.
Tómas Sveinsson.
Kársnesprestakall
Barnasamkoma kl. 11 í Félagsheimil-
inu Borgum. Messa í Kópavogskirkju
kl. 14.00. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Sr. Guðmundur Örn Ragn-
arsson.
Langholtskirkja
Óskastund barnanna kl. 11. Söngur-
sögur-leikir. Guðsþjónusta kl. 14.
Prédikun sr. Árelíus Níelsson. Org-
anleikari Jón Stefánsson. Sóknar-
nefndin.
Laugarnesprestakall
Guðsþjónusta í Hátúni 10B 9. hæð
kl. 11. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Þriðjudag 12. nóv.:
Bænaguðsþjónusta kl. 18. Föstudag
15. nóv.: Fræðslukvöld - Grétar Sig-
urbergsson geðlæknir ræðir um orsak-
ir kvíða. Tónlist á vegum organista
kirkjunnar. Sóknarprestur.
Neskirkja
Laugardag: Félagsstarfið kl. 15. Ólaf-
ur Magnússon frá Mosfelli syngur
einsöng. Myndasýning frá Englands-
ferðinni s.I. sumar. Kvenfélagskonur
annast kaffiveitingar. Sr. Frank M.
Halldórsson. Sunnudag: Barnasam-
koma kl. 11. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Frank M. Halldórsson. Mánudag:
Æskulýðsstarfið kl. 20. Miðvikudag:
Bænamessa kl. 18:20. Sr. Frank M.
Halldórsson. Þriðjudag og fimmtu-
dag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17.
Seljasókn
Barnaguðsþjónusta í Seljaskóla kl.
10:30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10:30. Guðsþjónusta í Öldu-
selsskóla kl. 14. Fyrirbænasamvera í
Tindaseli 3 þriðjudaginn 12. nóv. kl.
18:30. Fundur í æskulýðsfélaginu
þriðjudag 12. nóv. kl. 20 í Tindaseli
3. Sóknarprestur.
Seltjarnarnessókn
Barnasamkoma í Tónlistarskólanum
kl. 11. Magnús Geir Þórðarson og
aðrir úr Gamanleikhúsinu sýna
leikritið „Töfralúðurinn". Sr. Frank
M. Halldórsson.
Fundur mánudagskvöld 11. nóv.
um skírnina, í Bústaðakirkju, kl.
20:15, á vegum Reykjavíkurprófasts-
dæmis.
Fríkirkjan í Reykjavík
Fermingarbörn komi laugardag 9.
nóv. kl. 14. Sunnudag 10. nóv. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Gunnar
Björnsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Sunnudag: Barnasamkoma kl. 10:30.
Fimmtudagskvöld 14. nóv. verður
kvöldsamkoma í kirkjunni kl. 20:30.
Kór Öldutúnsskóla syngur ásamt
kirkjukórnum. Gunnlaugur Stefáns-
son guðfræðingur flytur hugvekju.
Upplestur o.fl. Sr. Einar Eyjólfsson.
Óháði söfnuðurinn
Barnamessa verður í kirkju Óháða
safnaðarins sunnudaginn 10. nó-
vember kl. 10:30. Á dagskrá eru t.d.:
hreyfisöngvar, sálmar, bænakennsla,
sögur, myndasögur, útskýringar á
biblíutextum í myndum, kvikmyndir
og margt fleira. Séra Þórsteinn Ragn-
arsson.
Laugardagur 9. nóvember 1985 21
____Minning ___
Ársæll Markússon
Fæddur 16. desember 1922
Dáinn 31. október 1985
Nú hnígur sól að sævarbarmi
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi
blundar þögul fuglahjörð.
í hljóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson)
í dag verður jarðsunginn frá Hábæj-
arkirkju í Þykkvabæ móðurbróðir
minn Ársæll Markússon bóndi að
Hákoti í Þykkvabæ. Hann var sonur
hjónanna Katrínar Guðmundsdóttur
og Markúsar Sveinssonar er bjuggu
lengst af í Dísukoti í Þykkvabæ.
Ársæll var næst yngstur fimmtán
systkina. Hann hóf búskap árið 1943
í Dísukoti í félagsbúi við Kristin
bróður sinn. Milli þeirra bræðra var
alla tíð mikill kærleikur, sá kærleikur
endurspeglaðist í samvinnu þeirra,
athöfnum og gerðum. Ef eitthvað
reyndi á var hinn ávallt nærstaddur að
styðja og hjálpa. Fjölskyldur þeirra
mótuðust af samstarfi bræðranna og
hlýhugur og vinsemd er ávallt ríkj-
andi á milli þeirra. Sæli giftist árið
1957 Sveinbjörgu Guðjónsdóttur frá
Þúfu í Vestur-Landeyjum. Þau eign-
uðust fjögur börn. Árið 1968 byggðu
þau í Hákoti, fæðingarstað Sæla,
skammt frá Dísukoti og bjuggu þar
síðan. Fyrir tæpum níu mánuðum lést
Sveina eftir langdregin veikindi. Og
nú er Sæli dáinn, ástkær frændi okkar
hefur fengið hvíld frá dagsins önnum
hér á jörð. Hann lést eftir stutta legu
svo langt fyrir aldur fram. Þetta ár
markar því hjá mörgum okkar viss
tímamót við að horfa á eftir þessum
góðu hjónunt yfir móðuna miklu.
Við systkinin þrjú í Skipasundinu
kynntumst Sæla og Sveinu strax í
æsku. Milli foreldra okkar og hjón-
anna í Hákoti var mikill kærleikurog
vinátta sem við börnin fundum vel
fyrir og mótuðumst af.
