NT - 10.12.1985, Qupperneq 7
litlönd
Bandaríkin:
17.000 geisla*
virkir hermenn
Washington-Reuter
■ Samkvæmt opinberri skýrslu,
sem var birt í Bandaríkjunum fyrir
nokkrum dögum, urðu allt að
17.000 hermenn fyrir geislun, sem
hugsanlega var skaðleg, við kjarn-
orkutilraunir Bandaríkjanna í
Suður-Kyrrahafi árið 1946.
Alls tóku um 46.000 hermenn
og sjómenn þátt í kjarnorkutil-
raunum og heræfingum við Bikini-
eyju, sem kallaðar voru Crossro-
ads (Gatnamót).
Skýrslan, sem er unnin af rann-
sóknarstofnun öldungadeildar
bandaríska þingsins, dregur í efa
fullyrðingar Bandaríkjastjórnar
um að geislun við æfingarnar hafi
verið innan hættumarka. Öldunga-
deildarþingmaðurinn Alan
Cranston, sem fór fram á rann-
sóknina sem tók sextán mánuði,
segir að hún hafi leitt í ljós að
geislavirkni hafi líklega verið meiri
en varnarmálaráðuneytið hefur
viljað viðurkenna og að um 40%
þeirra sem tóku þátt í æfingunum,
hafi verið í sérstakri hættu.
Bandaríkjamenn fluttu alla íbúa
Bikineyjar burt áður en þeir hófu
tilraunir á eyjunni. Geislavirkni
eftir tilraunirnar var svo mikil að
íbúarnir gátu ekki flutt heim aftur
áratugum saman.
Cranston hefur beðið Reagan
Bandaríkjaforseta um að fyrir-
skipa nýja og ítarlega rannsókn á
hættu vegna geislavirkni við kjarn-
orkutilraunir.
■ Hættuiegar kjamorkutUraun-
ir? Ný opinber skýrsla í Bandaríkj-
unum bendi til þess að tugir þús-
unda hermanna hafi orðið fyrir
hættulegri geislavirkni vegna til-
rauna með kjarnorkuvopn.
Milljarðasvindl í Nígeríu
Lagos-Reuter.
■ Herstjórnin í Nígeríu er að
kanna hvað hæft sé í fréttum um að
Nígeríumenn hafi tapað rúmlega
sjö milljörðum dollara á gjaldeyr-
issvindli og braski sem nokkrir
Nígeríumenn hafi tekið þátt í
ásamt starfsmönnum breska bank-
ans Johnson Matthey Bankers
(JMB.).
Breska blaðið Observer skýrði
frá því fyrir nokkrum dögum að
Nígeríumenn hefðu tapað mill-
jörðum dollara á gjaldeyrisyfir-
færslum í breskum bönkum á árun-
um 1979 til 1983 sem m.a. hefðu
gengið í gegnum JMB. Stjórnvöld í
Nígeríu cru sögð æf yfir þessu
svindli sem átti sér stað á meðan
borgaraleg stjórn var við völd í rík-
inu.-
Suður-Kórea:
Eitraðir súpu-
snákar leika
lausumhala
■ Fertugur veitingahúsa-
eigandi í Yojubæ í Suður-
Kóreu leitaði í öngum sín-
um til lögregluyfirvalda
seint í síðasta mánuði og
kærði hvarf 700 snáka sem
hann hafði safnað í sumar til
að nota í súpur.
Kóreska dagblaðið The
Korea Herald hefur eftir
veitingahúsaeigandanum,
sem er fertugur, að hann
hafi komið snákunum fyrir í
húsagarðinum heima hjá sér
þann 1. nóvember síðastlið-
inn. En snákarnir, sem
margir voru baneitraðir,
virðast hafa fundið undan-
komuleið út úr garðinum
því að þegar hann ætlaði að
nota þá við súpugerðina sást
hvorki haus né hali af þeim.
Snákasúpur þykja hið
mesta lostæti í Kóreu. Þær
eru sérstaklega vinsælar af
miðaldra karlmönnum sem
telja þær aUka kyngetu.
Milljónir
niður um
klóakið
Madrid-Rauter
■ Fjórir ræningjar grófu sig inn í
bankageymslur í Madrid í gær og
tóku 12 milljón peseta meðsér burt
í gegnum skolpleiðslukerfið sem
liggur undir borginni.
Ræningjarnir tóku einnig með
sér nokkur öryggishólf sem voru í
einu af útibúum spænska bankans,
Banco de Santander að sögn lög-
reglunnar.
SlNFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ISLANDS
Amadeus tónleikar
í Háskólabíói fimmtudaginn 12. des. 1985 kl. 20.30.
Efnisskrá:
W.A. Mozart:
u
u
Einsöngvari:
Einleikarar:
Kór:
Kórstjóri:
Kynnir:
Stjórnandi:
Sinfónía nr. 1
Forleikur að óp. Brúðkaup Figa-
rós
Tvær aríur úr óp. Brúökaup Figa-
rós
2. þáttur úr píanókonsert nr. 21
Aría úr óp. Don Giovanni
1. þáttur úr sinfóníu nr. 39
Aveverum
3. þáttur úr klarinettukonsert
Lacrymosa
Katrín Sigurðardóttir
Einar Jóhannesson, klarinett
GísliMagnússon.píanó
Langholtskirkjukórinn
Jón Stefánsson
Sigurður Sigurjónsson
JEAN-PIERRE JACQUILLAT
Forsala aögöngumiöa er í Bókaverslunum
Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal
og ístóni, Freyjugötu 1
Sinfóníuhljómsveit íslands
Þridjudagur 10. desember 1985 7
Bækur
Helgarævintýri Klöru
Sig.
