NT - 10.12.1985, Síða 4
Þriðjudagur 10. desember 1985
iaví
9 Nokkrar af lafréttir
t'-m
■ Loðnuveiðin hcfur gengið vei síðustu daga og þrær víða fullar. Loðnu-
aflinn er nú kominn í 570-580 þús. tonn á þessari vertíð, og er þessi mikli
afli aðal uppistaðan í þeirri aukningu sem orðið hefur í heildarafla Islcnd-
inga í ár. IVIyndin er af þróni h já Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði.
NT-mynd: B.G.
Góð loðnuveiði
■ Loðnuveiðin hefur verið góð
undanfarna daga og er heildarveið-
in nú orðin ú milli 570-580 þúsund
tonn. Eftir að veður lægði um
miðja síðustu viku (fimmtudag)
kom besti dagur vertíðarinnar
hingað til en þá fengu 26 bátar um
18.800 tonn, og hefur veiðin hald-
ist góð síðan.
Loðnan hcfur nú færst nokkuð
austar en áður og er nú út af Þistil-
firði. Bátarnir hafa verið nokkuð
fljótir að fylla sig og hafa margir
fengið í sig yfir nóttina. Næsta höfn
viö miðin er Raufarhöfn , en þang-
að er um 8 tíma stím.
Á Siglufjörð og austfjarðarhafn-
irnar er hins vegar um 14-I6stunda
sigling, en annars hafa bátarnir
landað víðs vegar um land.
Ferskfiskur:
Aukning
á útflutningi
■ Samkvæmt upplýsingum sem
Fiskifélag íslands hefur sent frá sér
um útflutning sjávarafurða á tíma-
bilinu jan.-okt. 1985, hefur heild-
arútflutningurinn aukist talsvert frá
því í fyrra. Á umræddu tímabili
hafa verið flutt út 524.112 tonn af
sjávarafurðum að verðmæti
20.976.575 þús. kr. á móti 378. 071
tonni að verðmæti 12.180.828 þús.
kr. á sama tíma 1984. (vcrðlag
hvors árs).
Á þessu ári (jan.-okt) hefur
hlutfall sjávarafurða miðað við
heildarverðmæti vöruútflutnings
landsmanna verið 77,1%, en var á
sama tíma í fyrra 70,6%.
Af einstökum afurðaflokkum
eru frystar afurðir langverðmæt-
astar (11.854.121), því næst koma
saltaðar afurðir (4.203.621 kr.), þá
mjöl og lýsi (2.365.147 kr.), og
fjórðu í röðinni eru ísaðarog nýjar
afurðir (1.820.589 kr.).
Hvað niagn varðar þá var mest
flutt út af mjöli og lýsi (194.943
tonn), því næst af frystum afurðum
(133.306 tonn), þá ísuðum og nýj-
um afurðum (122.000 tonn), og
fjórðu í röðinni eru saltaðar afurðir
(65.682 tonn).
Það sem einkum vekur-athygli í
þessum útflutningstölum fyrir fyrstu
tíu mánuði ársins er hin gífurlega
aukning sem orðið hefur í útflutn-
ingi á ferskum og ísuðum fiski, ým-
ist með gámum, skipum, eða tlug-
vélum. Alls hefur þessi útflutningur
aukist um 120% frá því í fyrraoger
nú um 122 þús. tonn. Nýr fiskur
fluttur út með gámum nam 24.884
tonnum en var í fyrra 9.587 tonn,
eða aukning upp á tæp 160%. Út-
flutningur á nýjum fiski með skip-
um (siglingar) er í ár 95.850 tonn
en var í fyrra 44.841 tonn. eða
aukning upp á um 114%. Útflutn-
ingur á ferskum fiski með flugi hef-
ur þó ekki aukist eins mikið eða úr
995 tonnum í fyrra í 1.267 í ár, eða
um rúm 27%.
Aflinn það sem
af er árinu
■ Fiskifélag tslands tölvukcyrði í
gær bráðabirgðaaflatölur fyrir nóv-
embermánuð. Samkvæmt þessum
tölum var heildaraflinn í nóvember
253.896 tonn og af þeim afla voru
bátar með 229.528 tonn og togarar
24.368. Þessi mikli munur milli
báta og togara liggur fyrst og
fremst í loðnunni, en af henni
veiddust 194.736 tonn í nóvember.
