NT - 31.12.1985, Blaðsíða 1

NT - 31.12.1985, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 31. desember 1985 - 310l tbl.69. árg. Áramótaávarp Steingríms Hermannssonar sjá bls. 6-7 Farþegar aldrei fleiri ■ Tímamót urðu í farþegaflutningi innan- landsflugs Flugleiða í gær, en þá varð Einar Kristjáns- son lögregluþjónn frá ísa- firði 243.486. farþeginn í innanlandsfluginu á þessu ári. Aldrei áður hafa svo margir farþegar flogið í innanlandsfluginu áeinu ári. Metfarþeginn Einar Kristjánsson kom með áætlunarfluginu frá ísafirði í gær og varð hann þægilega hissa á viðtökunum sem biðu hans á Reykjavíkur- flugvelli. Siguröur Helga- son forstjóri bauð hann velkominn og færði honum að gjöf helgarmiða fyrir tvo til og frá ísafirði. í gær var slegið met frá 1978 þegar félagið flutti 243.485 farþega. Að sögii Einars Helgasonar for- stöðumanns innanlands- flugs Flugleiða var árið í fyrra meðalár hvað varðar farþegafjölda, en þá flugu liðlega 217 þús. farþegar nteð innanlandsflugi félags- ins. ■ Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða býður Éinar Krist- jánsson 243.486. farþegann í innanlandsfluginu á þessu ári vel- kominn til Reykjavíkur. (N'i'-mynd: RidierU Menntamálaráðherra deilir á Lánasjóð íslenskra námsmanna: Verða námslán á sömu kjörum og lífeyris- og húsnæðislán? Ekki má gera sjóðinn ábyrgan fyrir pólitískum ákvörðunum segja námsmenn ■ Miklar væringar eru nú á milli Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og forsvarsmanna Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. A fundi þeirra í gær gaf Sverrir Sig- urjóni Valdimarssyni fram- kvæmdastjóra lánasjóðsins frest fram á föstudag til að hugleiða hvort hann vildi ekki segja af sér. Mikil reiði er meðal starfsmanna lánasjóðsins vegna þessa máls og telja þeir að sé verið að hengja bakara fyrir smið. Pað sé ekki Sigurjóni að kenna hversu námsmönnum sem taka lán hafi fjölgað og að endurgreiðslur skv. lögum um námslán og námstyrki frá 1982 séu ekki farnar að skila sér nægilega vel. Það væri kol- röng aðferð að segja Sigur- jóni upp og ætti heldur ekki við lög að styðjast því hann hefði aldrei fengið áminn- ingu fyrir vanrækslu í starfi,. hvorki frá yfirmönnum sín- um í stjórn sjóðsins eða menntamálaráðherra, hvað þá brotið af sér, sem er for- senda þess að hægt sé að vfkjá mönnum úr starfi skv. lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna frá árinu 1954. Ekki náðist í Sverri Hermanqsson menntamála- ráðherra í gær vegna þessa máls, en hann var upptekinn í að opna sýningu og taka þátt í veisluhöldum eftir að fundi þeirra lauk. Magnús Guðmundsson fulltrúi framkvæmdastjóra lánasjóðsins sagði í samtali við blaðið að ef menntamála- ráðherra ætlaði ekki að koma aftan að námsmönn- urn í miðju námi yrðu líklega greidd út námslán skv. gild- andi lögum til vors. Sam- kvæmt niðurskurðinum á fé til sjóðsins við afgreiöslu fjárlaga sæu þeir hjá sjóön- um fram á 30% skeröingu á námslánum og helmings- fækkun starfsmanna þegar á næsta ári. Útlitið væri því mjög svart en ráðherra hefði ekkert viljað gefa upp um það á fundinum hvernig