■ Ut er komin hjá Forlaginu ný
skáldsaga eftir Stefaníu Þorgríms-
dóttur og nefnist hún Nótt í lífi Klöru
Sig. Þeta er önnur skáldsaga Stefaníu
en fyrir tveimur árum sendi hún frá
sér Söguna um Önnu.
Hver er Klara Sig.? Hálffertug,
glæsileg, gift öndvegismanni í góðri
stöðu. Nótt eina býður hún karlmanni
með sér heim af balli. Eiginmaðurinn
er fjarverandi og ljúft helgarævintýri í
vændum. En speglarnir, sem Klara
skoðar sig í, brotna og hún stendur
varnarlaus frantmi fyrir nóttinni. f tíu
ár hefur hún verið Klara, sterk, sjálf-
bjarga, frambærileg. Hún hefur bælt
ótta sinn, agað vilja sinn, unnið sigra.
Gætt þess að vega fremur en að vera
vegin. - Af óvenjulegu næmi lýsir
Stefanía Þorgrímsdóttir ótta og ein-
semd þess sem reist hefur hús sitt á
sandi, segir að lokum í fréttatilkynn-
ingu útgáfunnar.
Nótt í lífi Klöru Sig. er 125 bls.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði
kápu.
Jarðabókin,
Húnavatnssýsla
■ Jarðbók Árna Magnússonar og'
Páls Vídalíns kemur nú út í nýrri ljós-
prentaðri útgáfu. Þetta er áttunda
bindið, og er það um Húnavatnssýslu.
Jarðabók þessi var samin á árunum
1705-1713. Bogi Th. Melsteð sagn-
fræðingur gaf þetta bindi út í Kaup-
mannahöfn árið 1926 á vegum Fræða-
félagsins. Það var fyrsta bindið af
jarðabókinni sem kom út í einu lagi,
en fram að því hafði hún komið út í
heftum.
Hinni Ijósprentuðu útgáfu verður
haldið áfram á næstu árum og lýkur
með útgáfu á ýmsu efni sem snertir
jarðabókarverkið. Gunnar F. Guð-
mundson sagnfræðingur mun sjá um
þá útgáfu og semja atriðisorðaskrá
við öll bindin.
Um jarðabókina hefur verið sagt
m.a. að hvergi sé að finna á einum
stað jafnmikinn fróðleik um jarðir
landsins sem í henni. „Hún er hið
fyrsta rit sem hefur að geyma svo ná-
kvæmar upplýsingar um kvikfénað
bænda, jarðir og býli á íslandi, að fá
má af henni mjög glögga vitneskju um
efnahag landsmanna og hvernig hver
jörð var í byrjun 18. aldar.“ Jarða-
bókin hlýtur að verða undirstaða allra
byggðarsögu- og staðfræðirannsókna
hér á landi.
GENGNAR
LEIÐIR
Sagnir samjfírðamtwia
_ lI__
Jón Gisli Högnason
Sfgurður Jónsson frá Brún
EIHN Á FERÐ
OG OFTAST RÍÐANDI
Hestamaður
áferð
■ Bókaútgáfan Kjölur hefur sent frá
sér bókina Einn á ferð og oftast ríð-
andi, eftir Sigurð Jónsson frá Brún.
Sigurður Jónsson frá Brún var
landskunnur ferðamaður. Hann átti
löngum marga hesta, unni þeim og
umgekkst sem vini sína, hvort sem
þeir voru hrekkjóttir eða hrekklausir,
gæfir eða styggir, geðgóðir eða geðill-
ir. Víða hefur hann ratað, farið lítt
troðnar götur, - og oftast ríðandi.
Haridleggur, Snúður og Snælda hafa
verið kærustu förunautar hans, þótt
stundum hafi kastast í kekki með
þeim, eins og gjörla segir frá í þessari
bók.
Hér er á ferðinni kjörin bók fyrir
ferðamenn, hestamenn og alla þá,
sem náin kyni vilja hafa af landi og
þjóð.
Fjöldi teikninga eftir Halldór Pét-
ursson prýða bókina. Káputeikningu
gerði Brynhildur Ósk Gísladóttir.
Bókin er 244 bls. Útsöluverð er kr.
994.
SVARTI
Litli svarti Sambó
kominn á ný
■ Iðunn hefur nú aftur sent frá sér
hið sígilda ævintýri Litli svarti Sambó
eftir Helen Bannerman. Bókin er
prýdd litmyndum og mun óþarft að
fara um hana mörgum orðum því að
þessari bók hafa flestir foreldrar og
afar og ömmur kynnst af eigin raun.
Iðunn hefur einnig gefið út bækurnar
Sambó Ojg Tvíburarnir og Litla hvíta
lukka eftir sama höfund.
Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Bókin er prentuð í Portúgal.
Alþýðulíf
Bókaforlag Odds Björnsson-
ar á Akureyri sendir nú frá sér
2. bindið af „Gengnum leiðum“
eftir Jón Gísla Högnason í
Hveragerði. Þettaeró. bókJóns
Gísla, sem hefur gott lag á að fá
viðmælendur sína til að segja frá
alþýðulífi. Frásagnarmenn í
þessu bindi eru: Sigrún Sigurð-
ardóttir, Kristinn Sigurðsson,
Jón Eiríksson. Ámi Sigurðsson,
Hannes G. Hannesson, Egill
Egilsson og Jón Pálsson. Prent-
verk Odds Björnssonar á Akur-
eyri hefur prentað bókina og
bundið inn. Hún er 197 bls.,
með mörgum myndum og ítar-
legri nafnaskrá. Verð með sölu-
skatti kr. 975.00.