NT - 10.12.1985, Page 11
Þriðjudagur 10. desember 1985 11
Þorgils Óttar átti góða Ieiki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum. Hér er hann í strögli á Akureyri.
inu; M M MMM
l’ormumliir llcrswin lal'in.i óí llclmir Hai«nn
Handknattleikur, Ísland-V-Þýskaland 21 -26:
„Vantaði einbeitingu“
- sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði eftir tapið á Akureyri
■ Það var varla gerlegt að vinna
upp 6 marka iórskot gegn þessum
körlum í síðari hálfleik. Við vorum
ákaflega slakir í fyrri hálfleiknum,
það vantaði alla einbeitingu og það
var ekki sami andinn í liðinu og í
fyrsta Ieiknum“ sagði Þorbjörn
Jensson fyrirliði íslenska landsliðs-
ins eftir að það hafði tapað 21:26
fyrir V-Þýskalandi í leik liðanna á
Akureyri á laugardag.
Eftir gott gengi íslenska liðsins á
föstudagskvöld voru menn bjart-
sýnir fyrir leikinn á laugardag og
íþróttahöllin á Akureyri var þétt-
setin. Byrjunin lofaði líka góðu, Is-
land komst yfir 3:1 með mörkum
frá Kristjáni Arasyni, Páli Ólafs-
syni og Alfreð Gíslasyni sem lék
sinn fyrsta landsleik á Akureyri.
En þessi byrjun var því miður að-
eins lognið á undan storminum.
Strákarnir misstu alla einbeit-
ingu í sókninni, skutu úr slæmum
færum - kláruðu ekki sóknirnar -
og Þjóðverjarnir með liinn stór-
kostlega leikmann Fraatz í farar-
broddi voru fljótir að snúa dæminu
við. Hvað eftir annað geystust þeir
á hraðaupphlaup, þeir jöfnuðu
leikinn 3:3 en Kristján kom íslandi
síðan yfir 4:3 á 8. mínútu. En þá
komu 8 þýsk mörk í röð og staðan
var orðin 11:4. Það sem eftir lifði
hálfleiksins var jafnræði með lið-
unum og staðan í hálfleik 15:9.
Þessi ntunur hélst framan af síð-
ari hálfleik og mátti sjá á töflunni
18:12. Þá komu 3 íslensk mörk í
röð, tvö frá Kristjáni og eitt frá
Guðmundi Guðmundssyni og
staðan var orðin 15:18. Vonir
kviknuðu, sérstaklega vegna þess
að íslenska liðið fékk tvö tækifæri
til að minnka muninn í 2 mörk en
þá kom enn upp agaleyi í sókninni
og nær varð ekki komist. Staðan
breyttist í 16:21 og úrslitin voru þá
ráðin.
í heild olli íslenska liðið von-
brigðum á Akureyri. Sóknar-
leikurinn vægast sagt köflóttur og
vörnin oft illa á verði svo ekki sé
talað um öll mörkin sem liðið fékk
á sig úr hraðaupphlaupum. Besti
ntaður liðsins var Þorgils Óttar sem
barðist mjög vel á vörninni og var
virkur í sókninni þar sem hann
fiskaði t.d. 5 víti og skoraði sjálfur
eitt mark. Atli Hilmarsson átti
góðan kafla í síðari hálfleik, Krist-
ján Arason var þokkalegur og
sömuleiðis nafni hans í markinu í
síðari hálfleik en aðrir áttu fremur
slakan dag.
Tveir félagar Alfreðs Gíslasonar
hjá Essen voru mennirnir á bak við
þennan sigur Þjóðverjanna, þeir
Jochcn Fraatzsem er stórkostlegur
hornamaður og hraðaupphlaups-
maður og markvörðurinn Stefan
Hecker sem varði eins og berserk-
ur í síðari hálfleik, ekki færri en 13
skot þá. Hinn markvörður liðsins,
Thiel, sem er af mörgum talinn
besti markvörður heims fann sig
ekki í byrjun og lék ekkert í síðari
hálfleik. Annars er þýska liðið
geysiskemmtilegt lið, en þrátt fyrir
það á okkar lið að geta mun betur
gegn því, á heimavelli.
