NT - 01.12.1985, Blaðsíða 20

NT - 01.12.1985, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 1. desember NT UM SÁLINA Hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út rit Aristótelesar „Um sálina" í þýðingu Sigurjóns Björnssonar prófessors. Sigurjón féllst góðfúslega á að kynna verkið fyrir lesendum og auk þess birtist hér níundi kafli ritsins. Aristóteles er uppi á fjórðu öld f.Kr., hann er fæddur 384 og andaðist 322 f. Kr. Fjórða öldin er tími mikilla umbrota í sögu Grikklands, Platon deyr um miðja öldina, en Aristóteles var nemandi hans. Blómaskeið grískrar menningar er liðið og Aþen- ingar eru á tímum Aristótelesar orðnir fátækir og smáir miðað við það sem áður var. Aristóteles lifir seinustu ár hins frjálsa Grikklands og má segja að hann reki lestina hinna miklu grísku höfunda. Aristoteles var ekkert sérstaklega þekktur á sínum tíma, það er ekki fyrr en löngu eftir hans dag að hann verður stórt nafn þ.e. á Helleníska tímabilinu. Síðan gerist það að hann hverfur af sjónarsviðinu og fellur alveg í skuggann af Platon, fellur mun betur að kristinni trúarkenningu og kristindómurinn verður fyrir mikl- um áhrifum frá platonismanum. Það er svo ekki fyrr en langt er komið frammá miðaldir, um árið 1000, að farið er að birta rit Aristótelesar á ný, og þá aöallega í gegnum arabískar þýðingar, en menningaráhrifa þeirra fer þá að gæta i Evrópu. Upp frá því verður Aristóteles lang stærsta nafn- ið og raunverulega faðir flestra vís- indagreina sem spretta síðan upp á síðmiðöldum og í upphafi nýaldar. Hann er faðir líffræðinnar, rök- fræðinnar, þekkingarfræðinnar... og áhrifa hans gætir allt fram á þennan dag. Megin viðfangsefni Aristótelesar er vissulega heimsekilegs eðlis en innan þess ramma er hann ákaflega náttúruvísindalegur, mun jarðbundn- ari að því leyti en Platon, hann lagði áherslu á það að skoða heiminn og athuga hvað er í honum, flokka það og skipta því niður. Viðhorf hans til viðfangsefnanna hefur verið ákaflega mótandi, einhver fræöimaður benti á hvað það er einkennilegur munur á því að lesa Platon og Aristóteles vegna þess að Aristóteles er miklu nær hugsunarhætti nútímans, eins og maður sé kominn úr fornöldinni í nútímann. Það sem gerir Aristóteles erfiðan viðfangs er að ekkert þeirra rita sem hann gekk sjálfur frá hefur varðveist, það sem við höfum í höndunum í dag er safn fyrirlestra og frumdrög ýmiss- konar og verkin bera þess vitni að þau hafa verið ætluð til munnlegs flutnings þar sem fyrirlesarinn fyllir uppí eyðurnar. Þess vegna hafa komið fram allskyns mistúlkanir og brenglanir á verkum hans. Túlkanir á Aristótelesi hafa orðið ákaflega marg- víslegar og honum ekki alltaf til framdráttar. En hvað sálarfræðina snertir mark- ar rit hans, „Um Sálina" tímamót, því það er fyrsta rit sinnar tegundar sem vitað er um í heiminum. Hjá Aristótel- esi er sálin frumforsenda lífsins, sálin er ekki það sama og lífið en það er vegna sálarinnar sem maðurinn er lifandi, og það gildir um allar lífverur. Megin niðurstaða ritsins er skilgrein- ingin á hugtakinu sjálfu, þ.e. að sálin sé frumforsenda lífsins og því sé þekking á sálinni, eða sálarfræði, nauðsynleg öllum líffræðigreinum til frekari skilnings á því sem lifir, þetta er eiginlega hinn mikli boðskapur bókarinnar. Síðan fer Aristóteles út í það að útlista hvernig