Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 E ins og glöggir lesendur Morgunblaðsins hafa tekið eftir þá hefur menningarumfjöllun í blaðinu breyst töluvert á síðustu mánuðum. Nú er ekki lengur sérstakur staður fyrir há- menningu og annar fyrir afþreyingarmenn- ingu heldur er öllu blandað saman, bæði aft- ast í blaðinu og í Lesbókinni. Breytingin var rökstudd í leiðara í júní sl. þar sem því var haldið var fram að skilin á milli hefðbundinnar menningar og dægurmenningar hafi smátt og smátt verið að fjara út í gegnum tíðina og hafi það verið að gerast á augljósan hátt í myndlist, tónlist, bók- menntum og öðrum menningargeirum undanfarna áratugi. Tónlistarheimurinn á Íslandi Í þessari grein mun ég reyna að svara því hvernig dvínandi mörk há- og lámenningar lýsi sér, hverjir séu kostirnir og gallarnir og hver framtíðin hugsanlega sé í menningar- málum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á tónlistarheiminn á Íslandi, enda hefur hann tekið umtalsverðum breytingum á síðustu ár- um. Minnkandi hlutur íslenskrar nútímatónlistar á komandi vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands vekur t.d. upp spurningar og þar sem hljómsveitin er ein af máttarstólpum íslensks tónlistarlífs er nauðsynlegt að fjalla um hana hér. Til að gera betur grein fyrir því hvað skörun lág- og há- menningar felur í sér, tel ég nauðsynlegt að flokka menn- ingu í sögulegu samhengi og mun ég styðjast við skilgrein- ingu Naremores og Brantlingers í inngangi bókarinnar Modernity and Mass Culture. Þar kemur fram hvernig minnkandi mörk há- og lágmenningar á rætur sínar að rekja til sögulegra þátta, sérstaklega iðnbyltingarinnar og tæknivæðingarinnar. Frá hámenningu til lágmenningar Flokkun menningar í há- og lágmenningu er ekki eins ein- föld og ætla mætti. Í venjulegum skilningi er hámenning sú tegund listar sem aðeins útvalin gáfumenni hafa smekk fyr- ir en lágmenning er listin sem fjöldinn sækir í. Hámenning er „æðri list„ en lágmenning afþreying. Lágmenning er stundum kölluð menning fjöldans, hún er það sem obbinn af hinum vestræna heimi á sameiginlegt. Vegna iðn- og tækni- væðingarinnar hafa há- og lágmenning þó skarast æ meir; mörg dæmi eru um að „æðri list“ hafi orðið að lágmenningu með tímanum. Lítum á örlög Toccötu & fúgu í d-moll fyrir orgel eftir Johann Sebastian Bach, sem upphaflega var háleit tónsmíð samin Guði til dýrðar og ætluð til flutnings í kirkju. Hún varð að kvikmyndatónlist fyrir Fantasíu Disneys og endaði sem GSM-hringing. Á verkið ennþá heima í hámenningunni eða er það núna aðeins hluti af afþreyingu samtímans? Er það hámenning þegar það er leikið á orgel en lágmenning þegar síminn hringir? Listinn yfir tónverk sem hafa fengið svipaða útreið er orðinn ærið langur. Almúginn og gáfufólkið Í gegnum tíðina hefur afþreyingarmenning verið fyrirlitin af elítu gáfufólks. Þar sem æðstu gildi eru tengd hinu ósýni- lega, þ.e. hugmyndum og hugmyndafræði, er hámenning talin athvarf þeirra er ekki aðeins vilja fullnægja frum- hvötum sínum heldur þrá líka samneyti við hið háleita. Elít- an sér hið ósýnilega, hún ber skynbragð á það sem almúg- inn skilur ekki. Almúginn sækist hins vegar eftir hinu efnislega og áþreifanlega; hann sér ekki annað. Hámenning er „list listarinnar vegna“ en lágmenning það sem framleitt er með hagnaðarvon í huga og lýtur fremur lögmálum markaðarins en listarinnar. Heraklítus hneykslaðist á fjöld- anum fimm öldum fyrir Krist og sagði hann ófæran um að meta „hið besta“ og vilja aðeins „hið venjulega“. Nietzsche var á svipuðum nótum löngu síðar. Sex menningarflokkar Þeir Naremore og Brantlinger skipta vestrænni menningu tuttugustu aldarinnar í sex meginflokka. Í fyrsta flokknum er svonefnd æðri list (High Art) sem á rætur sínar að rekja til hirðar og kirkju á tímum endurreisnarinnar. Í þessum flokki eru fagurbókmenntir nútímans, trúarlegar tónsmíðar sem gera kröfu til hlustandans, djúphugular bíómyndir um eðli og tilgang mannlegrar tilveru; list sem almennt talað ekki lýtur markaðslögmálum. Næsti flokkur er svokölluð nútímalist, eða módernismi. Módernisminn varð til úr fyrrnefnda flokknum þó að hann einkennist af einhverju leyti af gagnrýni á sum gildi æðri listar. Forvígismenn módernismans fyrirlitu borgaralega