Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 | 9
myndafræði Strauss þegar Ronald Reagan talaði um Sovétríkin
sem heimsveldi hins illa og skoraði á Míkhaíl Gorbatsjov að „rífa
múrinn niður“. Hins vegar gekk opnun Nixons á Kína þvert á þess-
ar hugmyndir, svo dæmi sé tekið.
Í stjórn Bush eldra áttu þessar hugmyndir ekki upp á pallborðið.
Forsetinn sjálfur og samstarfsmenn á borð við Brent Scowcroft og
Colin Powell höfðu þar meira að segja en Dick Cheney. Þegar Bush
kom til valda og virtist að mestu leyti ætla að taka með sér í stjórn-
ina menn, sem höfðu setið í stjórn föður hans, töldu margir að það
boðaði framhald svipaðrar hugmyndafræði, en áttuðu sig ekki á því
að fulltrúar þeirrar hugmyndafræði, sem Bush eldri hafði fylgt,
voru ekki í þessum hópi.
Sú stefna, sem boðuð var eftir hryðjuverkin 11. september fyrir
þremur árum, var ekki mótuð til að bregðast við þeim. Árið 2000
sendi hópur, sem starfaði undir því háleita nafni Verkefni fyrir
bandarísku öldina (Project for the American Century), frá sér
skýrslu um þann sess, sem Bandaríkin ættu að skipa í heiminum.
Meðal þeirra, sem lögðu til efni í skýrsluna, eru margir, sem nú
gegna embættum í stjórn Bush, þeirra á meðal Wolfowitz, enda
virðist núverandi stefna byggð á þessari skýrslu. Þar er til dæmis
talað um að varpa fyrir róða gagneldflaugasáttmálanum og leggja
áherslu á hnattrænt eldflaugavarnarkerfi eins og gert hefur verið.
Þá segir í skýrslunni að til þess að hafa getu til þess að framfylgja
hagsmunum Bandaríkjamanna um allan heim þurfi að auka fram-
lög til varnarmála úr 3% af þjóðarframleiðslu í 3,8%, sem nú er orð-
in raunin. Þar er talað um að þróa verði lítil kjarnorkuvopn, sem
nota megi til að sprengja neðanjarðarbyrgi andstæðinga og stjórn-
in hyggst gera það þrátt fyrir viðvaranir um að með því fordæmi sé
verið að bjóða til nýs kjarnorkuvopnakapphlaups. Í skýrslunni er
meira að segja talað sérstaklega um Íran, Írak og Norður-Kóreu
sem viðsjárverð ríki, en Bush kallaði þau í ræðu öxulveldi hins illa.
Í bók sinni lýsir Mann uppgangi sexmenninganna. Fyrir nokkr-
um vikum skrifaði hann grein í dagblaðið The Financial Times, sem
kalla mætti nokkurs konar eftirmála við bókina. Þar bendir hann á
að í kjölfar þeirra erfiðleika, sem dunið hafa yfir í Írak, hafi sljákk-
að í eldguðum Bush, enda megi segja að stefna þeirra hafi beðið
skipbrot.