leysa ætti þctta mál. Magnús sagði að þær raddir hefðu heyrst í ráðuneytinu að breyta ætti námslánum í markaðslán, sambærileg viö húsnæðisstjórnarlán og líf- eyrissjóðslán sent hafa vexti ofan á verðtryggingu og eru greidd upp í topp og meira lil á 20-25 árum. Núverandi námslán skv. lögunum frá 1982 eru verðtryggð en vaxta- laus og greidd til baka á 40 árum. Þeim hjá sjóðnum þætti það fullsnemmt að breyta námslánafyrirkomu- laginu því ekki væri enn komin full reynsla á nýja af- borgunarkerfið frá 1982 sem gcrði ráð fyrir því að 85-90% kæmi inn í formi afborgana af því sem væri lánað út. Sigurjón Valdimarsson framkvæmdastjóri sjóðsins vildi ekkert láta hafa eftir sér vegna þessa máls en Sam- band íslenskra námsmanna erlendis, Iðnnemasamband íslands og slarfsmenn lána- sjóðsins hafa öll sent frá sér mótmæli vegna niðurskurö- arins á lánum og þess aö sjóðurinn sé gerður ábyrgur fyrir pólitískum ákvörðun- um svo sem setningu laga, reglugeröar og úthlutunar- reglna með því að víkja Sig- urjóni úr.starfi. Ðotnfiskaflinn 1985: Meiri þorskur en í fyrra - en minna af ufsa og karia ■ Nú liggja fyrir nokkuð endanlegar tölur um heildar- afla helstu fisktegunda á þessu ári. Þorskaflinn varð um 50 þús. lestum meiri en úthlutaður heildarkvóti, en um 44 þús. lestir vantaði upp á að veitt væri upp í saman- lagðan heildarkvóta annarra botnfisktegunda. Aflinn í ár og í fyrra var sem hér segir: Þorskaflinn íárvarum319 þús. tonn á móti 281 þús. tonni í fyrra. Ýsuaflinn í ár var 47 þús. tonn, sem er það sama og í fyrra. Ufsaaflinn í ár var 56 þús. lestir á móti 60 þús. lestum í fyrra, og grá- lúðuaflinn í ár var jafn mikill og í fyrra eða uni 30 þús. lestir. Karfaaflinn í ár var um 93 þús. lestir en var í fyrra um 108 þúsund lestir. 1986 ár f riðarins - Beðið fyrir friði á nýársdag ■ 1986erárfriðarinsogafþví tilefni hvetur biskup íslands til þess að beðið verði fyrir friði á jörðu við guðsþjónustur á ný- ársdag. í bréfi sem biskup hefurskrif- að prestum og söfnuðum lar.ds- ins af þessu tilefni segir m.a.: Sameinuðu þjóðirnar hafa sem kunnugt er kjörið árið 1986 ár friðarins. Af því tilefni vil ég undirstrika að við göngum inn til hins nýja tíma á nýársdegi með fyrirbæn í guðsþjónustum um frið á jörð. Nýárstexti kirkj- unnar um bænina gefur og til- efni til þess að leggja áherslu á gildi bænarinnar. Kirkjur víða urn lönd hafa valið nýársdag til þess að flytja hinum hrjáða og friðlausa heimi fagnaðarboð- skap friðarins. Tökum þátt í að spenna jörðina megingjörðum bænarinnar. Bænin er sterkasta aflið hér í heimi, máttugri en nokkurt afl, sem vísindin hafa leitt í ljós. Þetta afl hefur Guð gefið kirkju sinni. ■ Víða um landið eru nú að rísa hin myndarlegustu mannvirki, sem ætluð eru til þess að sýna árinu 1985 tilhlýðilega virð- ingu um leið og árinu 1986 vcrður heilsað. Þetta eru áramótabrennurnar og hér sjást ungir byggingameistarar leggja síð- ustu hönd á eina slíka sem stendur við Ægisíðu i Reykjavík. Nánar er um áramótabrennur á baksíðu. NT-mvnd: ÁmiBjarnu. Meistararað verki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.