Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Blaðsíða 1
A passíusunnudegi er hæf! að hringja klukkum og Qólublált er litur dymbilvikunnar í kaþólskum sið. l ifital við Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup um kirkjusiði kaþólskra og sögu þeirra liér á lanfli eitir siðaskipti. UM J>ESSAR mundir er rétt ^ liðin frá því að kaþólskt trú- hófst hér á landi í iyi-sta sinn oftir siðaskiptin. Þó er vart hægt JÖ segja, að það hai'i beinzt að ís- e»dingum fyrst í stað, enda var ler þá ekki trúfrelsi, og fólk mátti játa nema eina trú — mót- lTlíslendatrú. Fyrst voru það tveir franskir prestai’, Bernard og Beau- — einnig kallaður Baldvin, ~~~ sem hingað komu, og dvöldu ')pir bæði á Seyðisfirði og Grund- arfirði, auk Reykjavíkur, og var fer« þeirra gerð hingað vegna franskra sjómanna, sem þá voru ^ii'-ið hér við land. íslendingum Var liinsvegar stranglega bannaö idusta á mál hinna kaþólsku hresta, því að trúfrelsi var þá ekki •'nn í Jög leitt, en það var ekki fyiT en með stjórnarskrá Krist- íans konungs IX, árið 1874. Á síðustu tugum aldarinnar v°ru þó kaþólskir þrestar hér á etð alltaf öðru hvoru, bæði V'ahskir, þý?kir, hollenzkir og ánskir, en fæstir dvöldust nerna skanuna hríð í senn, og var því ekki um neinn sldpulegan söfnuð raeða fvrr en upp úr aldamót- um. Jóiiannes Gunnarsson Ilólabiskup. Fyrstu íslendingarnir, sem vit- að er um, að tekið hafi kaþólska trú eftir siðaskiptin, voru þeir Óiafur Gunnlaugsson, síðar rit- stjóri í París, sem kunnur er úr Dægradvöl Gröndals; Gunnar Ein- arsson frá Ncsi, faðir Jóhannes- ar Gunnarssonar núvei’andi Hóla- biskups, og séra Jón Sveinsson (Nonni), en þeir fóru saman til Danmerkur árið 1870 í boði ka- þólska trúboðsins, og áttu að fara í kaþólskan skóla í Frakklandi. Báðir tepptust þeir þó í Kaup- mannahöfn vegna styrjaldar, sem þá geysaði milli Frakka og Þjóð- veria og komust þeir í kynni við kaþólska. sóttu fvrirlestra og mess ur, og tóku kaþólska trú af fús- um og frjálsum vilja. Eftir árs- dvöl í Danmorku kallaði faðir Gunnars, Einar Ásmundsson í Nesi. I>ann hr-im, með því að óvíst var. hversu lengi hann yrði að bíða bvrjar til Frakklands. vegna styrj- aldarinnar, en séra Jón Sveinsson varð eftir, hélt áfram námi, gekk í reglu Jesúíta og tók prestvígslu. Var hann íyrsti íslenzki kaþólski presturinn eftir siðaskipti. En séra Jón Sveinsson starfaði aldrei hér heima sem kaþólskur prestur, en bæði í Frakklandi, Þýzkalandi og Hollandi. En eins og kunnugt er helgaði hann $ig æ meir ritstörf- um eftir því sem á æfina leið, og varð heimsfrægur rithöfundur. Mun kaþólska kirkjan minnast hundrað ára afmælis séra Jóns

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.