Á tímabilinu janúar-nóvember
hefur heildarveiðin verið
1.476.763 tonn og þar af er bátaafl-
inn 1.157.574 tonn, en togaraaflinn
319.189 tonn. Heildarþorskaflinn
er orðinn 298.523 tonn.
Heildaraflinn í nóvember í fyrra
var rúmum 28 þúsund tonnum
meiri en í ár, en heildaraflinn fyrir
tímabilið janúar-nóvember var
rúmum 109 þúsund tonnum meira í
ár en í l'yrra. Mest af þessari aukn-
ingu liggur í loðnuaflanum.
Af einstökum verstöðvum hefur
mestur afli borist á land í Vest-
mannaeyjum það sem af er árinu,
eða rúm 150 þús. tonn, en í síðasta
mánuði hafði Seyðisfjörður vinn-
inginn, en þar var landað rúmum
34 þúsund tonnum.
Meðfylgjandi tafla sýnir landað-
an afla eftir landshlutum og fisk-
tegundum, í nóvember og það sem
af er árinu.
■ Loðnan hefur sett nokkurn
svip á mannlíf við sjávarsíðuna
seinni partinn í síðustu viku eink-
um á höfnum norðan lands og aust-
an. Gæftir hafa verið góðar víðast
hvar þó sáratregt hafi verið hjá bát-
um á Suðurnesjum en betri veiöi
var þó fyrir norðan. Togarar hafa
flestir fengið þokkalegan afla eink-
um þeir sem verið hafa á flottrolli
fyrir Vestfjörðum.
Vesturiand
Reytingur af bolfiski barst á land
á Vesturlandi í síðustu viku. 170
tonn bárust til Ólafsvíkur og var
megin uppistaðan þorskur. Svipað
magn kom á land á Hellissandi og
Rifi þorskurinn var þar einnig í
fyrirrúmi. Sáralítið, var svarið á
Akranesi, þegar NT spurðist fyrir
um landanir á bolfiski í síðustu
viku. Krossvíkin landaði 75 tonn-
um í vikunni, þar af voru tuttugu
tonn þorskur. í gær var veriö að
landa úr Haraldi Böðvarssyni 130
tonnum. Enginn bolfiskafli hefur
borist á land í Grundarfirði síðan
Runólfur landaði þarsíðast. Hann
kemur inn í dag og er búist við full-
fermi. Skelin cr allsráðandi í
Stykkishólmi og hefur enginn bol-
fiskur borist þar á land í síðustu
viku.
Vestfirðir
Togarinn Guðbjartur á ísafirði,
kom inn í gær með fullfermi um
140 tonn og var uppistaða í aflan-
um þorskur. Fóru 25 tonn þar af í
gáma.
Línubátarnir Orri og Guðný
fóru fimm róðra í síðustu viku og
komust upp í 10 tonn í róðri.
Guðbjörgin á ísafirði hefur ver-
ið á veiðum og kemur inn í dag.
í Bolungavík landaði togarinn
Dagrún sl. þriðjudag 3. des, 30
tonnum af þorski og sama dag
landaði Sólrún 18 tonnum af út-
hafsrækj u.
Togararnir Heiðrún og Dagrún
koma inn í dag, en voru með 50 og
80 tonn af blönduðum afla síðast
þegar fréttist.
Línubátar í Bolungavík voru
með frá 7-91/: tonn í róðri síðustu
viku en flestir fóru fimm róðra.
Fjórir loðnubátar lönduðu 2.300
tonnum um helgina á Bolungavík.
Veiði hjá rækjubátum hefur verið
dræm.
Togarinn Páll Pálsson í
Hnífsdal, kemur inn í dag, með um
100 tonn af blönduðum afla.
í Súðavík landaði togarinn Bersi
í gær tæplega 110 tonnum, mest
karfa og grálúðu og fóru um 60
tonn í gáma. Veiði rækjubáta í
Súðavík hefur verið dræm eins og
flestra rækjubáta við Djúpið.
Á Flateyri landaði togarinn
Gyllir í gær 40 tonnum af blönduð-
um afla en hafði fyrr um daginn
landað rúmlega 40 tonnum á ísa-
firði, sem fóru í gáma.