Mörk íslands: Kristján 7(3), Atli 6(2), Gud-
mundur 3, Sigurður 2, Þorgils, Páll og Alfred
1 hver.
Mörk V-Þýskalands: Fraatz 7, Schwalb 4,
Schweuker, Neivzel og Wunderlich 3 hver,
Roth og Fitzek 2 hvor, Lommel 1.
Dómarar voru þeir svissnesku sem
dæmdu alla landsleikina og voru slakir
dómarar, alls ekki i þeim gæðaílokki að vera
milliríkjadómarar.
gk--
w Mynd: Gylfi.
Handknattleikur, Island-V-Þýskaland 20-17:
Heimsklassaknattleikur
-í fyrri hálfleik, sagði Kristján Arason eftir annan sigur á V-Þjóðverjum - Skemmtilegur leikur
■ íslenska karlalandsliðið í
handknattleik sýndi svo sannar-
lega hvað í því býr um helgina. Lið-
ið sigraði V-Þjóðverja í annað sinn
á þremur dögum á sunnudags-
kvöldið í Laugardalshöll fyrir allt
of fáum áhorfendum. Leikurinn
endaði 20-17 fyrir ísland og var
bæði spennandi og vel leikinn.
Þetta var mun betri leikur en í
Höllinni á föstudagskvöldið en
kannski ekki eins spennandi. ís-
lendingar höfðu alltaf forystu í
leiknum utan einu sinni í fyrri hálf-
leik er þeir þýsku komust í 5-4. Síð-
an var ekki snúið við og sigurinn
hefði getað orðið stærri ef ekki
hefðu farið til spillis fjögur hraða-
upphlaup þar sem bara þurfti að
koma tuðrunni í netið.
„Ég vil meina að við höfum leik-
ið heimsklassahandknattleik í fyrri
hálfleik. Vörnin var mjög góð og í
sókninni gekk okkur vel á móti 6-0
vörn Þjóðverjanna,“ sagði Kristj-
án Arason eftir leikinn. Vissulega
hafði Kristján rétt fyrir sér. Is-
lenska liðið kom til leiks með réttu
hugarfari. Ekki var farið að neinu
óðslega heldur vandað sig í hverri
sókn - utan hraðaupphlaupin.
Kristján skoraði sjálfur. fyrsta
markið en Wunderlich jafnaði úr
víti. Þorgils og Sigurður Gunnars-
son komu íslandi í 3-1 en síðan
jafnaðist leikurinn og Þjóðverjar
höfðu yfir 5-4 um miðjan fyrri
hálfleik. Seinni hluti hálfleiksins
var mjög góður og staðan í hléi var
11-9 fyrir Island.
Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega
og tvö hraðaupphlaup fóru í súginn
áður en Einar varði víti frá Wund-
erlich og Roth skoraði 11-10. Þá
kom frábær kafli hjá íslendingum.
Fjögur mörk í röð og staðan orðin
15-10. „Við náðum góðri einbeit-
ingu í þessum leik og létum okkur
nægja hverja sókn fyrir sig. Það
skilaði sér og Þjóðverjarnir voru
orðnir dálítið argir,“ sagði Sigurð-
ur Gunnarsson eftir leikinn. Rétt
hjá Sigga. Þjóðverjarnir voru hálf
svekktir. Wunderlich setti nú bara
hendur á mjaðmir og hristi hausinn
eftir að Einar hafði varið frá hon-
um einu sinni sem oftar. Einar fór á
kostum og varði ein 15 skot. Þjóð-
verjarnir ná að rétta hlut sinn í 16-
13 áður en íslendingar gera endan-
lega út um leikinn með þremur
mörkum. Ei.tt frá Bjarna og tvö frá
Alfreð. Staðan 19-13 og nú var
bara hangið á boltanum. „Við
gerðuin nokkuð af því í síðari hálf-
leik að hanga á boltanum og reyna
að hafa langar sóknir. Þetta var til
þess að reyna að varðveita forystu
okkar í leiknum. Þess vegna urðu
okkur á nokkur mistök en um leið
var þetta pirrandi fyrir Þjóðverj-
ana,“ sagði Kristján eftir leikinn.
