Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 E rt þetta þú,“ heyri ég innan úr stofu; – jú, þetta er hann, þessi hljómmikla, djúpa rödd, samt svo þýð og mjúk, hún er þarna ennþá, þrátt fyrir ótímabær veikindi. Það leynir sér ekki; þetta er röddin, sem svo margoft hefur hlýjað mér með lögum eins og Säf, säf, susa, Þei, þei og ró og Enn ertu fögur sem forðum – blíð og róm- antísk. Þessi rödd hefur líka kætt mig ómælt, eins og í Sixteen tons og Spretti – rytmísk, fjörug og full af húmor. Hún er dökk, og getur enn sett í mann hroll, – orðið enn myrkari, í hlutverki leigumorðingjans Sparafuciles í Rigoletto. Það er þessi hæfi- leikaríka rödd sem togar mig inn í stofuna: „Komdu sæll Krist- inn.“ „Komdu sæl, og blessuð fáðu þér sæti.“ Kristinn Hallsson fæddist 4. júní 1926 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hallur Þorleifsson skrifstofumaður og Guðrún Ágústsdóttir söngkona. Kristinn lauk versl- unarskólaprófi 1945, en það var tónlistin sem togaði í hann. Það var mikil músík á æskuheimili hans, og hann fékk tilsögn í söng. Hann var góð- ur söngvari; – það góður, að hann var valinn til að syngja í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins, Rigoletto, árið 1951. Eftir það lá leiðin beint til Lundúna í alvöru söngnám við Royal Academy of Music. Þaðan lauk hann prófum árið 1954. Eftir heimkomuna vann hann við skrifstofustörf, en kenndi jafnframt söng, og söng sjálfur. Kristinn Hallsson var í hópi brautryðjenda í sönglist okkar. Sumir brautryðjendanna kusu að starfa á erlendri grund og koma íslenskum söng á heimskortið, Kristinn var í hópi þeirra sem töldu að betra væri að beina kröftunum að þeirri uppbygg- ingu sem hér bar brýna nauðsyn til að sinna. Hann stóð þá plikt með miklum sóma. Fyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með úrvals- upptökum af söng Kristins gegnum tíðina. Þar er að finna allt það besta sem Kristinn afrekaði á starfsferlinum; líka plötuna góðu, uppáhaldsplötuna; þar sem Kristinn syngur með Árna Kristjánssyni píanóleikara. Það var einhver klaufabragur yfir plötuútgáfunni sjálfri á sínum tíma, umbúnaði og textum og illa að öðru en innviðunum staðið, en mikið lán að hún skuli hafa ver- ið sett á þennan geisladisk. Samstarf þeirra Kristins og Árna var einstaklega frjótt og fallegt og mér hefur alltaf fundist ís- lensk sönglist rísa þar í sitt æðsta veldi. Kristinn dvelur nú á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði; alveg merkilega bratt- ur eftir heilablóðfall sem dró úr honum mikinn mátt og lamaði að hluta. Á veggjunum minnir margt á sönginn, myndir af honum sjálfum; – þar á meðal teikningar eftir Halldór Pétursson og Önnu Asklund, sem Kristinn segir mér að sé dóttir Asklunds stórsöngvara við Stora Teatern í Gautaborg. Hann segir mér frá séra Bjarna Jónssyni biskupi, en hann var kvæntur Áslaugu móðursystur Kristins, og fjölskyldurnar bjuggu í sama húsi í Lækjargötu 12a. Þær systur, Áslaug og Guðrún, voru sérstaklega músíkelskar og hvert tækifæri sem gafst á stórum heimilum var notað til að syngja saman. Hallur faðir Kristins var líka góður söngmaður, og var einn af stofnendum Karlakórs KFUM, sem síðar varð að Fóstbræðrum. Hallur stjórnaði einnig söngflokknum Kátum fé- lögum. Kristinn segist hafa verið ofurvenjulegur strákur, en tónlistaráhuginn varð þó til þess, sem sennilega hefur þótt mjög sérstakt í þá daga; – að hann fékk að læra á selló í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Ásgeir bróðir hans lærði á fiðlu, og saman gátu þeir bræður spilað í tríói með móður sinni, sem var prýði- legur píanóleikari. Það var sjálfsagt og sjálfgefið að Kristinn færi ungur að syngja hjá pabba sínum í Kátum félögum, og fyrr en varði var hann farinn að syngja einsöng með þeim. Hann var þá enn innan við tvítugt. Kristinn fékk tilsögn í söng hjá Guðmundi Jónssyni, sem var sjálfur nýkominn heim úr námi, og hæfileikarnir leyndu sér ekki. Tæpast verður sagt að hann hafi verið orðinn hámennt- aður í sönglistinni þegar hann var beðinn að syngja einsöngs- bassahlutverkið í Sálumessu Mozarts, þegar hún var flutt á veg- um Tónlistarfélagsins í Reykjavík 1949, og í kjölfarið kom Sparafucile í Rigoletto. Þá fyrst var komið að því að fara að mennta sig af fullum krafti í sönglistinni í einum besta skóla sem þá var völ á. Og frá London lá leiðin heim. „Ég söng fimm tónleika hér eftir að ég kom heim, og Fritz Weisshappel spilaði með mér.“ Hvíldu væntingar Íslendinga þungt á þér; – var mikils af þér vænst, þegar þú varst orðinn svona forframaður? „Ég reikna nú með því, en ég bara spurði ekkert um það, og þó, auðvitað fann ég fyrir svolitlu álagi, en maður hugsaði ekkert um það; – bara að syngja.“ Hvarflaði það ekkert að þér fyrir alvöru að setjast að úti, þar sem söngmenningin var svo fjölbreytt og mikil? „Mér var boðið að syngja bæði í Covent Garden og í Saddlers Wells, en ég var bara svo óheppinn að ég fékk ekki atvinnuleyfi. Það eina sem hægt var að gera var að koma heim.“ Það hefur þá ekki hvarflað að þér að fara til Þýskalands eða Ameríku? „Elskan mín góða, ég fór til allra þessara landa og söng, en ekki til að fastráða mig. Rétt eftir að ég lauk náminu söng ég á Edinborgarhátíðinni, og fór þaðan til Þýskalands og svo til Norðurlandanna – þræddi þau tvisvar sinnum. Ég fór til Hol- lands, Frakklands og aftur til Englands, – það var alltaf einhver helvítis fart á manni. Nú svo fór ég nú í söngferðalag til Sov- étríkjanna með Láru Rafnsdóttur. Ég fékk tilboð frá hinum og þessum óperuhúsum, en ég sá að það þýddi ekkert fyrir mig að Í Helenu fögru í Þjóðleikhúsinu 1977. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Þá verður bara ekkert úr músíklífinu hérna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.