NT - 01.12.1985, Side 7

NT - 01.12.1985, Side 7
NT Sunnudagur 1. desember 7 orðastigann. Fyrir utan þetta var trommudans- inn líka til skemmtunar og notaður til þess að segja sögur, fara með gam- anmál og til að létta fólki stundir. En hinir eiginlegu trommudansarar voru eins konar galdramenn og not- uðu dansinn til þess að færa kynngi- magn í útskorna hluti sem síðan voru notaðir til verndar eða til þess að laða veiðidýr að. Það eru til sagnir um hversu magnaðir slíkir trommudans- arar gátu verið. Áður en þeir dönsuðu voru þeir lokaðir af í kofa, bundnir á höndum og fótum og með trommuna fyrir framan sig það langt í burtu að þeir gátu ekki náð til hennar. Á meðan þeir sátu keflaðir reyndu túbe- lakar (einskonar andar eða púkar) að komast að trommunni og trufla at- höfnina. En þessir menn voru þaö magnaðir að þeir gátu spilað á tromm- una án þess að snerta hana og hröktu þannig túbelakana á brot. Hinir eiginlegu trommudansarar gátu líka ferðast úr líkamanum í dansinum og séð hvar veiðin hélt sig og jafnvel kallað hana til sín ef ekki vildi betur. Þeir féllu því í nokkurs konar trans á meðan á dansinum stóð og gátu þá galdrað. Höfðu þessir trommudansarar ein- hver veraldleg völd voruþeirhöfðingj- ar eða ættarhöfðingjar? Grænlendingar eru náttúrufólk og þeir trúa á sjálfa náttúruna og allt í henni milli himins og jarðar. Snerting- in við náttúruna sjálfa gefur hverjum og einum kraft til þess að lifa af í þessu óblíða landi. Og þeir náttúru- kraftar sem trommudansarinn komst í snertingu við voru ekki merkari eða Anda Kuitse bregður sér í hlut- verk konu í trommudansi. Hann dansar af miklum stráksskap og kímni. NT-mynd: Sverrir öflugri en þeir kraftar er aðrir þekktu. Því gat t.d. góður veiðimaður alveg eins valist til þess að vera höfðingi. Grænlendingar litu á náttúruna sem heild þeir voru hluti af henni og fengu frá henni kraft og urðu að lifa í samræmi við náttúruna. Ef menn brutu gegn henni gátu þeir einfald- lega ekki lifað af. Og öll fyrirbrigði náttúrunnar voru jafngild og rúmuð- ust öll innan hennar án þess að vera í andstöðu. Því gat einn náttúrukraft- ur ekki verið máttugri en annar og gefið þeim sem fékk sinn kraft frá honum meira vald í byggðunum en öðrum. Hver var þáttur afa þíns, Vilhelm Kuitse, í endurvakningu trommu- dansins? Hann hafði lært trommudans af .föður sínum sem var á mörkum kristni og gömlu grænlensku trúar- bragðanna. En þegar kristnin kom til Austur-Grænlands fyrir um hundrað árum var trommudansinn litinn horn- auga og það var reynt að útrýma honum. En Vilhelm hafði gaman af að dansa og hélt þekkingu sinni við. Svo þegar Danir skifta um skoðun og vilja aðstoða Grænlendinga í þvi að viðhalda sinni menningu fer Vilhelm að sýna trommudans. Hann kenndi síðan dóttur sinni Milka trommudans og hún hefur nú kennt syni sínum Anda, dansinn. Trommudansinn hef- ur því flust frá föðurtil sonar, reyndar líka frá móður til sonar, eins og var áður þegar hann var stór hluti af þjóðlífinu. ForfeðurVilhelms og Mikla voru miklir trommudansarar og kynngimagnaðir. En nú er trommu- dansinn aðallega dansaður til skemmtunar og trúin á galdur