NT - 10.12.1985, Blaðsíða 8
Malsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pélursson
Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Siðumúli 15. Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 686495, tækmdeild 686538.
TIMINK
Verð i lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr.
Setning og umbrol: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðeprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Opinber rannsókn
Hafskipsmálsins
■ Það bar til tíöinda síðast liðinn fimmtudag að Sjálf-
stæðisflokkurinn hótaði stjórnarslitum. Nú er hótun um
stjórnarslit nokkuð alvarlegt athæfi hjá samstarfsflokki í
ríkisstjórn og því lagði þjóðin við eyru til að heyra hver
ástæöan væri.
Hún reyndist vera sú að Páll Pétursson þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins hafði aðra skoðun á kjarn-
orku- og vígbúnaðarmálum en Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra. Pað töldu þingmenn Sjálfstæðisflokksins
óverjandi og sendu sjálfan formann flokksins til að gera
forsætisráðherra grein fyrir alvöru málsins.
Pví er varlega trúað aö ástæða þcssa upphiaups sjálf-
stæðismanna sé framkoma Páls Péturssonar. Að vísu hef-
ur Páll haft sínar skoðanir á ýmsum málum sem komið
hafa fyrir Alþingi en erfitt er að neita þingmanni um að
hafa eigin skoðanir og láta þær í Ijós.
Sannleikurinn er sá að sjálfstæðismenn eru afar haus-
styggir þessa dagana. Flokkurinn er bendlaður við fjár-
málahneyksli vegna Hafskipsmálsins og stefna hins óhefta
einkaframtaks hefur beðið mikiö skipbrot. Fylgi flokksins
hefur stórminnkað síöustu vikur og helstu forystumenn
flokksins gera sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að losna
viö ákveðna menn úr valdastólum og þannig þvo að
nokkru ásjónu flokksins.
Þá liggur fyrir Alþingi að taka afstöðu til þess, hvernig
rannsaka skuli Hafskipsmálið og þátt Útvegsbankans í
því. Flestum finnst sjálfsagt að allt verði gert til þess að svo
stórt mál verði upplýst sem fyrst og sem best og þjóðin fái
að fylgjast mcð þcirri rannsókn.
Forsætisráðhcrra hefur farið fram á opinbera rannsókn á
viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans undanfarin ár og
tillaga sem hann flutti þar að lútandi var samþykkt í ríkis-
stjórninni s.l. fimmtudag. Að vísu var viðskiptaráðherra
Matthías Bjarnason ekki viðstaddur en hann hafði áður
ekkert haft við málsmeðferðina að athuga. Nú bregður
hins vegar svo einkennilega við að sjálfstæðismenn vilja
ekki rannsókn málsins fyrir opnum tjöldum en bcnda á
skiptaráðanda enda þótt vitað sé að rannsókn hans taki
mörg ár.
Er von að menn verði klumsa og spyrji hvað komi til?
Hvað er það sem ekki þolir dagsbirtuna í Hafskipsmálinu?
Er það mál svo stórt að lög landsins eigi ekki að ná yfir
það? Þurfa sjálfstæðismenn eitthvað að fela?
Ef það reynist rétt að forráðamenn Hafskips hafi sól-
undað fjármunum íslenskra skattborgara á þann máta sem
kemur fram í Helgarpóstinum í síðustu viku þá er það ekk-
ert einkamál Hafskipsmanna.
Þeim fjármunum sem þeir hafa eytt í lúxushótel og bíla,
ferðalög og golf er nú þjóðinni ætlað að standa skil á, þar
sem ríkið var í ábyrgð og tekur á sig tap fyrirtækisins.
Þá velta menn því einnig fyrir sér hvað teljast eðlileg
laun til forráðamanna Hafskips. Er það eðlilegt að for-
svarsmenn einstaka fyrirtækja sem ríkið stendur í ábyrgð
fyrir geti skammtað sér mánaðarlaun sem nema árslaunum
þingmanna?
Er það eðlilegt að þeir sem skammta sér laun á þennan
máta geti notað þau til að kaupa fyrirtæki sem ekki er hægt
að ganga að enda þótt vitað sé að þau séu byggð upp af
fjármagni frá fyrirtæki í ríkisábyrgð?
Ef þetta er stefna einkaframtaksins þá mun hún eiga sér
fylgjendur fáa innan tíðar.
Hafskipsmálið verður að upplýsa með öllum tiltækum
ráðum og það sem fyrst. Því verður vart trúað að Sjálf-
stæðisflokkurinn reyni að koma í veg fyrir opinbera rann-
sókn málsins svo sem forsætisráðherra hefur farið fram á.
