NT - 31.12.1985, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. desember 1985 7
ekki til greina nú.
Viö núverandi aðstæður kemur
gengisfelling því útflutnings-
atvinnuvegunum aðeins að mjög tak-
mörkuðum skammtímanotum. Fyrst
og fremst leiðir hún tii hækkunar
verðlags og meiri verðbólgu og eykur
þannig grundvallarvanda atvinnuveg-
anna.
Með þessu er ég ekki að segja, að
gengi geti verið fast. Til þess er verð-
bólgan alltof mikil. Enda hefur alls
ekki svo verið. Á þessu ári hefur með-
algengi erlendra gjaldmiðla hækkað
um nálægt 16 af hundraði, dollarinn
að sjálfsögðu miklu minna, en
Evrópugjaldmiðlar að sama skapi
meira. Þetta á stóran þátt í meiri verð-
bólgu en að var stefnt. Nokkur hækk-
un hefur þó orðið á fiskverði erlendis,
sem vitanlega hjálpar.
Lækkun dollarans og verðbólga
valda að sjálfsögðu ýmsum útflytjend-
um miklum erfiðleikum. Að slíkum
vandamálum mun ég koma síðar.
Hefur jafnvægi náðst?
Spurningin er, hvort jat'nvægi hafi
náðst í efnahagsmálum. Eröðru tíma-
bilinu lokið? Því verð ég að svara neit-
andi. Að vísu virðist margt benda til
þess, að undiraldan hafi hjaðnað og
batamerki sjást. T.d. hafa innlán í
bönkum aukist verulega umfram
verðbólgu, og afföll af verðbréfum
liafa farið lækkandi. Hins vegar er
verðbólga enn alltof mikil og stór-
hætta á því, að hún festist þannig.
Hvort svo verður, mun koma í Ijós í
þeim kjarasamningum, sem hafnir
eru.
Ekki má þó gleyma því, að á þessu
tímabili hefur mikið átak verið gert til
þess að laga atvinnuvegi að breyttum
aðstæðum og aðstoða þá, sem í erfið-
leikum eiga.
Framleiðsla
landbúnaðarafurða
Lög um framleiðslu landbúnaðara-
furða o.fl. eru einhver þau mikilvæg-
ustu, sem sett hafa verið fyrir íslensk-
an landbriað. Óhjákvæmilegt var orð-
ið að hverfa frá offramleiðslu á afurð-
um, sem ekki seljast erlendis á viðun-
andi verði, og hefja í þess stað sókn á
nýjum sviðum. Málið er í raun afar
einfalt. Þjóð sem er skuldum hlaðin,
hefur ekki efni á því að selja, jafnvel
lítinn hluta framleiðslu sinnar, með
70-80 af hundraði halla.
Við nýjar búgreinar eru bundnar
miklar vonir. Loðdýraræktin vex
hröðum skrefum og fiskeldi er einnig
að hefjast á vegum bænda.
Fimm ár eru veitt til þessara breyt-
inga. Ef svo tekst sem að er stefnt, er
ég sannfærður um. að íslenskur land-
búnaður verður sterkari eftir en áður
og á ný vaxandi stoð í íslenskum þjóð-
arbúskap.
Stjórn fiskveiða
I sjávarútvegi hefur einnig verið
unnið mikið starf. Vegna minnkandi
þorskafla var óhjákvæmilegt að
endurskoða stjórnun veiðanna. Þótt
skiptar skoðanir séu um kvótakerfið,
verður að viðurkenna, að mikill meiri-
hluti þeirra, sem við sjávarútveg
starfa, styðja það. Á því liafa jafn-
framt verið gerðar miklar lagfæringar.
Menn geta valið um afla- eða sókn-
armark., Virðist síðari leiðin nú vera
orðin allvel aðgengileg fyrir þá, sem
kjósa síður aflakvóta. Þá er ákveðið
að línan verði í janúar og febrúar og í
nóvember og desember að hálfu utan
kvóta. Það er gert til að laga fyrir þá,
sem telja sig bera skarðan hlut frá
borði í þessu kerfi. Trillukarlar hafa
kvartað mikið - mér sýnast þeir nú
geta verið ánægðir.