sálin er og ein megin niðurstaðan er að allt sem lifir hafi sál en hún sé mismunandi eftir tegund- um. Sálin hefur mismunandi starfs- hætti, lægst er næringar hlutverkið, sálin hjá plöntunum hefur t.d. það hlutverk að næra plönturnar, síðan koma önnur hlutverk eins og hreyfing, skynjun, ímyndun og hugsun sem er æðsta hlutverk sálarinnar og þá erum við komin að manninum, maðurinn einn getur hugsað. Með þessu býr Aristóteles til einskonar hlutverka- stiga og hugtak sem nær í senn yfir gerð og starfsemi, sem síðan hefur verið áberandi í öllum kenningum í sálarfræði. í þessum kafla er umræöunni hald- ið áfram, þar sem frá var horfið í 6. kafla og gerð allskipuleg grein fyrir starfsemi sálarinnar. Jafnframt er umræða um hreyfingu í rými undirbú- in. Tvennt er e.t.v. sérstaklega athygl- isvert við þennan kafla. Annars vegar umræðan um tilfinningalífið, sem er ítarlegri hér en víðast annars staðar og hiris vegar umræðan um aflvaka atferlis, enda þótt einföld sé. Sál lífveranna hefur verið skil- greind sem tveir hæfileikar, annar er dómgreindin, sem er starfsemi skyn- semi og skynjunar; hinn er að hreyf- ast í rými. Um skynjun og skynsemi hefur þegar verið rætt nægilega. En nú skal athugað, hvað gegnir hlut- verki hreyfingar í sálinni. Er hún hluti sálarinnar, aðskilin hvað stærð varð- ar eða sem hugtak? Eða er hún öll sálin? Og sé hún sálarhluti, er hún þá aðgreind frá þeim hlutum, sem venj- an er að telja upp, og vér höfum skýrt frá, eða er hún einn þeirra? En í upphafi vaknar sú spurning í hvaða skilningi skuli tala um hluta sálarinnar og hversu margir þeir séu? Að vissu leyti gætu þeir virst vera óteljandi, en ekki eins og sumir ætla, sem greina þá sundur, takmarkaðir viö rökhugsun, ástríður og langan- ir,155 eða eins og skoðun annarra er, sundurgreindir í rökræna og órök- ræna sál.116 Ef vér nú skoðum mis- mun þann, sem slíkar skiptingar eru byggðar á, kemur í Ijós, að meiri munur er á öðrum hlutum en þessum. Það eru þeir, sem vér höfum talað um, þ.e. næringarhlutinn, sem er að finna hjá öllum plöntum og dýrum, skynjunarhlutinn, sem ekki erauðvelt að úrskurða, hvort heldur er órök- rænn eða rökrænn. Síðan er ímynd- unin [432b], sem í verund sinni er frábrugðin öllum hinum. Mjög er erfitt að segja, hvaða hluta hún tilheyrir og KOLLUMÁLIÐ í BRENNIDEPLI Elías Snæland Jónsson sendir frá sér aðra bókina í ritsafninu Aldarspegill nú einhvern næstu daga. í þessu safni tekur Elías fyrir ýmis sögufræg mál frá fyrri hluta aldarinnar og greinir frá þeim í alþýðlegan hátt. Hér er því um að ræða svokallaöa alþýðlega sagnfræði. Blaðamaður hitti Elías að máli í vikunni og ræddi við hann um hina nýútkomnu bók. Fljótlega barst talið að kollumálinu sem nær yfir bróðurpartinn af bókinni. En að sjálfsögðu var Elías fyrst spurður að því hvað væri í bókinni. Kollumálið er lang fyrirferðamest í bókinni, en í henni eru einnig tveir kaflar um slæma meðferð á börnum á íslandi fyrir um hálfri öld. Þetta eru dæmi um þann aðbúnað sem börnum var búinn, fyrir þó ekki lengri tíma en þetta, þegar þeim var komið fyrir hjá vandalausum. En kollumálið er lang yfirgripsmest af þessum þáttum, enda það mjög heitt og viðamikið mál á sínum tíma. í stuttu máli er það mál þannig vaxið að í janúar árið 1934 var Hermann Jónasson, þáverandi lög- reglustjóri i Reykjavík, sakaður um