Það gæti kallað á stjórnarslit og kosningar sem erfitt yrði
fyrir þá að vinna.
r Þriðjudagur 10. desember 1985 8
Lu L 1 tíma og ótíma
■ Þeir sem hafa áhyggjur af varöveislu tungunnar geta varpað öndinni léttar eftir að menntamálaráðherra hefur
tekið að sér að redda málinu. NT-mynd: Ámi Sxberg
ÓBORGANLEG-
UR FARSI
Lágmenning á greinilegu undanhaldi eftir stórhuga
sókn menntamálaráðherra
■ Nýlega var frumsýndur í leikhúsi
þjóðarinnar einn besti farsi, sem þar
hefur verið settur á svið. Hugsuður-
inn að baki þessa sjónleiks er Sverrir
Hermannsson menntamálaráðherra
og viðskiptafræðingur frá Ögurvík og
kýs hann að láta leikinn gerast í austur
evrópskum ráðstefnustíl.
Eins og oft þegar leikgyðjan er ann-
ars vegar þá vita menn ekki hvort þeir
eiga að hlæja eða gráta enda var svo í
þetta skiptið. Húsið var þéttskipað og
það verður að segjast eins og er að hér
var um vel heppnaða halelújasam-
kundu að ræða.
Yfirskriftin var hvorki meira né
minna en „ráðstefna um varðveislu og
eflingu íslenskrar tungu“ en til-
gangurinn auðvitað sá að þessi óvana-
íega bíræfni stjórnmálamaður er hér
að slá sig til riddara með eftirminni-
legum hætti.
Að sjálfsögðu hefur ráðherrann
ekki meiri áhuga á eflingu og varð-
veislu tungunnar en skrattinn á sálma-
lögum og þó svo væri þá er það hans
einkamál. Leikurinn er fyrst og fremst
til þess gerður að efla og varðveita
atkvæði sem fleytt hafa umræddum inn í
æðstu embætti þjóðarinnar þar sem
hann situr á skítugum rosabuilunum.
En víkjum aftur að sjónarspilinu í
Þjóðleikhúsinu.
I lok leiksins eru bornar fram álykt-
anir til samþykktar og eru þær að
sjálfsögðu hver annarri gáfulegri. All-
ar hefjast þær á sömu orðunum, sem
er eins konar stef við þessum óborg-
anlegu rafsódíu. „Ráðstefna um varð-
veislu og eflingu tungunnar haldin að
tilhlutan Sverris Hermannssonar
menntamálaráðherra....“
Ein þessara ályktana kveður á um
að bregðast þurfi hart við með reglu-
gerðum og lagasetningum þeirri
lágmenningu sem ausið verður yfir
landslýð með tilkomu gervihnatta-
sjónvarpsins. í ályktuninni er sett
fram sú krafa að þýtt verði yfir á
gullaldarmálið allt talað mál, sem berst
hingað niður úr skýiunum að söng-
lagatextum undanskildum.
Hætt er við að þýðendur þurfi
mikillar örvunar við ef þeir eiga að
geta snarað textum jafnóðum og á
móti þeim er tekið og vildi ég ekki
vera í þeirra sporum þegar þar að
kemur. Ýmsar tilraúnir hafa verið
gerðar að undanförnu með þýðingar á
þeim myndböndum sem nú eru í
gangi meðal eyjaskeggja og það oft
með hreint voðalegum árangri. Hvað
þá ef slíkar þýðingar ætti að gera jafn-
óðum og þær berast á öldum Ijósvak-
ans.
Um þetta atriði segir menntamála-
ráðherra í upphafi leikritsins:
„Islensk tunga á í vök að verjast.
Enn mun að henni sótt af auknu afli
þegar grúi vígahnatta tekur að sveima
yfir höfðum okkar og spúa yfir okk-
ur lágmenningu ómældri á erlendum
tungum. En“, segir ráðherrann síðar í
þrumuræðu sinni „kannski rís ís-
lensk tunga upp undan ásókn, auð-
ugri og fegurri en nokkru sinni.“
Á þessari stundu taka áheyrendur
völdin í leikhúsinu með dynjandi lófa-
klappi og einstaka harðlínumenn
standa upp til að fylgja hrifningu sinni
eftir. Ráðstefnan er sett og sóknin
hafin. JÁÞ
Út í kuldann
■ Út er komin hjá Forlaginu teikni-
myndasagan Kuldastríðið eftir hinn
fræga franska teiknara Eric Maltaite.
Þetta er fyrsta sagan í nýjum flokki
teiknimyndasagna um hetjuna 421. Á
næsta ári mun Forlagið halda áfram
útgáfu myndasagnanna um þessa vin-
sælu hetju og ævintýri hennar.
421 er harðsnúinn leyniþjónustu-
maður sent nótt eina er vakinn af vær-
um blundi við hlið elskunnar sinnar.
Miskunnarlausir heimsvaldasinnar
hyggja á heimsyfirráð og sprengja
sprengjur sem hafa þau áhrif að
skyndilega kólnar í heiminum. Kuld-
inn breiðist um allan heim eins og
farsótt. 421 er sendur út í stórhríðina
til að reyna að stöðva Kuldastríðið...
.421 er 48 bls. og prentuð á Ítaiíu.
Þuríður Baxter þýddi söguna.