Þótt ég sé fylgjandi sem mestu frelsi
til veiða, beygi ég mig fyrir meiri-
hlutanum og viðurkenni það, sem lag-
færthefur verið.
Frystingin
Hinn mjög mikilvægi frystiiðnaður
landsmanna á í erfiðleikum, bæði
vegna minni afla, mikils fjármang-
skostnaðar og falls doliarans. Slíkt
þolum við að sjálfsögðu ekki til
iengdar. Eins og ég hef áður sagt, hef
ég ekki trú á því, að sérstök gengisfell-
ing komi að liði. Hvað er þá til bragðs
að taka?
Ýmislegt hefur þegar verið gert.
Söluskattur er nú endurgreidduri
Hann er að vísu notaður til lækkunar á
fiskverði en kemur fiskvinnslunni að
sjálfsögðu að fullum notum þannig.
Mikil skuldbreyting var gerð, vextir
Fiskveiðasjóðs hafa nú verið lækkaðir
í nokkur ár, og Seðlabanki íslands
endurgreiddi sjávarútveginum á
fimmta hundrað milljónir króna í
vexti um síðustu áramót, svo að það
helsta sé nefnt.
Þetta er þó ekki nægjanlegt. Ég er
sannfærður um, að hvort tveggja er
nauðsynlegt, meiri opinberar aðgerð-
ir og innri skipulagning.
Mér sýnist eðlilegt, að það fjárhags-
tjón sern frystingin hefur orðið fyrir.
vegna misgengis dollarans og afurðal-
ána verði a.m.k. að hluta bætt. Fyrst
og fremst er um að kenna margra
mánaða drætti bankanna við að fram-
kvæma samþykkt ríkisstjórnarinnar
um heimild útflytjenda til að taka
afurðalán í fleiri gjaldmiðlum að eigin
vali. Því er eðlilegt að þetta verði gert
með fjármagni úr bankakerfinu.
Ég tel einnig rétt að veita útflytj-
endum heimild til þess að fjármagna
útflutning sinn erlendis, ef þeir kjósa,
þótt ekki sé mér ljóst hvort af því
verði mikil hagsbót.
í athugun er, hvort ekki má lækka
raforkukostnað til fiskvinnslunnar.
Reyndar tel ég það sjálfsagt. Hann er
mjög hár. þrátt fyrir það, að stór hluti
vinnslunnar er með jafnt orkuálag all-
an ársins hring og nýtir þannig af-
gangsorku engu síður en stóriðja.
Þannig er nauðsynlegt, að af opin-
berri hálfu verði leitað allra leiða til að
lækka kostnaðarliði.
Upplýsingar, sem fram hafa komið
um lægri laun fiskvinnslufólks héren í
nágrannalöndum; en þó miklu hærri
launakostnað á hvert kíló af unninni
vöru, eru ákaflega umhugsunarverð-
ar.
Þótt ormurinn eigi þarna stóran
hlut, er þetta þó enn ein sönnun þess,
að þegar kemur að nýtingu vinnuafls,
er frystingin hér á landi tæknilega á
eftir, eins og ýmsir fiskvinnslumenn
hafa bent á. Nokkurt fjármagn hefur
þó verið sett í opinbera sjóði í þessu
skyni, en það hefur lítið nýst. Einnig
hafa ýmsir aðilar hvatt til átaks á sviði
tæknivæðingar, én án sjáanlegs árang-
urs síðustu árin. Sjálfsagt er að veita
aðstoð í þessu skyni, en framkvæmdin
verður að vera í höndum fiskvinnsl-
unnarsjálfrar.
Fiskverkendur hafa ítrekað vakið
athygli á því, að hráefnið skipti
sköpum. Smár, ormafullur fiskur, eða
óslægður netafiskur er t.d. vægast sagt
lélegt hráefni, a.m.k. í verðmikla
framleiðslu. Sumir neita að taka við
slíkum fiski. Enginn fiskverkandi á að
taka við miklu magni af lélegum fiski,
ef hann verður ekki unninn á arðbær-
an hátt.
Eitt brýnasta verkefnið á nýju ári er
að bæta afkomu frystingarinnar, en
það verður að gera meö öðrum hætti
en að fella gengið.
