NT - 10.12.1985, Síða 15
4
Vondar kennslustundir
■ Þættir Árna Böðvarssonar um
móðurmálið og íslenskan framhurð
eru eitt það leiðinlegasta sjónvarps-
efni sem sjónvarpið hefur boðið upp á
í langan tíma og er þó af ýmsu aö taka
úr þeim endanum.
Sá sem slysast til að verða nemandi
Árna í þessum kennslustundum,
hann gæti vel ímyndað sér að engar
framfarir hefðu orðið í kennslumál-
um í landinu síðustu eitt til tvö hundr-
uð árin. Ef til vill er það svo að fram-
farimar í þessum efnum hafi ekki orð-
ið stórstígar en ég á þó bágt með að
trúa því að þessar kennslustundir séu
dæmigerðar fyrir það skólakerfi sem
við búum við.
En ef svo er þá er svo sannarlega
kominn tími til að við förum að hysja
upp um okkur brækurnar og gera
kennsluna skemmtilegri og meira að-
laðandi en hún er.
Mér er sagt að maðurinn hafi lengst
af starfað að skólamálum og kennsla
sé og hafí verið hans aðalstarf. Auð-
vitað cru menn mishæfir til að gegna
störfum sínum og svo sem ekkert um
það að segja. En nú þegar sjónvarpið
vclur kennara til að taka þjóðina í læri
þá verður að gera þá kröfu að sú
kennsla sé í nokkrum takt við tírnann.
Nú er það svo að það sem einum
finnst skemmtilegt og fróðlegt finnst
öðrum leiðinlegt. Það kann að vera að
ég sé eini nemandinn í skóla þjóðar-
innar sem læt mér leiðast og þá verður
svo að vcra.
Ég get þó ekki annað en motmælt
því sem rnér er boðið upp á og vil ekki
trúa því að kennslustundir í íslensku
þurfi að vera jafn leiðinlegar og geld-
ar og þær sem ég hef orðið vitni að í
sjónvarpinu aö undanförnu.
Til kennarans vildi ég koma þeim
skilaboðum að hann fái sér annan
starfa eða leiti sér endurmenntunar.
Lærlingur
MARS OG
TUNGLIN HANS
■ Listamaðurinn Ludek Pesek
hefur gert fallega mynd af Mars
eins og hann hugsar sér hann, séð
frá Deimos, ytra tungli reikistjörn-
unnar. Sólin skín aðeins á mjóa
rönd, vinstra megin á Mars, en
meiri hluti hans er í skugga. Vel má
sjá marga gíga og mishæðir á þess-
ari björtu brún, enda er Mars mjög
grafinn gígum mynduðum af falli
loftsteina. auk þess sem víða er þar
að finna eldfjöll stór og smá, fjall-
garða og hrikaleg gljúfur, sem
teygja sig hundruð kílómetra vega-
lengdir.
Dcimos, sem hér er hinn hugsaði
útsýnisstaður listamannsins, er lít-
ið tungl og óreglulegt að lögun,
stærðin um það bil 15x 12x 11 km.
Yfirborð þessa litla tungls er mjög
þakið gígum, sem vafalaust eru
myndaðir af falli loftsteina.
Innra tunglið Phobos, er nokkru
stærra eða 27x21x19 km. óreglu-
legt að lögun eins og hið ytra, og al-
sett loftsteinagígum á sama hátt.
Stærsti gígurinn er þar um fimm
km í þvermái, og er nefndur Hall-
gígurinn, eftir Asaph Hall,
manninum sem fyrstur fann bæði
þessi litiu tungl árið 1877.
II
Ýmislegt hefur vetið rætt og rit-
að á síðari árum um þessi tvö tungl,
sem ganga umhverfis Mars, og hef-
ur jafnvel sumum athugendum
þeirra komið til hugar, að þau, -
eða að minnsta kosti annað þeirra,
- væru gerð af mannlegum vitver-
um, sent einhverntíma í fyrndinni
hefðu byggt þennan nágrannahnött
okkar, Mars. Nú hefur sú hug-
mynd verið að fullu niður kveðin
eftir að nærmyndir af tunglum
þessum hafa teknar verið frá gervi-
tunglum þeim, sem mönnum hefur
tekist að senda út í geiminn.
