NT - 01.12.1985, Page 9

NT - 01.12.1985, Page 9
Rætt við Gísla Guðmundsson: BÖLVAÐ ÞRAS UM EFTIRVINNUNA Landssambandið fékk sitt Lögreglumenn eru ekki á eitt sáttir um hversu vel Landssamband lög- reglumanna stendur sig. Vestfjarðar- menn telja þetta vera ónýtt „apparat" eins og Hrafn orðaði það. Þröstur Brynjólfsson á Húsavík sagði að Landssambandið væri ungt félag sem ætti á brattann að sækja og vildi hann ekki fella dóm yfir félaginu, fyrr en full reynt væri. „Hinsvegar finnst mér að harðari menn mættu vera við stjórnvölinn." Meðal þess sem Landssambandið hefur verið að gera, er að senda spurningalista til hinna ýmsu em- bætta, þar sem menn eru beðnir að gefa upplýsingar um hvernig aðbún- aður er og vinnuaðstaða. Viðurkenna nauðsyn Menn hafa viðurkennt þá nauðsyn að fylgjast með stjórnun lögreglu- embætta og skera niður óþarfa kostnað, en sömu menn innan lög- reglunnar telja aö of langt hafi verið gengið nú þegar, þar sem kemur til niðurskurðar á eftirvinnu. Þá er víða þar sem farið hefur verið fram á fjölgun á stöðugildum, en því ekki verið sinnt. Á Akureyri hefur ekki verið fjölgað í lögreglunni síðan árið 1981, en samt er þeim gert að vera í takt við tímann eins og annarsstaðar. Líkur eru á því að fjölgun verði hjá embættinu á næsta ári en ekki hefur fengist samþykkt fyrir því ennþá Samningar iausir um áramót Samningar lögreglumanna, eins og annarra verða lausir um áramót. Menn tala um stórfelldar hækkanir, en ekki er víst að verulegur ávinning- ur náist fram, og því líkur á því að enn frekar kreppi að í löggæslugeiranum, og óánægja muni aukast ef eitthvað er. En það verður tíminn að leiða í Ijós. ES Maðurinn með hnífinn, nefna lög- reglumenn hann oft. Það er átt við Gísla Guðmundsson, sem situr í dómsmálaráðuneytinu og hefur eftirlit með, m.a. eftirvinnu, og einnig með því að útgjöld hinna ýmsu lögreglu- embætta fari ekki úr hófi fram. Lög- reglumenn víða um land kvarta und- an því að eftirvinna sé skorin niður, meira en góðu hófi gegnir. Þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera, er nafn Gísla nefnt. Hann vinnur undir stjórn Hjalta Zophanías- sonar, sem aftur er undir stjórn dóms- málaráðherra. NT náði tali af Gísla á skrifstofu hans í dómsmálaráðuneyt- inu og forvitnaðist um niðurskurðinn. Er einhver stefnumörkun í niður- skurði í löggæslumálum? „Nei það er ekki. Dómsmálaráð- herra hefur ekki mikið af liðum þar sem hægt er að spara í, öðrum en löggæsiunni. Auðvitað eru takmörk hvað er hægt að spara í löggæslu- málum. Það er líka spurning hversu æskilegt er að fara út í svoleiðis hluti. Reynt hefur verið að halda aukavinnu innan hæfilegra marka, en þá kemur þaö aftur á móti að mannfæð er víða og allir vita að þörf er á löggæslunni. Þetta er erfitt mál viðfangs, og það er að ganga ekki of langt í þessum efnum.“ Hefur ekki þegar verið gengið of langt sumstaðar? „Það er alltaf hægt að deila um það. Menn eru sammála um að löggæslan er nauðsynleg og þarf að vera sem mest og best. En það fer ekki endilega saman kostnaðurinn og svo aftur vinnubrögðin.