Skreiöin
Einn er sá hópur fiskframleiðenda,
sem er í sérstöðu. Þaö eru skreiðar-
verkendur. Þrátt fyrir mjög ýtarlegar
tilraunir, hefur ekki tekist að selja
skreiðina, og fátt bendir til að það
takist. Fyrir þá hefur að vísu ýmislegt
verið gert en hrekkur þó of skammt.
Norska ríkisstjórnin greip til þess
ráðs að kaupa þá skreið, sem til er þar
í landi. Það er okkur líklega ofraun.
Helst virðist koma til greina að afs-
krifa að verulegu leyti þau afurðalán,
sem á skreiðinni hvíla, og létta af
henni gjöldum, enda vafasarr t að hún
standi lengur undir lánum.
Þetta er einnig mjög aðkallandi
verkefni á nýju ári.
Húsnæðismálin
í félagsmálum ber hæst stóraukin
aðstoð við vangefna og mikið átak í
húsnæðismálum. Heimili fyrir van-
gefna hafa verið reist víða um land.
Þau sem ég hef komið í, eru til fyrir-
myndar.
Til húsnæðismála var á árinu 1980
lánaðar 233 milljónir króna, Sem var
1,7 af hundraði þjóðarframleiðslu. Á
árinu 1985 var þessi upphæð 3148
milljónir króna, eða 3.6 af hundraði
þjóðarframleiðslu. Lánin hafa verið
hækkuð stórlega, úr um 13 af hundr-
aði byggingarkostnaðar í um 30 af
hundraði nú.
Ýmsir þeir húsbyggjendur, sem á
árunum 1979-82 réðust í kaup eða
byggingar á íbúðum. jafnvel af hóf-
legri stærð, hafa lent í miklum erfið-
leikum vegna fjármagnskostnaðar og
minni tekna. Einkum eiga þeir erfitt,
sem seldu á sama tínia eldri íbúð á
óverðtryggðum lánum, eða eiga enn
slíka eign og geta ekki selt.
Hundruðum milljóna króna hefur
verið varið til að aðstoða slíka aðila,
einkum með viðbótarlánum Hús-
næðisstofnunar, sem eru með niður-
greiddum vöxtum. og með lengingu
lána í bankakerfinu.
Hins vegar er Ijóst, að öllum verður
ekki þannig hjálpað. Sumir hafa ein-
faldlega reist sér hurðarás um öxl.
Ég er sannfærður um, að ráðgjafar-
þjónusta sú, er sett hefur verið á fót
við Húsnæðisstofnun ríkisins, og
reyndar víðar, er mjög þörf. Sömu-
leiðis eru strangari kröfur um stærð
o.fl. til bóta. Líklega er það rétt, sem
ýrnsir kunnugir fullyrða, að fyrir þá.
sem byrja að byggja hæfilega íbúð nú,
er slíkt auðveldara en verið hefur fyrr.
Gjaldþrot og okur
Varla er unnt að ljúka þessu tak-
markaða yfirliti yfir þróun mála á
liðnu ári, án þess að minnast á gjald-
þrot og okur, svo mjög sem slíkt hefur
verið í sviðsljósinu.
Ég tel líklegt, aðýmisþaufyrirtæki,
sem hafa verið rekin með iitlu sem
engu eigin fé, muni þola illa jafnvel
minnstu skakkaföll nú, þegar fjár-
magnskostnaður er orðinn hár. Óhjá-
kvæmileg viðleitni til þess að draga úr
þenslu, mun einnig hafa áhrif. Ýmis
slík fyrirtæki verða gjaldþrota nerna
eigið fé þeirra verði aukið verulega.
Það er að sjálfsögðu tjón fyrir eigend-
ur og starfsmenn og stundum fyrir
þjóðarbúið í heild. Ef liins vegar við-
komandi rekstri verður sinnt á viðun-
andi hátt af þeim sem eftir eru, má
ætla að hagkvæmni aukist og þjööárbú
ið veröi sterkara eftir, þegar til lengri
tíma er litið. Gjaldþrot getur þannig
verið óhjákvæmileg aðlögun að
breyttum aðstæðum.