Línubáturinn Jónína fór í þrjá
(róðra í vikunni og fékk samanlagt
14 tonn en Byr fór tvo róðra og
fékk rúmlega 8 tonn samanlagt.
Lítið var landað á Þingeyri síð-
ustu viku, Framnesiðerenn í slipp,
en Sléttanesið er á veiðum og kem-
ur inn í dag.
Á Hólmavík landaði línubátur-
inn Ásbjörg um 12 tonnum eftir
tvo róðra í síðustu viku. Saman-
lagður afli tveggja rækjubáta yfir
vikuna var 45 tonn af rækju en 21
tonni var landað af skelfisk á
Hólmavík.
Norðurland
Gæftir voru góðar á Norðurlandi
í síðustu viku og á Skagaströnd
lönduðu tveir bátar 51,7 tonni af
hörpudiski eftir 9 róðra en enginn
bolfiskur barst á land.
Togarinn Drangey frá Sauðár-
króki kom til Sauðárkróks með um
90 tonn af þorski og á Siglufirði
landaði togarinn Sigluvík rúmlega
89 tonnum hjá Þormóði ramma.
Til Grenivíkur kom línubátur-
inn Núpur með rúmlega 35 tonn af
þorski og Óskar landaði þar einnig
rúmlega 15,6 tonnum af þorski.
Á Akureyri voru tvær landanir í
síðustu viku og kom Svalbakur inn
mánudaginn 2. des. með 173 tonn
mest af karfa og einnig talsvert af
grálúðu og þorski. Þá kom togar-
inn Harðbakur inn með 183 tonn
mest karfa oggrálúðu, þann 5. des.
Húsvíkingar fengu aðallega
rækju eða 24,604 tonn og með
slæddust um 20 tonn af bolfiski.
í Hrísey landaði togarinn Snæ-
fell rúmlega 60 tonnum mest af
þorski og togarinn Skjöldur frá
Siglufiröi landaði 31 tonni af þorski
og Sólfellið um 3 tonnum af
þorski og grálúðu.
Grímseyingar fengu mjög góðan
afla í vikunni eða 70 tonn af ufsa frá
3 bátum og 30 tonnum var landað á
Dalvík af bátum frá Grímsey.
Til Þórshafnar komu um 3 drag-
nótabátar inn með samtals 14,6
tonn af þorski og steinbít og Fagra-
nesið landaði einnig 8,16 tonnum
af þorski.
Austfirðir
Loðnan setur sinn svip á þau
byggðarlög á Austfjörðum þar sem
loðnubræðslur er að finna. Bræðsl-
urnar tvær á Seyðisfirði tóku á móti
rúmum 8 þúsund tonnum af loðnu í
vikunni og á Eskifirði var landað
um 5 þúsund tonnum og þarf af
kom Jón Kjartansson SU-111 með
um 3300 tonn í þremur veiðiferð-
um.
Á Reyðarfirði var landað um 6
þúsund tonnum í vikunni og Norð-
firðingar eru búnir að taka á móti
um 47 þúsund tonnum af loðnu á
vertíðinni þar sem af er.
Á Vopnafirði landaði Eyvindur
vopni 65 tonnum af bolfiski í vik-
unni og var aðaluppistaða aflans
þorskur. Slæm tíð hefur gert skel-
fiskbátum erfitt fyrir en Lýtingur
sem er stærsti skelfiskbáturinn
kom þó með 20 tonn af skel. Tog-
skip þeirra Vopnfirðinga, Brett-
ingur er að koma úr veiðiferð og
landar í dag um 100 tonnum af
bolfiski.
Ljósafell landaði í gær á Fá-
skrúðsfirði um 90 tonnum af bol-
fiski en Hoffellið er á veiðum.
Enginn afli barst á land á Stöðv-
arfirði í vikunni en togarinn
Krossanes seldi í Hull sl. miðvik-
udag um 110 tonn af þorski og
fékk 50 krónur fyrir kílóið.
Kambaröst mun hins vegar selja í
Englandi upp úr miðjum mánuðin-
um.
Hornafjarðarbátarnir Skógey og
Árný lönduðu um 20 tonnum á
Hornafirði og 11 reknetabátar
komu með um 300 tonn af síld í
vikunni sem öll fer í frystingu. Alls
hafa nú borist um 2500 tonn af síld
til Hornafjarðar á haustvertíðinni
sem nú er að ljúka.
