Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Side 12
252
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
IvH. OSI’LRGAAHD:
Spcnnandi ástarsaga. Nr. 10.
VESTURFARINN OG MALARA DOTTIRIN
Bara að Anton heíði nú ekki
verið farinn! . . . Að vísu myndi
hún enn geta sent bréfið á eftir
honum, en Niels mundi áreiðan-
lega ekki eyða eftirmiðdeginum í
slíkt ferðalag.
Nei, það gerir hann áreiðanlega
ekki. Ég vildi að hamingjan gæfi,
að allt færi vel fyrir veslings bróð
ur mínum!
Þessar hugsanir varð hún að
láta sér nægja, en Niels Tliybo
fékk hádegisverð sinn ekki á rétt-
um tíma þennan dag.
t
XXIII. KAFLI.
Á MORÐINGJAVEIÐUM.
Danabvggðin fyrir vestan er eitt
hið friðsælasta umhverfi, sem mað
ur getur hugsað sér. Hún er langt
í burtu frá aðalverzlunarborgun-
um, en er þó sjálfstæð heild. Þarna
er kirkjan miðstöð mannamóta,
annars una flestir við sín störf og
þurfa ekki að leita sér dægrastytt-
inga í öðru en vinnunni. Samkomu
lag fólksins er gott, því fáir verða
til þess að valda missættum. All-
ir eru nægjusamir með sinn hlut,
þó er aldrei útilokað að unnt sé
að finna einhverja tilbreytingu og
upplýftingu.
A þessum stað þekkir maður
ekki hið tilbreytingaríka líf Ama-
ríku. Maður lifir og hrærist í sinni
eigin atvinnu eins og maður sé
fæddur aðeins til að vinna. Skyldu
sína við þjóðmálin gerir maður
með því að lesa blöðin það vel,
að maður geti myndað sér póli-
tíska skoðun.
Þannig er hið daglega líf. En
beri það til að grunsamlegir menn
komi í nýbyggðina' frá framandi
stöðum, ef til vill persónur, sem
um árabil hafa haldið sér uppi á
ránum og grimmdarverkum, og
eru á stöðugum flótta undan lög-
reglunni; já, beri það til að slíka
menn beri að garði, er uppi fótur
og fit í byggðinni.
Og einmitt þannig atburður er
það í Elk—Horni í dag, sem komið
hefur fólkinu úr jafnvægi.
Á milli Andubon og Kimbalton,
þar sem nú er breiður þjóðvegur,
voru þá aðeins reiðgötur, sem erf-
itt var að komast með hestvagna
um. Þarna riðu nú tveir menn
mjög geyst, en stönzuðu við og við
og litu við, eins og þeir ættu von
á eftirför. Svo slóu þeir í hestana
á ný og reyndu að koma þeim eins
hratt og þeir gátu. Þeir höfðu
komið auga á vagn, sem veitti
þeim eftirför og nú riðu þeir eins
og þeir ættu lífið að leysa.
Við Kimbalton voru nokkrir
menn við brúarsmíði og voru að
leggja planka yfir ána á brúar-
stæðið.
— Flýtið ykkur að láta fleiri
planka yfir, svo að við komumst
yfir! skipuðu komumenn og ann-
ar þeirra hampaði byssu sinni.
— Það verður nú ekki gert á
einum degi að byggja brú! var
svarið. sem þeir fengu.
Þá stukku komumenn af liest-
unum, teymdu þá niður að fljót-
innu og pískuðu þá, þar til þeir
fóru út í.‘
Og eftir stundarkorn voru menn
irnir komnir yfir og háldu ferðinni
hratt áfram til Elk-Hornskógar-
ins.
Brúargerðarmönnum þótti þess-
ir náungar grunsamlegir og veittu
þeim eftiríör. Á sama tíma bar
þarna að vegn með lögreglumönn
um og rétt á eftir kom lítill vagn
með hvíturn hesti fyrir.
Jes Lange var að spenna fi'á
vagni sínum til þess að fá sér há-
degisverðarbitann, þegar Iiann sá
hina tvo reiðmenn þeysa framhjá
og vagnana, sem veittu þeim eft-
irför spölkorn á eftir. ,,Þarna höf-
um við þá!“ hrópaði hann. „Lof-
ið mér að vera með“. Og á svip-
stundu var hann búinn að gleyma
hádegisverðinum sínum og orð-
inn þátttakandi í eltingarleiknum
að skóginum.
Hinir tveir reiðmenn voru eng-
ir aðrir en Bill Refur og Rándýi’s-
klóin. Frá því, aö þeir flýðu úr
Hartingdalnum, höfðu þeir fyrst
stundað hest.aþjófnaði, en þegar
þeim fannst það ekki nægilega
arðbært gerðu þeir tilraun til
bankaráns, en voru þá handtekn-
ir. Síðan sátu þeir í fangelsi um
hríð. en tókst loks að flýja þaðan,
og síðan, hafa þeir verið á eilífum
flótta undan réttvísinni og hafa
jafnan stolið hestum til að flýja
á. Hestunum, sem þeir riðu nú á,
höfðu þeir stolið frá bónda nokkr-
um við Andubon, 'og nú voru vesa-
lings klárarnir komnir að sprungi-
— Flýttu þér að fá klár-trimt-
una til að standa upp aítur, Rán-
dýrskló, hrópaði Bill Refur óþol-
inmóður. — Pikkaðu svolítið i
hann með hnífsoddinum þínum,
grasazninn þinn!
— Það þýðir ekkert, hann er aö
drepast, svaraði veitingamaðurinn
frá ,,Ljónagryfjunni“ og horfði
örvæntingarfullur til norðausturs,
þar sem Anton Arden ók á hraðri
ferð í vagni sínum og lögreglu-
þjónar skammt á eftir í öðriun