“ Með aukinni afbrotatíðni, er forsvaranlegt að nokkur niður- skurður eigi sér sér stað í lög- gæslumálum? „Það er nauðsynlegt að stýra lög- gæslunni, eins og öðrum verkum. Það er kannski erfitt að gera það úr stól í ráðuneytinu, enda er það ekki meiningin. Það sem ég hef verið að gera er að samræma hlutina. Ég hef haft það að leiðarljósi að fara eftir þeim samningum sem í gildi eru og að menn túlki þá á sama máta, hvar sem er á landinu, að menn beri það sama úr býtum fyrir sömu vinnu. Það hefur líka verið meiningin að reyna að virkja betur stjórnun á þessu. Ég held að þó að einhver urgur sé í mönnum, þá skilja þeir þetta mjög vel. Um leið og menn sjá fram á að þeir lækki í launum þá kemur upp urgur í þeim. Ég verð að viðurkenna það líka að það er meiri hætta á að eitthvað verði útundan í löggæslunni. Það er augljóst mál. Er það rétt að greiðslur falli niður, fyrir bakvaktir, í Borgarnesi frá og með áramótum? „Það sem þarna er um að ræða, er að Borgnesingar hafa ekki áttað sig á því að greiðsla á að falla niður, fyrir bakvaktir, þegar fleiri en þrír eru hjá embættinu. Þeir hafa fengið greitt fyrir útköll og einnig bakvaktir. Þarna eru þeir að fá tvöfalda greiðslu." Hvernig er með ástandið á Vest- fjörðum? „Þar hefur nýlega verið fjölgað stórlega í liðinu og þeir standa nú sólarhringsvaktir, á Isafirði. Þar hefur allt breyst til batnaðar. Hvernig er með héraðslögreglu- menn? „Þeir eru mjög nauðsynlegur þáttur, og hafa oft unnið vel með lögreglumönnum. Þeir fá greitt fyrir sína vinnu og einnig eru þeim greidd- ar fastar greiðslur á hverju ári, sem eru um tíu þúsund krónur. Þó er það misjafnt. Ef við lítum á Austfirði sem dæmi þá eru þar langar vegalengdir og lögreglumenn fá greiddar 40 klukkustundir í eftirvinnu á mánuði. Því verður ekki neitað að staða þessara manna er ekki góð, en á móti kemur að þeir eru ekki bundnir hlíðni- skyldu." Landssamband lögreglumanna, er það i samstarfi við þig? „Já þeir hafa hnippt í okkur og við tökum fyllilega til greina það sem kemur frá lögreglumönnum en erum náttúrlega ekki alltaf tilbúnir til þess að fara eftir því. Þar eru oft skiptar skoð- anir. Við viljum, og reynum að hafa gott samstarf við lögreglumenn. Ég hef verið í þessu í tvö ár, og þetta er að lagast. Það hefur náttúrlega verið bölvað þras um eftirvinnuna, túlk- un á samningum og fleira. Menn hafa látið heyra í sér og ekki verið sáttir. Menn eiga að beina spjótum sínum að samningamönnum sínum. Dæmi um hvernig niðurskurður kemur út? Gísli vildi ekki taka eitt embætti sérstaklega, en talaöi í staðinn um yfirvinnuna. „Fyrstu ellefu mánuði ársins er aukavinna svipuð og í fyrra, en hefur heldur minnkað ef eitthvað er. Hún hefur farið niður um tvö og hálft prósent úti á landi, en vaxið aftur á móti í Reykjavík. Ég er nú að vinna að öðrum störfum sem mér finnst miklu ánægjulegri en bardaginn um aukavinnuna sjálfa. Aukavinna hjá lögregluþjónum er allt frá fimmtíu prósentum og upp í hundrað prósent ofan á fastakaupið. Ertu óvinsæll og þitt starf meðal lögreglumanna? „Það eru öll stjórnunarstörf óvin- sæl, en ég vil nú segja að þau eru vinsæl að þvi leyti, að það er mun stærri hópur sem skilur þörfina á þeim. Ég vil miklu heldur vera þeim megin. Ég tek það ekkert nærri mér þó ég sé óvinsæll af nokkrum mönn- um sem aldrei skilja nokkurn skapað- an hlut. Það verður bara að hafa sinn gang.“

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.