Eins og fyrr sagði var það ekki
fyrr en árið 1877, sem tókst að
finna þau, með bestu tækjum sem
þá var völ á.
Það er því ekki lítið undrunar-
efni að löngu fyrr, var sagt frá
tunglum þessum, og þeim allvel
lýst og hvernig göngu þeirra væri
■ Mars séður frá Deimos.
háttað umhverfis Mars. Það var
stjórnmálamaðurinn og rithöf-
undurinn frægi Jonathan Svift (f.
1667 - d. 1745) sem lýsti þessu íbók
sinni: Ferðir Gullivers11, sem kom
út árið 1726. Þótti mönnum hér
vera um heilaspuna einan að ræða.
En annað kom á daginn, er tunglin
tvö voru uppgötvuð vísindalega
árið 1877, eða 151 ári síðar, og
þótti þá öllum hin mesta furða, að
saman skyldi bera forspá rithöf-
undarins og hin raunverulega til-
vist þessara litlu tungla.
Þykir mér þó líklegt, að hin sér-
kennilega forspá eða vitneskja
Jónathans Svifts um tunglin tvö, sé
ekki runnin af einum saman heila-
spuna hans sjálfs, heldur komi hér
annað til.
E.t.v. mætti hugsa sér, að rit-
höfundurinn hafj komist í fjarsam-
band við einhvem íbúa annars
hnattar, (í öðru sólhverfi) sem
meira hefur vitað um eitt og annað
í okkar sólhverfi, en íbúar jarðar-
innar sjálfir vissu á þeim tíma.
fcigvuí Agnarsson
Þridjudagur 10. desember 1985 15
Skálholtsskóli
Býður fornám á vorönn fyrir nemendur sem ekki hafa
hlotið tilskilda framhaldseinkunn á grunnskólaprófi eða
eru orðnir 18 ára. Kenndar verða kjarnagreinar, ís-
lenska, danska;enska og stærðfræði. Auk þess eru í
boði kennslugreinar Lýðháskólans, svo sem
myndmennt, félagsgreinar, vélritun o.fl. Kennsla hefst 7.
janúar og lýkur með prófum 2., 5., og 9. maí. Umsóknir
beristtil Skálholtsskóla, 801 Selfossi fyrir 28. desember.
Auglýsing
um styrkveitingar til
kvikmyndagerðar
Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um
styrki til kvikmyndagerðar.
Sérstök eyðublöð fást í Menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1986.
Reykjavík 6. desember 1985.
Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands.
Hestamenn
Rauðblesóttur 9 vetra taminn hestur með marki, fjöður
framan bitið aftan hægra og bitið framan vinstra, verður
seldur á opinberu uppboði að Auðkúlu 1, föstudaginn 20.
desember n.k. kl. 14.00 hafi réttur eigandi ekki gefið sig
fram fyrir þann tíma og greitt áfallinn kostnað.
Hreppstjóri Svínavatnshrepps.
Brennur á
gamlárskvöld
Þeir sem hyggjast hlaða bálkesti til að kveikja í á gaml-
árskvöld eða á þrettándanum eru beðnir að sækja um
leyfi til þess sem fyrst.
Umsóknum skal skila til lögreglustjóra fyrir 28. des-
ember n.k. Óheimilt er að byrja á hleðslu bálkasta fyrir
15. desember.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug viö andlát og útför móöur okkar
Pálínu Jónsdóttur
Reykjadal
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki sjúkrahúss Suðurlands.
Börn og fjölskyldur
t
Utför
Jónínu Valdimarsdóttur Schiöth
frá Hrisey
fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. desember, kl. 13.30.
Helga Schiöth
Rafn H. Gíslason
GísliH.Sigurðsson
Sigurjona SijjurðardoUir
Ásta t>. Sigurðardóttir
ogbarnabörn
Sigurður Brynjólfsson
Alda Hallgrímsdóttir Y
JónínaS. Lárusdóttir
Halldor Asgrimsson
Ellert J. Þorgeirsson