Okur er aftur á móti óþolandi mein-
semd. Sérstök og hraðari meðferð
slíkra mála hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins og Saksóknara á grundvelli
nýrra laga, sem dómsmálaráðherra
fékk samþykkt á Alþingi sl. vor, gerir
kleift að taka auðgunarbrot fastari
tökum. Það er þegar farið að bera
árangur. Til viðbótar þarf að stór-
hækka viðurlög við slíkum brotum.
Það hafa stjórnarflokkarnir samþykkt
að gera.
Ýmislegt hefur áunnist
Þótt ekki hafi tekist að draga úr
verðbólgu eins og að var stefnt og ekki
verði fullyrt að jafnvægi hafi náðst,
hafa mörg nijög mikilvæg mál verið
afgreidd á þessu tímabili. Ég hef þó
stiklaö á stóru og fyrst og fremst fjall-
að um þá málaflokka, sem ráðherrar
Framsóknarflokksins fara með.
Áhersla hefur verið lögð á aðlögun að
breyttum aðstæðum og að skapa
grundvöll fyrir nýja framfarasókn.
Þriðjatímabil-
ný framfarasókn
í raun er ný framfarasókn hafin fvr-
ir nokkru, enda eftir engu að bíða.
Þrátt fyrir þrönga stöðu hefur ríkis-
stjórnin beint, eftir megni, bæöi fjar-
magni og heimildum til erlendrar lán-
töku og opinberri fyrirgreiöslu, inn á
svið þar sem ætla má að vaxtarbrodd-
ar slíkrar sóknar séu.
Byggðasjóður hefur verið gcrður að
sjálfstæðri Byggðastofnun með meira
ráðstöfunarfé en nokkru sinni fyrr.
Það er sannfæring mín, að sú stofnun
muni reynast nýsköpun í atvinnulífi
byggðanna mjög mikilvæg.
Þróunarfélagið, sem er öflugasta
hlutafélag, sem sett hefur verið á fót
hér á landi, hefur starfsemi sína af
krafti strax upp úr áramótum. Það
mun með ýmsu móti styðja fjölþætta
nýsköpun í atvinnulífinu.
Frumvarp um endurskipulagningu
stofnlánasjóða verður lagt fram strax
þegar þing kemur saman eftir áramót-
in. Með því er m.a. ætlaö að þessir
sjóðir atvinnuveganna styðji nýjar at-
vinnugreinar meir en þeir hingað til
hafa gert.
Af opinberri hálfu hefur nú verið
stigið til fulls það skref að afnema að-
flutningsgjöld af stofnkostnaði vegna
fiskeldis. loðdýraræktar o.fl. Sérstakt
fjármagn hefur einnig í fyrsta sinn ver-
ið veitt til rannsókna á sviði ný-
sköpunar í atvinnulífinu.
Á sl. sumri skipaði ég nefnd til að
gera tillögurum skipulag ogopinberar
aðgerðir, sem stuðli að heilbrigðri þró-
un fiskeldis. Sú nefnd hefur unnið vel.
Það er í samræmi við tillögur hennar,
að aðflutningsgjöld hafa verið felld
niður. Aðrar tillögur munu tljótlega
koma til framkvæmda, m.a. sérstök
deild fyrir fisksjúkdóma við Tilrauna-
stöð Háskólans að Keldum.
Framfarasókn er hafin
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér
standa. Ótrúlega rnargir hafa eða eru
að hasla sé völl á nýjum sviðum. Sum-
ir eru að vísu orðnir grónir, eins og
t.d. nijög athyglisverð fyrirtæki í há-
tækni á sviöi sjávarútvegsins. En þeim
fjölgar ört, sem í hátækniiðnaði
starfa. Þekking og hugmyndaflug
ungra manna í þeini greinum er ótrú-
legt.
Loðdýrarækt er þegar orðin mikil-
væg búgrein og vex hratt. Efltiust er á
því sviði enn margt ólært og ógert.
Mér virðist þó ástæða til að ætla, að sú
grein verði, engu síöur mikilvæg hér á
landi en hún er t.d. á öðrum Noröur-
löndunt.
Líklega eru þó mestar vonir bundn-
ar við fiskeldið. Ég þori varla að hafa
eftir þau orð, sem norskir sérfræðing-
ar létu falla á skrifstofu minni fyrir
skömmu. Svo mikilli bjartsýni var þar
lýst. Þeir fullyrtu að aðstæður hér
væru þær bestu, sem þeir hefðu
kynnst, vatn og sjór hreint og ómeng-
að, og heita vatnið ómetanlegt.
