NT - 09.11.1985, Blaðsíða 10
Heilbrigðisfulltrúi
Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkursvæðis er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 15. des. nk. Laun sam-
kvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og
skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/
1983 ásamt síðari breytingum.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
í heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum svo
sem líffræði, matvælafræði, hjúkrunarfræði
eða hafa sambærilega menntun.
Umsóknir ásamt gögnum um menntun og
fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðis-
nefndar Reykjavíkursvæðis (borgarlæknin-
um í Reykjavík) fyrir 1. desember nk., en
hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðis-
eftirlits veitir nánari upplýsingar.
Borgarlæknirinn
í Reykjavík
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i lagningu
Eyjabrautar vestri um Saurbæ.
(Lengd 2,0 km, magn 17.000 m3).
Verki skal lokið 1. júlí 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og
í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 11. nóvember n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 18.
nóvember 1985.
Vegamálastjóri.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
Djúpvegar - Álftafjörður I.
(Lengd 6,4 km, magn 65.000 m3).
Verki skal lokið 15. júlí 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og
í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13. nóvember n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 25.
nóvember 1985.
Vegamálastjóri
Vantar mann eða konu
til vinnu á kjúklingabúi. Samviskusöm og
þurfa að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í
síma 99-6053 og 99-6051.
Beitusíld
Til sölu er úrvals beitusíld. Til afgreiðslu nú
þegar. Allar nánari upplýsingar veittar í síma
97-8880.
Búlandstindur hf.
765 Djúpavogi
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
DROPIAUGARSTAÐIR — SNORRABRAUT 58 — SIMI 25811
Droplaugarstaðir
heimili aldraðra Snorrabraut 58
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
óskast á hjúkrunardeild heimilisins. Dag-
heimilispláss fyrir börn 2-6 ára laus.
Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma
25811 virka daga.
1 Pfl? Laugardagur 9. nóvember 1985 10
LkJJ Bridge
Bridgesambandið hugar
að landsliðsmálum
■ Landsliðsmál hafa alltaf
verið vinsælt umræðuefni hjá
bridgemönnum, líkt og hjá öðr-
um íþróttahópum, og stefna
yfirvaída um það hvernigstanda
eigi að landsliðsvali, æfingum
og öðru í þessu sambandi, eroft
umdeild.
Stefna Bridgesambandsins í
landsliðsmálum hefur hingað til
í rauninni verið sú að láta hverj-
um degi nægja sína þjáningu,
þ.e. hvcrt alþjóðlegt mót fyrir
sig er tekið fyrir og ákveðið
hvort, hverja og hvernig eigi að
senda til að spila.
Árangur íslendinga á alþjóð-
legum mótum hefur alltaf verið
viðunandi, frá því að vera
góður, eins og t.d. á undanförn-
uni tveim Norðurlandamótum,
niður í að vera slakur, eins og á
undanförnum Evrópumótum.
Við verðum þó að horfast í
augu við að íslendingar eru,
hvað getu' varðar, í neðri hluta
annars þriðjungs, Evrópuþjóða
(vonandi er þetta ekki óskiljan-
leg setning). Sú var tíðin að
íslendingar voru í 1. þriðjung
og um ástæður þess að sá tími
er liðinn má endalaust deila.
Bridgesamband íslands gerir
sér grein fyrir að það stendur á
nokkurskonar tímamótum nú.
Um er að velja að halda áfram
að senda lið á erlend mót og
sætta sig við árangur aðeins
fyrir neðan miðju og gleðjast
yfir öllu þar fyrir ofan, eða þá
að taka þátttöku íslands erlend-
is föstum tökum, byggja upp
gott landslið og stefna í hóp
þeirra bestu. Og slíkt er ekki
óraunhæfur möguleiki. íslend-
ingar eiga óvenju stóran hóp
bridgespilara sem með mark-
vissri þjálfun gætu staðið þeim
bestu á sporði, og hafa raunar
gert það á undanförnum árum.
Ýmsar hugmyndir hafa verið
reifaðar um hvað eigi að gera.
Stungið hefur verið upp á að fá
erlenda spilara eða þjálfara til
námskeiðahalds; að marka
stefnu fyrir 2-3 ár í senn og velja
ákveðinn landsliðshóp sem liðið
verði valið úr eingöngu á þess-
um árum; reyna að auka þátt-
töku íslendinga í erlendum
mótum, markvissari og harðari
þjálfun fyrir landsliðsspilara, og
ýmislegt fleira.