tengd- um trommudansinum er horfin. Hvaða hlutverki gegnir þá trommu- dansinn meðal Grænlendinga í dag ? Hann er fyrst og fremst hluti af grænlenskri-menningu sem á undir högg að sækja og er liður í tilraunum til að viðhalda henni. Og þetta á sér stað víðar en á Austur-Grænlándi, því eskimóar í Alaska og á Vestur- Grænlandi hafa einig reynt að endurvekja trommudansinn þó það sé mun lengra síðan að kristnin rauf menningararfinn. Austur-Grænlend- ingar standa hins vegar mun nær lifandi trommudansi, því eins og ég sagði áðan eru ekki nema um hundr- að ár síðan að sá landshiuti var ósnertur af kristnum áhrifum. Bætir hver trommudansari við hefðina eða er þetta allt í föstum skorðum? Hér á árum áður bættist alltaf við hefðina með hverjum nýjum dansara en nú er að aðal áherslan lögð á að viðhalda hefðinni sem best. En samt bætir hver og einn alltaf einhverju við því þekkingin fer frá föður til sonar og persóna föðurins mótar dansinn hjá honum og þar af leiðandi einnig hjá syninum. En við höfum ekki úr svo miklu að moða í söng því það eru afskaplega fáir tónar í grænlenskum söng. Eins og allt annað miðast söngurinn við náttúruna og allir tónar sem sungnir eru í trommudansinum eru til í náttúrunni. Fyrirmyndirnareru niður hafsins, gnauð vindsins, söngur fuglanna og svo framvegis. Dansar trommudansarinn eftirfast- mótaðri forskrift eða spinnur hann út frá fáeinum fyrirfram ákveðnum atrið- um? Inntakið eða boðskapur sögunnar sem á að segja stjórnar hæö tónsins og hreyfingunum og þetta allt er nokkuð fastskorðað. En leikræn tján- ing er síðan persónubundin og þar getur hver og einn ýmist dregið úr, eða yfirkeyrt að vild. Það getur því verið töluverður munur á dansi tveggja manna þó svo tæknin sé sú sama hjá báðum. Ermunurá dansikarla og kvenna ? Karlarnir voru hinir eiginlegu trommudansarar og það fór minna fyrir konunum þó svo þær dönsuðu stundum með körlunum. Dans þeirra var mýkri og átakaminni. En konur leystu líka deilumál sín innbyrðis með dansi í stað þess að slást eða rífa í hárið hvor á annarri. En kvenna- dansinn var meira til skemmtunar eða notaður sem vögguvísur. Anda og félagi hans slá saman kinnum í trylltum trommudansi þó svo öngvir kjálkar hafi brotnað að þessu sinni. NT-mynd: Sverrir Er trommudansinn lifandi á Græn- landi í dag eða er hann fyrst og fremst sýningaratriði fyrir túrhesta? Það má segja það að hann sé núna fyrst og fremst sýndur ferðamönnum. Við sjáum ekki trommudans í Ang- magssalik nema einu sinni á ári í lok mars. Þannig að hann er ekki lifandi þáttur í daglegu lífi Grænlendinga. Ástandið er sjálfsagt bágbornara á vesturströndinni. En það er hafin barátta fyrir því að koma gömlum grænlenskum hefðum inn í skólakerfið og vonir standa til að hægt verði að bjarga mörgum þáttum grænlenskrar menningar frá gleymsku. En hinu er ekki hægt að neita að Grænlendingar eru uppteknari af rokki og róli og öðrum afurðum amer- ískrar menningar en sinni eigin menningararfleifð. En þetta á sjálf- sagt víðar við en á Grænlandi. FRAMHALDSSAGA EFTIR JÓN JÓNSSON Björn hefði ekki látið sjá sig í tvo daga, læddist að mér illur grunur. Ég hringdi til Svanbergs