að hafa skotið æðarfugl út í Örfirisey og þar af leiðandi um brot gegn fuglafriðunarlögum. Þetta þótti sum- um alvarleg ásökun þar sem lögreglustjórinn átti að sjá um að framfylgja lögum í landinu en ekki að brjóta þau. Þetta mál fór af stað í Morgunblað- inu rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar í janúar 1934 þegar Hermann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hermann og hans fylgjendur litu fyrst og fremst á þetta sem pólitíska árás á Hermann, eða kosningabombu eins og þeir kölluðu það. Mér hefur sýnst að til að byrja með hafi menn ekki reiknað með að mikið yrði úr þessu máli, en svo fór að lokum að það var send formleg ákæra til dóms- málaráðherra Hermann þess efnis að hann hafi skotið æðarkollu á fullveldisdaginn 1930. Það verður til þess að dómsmálaráðherra fyrirskip- aði opinbera rannsókn á þessu máli og skipar til þess sérstakan setudóm- ara til að rannsaka þessa ákæru og koma lögum yfir Hermann ef hann reyndist sekur. Þar með fór þessi rannsókn í gang undir lok janúarmán- aðar og stóð alveg fram til vors þegar setudómari dæmdi Hermann sekan um kolludráp, og þá fleiri en eitt. Hermann neitaði að sjálfsögðu að hafa nokkru sinni drepið æðarkollu. Þetta mál var mjög heitt í dag- blöðunum. Stuðningsblöð Hermanns, sem voru Nýja dagblaðið, sem framsóknarmenn gáfu út á þess- um árum, og einnig Alþýðublaðið sem studdi Hermann í þessu máli, töluðu ávallt um það sem sjálfsagðan hlut að Hermann væri saklaus í þessu máli. Nýja dagblaðið kallaði málið alltaf „Ijúgvitnamálið" og fullyrti að þarna væru Ijúgvitni útsend af íhaldinu að ná sér niðri á póli’tískum andstæðing. Um sumarið 1934 voru alþingis- kosningar. Kollumálið hélt því áfram að vera átakamál allan veturinn og fram á mitt sumar eða fram yfir kosningar. Það var heiftarlega deilt um málið í blöðunum á meðan á rannsókn setudómara stóð, og ekki síður eftir að hann kvað upp sinn úrskurð skömlmu fyrir þingkosnin- garnar. Hermannáfrýjaðidómnum að sjálfsögðu til Hæstaréttar, sem gat hins vegar ekki tekið málið fyrir fyrr en alllöngu eftir kosningar. Þá var Hermann reyndar orðinn forsætisráðherra og dómsmálaráð- herra, þannig að staða hans hafði gjörbreyst. Það var fyrir þessar kosningar sem Hermann fór fyrst í þingframboð. Hann vann þingsæti í Strandasýslu af Tryggva Þórhallssyni. Tryggvi var fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins, en hafði gengið úr honum og tekið þátt í stofnun Bændaflokks- ins 1933. Fyrir kosningar töldu flestir að Hermann hefði lítið í Tryggva að gera því Tryggvi hafði yfirleitt hlotið mjög góða kosninga. Það eru ýmsir sem telja að þessar kolludeilur hafi orðið til að auka Hermanni fylgi því mönnum hafi fundist ómaklega að honum vegið. En skaut Hermann ekki kolluna? Niðurstaða Hæstaréttar varð sú að í einu tilteknu atviki yrði að telja að Hermann hefði hitt æðarkollu; hins- vegar var ekki talið sannað að hann hefði hitt hana af ásettu ráði. Þessa niðurstöðu gripu blöð andstæðinga Hermanns mjög á lofti og þótti sann- að að hann hefði skotið kolluna þó svo það væri ekki sannað að um ásetning væri að ræða. Þannig að jafnvel niðurstaða Hæstaréttar varð mönnum ástæða til mikilla deilna í blöðunum. í bókinni er skýrt mjög ítarlega frá rannsókn málsins. Setudómarinn var mjög duglegur að afla vitna. Það sló oft í brýnu