Ekkert hefur verið ákveðið í
þeim efnum en stjórn Bridge-
sambandsins hefur óformlega
leitað eftir áliti þeirra spilara
sem helst eru taldir koma til
greina í landsliðshóp. Það verð-
ur spennandi að fylgjast með
þessu í framtíðinni og vonandi
tekst Bridgesambandsstjórn að
gera fastmótaða landliðsáætlun
sem flestir geta sætt sig við.
Guðmundarmót á
Skagaströnd
Ingi Þór Ingvason og Ingi-
bergur Guðmundsson sigruðu á
helgarmoti sem haldið var á
Skagaströnd um síðustu helgi.
Mótið er kennt við Guðmund
Kr. Sigurðsson og að sjálfsögðu
stjórnaði hann mótinu af mikilli
röggsemi.
Bræðurnir frá Siglufirði, Ás-
grímur og Jón Sigurbjörnssynir
urðu í 2. sæti á mótinu. Það
vakti athygli að synir Jón, Ólaf-
ur og Steinar sem aðeins eru 12
og 13 ára gamlir, voru lengi í
öðru sæti á mótinu en duttu
aöeins niður í lokin. Sjálfsagt
eru þeir bræður yngstu keppnis-
spilarar landsins.
28 pör tóku þátt í mótinu, og
komu þau allt frá Borgarfirði til
Siglufjarðar.
Tafl-& Bridge-
klúbburinn
Aðalsveitakeppni T.B.K.
hófst s.l. fimmtudag með þátt-
töku 12 sveita, spilaðir eru tveir
16 spila leikir á kveldi og eftir
fyrsta kvöldið er staðan þessi:
Sigfús Sigurhjartarson 42
Agnar Hanson 40
Gestur Jónsson 40
Hermann Erlingsson 39
Keppninni verður fram hald-
ið n.k. fimmtudag 14. nóv. að
Domus Medica kl. 19.30, eins
og venjulega.
Fimmtudaginn 31. okt. s.l.
var spilað til úrslita í „hrað-
sveitakeppni" klúbbsins og sig-
urvegari var sveit Gests Jóns-
sonar, en hana skipa auk Gests,
þeir: Sigfús Ó. Arnason, Sig-
tryggur Sigurðsson, Hrólfur
Hjaltason og Sverrir Kristins-
son. En annars urðu úrslit sem
hér segir:
Gestur Jónsson 2246
Ingólfur Lilliendahl 2195
Þórður Sigfússon 2168
Guðni Sigurbjarnason 2113
Frá Bridgesambandi
Reykjavíkur:
Dagskrá Bridgesambands
Reykjavíkur fyrir starfsárið
1985-1986 verður þannig:
Undanrásir fyrir Reykjavíkur-
mótið í tvímenning verða:
Sunnudaginn 24. nóvember kl.
13 og 19.30 (tvær umferðir)
Sunnudaginn 1. desember kl.
13. (ein umferð)
Úrslitakeppnin (28 para baro-
meter) verður svo helgina
14. -15. desember (ein umferð á
laugardegi og tvær umferðir á
sunnudegi)
Undanrásir fyrir Reykjavík-
urmótið í sveitakeppni verða:
1. dagur: Mánudaginnó. janúar
í Domus Medica kl. 19.30
2. dagur: Miðvikudaginn 8. janú-
ar í Hreyfils-húsinu kl. 19.30
3. dagur: Fimmtudaginn 9. janú-
ar í Domus kl. 19.30
4. dagur: Sunnudagur 12. janú-
ar í Hreyfli kl. 13.00
5. dagur: Miðvikudaginn 15.
janúar í Hreyfli kl. 19.30
6. dagur: Sunnudaginn 26. janú-
ar í Hreyfli kl. 13.00
7. dagur: Mánudaginn 27. janú-
ar í Domus kl. 19.30
8. dagur: Laugardag 1. febrúar
í Hreyfli kl. 13.00
9. dagur: Sunnudagur2. febrúar
í Hreyfli kl. 13.00
Spilaðar verða 17-19 umferðir
(eftir þátttöku), 16 spila leikir
allir v/alla. 6 efstu sveitir úr
undanrásum, komast síðan í
úrslitakeppni Reykjavíkumóts-
ins, sem verður helgina 8.-9.
febrúar (sennilega í Hótel Hofi
v/Rauðarárstíg). Þar verða spil-
aðir 5x16 spila leikir, allir v/
alla. Leikir allra sveitanna í
undanrásum munu gilda sem
fyrri hálfleikur, þannig að í
raun verða spiluð 32 spil milli
sveita í úrslitum (í útreikning).