Stefna Bush undir smásjá
Margt veldur því að stefna Bush í utanríkismálum, aðgerðir
hans fyrir og eftir 11. september 2001 og innrásin í Írak eru nú
undir smásjánni. Í fyrsta lagi sögðu Bush og stuðningsmenn hans
að ráðast yrði gegn Írökum vegna þess að þeir byggju yfir gereyð-
ingarvopnum. Hvernig ætlast þeir til að þeir verði teknir alvarlega
næst þegar haldið verður fram að bráð hætta steðji að? Í öðru lagi
hefur allt gengið á afturfótunum í Írak eftir að Saddam Hussein
var steypt af stóli. Bush gagnrýndi fyrir síðustu kosningar hug-
myndir um að byggja upp þjóðir, sérstaklega þegar verkefnið er
opið í báða enda. Nú hefur hann skuldbundið Bandaríkjaher í Írak
og útgönguleiðin er ekki í augsýn. Í þriðja lagi var það siðferðislegt
áfall þegar upp komst um pyntingarnar í Írak, sem stjórnin reyndi
í fyrstu að kenna um nokkrum skemmdum eplum, en nú er ljóst að
voru það víðtækar og kerfisbundnar að ljóst er að slíkar skýringar
halda ekki vatni. Þær aðferðir, sem beitt hefur verið í Abu Ghraib-
fangelsinu og víðar, bera ekki vitni þeirri hugmyndafræði siðferðis
yfirburðanna, sem áðurnefndur Leo Strauss boðaði. Í fjórða lagi
hefur verið farið vandlega ofan í saumana á upplýsingaöflun fyrir
11. september 2001 og svo virðist, sem upplýsingarnar hafi verið
fyrir hendi, en ekki hafi verið brugðist við þeim. Fyrir stuttu sendi
11. september nefndin svokallaða frá sér skýrslu um þessi mál og
þar kemur margt athyglisvert fram. Í nefndinni sátu bæði repúbl-
ikanar og demókratar, sem þurftu að vinna saman. Fyrir vikið
fjallar skýrslan ekki um það hvar ábyrgðin liggi á mistökum, sem
kunni að hafa orðið, en af frásögninni, sem er mjög rækileg og
dramatísk á köflum, má draga ýmsar ályktanir. Þar segir meðal
annars að George Tenet, yfirmaður CIA, hafi sagt nefndinni að
„logað hafi rauð viðvörunarljós á kerfinu“ allt sumarið 2001 og
embættismenn um allan heim hafi verið á varðbergi vegna óttans
við hryðjuverk. Bent er á tíu tilvik bæði í tíð Clintons og Bush þar
sem vísbendingar voru ekki nýttar. Það er auðvelt að vera vitur eft-
ir á, en eftir skýrslunni að dæma voru vísbendingar einfaldlega
virtar að vettugi, hvar sem sökin liggur.
Í allri umræðu í Bandaríkjunum er ógn hryðjuverka skammt
undan. Stjórnvöld hafa verið iðin við að vara við yfirvofandi hryðju-
verkum og í vikunni gekk Dick Cheney svo langt að gefa til kynna
að það byði hættunni á hryðjuverkum heim að kjósa Kerry forseta.
Samkvæmt skoðanakönnunum segist bandarískur almenningur
hafa komist yfir 11. september. Þegar spurt er hvað valdi mestum
áhyggjum setja flestir starfsöryggi í fyrsta sæti og að geta borgað
reikningana í annað sæti. Fjórðungur kveðst hafa áhyggjur af
hryðjuverkum, en aðeins helmingur þeirra segir að sá ótti hafi
áhrif á hvernig þeir lifi lífi sínu. Ekki er hins vegar enn séð fyrir
endann á afleiðingum hryðjuverkanna 11. september 2001. Bush
notaði það andrúmsloft, sem þau sköpuðu, til að hrinda í fram-
kvæmd hugmyndum sínum og samstarfsmanna sinna um hlutverk
Bandaríkjanna í heiminum. Það er til dæmis ólíklegt að Bush hefði
getað látið til skarar skríða í Írak undir öðrum kringumstæðum.
Úrslit kosninganna 2. nóvember munu einnig snúast um viðbún-
aðinn eftir 11. september. Það verður kosið í skugga hryðjuverk-
anna.
AP
hryðjuverkanna 11. september 2001. Bush notaði það andrúmsloft, sem þau sköpuðu, til að hrinda í framkvæmd hugmyndum sínum og samstarfsmanna sinna um hlutverk Bandaríkjanna í heiminum. Það er til
öðrum kringumstæðum.“ Hér lýsir Bush yfir endalokum stríðsins í Írak um borð í flugmóðurskipinu USS Abraham Lincoln 1. maí 2003. Á borðanum fyrir ofan hann stendur „Takmarkinu náð“.