skynsemi og horfðu til tímans fyrir iðnvæðingu með eftirsjá. Þriðji flokkur þeirra Naremores og Brantlingers er fram- úrstefnan. Að sumu leyti skarast hún við módernismann; einn helsti munurinn er sá að framúrstefnulistamenn not- uðu oft ýmislegt úr heimi véla og verksmiðja, en fulltrúar módernismans fundu iðnbyltingunni flest til foráttu. Þjóðleg list er fjórði flokkurinn, en hún er frá því fyrir iðnvæðingu og tilheyrir aðallega bændum. Tónskáld sækja oft innblástur í þjóðlega list, þar á meðal þeir Béla Bartók og Jón Leifs. Fimmti flokkurinn er vinsæl list (Popular Art) og á hún ýmislegt sameiginlegt með þjóðlegri list. Sumpart er hún list fátæka fólksins og byggist á þjóðlegum grunni. Að sögn Michel de Certeau er hún „andspyrna gegn kúgun“, enda koma hér bæði djassinn og rokkið til sögunnar. Hugsanlega er Megas helsti fulltrúi þessarar andspyrnu á Íslandi. Vinsæl list skarast óhjákvæmilega við sjötta flokkinn, fjöldalist, sem byggist á grunni iðnvæðingarinnar og veltir milljörðum. Hollywood-myndirnar og poppstjörnurnar, MTV og tónlist á Netinu tilheyra þessum flokki. Sumir sjá í henni alræðislega tilburði, enda er óttinn við kúgun mark- aðslögmálanna og þá sem stjórna viðhorfum fjöldans lífseig- ur. Adorno og Horkheimer settu fram kenningu á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar um að endanleg, sorgleg afleið- ing menningariðnaðarins væri gervieinstaklingur, nokkurs konar zombí sem byggi ekki yfir sjálfstæðri hugsun. Ný- legra dæmi er íslenska fjölmiðlamálið og ótti ráðamanna við að Baugur stjórni almenningsálitinu í krafti ókeypis dag- blaðs. Naremore og Brantlinger segja að hægt sé að setja fyrstu þrjá flokkana á bás hámenningarinnar, en hinir til- heyri lágmenningunni. Þeir benda þó á að oft hafa mismun- andi flokkar skarast og því sé rétt að líta á þá sem við- miðun, ekki afgerandi tímabil í sögunni. Listræn stefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands Þegar rokkið kom fram á sjónarsviðið voru innan tónlist- argeirans tvær andstæðar fylkingar sem fyrirlitu hvor aðra. Núna eru mörkin ekki eins skýr, samvinna fulltrúa há- og lágmenningar er sífellt að verða algengari. Eitt besta dæm- ið um þetta er geisladiskur Ásgerðar Júníusdóttur söng- konu, Minn heimur og þinn, sem var tilnefndur til menning- arverðlauna DV árið 2002. Þar eru lög eftir konur úr hámenningargeira íslenskrar nútímatónlistar, og líka eftir Björk og nokkrar aðrar konur úr dægurlagaheiminum. Öll lögin eru útsett og sungin eins og um ljóðasöng sé að ræða; tónlist úr lágmenningargeiranum er sett í búning hámenn- ingarinnar og er útkoman sú að mörkin á milli heimanna tveggja fyrirfinnast varla. Miðað við þessa þróun skýtur listræn stefna Sinfón- íuhljómsveitar Íslands undanfarin ár skökku við. Þetta höf- uðtónlistarvígi hámenningar á Íslandi leggur æ meira upp úr því að hafa sígild, vinsæl verk sem flestir þekkja á efnis- skránni en að sama skapi verða íslenskar tónsmíðar, sér- staklega þær nýjustu, stöðugt fyrirferðarminni. Af þeim 28 tónleikum sem fyrirhugaðir eru í vetur (sumir þeirra verða endurteknir svo heildartalan er í raun hærri) innihalda að- eins átta þeirra íslensk tónverk. Þau eru ekki öll ný af nál- inni því meðal annars verða flutt verk eftir Jón Leifs og Árna Björnsson. Auk þess er Bláa tónleikaröðin horfin, en hún hefur nánast alltaf verið helguð samtímatónlist, bæði íslenskri og erlendri. Í staðinn er komin tónleikaröð sem nefnist Tónsprotinn og virðist hún innihalda ennþá meira léttmeti en Græn röð Vínartónleika, rokktónleika og annað í svipuðum dúr. Hér virðast mörkin á milli lágmenningar og hámenningar ekki vera að eyðast; hámenningin er einfald- lega að hverfa í skuggann á lágmenningunni. Er öll klassísk tónlist hámenning? Nauðsynlegt er að útskýra þetta nánar. Er ekki öll klassísk tónlist hámenning, sama hvort hún er eftir Brahms, Bartók eða Báru Grímsdóttur? Augljóst er að sígild tónlist er æðri list samkvæmt skilgreiningu Naremores og Brantlingers. Á sama tíma nálgast hún það stöðugt að verða list fjöldans. Klassískar útvarpsstöðvar eru reknar víða um heim og sí- gild tónlist er leikin í Hollywood-myndum. Nánast allir þekkja fyrsta píanókonsert Tchaikovskys, fimmtu sinfóníu Beethovens, Elviru Madigan-konsert