Síld er enn að berast á land á
Djúpavogi og var tekið á móti um
50 tonnum í vikunni. Sunnutindur
og Stjörnutindur seldu afla sinn ný-
lega í Bretlandi og fengu tæpar 50
krónur fyrir kílóið.
Atvinnuástand er einna verst á
Breiðdalsvík en frystihúsið á
staðnum er lokað og nokkuð af
verkafólki þar komið á atvinnu-
leysisskrá.
Reykjavík og Reykjanes
Fjórir Reykjavíkurtogarar lönd-
uðu í síðustu viku allir hjá Granda.
Jón Baldvinsson landaði um 148
tonnum af þorski og karfa, Ottó
M. Þorláksson landaði um 118
tonnum af karfa og ufsa, Ásbjörn
landaði 124 tonnum af þorski og
karfa og Ásþór kom með 64 tonn af
aðallega karfa. Af bátaafla í
höfuðborginni er það að segja að
sáratregt hefur verið í síðustu viku.
Svipaða sögu er að segja af báta-
afla á Suðurnesjum. A voginni í
Grindavík fengum við til dæmis
þær upplýsingar að þeir 4-5 bátar
sem væru á netum hefðu ekkert
fengið og línubátarnir rétt í soðið. í
Keflavík eru um fimm bátar á net-
um og hafa þeir fengið þetta frá
hálfu upp í átta tonn. Tveir bátar
eru þar á dragnót og veiða svo til
eingöngu sandkola en þeir hafa
verið með um 10 tonn. Togarinn
Bergvík landaði í Keflavík 43
tonnum hjá Hraðfrystihúsinu en
Dagstjarnan KE landaði 110 tonn-
um af ufsa og karfa hjá Sjöstjörn-
unni þann 29. nóv.
í Hafnarfirði hefur komið svo að
segja togari á dag undanfarnar
vikur, en síðustu viku var þó
óvenju lítið um togara. Þá komu
tveir togarar, Otur með um 120
tonn og Víðir með um 80 tonn.
Víðir var í sinni fyrstu veiðiferð
eftir að liafa legið óhreyfður í
u.þ.b. ár, en togarinn hét áður
Apríl. Túrinn gekk því vel þrátt
fyrir að ekki hafi verið gert mikið
fyrir skipið áður en það fór.
í gær komu hins vegar inn þrír
togarar, Gullver með um 1700
kassa, Hafnarey með tæpa 2000
kassa og Jökull með eitthvað
minna. Allt góður fiskur. Sex eða
sjö bátar leggja upp í Hafnarfirði
og voru þeir með frá 3-4 tonnum
upp í 10 tonn.
Bráðabirgðatölur nóv. 1985
(Tonn) ÖLLSKIP: Suðurland Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland Austfiröir Erlendis Samtals afli
Þorskur 989 3.591 1.899 3.098 3.513 1.259 1.833 16.182
A.botnf. 1.886 5.484 1.122 1.453 3.037 793 3.359 17.134
Sfld 8.355 4.486 665 _ 192 7.912 _ 21.610
Loðna l2.495 21.918 8.929 10.756 64.975 73.803 1.860 194.736
Rxkja - 66 - 523 589 3 - 1.181
Humar - - - - - - - -
Hörpudiskur - - 1.992 505 390 166 - 3.053
Kolmunni - - - - - - - —
A.afli _ - - - - - - -
Samtals 23.725 35.545 14.607 16.335 72.696 83.936 7.052 253.896
Jan.-nóv.l985
Þorskur 27.339 60.306 37.483 45.410 70.786 44.546 12.653 298.523
A. botnf. 47.219 72.974 17.157 24.255 34.440 25.458 22.011 243.514
Síld 10.094 8.887 1.207 28 561 27.193 - 47.970
Loðna 100.023 80.776 30.459 27.213 239.616 327.163 45.140 850.390
Rækja _ 2.208 1.035 8.378 8.002 . 1.048 - 20.671
Humar 909 600 20 - - 846 - 2.375
Hörpudiskur - 4 9.733 1.022 2.091 470 - 13.320
Kolmunni - - _ - - - - -
A.afli - _ _ _ - - - -
Samtals 185.584 225.755 97.094 106.306 355.496 426.724 79.804 1.476.763