NT - 31.12.1985, Blaðsíða 16
iltlHH Fréttir ársins 1985 I 1 Hi
Þriðiudagur 31. desember 1985 16
Arna, Björg og Hildur:
Fyrirmyndarbörn
■ Þær Arna, Björg og Hiltlur
voru tcknar mcö kcisaraskurði í
júlímánuði og voru þriðju þríbur-
arnir scm fæddust á árinu.
Foreldrar þcirra, Sigfús Ö. Erl-
ingsson og Guðbjörg Gunnarsdótt-
ir Itafa haft ærinn starfa í barna-
ræktinni cnda áttu þau tværstúlkur
fyrir og síðan sitt livort harnið frá
fyrra hjönabandi.
„Það hcfur lctt mikið undir hvað
þríburarnir hafa verið góðir, þær
cru farnar að sofa í einum dúr til
klukkan tíu á morganana," sagði
Guðbjörg þegar NT hafði samband
við hana á Þorláksmessu.
Til að byrja mcð urðu þær að
vera í hitakassa í fjórar vikur cn cg
komst hcim á tólfta degi. Við fór-
um upp á spítala tvisvar á dag og
þetta var svolítið strembið á mcðan
á því stóö. Eftir að við fcngum þær
hcint hcfur þctta gengið alvcg
Ijómandi vel og við vorum einmitt
að tala um það í gær livað góðar
þær væru. Þær hafa líka vcriö
hraustar fyrir utan það að þær
fcngu hlaupabólu á fjórða mán-
uði.“
Félagsmálastofnun hcfur hlaup-
ið undir bagga ntcð fjölskyldunni
og grciöir húshjálp sem kentur
þrisvar í viku og fyrirtæki Davíðs
SchevingThorsteinsson hefurgefið
þurrmjólk og barnamat auk þess
scm Kristján O. Skagfjörð lagði til
bleyjur fyrstu tvo mánuðina.
„Það scm er nicst um vcrt cr að
litlu stelpurnar okkar þroskast eðli-
lcga að visku og vcxti," sagði Guð-
björg að lokum. „Þær eru fyrir-
myndar börn."
■ Þríburarnir Hildur, Björg og Arna ásamt Sólrúnu stóru systur og for-
cldrunum Sigfúsi og Guóbjörgu.
Mikil hreyfing á
starfsfólki
- segir Bergur Felixson framkvæmdastjóri um
starfsmannahald á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar
Neyðarástand skapaðist á dag-
vistarheimilum Reykjavíkurborg-
ar í lok sumars. Allt benti til þess
að loka yrði deildum á nokkrum
heimilum vegna flótta fóstra og þá
sérstaklega sóknarstarfsmanna úr
illa launuðum störfum sínum. For-
eldrar héldu útifund á Lækjartorgi til
að leggja áherslu á kröfur sínar um
varanlega lausn vandans m.a. að
starfsfólk heimilanna fengju launa-
hækkanir. Á elleftu stundu tókst að
bjarga málunum fyrir horn og
barnaheimilin gátu haldið áfram að
vera opin, þótt sum hafi verið lok-
uð í nokkra daga meðan gengið var
frá ráðningum starfsfólks. Davíð
Oddsson borgárstjóri og Aðalheið-
ur Bjarnfreðsdóttir áttu viðræður
og komið var á fót grunnnámskeiði
í haust fyrir sóknarkonur sem
hækkaði þær örlítið í launum.
„Þetta hefur gengið, það hefur
ekki komið til lokana á neinu heim-
ili. Það vantar að vísu ennþá fóstr-
ur og það hefur verið mikil hreyfing
á starfsmönnum," sagði Bergur Fel-
ixson framkvæmdastjóri dagvist-
arheimila Reykjavíkurborgar.
Fyrsta svæðisútvarpið á íslandi:
r
Utvarp Akureyri
Um mánaðamótin febrúar og
mars hófst fyrsta staðbundna
svæðisútvarpið á íslandi norður á
Akureyri undir stjórn Jónasar Jón-
assonar.
Útvarp þetta útvarpaði einn
klukkutíma á dag til að byrja með,
hálftíma á morgnana og hálftíma á
kvöldin. Starfsmenn voru í byrjun
sjö og náði sendingin til Akureyr-
ar, Eyjafjarðar og Mývatnssveitar.
Útvarpið átti að vera tilraun
fram í júní og skyldi þá endurskoð-
ast en það reyndist svo vel að á-
kveðið var að halda því áfram.
Sendingar hófust aftur eftir
sumarleyfi í október og var þá út-
sendingartíminn lengdur í einn og
hálfan tíma á dag og samfelldur frá
klukkan 17-18:30 frá mánudegi til
föstudags.
Að sögn Jónasar Jónassonar út-
varpsstjóra á Akureyri eru nú starf-
andi um tíu manns við stöðina og
sjá þeir einnig um dagskrárgerð
fyrir Rás 1 í Reykjavík ásamt svæð-
isútvarpinu.
Aðalhlutverk þessa svæðisút-
varps er að flytja fréttir af fólki á
svæðinu og af atburðum sem þar
gerast og ekki eru taldir eiga erindi
í landsútvarp. Sagði Jónas að þeir
reyndu að hafa cfnið sem fjöl-
breyttast og þar með að ná til sem
flestra.
að ná til sem flestra.
Sú nýjung var tckin upp í haust
þegar útsendingatíminn var lcngd-
ur að bjóða skólanemum fjögurra
skóla á Akureyri, Menntaskólans,
Verkmenntaskólans, Tónlistar-
skólans og Myndlistarskólans að
hafa hálftíma þátt á hverjum degi
og segja frá skólalífinu, náminu og
hvað væri að gerast innan veggja
skólans í víðum skilningi. Hver
skóli útnefndi útvarpsráð sem sér
um þættina eða útvegar fólk til
starfans.
Jónas sagði að þessi nýung hafi
aukið skilning fólks á starfsemi
skólanna og sagði þetta mjög
merkilega samvinnu sem þarna
hefði náðst og vonaðist jafn framt
til að geta boðið öðrum skólum á
svæðinu þátttöku þegar fram líða
stundir.
Jónas sagði að lokum að enginn
vafi væri á því að svæðisútvarpið á
Akureyri ætti langa framtíð fyrir
sér og sagðist frekar búast við að
fleiri slík fylgdu í kjölfarið með
nýjum útvarpslögum eftir áramót-
ín.
■ Starfsmcnn fyrsta svæðisútvarpsins á Islandi norður á Akurcyri að
undirbúa útsendingu.
■ Stoltir forcldrar ásamt keisurunum þremur í júlí í sumar.