Mozarts, Es-dúr nokt- úrnu Chopins, vögguvísu Brahms og Dónárvalsinn eftir Strauss. Vissulega eiga allir listflokkarnir það sameiginlegt að nýjasta tækni er notuð til að koma þeim á framfæri, en það sem hér um ræðir er meira en það. Hluti af heimi sí- gildrar tónlistar er fyrst og fremst iðnaður, fjöldafram- leiðsla fyrir hótel, flugstöðvar og risastórar útvarpsstöðvar er dæla þægilegri stemningu yfir þá sem hafa kveikt á við- tækinu. Auðvitað er ekki allt sem sent er frá klassískum útvarps- stöðum lyftutónlist, en þessir tveir menningarskikar skarast engu að síður ákaflega oft. Óneitanlega er lyftutónlist fjöldalist, og samkvæmt skilgreiningu Naremores og Brant- lingers heyrir fjöldalist undir lágmenningu, þó skilgreining þeirra sé einföldun eins og fram kom hér að ofan. Varasamt er því að flokka alla sígilda tónlist sem hámenningu. Hlutverk gagnvart íslenskri tónlist Ef við gefum okkur að allar þessar skilgreiningar eigi við rök að styðjast virðist Sinfóníuhljómsveit Íslands smátt og smátt vera að færa sig í átt að lágmenningunni. Það að ís- lenska nútímatónlistin sé stöðugt minna áberandi á vetr- ardagskránni og „skemmtileg tónlist“ sífellt veigameiri bendir til þess. Er það æskileg þróun? Við megum ekki gleyma að tón- listarmenningin er ein af forsendum þess að við getum kall- að okkur menningarþjóð. Þjóðlegi hluti íslenskrar tónlistar- menningar er það sem gefur henni sérstöðu og því er nauðsynlegt að hlúa að sérkennum íslenskrar tónlistar- menningar og hvetja til nýsköpunar. Sinfónían hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart íslenskri tónlist og eru þau skilgreind nákvæmlega í lögum nr. 36/1982, 2. gr.: „Starf Sinfóníuhljómsveitarinnar miði að því að auðga tón- menningu Íslendinga, efla áhuga og þekkingu á æðri tónlist og gefa landsmönnum kost á að njóta hennar, m.a. með tón- leikahaldi sem víðast um landið og með tónlistarflutningi í útvarp. Sérstaka áherslu ber að leggja á flutning og kynn- ingu íslenskrar tónlistar, utan lands sem innan, ef tilefni gefast.“ Sú þróun sem átt hefur sér stað undanfarið gengur þvert á þessa lagalegu skyldu Sinfóníunnar. Samt er hlutverk hljómsveitarinnar á þessum vettvangi gríðarlega mikilvægt og er það því skoðun mín að ný íslensk tónlist verði að vera stærri hluti af listrænum markmiðum Sinfóníunnar en verið hefur undanfarin ár. Skemmtunarmælikvarðinn má ekki vera allsráðandi, hljómsveitinni ber skylda til að gefa ís- lensku tónskáldunum ríkulegri tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri. Ég er þó á því að rétt hafi verið að fella Bláu tónleikaröðina niður; miðað við það breytta landslag í menningarlífi þjóðarinnar sem hér er til umræðu þá er ekki eðlilegt að taka eina tegund tónlistar og setja hana í af- markaðan bás. Meira vit væri í að blanda nýrri íslenskri tónlist saman við annað; þannig væri listræn stefna Sinfóní- unnar í samræmi við ríkjandi tíðaranda í listheiminum. Vissulega er þetta raunin nú þegar, en það er bara í svo litlum mæli að varla er hægt að tala um það. Athyglisvert er að bera geisladisk Ásgerðar Júníusdóttur saman við vetrardagskrá Sinfóníunnar. Hjá Sinfóníunni verða sérkenni íslenskrar tónlistarmenningar sífellt fátæk- legri, en Ásgerður er frumleg; hún birtir hlustandanum nýja sýn á íslenska tónlist. Hún styður íslenska tónlistar- menningu á meðan Sinfónían hamlar þróun hennar. Sam- kvæmt því má ætla að minnkandi mörk há- og lágmenn- ingar af hinu góða ef um er að ræða raunverulegan samruna þessara tveggja heima. Neikvæða hliðin birtist að- allega ef samruninn hefur ekki almennilega átt sér stað; ef Í efra og neðra Hvernig lýsa dvínandi mörk milli há- og lágmenningar sér? Hverjir eru gallar og kostir þess að mörkin þarna á milli eru að mást burt? Hér er sett fram sú hugmynd að minnkandi mörk há- og lágmenningar séu af hinu góða ef um er að ræða raunverulegan samruna þessara tveggja heima. Neikvæða hliðin birtist aðallega ef samruninn hefur ekki almennilega átt sér stað; ef hámenningunni hefur bara verið ýtt til hliðar og markaðshyggja heilalausrar afþreyingar tekið völdin. Starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er skoðuð í þessu ljósi. Eftir Jónas Sen sen@ismennt.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.