NT - 10.12.1985, Blaðsíða 17

NT - 10.12.1985, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. desember 1985 17 JE____Minning_____ Jónína Valdimars- dóttir Schiöth Fædd 15. apríl 1884. Dáin 1. dcseinbcr 1985. Aðeins áratug eftir að íslending- ar fengu stjórnarskrá frá konungi og þjóðin hélt upp á þúsund ára af- mæli íslandsbyggðar fæddist á Kol- grímastöðum í Eyjafirði Jónína Valdimarsdóttir Schiöth. Foreldr- ar henar voru Valdimar Árnason, bóndi og Guðrún Þorkelsdóttir. Var Jónína yngst af fjórum börn- um þeirra hjóna og dvaldi í for- eldrahúsum fram á unglingsár. Réðist hún þá í vist að Hrafnagili hjá Jónasi Rafnar og síðar hjá Steingrími Matthíassyni, yfirlækni á Akureyri. Upp úr því kynnist hún Karli Friðrik Schiöth, kaup- manni á Akureyri. Karl Schiöth missti konu sína Helgu 1911 og kom Jónína nokkru síðar á heimili hans og tók að sér heimilisstjórn. Átti hann þrjú börn, sem voru orð- in stálpuð. Felldu þau hugi saman en áður að giftingu gat orðið þurfti Jónína að fara til Kanada 1912 með fóstursystur sína sem var 12 ára. Kom hún heim úr þeirri för í upp- hafi fyrri heimsstyrjaldar 1914 eftir að hafa verið 72 daga á leiðinni heim. Viku síðar giftist hún Karli Schiöth, kaupmanni. Ferðalag þeirra var Jónínu mjög minnisstætt en heimferðin lá í gegnum Bretland. Komst hún það- an heim með togara, sem var í söluferð. Sýnir það best viðburða- ríka ævi, að hún fygldi innflytjanda til Kanada og kom til baka um það leyti sem ófriður hófst 1914. Varð hún vitni af upphafi átakanna í Bretlandi. Fyrstu ár hjónabandsins voru áreiðanlega hennar mestu ham- ingjuár. 1918 eignuðust þau dóttur, sem þau skírðu Helgu í höfuðið á fyrri konu Karls og tveim árum síðar fæddist þeim sonurinn Hinrik. Áður höfðu þau tekið í fóstur systurdóttur hennar, Jón- ínu, sem nú býr í Noregi. Fjölskyldan fór ekki varhluta af erfiðleikum kreppunnar. Svo fór að lokum að verslun Karls varð gjaldþrota og fluttu þau þá nánast eignalaus út í Hrísey og hugðust byggja þar upp að nýju. Aðeins ári síðar 15. júní 1928 missti Jónína mann sinn og höfðu þau þá tekið grunn að stóru húsi þar. Það var ekki auðvelt fyrir ekkju að standa uppi eignalausa með þrjú ung börn á þeim árum. Jónína lét ekki bug- ast og byggði húsið Ásgarð með aðstoð vina sinna og má það teljast ótrúlegt afrek. Síðar bættist í barnahópinn, en hún tók í fóstur Sigurð Jóhannsson, sem núerskip- stjóri á Akureyri. Ég kynntist Jónínu fyrst þegar hún var komin á níræðisaldur, en ég hef heyrt margar lýsingar af henni á yngri árum. Vinur hennar og jafnaldri Kristján Sveinsson lýsti henni m.a. svo á 80 ára afmæli hennar: „Allt þú lífið áfram braust, enga hræddist vigra. Erifðleika endalaust, alla tókst að sigra. Ekki býst ég ennþá við, þú ætlir neitt að slaka. Pú hefur aldrei haft þann sið, að hörfa langt til baka. Ætíð veikum veittir bót, - vinar traustur þelinn. Varst, sem mosa gróið grjót, greypt í fastan melinn‘\ Jónína var lítið fyrir lof og óþarfa málalengingar. Henni var ekki tamt að segja sögur af sjálfri sér, en ég er þess fullviss að sú lýsing, sem fram kemur í ljóðlínum Kristjáns á afar vel við hana. Þegar hún hafði lokið við bygginguna í Hrísey ákvað hún að koma þar upp greiðasölu 1930 og rak hana til árs- ins 1942. Sonurinn Hinrik drukkn- aði með m/b Sæborgu í nóvember 1942 en hann var þá nýorðinn stýri- maður. Upp úr því bjó hún með dóttur sinni Helgu og tengdasynin- um Sigurði Brynjólfssyni í Ásgarði. Árið 1959 fluttu þau til Kópavogs og bjó hún þar hjá þeim þar til hún fluttist á Hrafnistu árið 1965. Dvaldi hún þar til dauðadags við góðan aðbúnað og rnikla um- hyggju dóttur sinnar og tengdason- ar. Jónína var komin á Hrafnistu þegar ég kynntist henni. Þar bjó hún legnst af í litlu herbergi og var alltaf glöð með sitt hlutskipti. Það var eftirminnilegt að hlusta á Jón- ínu tala um langa og atburðaríka