Á sumrin var a.m.k. eitt af okkur í
sveit í Hákoti, frá því elsta til þess
yngsta. Við ólumst upp með börnum
þeirra og vorum tekin sem eitt af
þeim þannig að við erum öll eins og
systkin. Nú síðustu árin hafa afkom-
endur okkar fengið að njóta þess
santa hjá þeim og við nutum, ein-
skæra ástúð, hlýju og umhyggju, því
Sæli og Sveina voru samhent í að láta
öllum líða vel í návist sinni.
Það var gaman að vera með Sæla.
Hann miðlaði manni af þekkingu
sinni á landinu, kenndi manni að
meta það, rækta og nýta. Hann hafði
dálæti á skepnum og lagði metnað
sinn í að eiga fallegan búpening og vel
alinn og þá sérstaklega sauðfé. Hann
þekkti dýr vel, þekkti þegar þeint leið
illa og eitthvað var að og hjálpaði
þeim þá eftir bestu getu. Hann var
bóndi með reisn og átti fallegt bú og
heimili. Svona var þekking Sæla á
mannfólkinu sjálfu. Þurfti einhver
hjálparhönd var hann boðinn og
búinn. Sæla leið vel í návist manna og
dýra og öllum leið vel í návist hans.
Hann var ákaflega lífsglaður, var
ávallt hress og kátur og hrókur alls
fagnaðar. Hann var virtur og vakti
athygli manna hvar sem hann fór því
hann var heiðarlegur og honum var
hægt að treysta. Hann var kirkjunnar
maður og kristin trú átti í honum
góðan liðsmann. Við fráfall hans er
stórt skarð höggvið í raðir kirkjukórs
Hábæjakirkju. „Því er hljóðnuð þýða
raustin, hún sem fegurstu kvæðin
kvað." Að fá að vaxa upp í návist
svona manns er mönnum góðurskóli.
Er við stækkuðum og fórum að
þekkja lífið betur komurn við til hans
til að fræðast meira, til að leita ráða
og til að fá að vera með honum. Hann
var okkur öllum svo mikill vinur og
félagi.
Eins og öðrum Dísukotssystkinum
var tónlistin og þá sérstaklega söngur-
inn ofarlega í huga Sæla. Hann var
söngmaður góður og hafði ákaflega
gaman af að syngja og hlýða á söng.
Væri afmæli eða annar tyllidagur hald-
inn hátíðlegur innan fjölskyldunnar
var ávallt tekið lagið og var Sæli þar
fremstur í flokki. Ég á þá dýrðlegu
minningu að hafa ferðast með Sæla til
Bandaríkjanna og Kanada í sumar
sem leið í söngferð Karlakórsins
Stefnis um þessi lönd. Sæla hafði
lengi langað til Kanada að heimsækja
íslendingabyggðirnar og sjá hvernig
landbúnað Islendingarnir þar stund-
uðu. Hann sameinaði því margt í
þessari ferð sinni því þar sem kór er
annars vegar er jú mikið sungið.
Hressleiki hans og glaðværð smitaði
hina ferðafélagana og hann varð
hrókur alls fagnaðar í hópnum. Stefn-
ir eignaðist þarna í ferðinni góðan
liðsmann sem hann vildi ekki láta af
hendi, því Sæli söng nteð öllum og
allir sungu með Sæla. í þessari ferð
var margt að sjá fyrir bóndann úr
Þykkvabænum. Hann ræddi mikið
við þarlenda íslendinga bæði bændur
og aðra og hreifst af, þarna hefði
hann getað dvalið lengur og skoðað
betur hina dökku mold og hálmkennt
gras, þetta var allt svo ólíkt því sem
við áttum að venjast hér heima. Þessi
ferð var honum ógleymanleg og það
var gaman að vera þátttakandi í þeirri
ferð sem honum hafði svo lengi
langað að fara.
Stórt skarð er höggvið í frændhóp-
inn. Það skarð verður ekki fyllt. Við
höfum misst mikið en mestur er þó
missir barna og fjölskyldna sem nú
hafa horft á bak báðum foreldrum
sínum með fárra mánaða millibili.
Elsku Þráinn, Maggi, Hildur og
Gunnar, megi góður Guð styrkja
ykkur og fjölskyldur ykkar í þessari
miklu sorg. Barnabörnin smáu sem
nutu svo stutt ástríks afa hafa orðið
fyrir miklum ntissi, þið hafið misst afa
sem hafði af svo niiklu að gefa og
miðla. Elsku Sæli. Við kveðjum þig
nú og þökkum þér af alhug allt það
sem þú hefur gert fyrir okkur, þau
clskulegheit og þann kærleik sem þú
sýndir okkur á allan hátt jafnt stórum
sem smáurn. Við vituni að handan við
skilin er hún Sveina því ykkar sam-
heldni mun halda áfram þaðan sent
frá var horfið.
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldreigi
hveim es sérgóðan getur.
(Úr Hávamálum)
Megi elskulegur frændi hvíla
í friði.
Ármann Óskar Sigurðsson
NÚ FÖRUM VIÐ TIL
London
Samband ungra framsóknarmanna efnir til
hópferðar til London
20. nóvember n.k.
Mjög hagstætt verð. Gisting á góðu hóteli í aðalverslunarhverfinu. Aðal
fararstjóri verður Helgi Pétursson ritstjóri. í London er alltaf allt á fullu
leikhús — fótbolti — pöbbar og jólaverslunin byrjuð. Boðið er upp á
skipulagðar verslunarferðir með reyndum fararstjóra. Vegna takmarkaðs
sætaf jölda er nauðsynlegt að panta sem fyrst. Þórunn í síma 24480 veitir
allar nánari upplýsingar og tekur á móti pöntunum.
Samband ungra framsóknarmanna.