en það svaraði ekki. Um kvöldið var ég tekinn að fyllast óróa og ákvað að komast til botns í þessu. Ég ók sem leið lá í austur- bæinn og einsetti mér að bíða heim- komu vísindamannsins. Þegar ég‘ var að beygja inní götuna þar sem hún hans stendur mætti ég bifreið á leið út og ég sá ekki betur en þetta væri frú Heiðrún Kekkyláá Teitsson undir stýri. Ég hugsaði ekki meira um það en ók heim að húsinu. Bjallan var óvirk svo ég bankaði á dyrnar. Fast. Einu sinni, tvisvar, þrisvar. Ekkert svar. Ég sat í bílnum alla nóttina og fylgdist með húsinu, en enginn lét sjá sig. Daginn eftir gat lögreglan staðfest að Björn Bjarnason og Svanberg Teitsson hefðu flogið til Luxemborgar með Flugleiðavél í fyrradag." Um Heiðrúnu Kekkyláá Teitsson var ekk- ert vitað. Leið nú tíminn og fréttist ekkert af þeim kumpánum. Eftirgrennslanir Interpol báru engan árangur, og svo virtist sem jörðin hefði gleypt Björn frænda og Svanberg Teitsson meina- fræðing. Það var ekki fyrr en þrem vikum síðar sem hið fræga viðtal birtist við Svanberg í bandaríska vikuritinu New Time og fletti allri hulunni af þessu sérkennilega máli. Þeir félagar höfðu þá ferðast um hnöttinn þveran og endilangan í samvinu við leyni- þjónustu ónafngreinds ríkis, sem hyggst verða á undan öðrum til að ná völdum í fjórðu víddinni, sem sam- band næst inní gegnum hnúskinn. Tilgangur ferðarinnar var sá að hafa uppi á sem flestum er hefðu í sér hinn dularfulla hnúsk, og stofna alþjóðleg- an þrýstihóp hnúskbera. Rannsóknir dr. Svanbergs á Birni frænda höfðu leitt til uppgötvunar og samsetningar á einföldum öreindamæli sem greinir hnúskinn í iðrum manna og þekkir hann frá venjulegu æxli. Dr. Svanberg segir í þessu viðtali að hnúskurinn sé töluvert útbreiddur í heiminum, og að hugsanlega gæti þetta nýja vitundarlíffæri orðið að faraldri (epidemi) sem ætti þó að verða til góðs ef rétt er haldið á spöðunum. Þjóðir heims hafa verið keyrðar niður í vonleysi og vantrú á mátt sinn og megin. Andspænis þeim ógnvæn- legu stærðum, fjöldaframleiðslu og vitundariðnaði sem ráðandi öfl í nú- tímaþjóðfélaginu stilla upp andspæn- is mennsku lífi, grípur um sig andleg lömun, útbreidd vanmáttarkennd sem sýgur merginn úr vitundarlífi þjóðanna. Snillihnúskurinn mun vera einskonar náttúrulegt já beinlínis líf- fræðilegt andsvar við þeim aðstæð- um sem mannskepnan býr við nú á dögum, og einn daginn, fullyrðir dr. Svanberg, munu spámenirnir skríða fram undan steinum vopnaðir snilli- hnúskum og öðru lífsundri til að mála þá heimsmynd og sigrast á því ófr- esli, sem þrft fyrir allt talið um frelsið, er eitt helsta einkenni á lífinu í nútímánum. Dr. Svanberg telst svo til, að nú í dag gangi um fimm hundruð fslend- inga með snillihnúsk, og enn fleiri, jafnvel tífaldur sá fjöldi er í svokölluð- um áhættuhóp. Hér gæti því orðið um alvörumál að ræða. Þeir félagar eur nú komnir heim til íslands og sjást oft á Laugaveginum spígsporandi; gengur Björn jafnan u.þ.b. tveimur metrum fyrir aftan Svanberg. Þeir eru dularfullir til augn- anna. En hvar er Heiðrún Kekkylöa a meðtvípungk 2sinnum ?? Sögulok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.