ævi. Ávallt gerði hún mest úr því hvað hún hefði verið heppin og lánsöm. Hún notaði þar hvert tæki- færi til að gleðja aðra og drýgði gjarnan ellilaunin sín með því að hnýta á. Jónína átti marga vini og þeir voru margir sem komu í heimsókn til hennar á Hrafnistu. Hún var stolt af því að taka á móti sem flestum á dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hún hafði sjálf rekiö þjónustu fyrir sjómenn í Hrísey og í því umhverfi vildi húin dvelja. Fólki fannst skemmtilegt að heimsækja hana fyrst og fremst vegna þess að hún gaf öllum mikið með orðum sínum og frásögn. Hún fylgdist vel með því, sem var að gerast og fannst eyðslusemi og fyrirhyggjuleysi ein- kenna margt, sem þjóðin var að glíma við. Það var henni þó mikil unun að horfa á alla uppbygging- una og framfarirnar, sem áttu sér stað í þjóðfélaginu. Henni var minnisstætt að hún hafði þurft að standa ein að húsbyggingunni í Hrisey. Hún vildi koma á bygging- arstað og vera með í ráðum þegar barnabörnin voru að reisa hús sín og sýndi gjarnan við það tækifæri nokkuð af stjórnsemi sinni og skörungsskap. Alltaf fannst henni að hún hefði nóg af öllu og ef hana vanhagaði um eitthvað þá var hún fljót að bjarga sér. Eitt sinn taldi hún að nauðsynlegt væri fyrir sig að kaupa ísskáp og fann út úr því að þann grip væri hasgt að kaupa með af- borgunum. Áður en nokkur vissi af hafði hún keypt ísskápinn með greiðslufresti. Hún taldi í sjálfu sér að þetta væri ekki sérstaklega gott form til viðskipta en fannst að rétt væri að hún hefði svipaða hætti og aðrir. Lífsviðhorf Jónínu var ekki flók- ið en af því hafa margir mikið lært. Hún gerði ekki kröfur til samfé- lagsins og einfalt líferni var það eina sem hún þekkti. Hún gerði ekki mannamun og var nákvæm í samningum og samskiptum. Eitt sinn fékk blaðamaður viðtal við hana á tíræðisaldrinum. Hann sendi síðan ljósmyndara á eftir án þess að tala unt það, þannig að hún gæti verið undirbúin fyrir mynda- töku. Ljósmyndaranunt vísaði hún frá og neitaöi frekari samskiptum við blaðamanninn. Nú er þessi sómakona látin. Það eru margir, sem vilja þakka henni fyrir samfylgdina. Henni var efst í liugá þakklæti til þeirra, sem hún hafði kynnst. Þær voru margar þrautirnar, sem hún þurfti að ganga í gegnum á lengri lífsleið en almennt gerist. Alltaf hafði hún samt tíma til að hjálpa öðrum og gefa góð ráð. Kjarkurinn bilaði aldrei og hún trúði því að sérhvert spor, sem hún ákvað að stíga, yrði til gæfu. Við Sigurjóna og dæturn- ar kveðjum Jónínu í dag með virð- ingu og þökk fyrir alla þá t*m- hyggju og hvatningu sem hún veitti okkur. Það var ekki skyldurækni við gamla konu, sem rak okkur til að hitta hana. Hún hafði ekki að- eins lífsorku fyrir sjálfa sig. Allir sem töluðu við hana fengu frá henni kraft og dáðust að því já- kvæða lífsviðhorfi, sem birtist í sérhverju orði og athöfn. Hún vará langri ævi með í að berjast fyrir því, sem við eigum öll í dag. Oft á hún eftir að koma í hugann. Henn- ar kynslóð hefur gefið okkur mikið til að varðveita. Það þurfti manndóm og hugrekki til að byggja upp með tvær hendur tómar. Hvort verk þeirrar kynslóð- ar sem hún tilheyrði verða nægi- lega metin mun aðeins sagan leiða í Ijós. Hún hafði áhyggjur en gerðist ekki dómari í því frekar en öðru. Hún var hamingjusöm þegar hún dó og þá, eins og alltaf áður, var trúin á Guð það dýrmætasta sem hún átti. Halldór Ásgrímsson LÝSANDI KROSSAR Á LEIÐI LJÓS & ORKA Suðurlcindsbraut 12 sími 84488 ALLT í MASTER: 2 hallir, allir fylgihlutir, 20 teg. af körlum Athugið - Hundruð leikfanga á gömlu verði Sparið þúsundir og kaupið jólagjafirnar tímanlega Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10. S. 14806. flokksstarf Freyjukonur - Kópavogi Munið jólafundinn okkar í kvöld þriðjudaginn 10. desember. kl. 20.30. Skemmtinefndin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.