NT - 31.12.1985, Blaðsíða 4

NT - 31.12.1985, Blaðsíða 4
Utlönd ■ Andstæðar fylkingar hafa barist í Líbanon í rúman áratug. Nú hafa byssurnar loksins þagnað og margir vona að nýtt tímabil l'riðar og enduruppbyggingar sé tekið við. Sættir í Líbanon? Damaskus-Beirút-Keuter. ■ Leiðtogar stríðandi fylkinga í Líbanon skrifuðu undir sáttmála síð- astliðinn laugardag sem menn vona að verði til að binda enda á borgara- stríðið sem nú hefur staðið í nær tíu ár. Samkomulagið felur m.a. í sér uð valdacinokun stjórnmálastunlaka kristinna í stjórnkerfinu lýkur og múhameðstrúarmenn fá aukin áhrif á stjórn landsins. Gert er ráð fyrir að Sýrlendingar, sem nú þegar hafa um 25.000 manna herliö í Norður-Líb- anon, aðstoðað við að halda uppi lögum og reglu á ákvcðnum svæðum fyrst um sinn. Talið cr aö yfir 100.000 menn hafi fallið í borgarastríðinu undanfarin áratug. Margir hafa látið í ljós efa- semdir um að samkomulagið dugi til að koma á friði en það var undirritað af Nabih Berri leiðtoga Amal-sveita shita, Walid Jumblatt leiðtoga drúsa og Elie Hobeika leiðtoga herliðs kristinna. Þrátt fyrir þessar efasemdir var samkomulaginu fagnað mjög í Líb- anon og ríkisstjórnir annarra ríkja hafa látið í í Ijós ánægju með það. Margir telja að með samkomulaginu fæðist nýtt Líbanon og útvarpsstöðv- ar í Beirút spiluðu lagið „Það á af- mæli í dag“ (Happy birthday). Verkamannabústaðir S J?n\)lrin\)íLr Suöursandsbraut 30, 105 l M\eyí\JUVltt Reykiavlk. Simi 81240 UMSOKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 108 tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um ca. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1986 og fyrri hluta árs 1987. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, frá og með mánudeginum 6. janúar og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrif- stofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Um- sóknum skal skila eigi síðar en 7. febr. 1986. Stjórn verkamannabústaða í R.vík. Þríðjudagur 31. desember 1985 4 Time velur mann ársins: Deng breytir rás sögunnar New York-Reuter ■ Alþjóðatímaritið Time hefur til- nefnt kínverska leiðtogann DengXi- aoping (frb. Döng Sjápíng) mann ársins fyrir „áframhaldandi umbætur í Kína og á marxisma sem virðast hafa meiri möguleika á að breyta rás sögunnar en nokkuð annað sem gerðist 1985“. Þetta er í 59. skipti'sem Time velur mann ársins. Tímaritið valdi Deng einnig mann ársins árið 1978 og er hann níundi maðurinn sem hefur fengiö þennan titil tvisvar. Samkvæmt Time hefur Deng nú þegar „breytt daglegu lífi samborg- ara sinna meira en nokkur annar þjóðarleiðtogi.“ Breytingarnar eru sagðar svo miklar að útlendingar sem heimsæki Kína aftur eftir nokk- urra ára fjarveru eigi erfitt með að átta sig á því að þetta sé sama landið. Glæpirborga sig: Þjónar, kavíar og nýr Volvo Bonn-Reuter ■ Hansjoachim Tiedge, fyrrver- andi deildarstjóri í v-þýsku gagn- njósnaþjónustunni, nýtur vellyst- inga í A-Berlín. Tiedge ávann sér heimsathygli síðastliðið haust er hann tlúði austur um járntjald vegna ótta við að yfirboðarar sínir hefðu komist að gagn-gagnnjósnum í þágu, A-Þjóðverja. Þrjár dætur hans á unglingsaldri fengu nýlega lcyfi til þess að heim- sækja föðursinn. Þærsögðu að hann hefði verið hraustlegur í útliti og glaður í bragði. Hann býr í einbýlis- húsi er stendur við stöðuvatn í ná- grenni A-Berlínar og á að eigin sögn von á því að fá afhenta nýja Volvo- bifreið innan skamms. Dæturnar sögðu að húsið væri búið ríkulegum húsgögnum þ.á m. persncskum teppum. Þjónarannast Tiedge. Það var þýska dagblaðið Bild sem flutti fréttir af heimsókninni. Þar kemur fram að feðginin snæddu kaví- ar og drukku freyðivín frá Krím við hlið tveggja jólatrjáa. ■ Deng Xiaoping hefur beitt sér fyrir breytingum sem hafa áhrif á líf þúsund milljóna Kinvcrja og breyta jafnvcl framtíö alls mannkynsins. Pakistanar fá mannréttindi Islamabad-Reutcr. ■ Mohamad Zia ul-Haq forseti Pakistans og yfirhershöfðingi aflétti í gær herlögum rúmlega átta árum eft- ir að hcrinn tók völdin í hallarbylt- ingu 1977. Zia, sem verður áfram forseti og yfirmaður herráðsins til ársins 1990, afnam herdómstóla, endurreisti stjórnarskrána og felldi úr gildi nær öll lög og tilskipanir sem herinn sctti á valdatíma sínum. Stjórnarandstæðingar tók tilkynn- ingunni um afnám herlaga og endur- reisn lýðræðis með varúð og al- menningur þorði á fæstum stöðum að láta í Ijós fögnuð sinn með hátíð- arhöldum enda hefur Zia áfram mik- il völd sem forseti og yfirmaður hersins. Zia, sem er 61 árs gamall, sagði í ræðu sem hann hélt í gær að bylting hersins gegn stjórn Ali Bhutto árið 1977 hefði verið nauðsynleg því að annars hefði verið hætta á borgara- styrjöld í Pakistan. Sænskir gyðingar fá bréfasprengjur Gautaborg-Rcuter. ■ Sænska lögreglan varaði gyðinga í Svíþjóð við bréfasprengjum um helgina eftir að sænsk kona fékk sprengju senda í pósti. Talsmaður lögreglunnar sagði í út- varpsviðtali að sprengjan. sem var í þykku umslagi, hefði verið svo öflug að hún hefði getað drepið konuna. Hún slapp samt þar sem henni þótti bréfið grunsamlegt og fór með það til lögreglunnar sem lét sprengjusér- fræðing gera það óvirkt. Lifði 10OOm fall Osló-Rcuter ■ Norskur fjallgöngumaður, sem hrapaði niður þúsund metra hengi- tlug slapp með brotinn ökla að sögn lögreglunnar í gær. Maðurinn, sem er 28 ára, lenti í snjóskriðu sem sópaði honum fram af hengiflugi nálægt Ándalsnesi. Leitarflokkar leituðu í gær að kunningja mannsins sem talið er að hafi grafist í skriðunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.