á milli Hermanns og setudómarans þegar Hermann taldi á rétt sinn gengið. Það kemur fram í dómsbókum að það hafa mörg þung orð fallið þegar þeir fóru í hár saman. Þetta er allt rakið ítarlega í þessari bók og sömuleiðis blaðadeilurnar þannig að það ætti að vera nokkuð tæmandi mynd sem þarna er dregin upp af kollumálinu. Kollumálið gerðist á þeim tíma í pólitíkinni þegar menn voru harðorðir í garð andstæðinganna og andstæð- urnar voru skarpar. Þá voru menn óvægir í dómum og persónulegt níð daglegt brauð. En í kollumálinu er sjálfsagt meira um hatrammar árásir á menn en tíðkaðist, þrátt fyrir að menn hafi ekki kallað allt ömmu sína á þeim tíma. Hvað er það sem stjórnar efn- isvali í Aldarspegil? Meginmarkmiðið í vali á við- fangsefnum er að atburðirnir séu á einhvern hátt merkilegir. Það á til dæmis við um pólitísk deilumál eins og kollumálið. I fyrsta Aldarspeglin- umvar líka frægt deilumál; slagurinn um hakakrossinn, aðgerðir kommún- ista gegn nasistafánanum og öll þau átök sem urðu samfara þeim. Einnig var í fyrstu bókinni frásögn af hinni frægu handtöku Hannibals Valdi- marssonar í Bolungavík. Ég reyni að velja atburði sem gefa innsýn í þjóðlíf þeirra tíma sem þeir gerast á og mikilvægt að þeir, sem nú eru ungir, kynnist. Eg hef einskorðað mig til þessa við atburði frá fyrri hluta aldarinnar og mest er þetta frá árunum frá 1920 til 1940. Það er mjög viðburðaríkur tími og mikill átakatími í íslensku þjóðlífi. Það er líka haft í huga við val á viðfangsefnum að efni bókanna sé sem fjölbreyttast og fyrir sem víðast- an lesendahóp. Hvað með framsetningu? Það er reynt að hafa frásögnina sem aðgengilegasta fyrir allan al- menning. Þetta er ekki þurr sagn- fræði. Einhver hefur kallað þetta alþýðlega sagnfræði. Frásögnin er að sjálfsögðu byggð á trausum sam- tímaheimildum, og það er ítarleg heimildaskrá í ritinu, en það er reynt að segja frá á læsilegan hátt og jafnframt að byggja frásögnina þann- ig að það skapist spenna og eftirvænt- ing hjá lesendanum. Og verður áframhald út í það óendanlega? Ekki vil ég nú segja „út í það óendanlega". En viðtökurnar við fyrsta Aldarspeglinum voru það góð- ar að ég á fastlega von á að það komi út nokkur bindi í viðbót. Ég vil engu lofa um hvað bækurnar verða margar. En efniviðurinn er óþrjótandi. Eftirfarandi kaflar úr Aldarspegli II eru birtir með góðfúslegu leyfi höf- undar og útgefanda. SPJALLAÐ VIÐ ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON UM NÝJU BÓKINA í RITSAFNINU ALDARSPEGLI Þegar Hermann Jónasson hefur af því fregnir hjá dómaranum að farið hafi verið með Gústaf og Oddgeir út í Örfirisey að lýsa þar vettvangi og segja hvar þeir voru staddir er þeir báru kennsl á Hermann við skot- æfingarnar í október 1933, dettur honum snjallræði í hug. Hermann ritar því Arnljóti bréf 7. febrúar. Þar vekur hann athygli á þvi, að þar sem hann hafi ekki vitað fyrirfram um ferð þessa, hafi hann ekki getað verið viðstaddur. „Þess vegna óska ég eftir að farið verði aftur út í eyna og mér gefinn kostur á að fara með og vitnin að mér við- stöddum látin sýna afstöðuna". Dómarinn tekur þessari málaleitan vel. Dráttur verður þó á að farið sé út í eyna á ný. f bréfi, sem Hermann ritar dómaranum tíunda febrúar, er vikið að skýringu á þeim drætti. Sem

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.