Opna Samvinnuferða-
mótið á Húsavík:
Útlit er fyrir að hátt í 50 pör
taki þátt í I. Opna Samvinnu-
ferða/Landsýnar mótinu sem
verður um þessa helgi á Húsa-
vík. Er það mjög góð þátttaka,
miðað við allar aðstæður. Spila-
mennska hefst kl. 13 á laugar-
deginum og verða spilaðar tvær
umferðir þá um daginn. Á
sunnudeginum verðurspiluðein
umferð. Mótið verður tölvu-
reiknað og sér Vigfús Pálsson
um þá hlið mála. Keppnisstjóri
er Ólafur Lárusson.
Frá Bridgedeild
Skagfirðinga Rvk:
Eftir 6 umferðir í aðalsveita-
keppni deildarinnar, er staða
efstu sveita orðin þessi:
Björn Hermannsson 125
Magnús Torfason 114
Hjálmar Pálsson 101
Sigmar Jónsson 98
Ný stjórn var nýlega kjörin
hjá deildinni, á almennum fé-
lagsfundi fyrir skömmu. í henni
eiga sæti: Sigmar Jónsson for-
maður, Karólína Sveinsdóttir,
Guðni Kolbeinsson, Hjálmar
Pálsson, Haukur Hannesson og
Ólafur Lárusson.
Opið hús:
22 pör mættu til leiks í Opnu
húsi sl. laugardag í Borgartúni
18. Spilaður var tvímenningur
og urðu úrslit þessi (efstu pör):
N/S: stig
Ragnar Björnsson -
Þórarinn Árnason 292
Guðmundur Pétursson -
Magnús Torfason 243
Hermann Erlingsson -
Eymundur Sigurðsson 229
A/V: stig
Guðjón Jónsson -
Friðrik Jónsson 263
Baldur Árnason -
Sveinn Sigurgeirsson 263
Albert Þorsteinsson -
Sigurður Emilsson 241
Enn á ný er minnt á það, að
regluleg spilamennska hefst kl.
13.30 (hálf tvö). Öllu spilaá-
hugafólki, svo og öðrum er
gaman hafa af leiknum er vel-
komið að vera með, í afslapp-
aðri og rólegri keppni.
Bridgedeild Breiðfirðinga
Eftir 10 umferðir af 19 er
staða efstu sveita í aðalsveita-
keppninni þannig:
stig
Alison Dorosh 194
Ólafur Valgeirsson 192
Árni Scheving 191
Jóhann Jóhannsson 185
Ingibjörg Halldórsdóttir 180
Hans Nielsen 177
Stjórnandi er Isak Örn Sig-
urðsson og er spilað í húsi
Hreyfils við Grensásveg.
Bridgefélag Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag lauk
Swiss sveitakeppni með sigri
sveitar Antons R. Gunnarsson-
ar. Með honum í sveitinni voru
Friðjón Þórhallsson, Ragnar
Ragnarsson ogStefán Oddsson.
RÖð efstu sveita varð þessi:
Anton R. Gunnarsson 171
Björn Jósefsson 156
Bergur Ingimundarson 148
Eiður Guðjohnsen 147
Næsta þriðjudag verður spil-
aður eins kvölds tvímenningur en
þriðjudaginn 19. nóv. hefst
þriggja kvölda Butler-tví-
menningur. Spilað er í Gerðu-
bergi kl. 19.30 stundvíslega.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Eftir tvö kvöld af þremur í
Mitchell-tvímenningnum eru
þessir með hæstu skor:
Halldór - Óskar 623
Ásgeir - Guðbrandur 621
Bjarni - Magnús 609
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Síðastliðinn miðvikudag var
spiluð 5. umferð í aðalsveita-
keppninni og er staðan þannig:
Delta 96
Ólafur Lárusson 91
Samv.ferðir/Landsýn 89
Stefán Pálsson 88
Úrval 86
Jón Hjaltason 86
Næsta miðvikudag verður
bridgekeppni stofnana á dagskrá
og 6. umferð verður því ekki
spiluð fyrr en 20. nóv.
■ Sigurvegarar Guðmundarmótsins á Skagaströnd, Jón Ingi
Ingvarsson og Ingibergur Guðmundsson taka við verðlaunum
sínum. NT-mynd Öm Þ.