Jafnvel þótt slík bjartsýni rætist
ekki nema að hluta, á fiskeldi á fimni
til tíu árum að geta orðið ein mikil-
vægasta grein hins íslenska þjóöarbú-
skapar.
Fleira mætti telja, einsogútflutning
á þekkingu, vaxandi þjónustu við
ferðamenn, en þetta verður að nægja
til að undirstrika þá sannfæringu
niína, að framtíöin sé, þrátt fyrir allt,
mjög björt.
Hvers vegna nýjar
atvinnugreinar?
En hvers vegna legg ég svo mikla
áherslu á nýjaf atvinnugreinar? Get-
um við ekki einfaldlcga endurheimt
lífskjörin með auknum afla, eins og
gert var eftir fyrri samdráttarskeið?
Því miður, það held ég ekki.
Að öllum líkindum hefur þegarver-
ið náð þeim hámarksafla á flestum
sviðum, sem miðin gefa. Sjávarútveg-
ur mum þó örugglega verða, svo langt
sem við sjáum fram á veg, mikilvæg-
asti grundvöllur þjóðar-
framleiðslunnar. í fiskvinnslunni er
auk þess mikið að vinna með verð-
meiri framleiðsluogaukinni tækni. Sú
nýsköpun er ekki síst þýðingarmikil
og getur gefið umtalsverðan arð fyrr
en nokkur önnur.
Fjölbreyttara atvinnulíf er einnig
mikilvægt til að draga sem minnst úr
þeim miklu sveiflum, sem einkenna
íslenskt efnahagslíf. Þær stafa af því
að byggt er um of á einni grein, sem
ætíð verður mjög háð duttlungum
náttúrunnar.
Nýsköpun í átvinnulífinu, ný fram-
farasókn, mun einkenna það sem eftir
er af kjörtímabili þessarar ríkisstjórn-
ar. Það þýöir ekki að slegið verði
í slöku við í efnahagsmálum, reyndar
er lækkandi veröbólga forsenda þess,
að sú framtíðarsýn, sem ég hef lýst,
rætist.
Aðhald
Erlendu skuldirnar eru einnig mik-
ið áhyggjuefni. Þótt þær verði að lok-
um greiddar með þeirri auknu fram-
leiðslu, sem ég hcf fjallað um, eru þær
þegar komnar á þau hættumörk, að
þær mega ekki aukast.
Ríkisstjórnin mun fyrir sitt lcyti
stuðla að minni þenslu, lækkandi
verðbólgu og draga úr erlendri lán-
töku með aðhaldi í fjármálum ríkis-
sjóðs og á sviði peninga- og gengis-
mála almennt. Ríkisstjórnin mun ein-
nig verða reiðubúin til þess að taka
þátt í samningum um kaup og kjör, ef
með því reynist unnt að ná skynsam-
legum samningum, sem atvinnuve-
girnir þola.
Framsóknarflokkurinn og
stjórnarsamstarfið
í þessu stjórnarsamstarfi hefur ým-
islegt fariö á annan veg en við Fram-
sóknarmenn hefðum kosið, og margt
hefur ekki tekist eins og að var stefnt.
Undir þá gagnrýni get ég tekið. Sjálf-
stæðismenn geta eflaust sagt hið
sama. I samsteypustjórn verða mál-
amiðlanir oft niðurstaðan. Ekki er við
því að búast að annar aðilinn fái allar
sínar óskir uppfylltar.
Ýmis önnur gagnrýni virðist mér
hins vegar á misskilningi byggð og oft
stafa helst af því að rnenn sætta sig illa
við breytta tíma og tíðaranda.
„Frjálst útvarp"
Tökum hið svonefnda „frjálsa
útvarp" sem dæmi. Sjálfur lít ég á það
sem hinn mesta hégóma, úlfalda gerð-
an úr mýflugu. Þegar í dag geta ein-
staklingar náð fjölda erlendra sjón-
arpsstöðva. Engum dettur í hug að
banna slíkt. Fáeinar innlendar stöðv-
ar til viðbótar skipta litlu máli, enda
starfi þær samkvæmt settum reglum.