Páll Ólafsson átti síðasta orðið fyr-
ir ísland og lokatölur urðu 20-17
eins og fyrr segir. Frábær úrslit.
Á köflum sýndu bæði liðin hand-
knattleik í heimsmælikvarða. ís-
lendingar voru einfaldlega betra
liðið og sigurinn afar sanngjarn
þrátt fyrir hálfóhagstæða dóm-
gæslu. „Dómararnir voru að mínu
mati lélegir. Þeirdæmdu einhverja
vitleysu og ætluðu síðan að breiða
yfir hana með því að dæma á hitt
liðið og úr varð enn meiri vit-
leysa," sagði Kristján eftir leikinn.
Sem sagt frábær árangur hjá litla
Íslandi um helgina. Að vísu verð-
ur því ekki neitað að stemmningin
í Höllinn hjálpaði til. „Það væri frá-
bært að hafa HM í Laugardalshöll.
Við þekkjum hana vel og því geng-
ur oft frábærlega í henni,“ sagði
Sigurður Gunnarsson.
Kristján varð markahæstur ís-
lendinga með 4 mörk en Atli, Guð-
mundur og Alfreð skoruðu 3 hver.
Páll, Sigurður og Þorgils tvö mörk
og Bjarni eitt. Fyrir Þjóðverja
skoraði Wunderlich 5 en Fraatz var
slakur og lítið með. þb
■ íþróttasamband fatlaöra útnefndi í gær ínu Valsdóttur íþróttafélaginu Ösp,
íþróttamann ársins úr röðum fatlaðra árið 1985.
ína er mjög fjölhæf íþróttakona, á til að mynda 3 íslandsmet í frjálsum íþrótt-
um og 11 Islandsmet í sundi. Hún kemur úr röðum þroskaheftra og setti nýtt
Norðurlandamet í 100 m flugsundi í þeim flokki í fyrra.
Á mvndinni fyrir ofan má sjá ínu með bikarinn góða ásamt móður sinni Jónínu
Þorbjörnsdóttur. Bikarinn var afhentur í hófi sem haldið var á Hótel Óðinsvé.
HM U-21 árs:
ísland áfram
■ íslenska landsliöiö í
handknattleik skipaö leik-
niönnuni 21 árs og yngri er
komiö í milliriðla heinis-
nicistarakcppninnar á Ítalíu
og fer í þá kcppni með tvö
stig úr undanriölinuin.
Eins og NT skýröi frá á
laugardag unnu okkar menn
ítali 16-15 í opnunarleik
mótsins. Aftur á móti náðu
þcir ekki aö sigra Egypta
heldur þurl'tu aö sætta sig
viö 14-13 tap - mjög óvænt
úrslit en þess ber þó aö geta
að Egyptar eru allir að koma
til í handknattlciksíþrótt-
inni. Portúgalskir dómarar
komu verulega við sögu í
þessum leik. í einni sókn-
inni undir lokin voru t.d.
tveir okkar manna rcknir af
lcikvclli - ótrúlegt og
óvenjulegt og þeir portú-
gölsku hafa nú lokið störf-
um sínum á mótinu.
Á sunnudaginn tapaöist
svo viðureignin við V-Þjóð-
verja 18-15. Það var góður
leikur. Jakob Sigurðsson
skoraöi mest okkar manna,
sex mörk alls.
V-Þjóðverjar fara í milli-
ríðilinn með 4 stig, íslend-
ingar með 2 stig og ítalir
komast með ekkert stig í
milliriðilinn. Úr hinum
undanriðlinum koma Svíar,
með 4 stig, A-Þjóðverjar og
Svisslendingar með 1 stig
hvor þjóð. Okkar menn
mæta þremur síðasttöldu
þjóðunum og verður sjálfsagt
við ramman reip að draga,
sérlega gegn hinu geysi-
sterka liöi Svía.