NT - 31.12.1985, Blaðsíða 17

NT - 31.12.1985, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. desember 1985 17 Þó svo að dómsmálaráðherra og þar með áfengismálaráðherra okk- ar íslendinga sé yfirlýstur bindind- ismaður þá hefur vínveitingahús- um fjölgað mjög í ráðherratíð hans. í rauninni er breytingin slík að tala verður um byltingu í þeim efnum og þótti mörgum tími til kominn. Á síðastliðnum tveim árum hef- ur vínveitingahúsum hér á landi Vín meö mat ibótt ekki sé borðað fjölgað um fjóra tugi og nú munu á annað hundrað vertshús geta borið þyrstum gestum sínum vín. Menn hafa deilt um ómerkari mál á Islandi en áfenga drykki og því varð ekki hjá því komist að deilur risu upp í kringum þessa aukningu í vínveitingaleyfum á ár- inu. Víða um land deildu áfeng- isvarnanefndir og sveitastjórnir um það hvort vertshús skyldu vera „þurr" eða „rök“ og varð ráðherra að lokum að skera á hnútinn. í júní ákvað hann að fullt tillit skyldi taka til umsagna áfeng- isvarnanefnda varðandi veitingu vínveitingaleyfa og þar við situr enn þann dag í dag. Á haustmánuðum lögðu svo nokkrir þingmenn fram frumvarp til Alþingis þar sem lagt er til að vínveitingavaldi verði alfarið í höndum sveitastjórnarmanna. Unr svipað leyti var sett á laggirnar nefnd á vegum stjórnarþingmanna og ráðuneytistjóra sem skoða á þessi mál frá hinum ýmsu sjónar- hornum og meðal annars hvernig gera megi sveitastjórnir ábyrgari í afstöðu sinni til Bakkusar konungs en verið hefur. Bent hefur verið á að fjölgun vínveitingahúsa í landinu hafi leitt til þess að hófdrykkja hafi aukist það nrikið að tala megi unr of- drykkju í því sambandi. Einn úr hópi hinna svokölluðu „hóf- drykkjumanna" orðaði þetta á þá leið að honum þætti ákaflega gott að drekka vín með mat þó svo að hann borðaði ekki. STJÖRtt UÓSA TILBOÐ lcnsd 70 cm. lcngd 30 cm. 3 stærðir af stjömuljósum, 5 pakkar saman í búnti. Æ FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Þökkum starfsfólki, sjómönnum og ödrum vidskiptavinum okkar gott samstarf og viðskipti á liönum árum. W'nmv

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.