Aðalatriðiðer, að ríkisútvarpogsjón-
varp verði gott og öflugt urn land allt.
Það á að vera tryggt með þeim breyt-
ingum, sem við framsóknarmenn
fengum gerðar á frumvarpinu í með-
ferð Alþingis.
Ríkisrekstur
Sala á hlutum ríkisins í nokkrum
hlutafélögum hefur, að því er virðist,
ekki verið öllum að skapi. Hvergi finn
ég í stefnu Framsóknarflokksins né í
ræðum og ritum forystumanna hans,
áherslu á ríkisrekstur. Þvert á móti er
hann talinn koma til greina aðeins sem
undantekning. Flokkurinn hefurætíð
lagt áherslu á samvinnurekstur og
einkarekstur jöfnum höndum, alls
ekki á ríkisrekstur.
Aö sjálfsögðu getur þátttaka ríkis-
ins komið til greina í einstökum fyrir-
tækjum, annaö hvort tímabundið á
meðan byrjunarerfiðleikar eru, eða
þegar um er að ræða starfsemi, sem
mjög miklu máli skiptir fyrir þjóðfé-
lagið sem heild, og um einokun gæti
verið að ræða. Þátttaka í Flugleiðum
var því eðlileg að mínu mati. Hins
vegar tel ég óþarft að ríkið reki vél-
smiðju eða eigi lilut í skipafélagi eða
einum einkabanka, svo dæmi séu
nefnd.
Ríkisvaldið á fyrst og fremst að
sinna vel því mikilvæga verkefni að
tryggja jafnræði og öryggi þegnanna,
velferð manna, en láta öðrum eftir at-
vinnureksturinn.
Breytingarnar
Oft eru menn einfaldlega ragir við
breytingar. Krafa fólksins er þó um
breytingar, m.a. um hámarksfrelsi
einstaklingsins. Frjálslyndur, umbót-
asinnaður flokkur getur varla snúist
gcgn þeirri kröfu, svo lengi sem
grundvallarskilyrða um jafnræði, ör-
yggi og velferð er gætt.
Þetta á hins vegar ekkcrt skylt við
svonefnda frjálshyggju, sem í raun
boðar lögmál frumskógarins, hinir
ríku og sterku eiga að drottna og ríkis-
valdið aö verða sem minnst. Sem bet-
ur fer eru tiltölulega fáir hér. sem að-
hyllast þá stefnu og m.a. mjög margir
sjálfstæðismenn andsnúnir henni.
Gegn þeirri stefnu munum við fram-
sóknarmenn standa.
Lokaorð - áhersluatriði
Framsóknarflokkurinn gekk til
þessa stjórnarsamstarfs til þess að
forða þjóðinni frá afleiðingum vax-
andi óðaverðbólgu og erlendum
skuldum. Þaö hefur tekist.
Við höfum sett okkur að koma
efnahagsmálum þjóðarinnar í viðun-
andi horf. Að því er ötullega unnið.
Við leggjum áherslu á nýja frani-
farasókn. Henni hefur verið hrint
kröftuglega af stað og lofar góðu.
Við höfum litið á þaö sem okkar
skyldu í stjórnarsamstarfinu aðstanda
vörð um jafnræði, öryggi og velferð.
Það hefur tekist, þrátt fyrir mjög
eríiða fjárhagsstöðu.
Ég hef stiklað á stóru og nefnt fyrst
og fremst ýniis stórmál, sem ráðherrar
Framsóknarflokksins liafa komið í
framkvæmd. Verkefnin eru hins vegar
mörg óleyst. Svo verður ætíð. Við
munum leggja áherslu á að þoka þeirn
á rétta leið.
Framsóknarflokkurinn er frjáls-
lyndur, umbótasinnaður flokkur, sem
er reiðubúinn til að horfast í augu við
breytta tíma, nýjar kröfur fólksins.
Við lítum jafnframt á það sem skyldu
okkar að leitast við að stýra breyting-
ununi þannig, að framtíðin og mann-
lífið verði fagurt og gott.
Ég þakka Framsóknarmönnum og
landsmönnum öllum liöið ár. Þjóðinni
óska ég þess, að friöur verði á nýju ári
og framfarasóknin öflug.