Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Qupperneq 16

Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Qupperneq 16
256 SUNNUDAGSBLAÐIÐ UM KJÓLA. Franski tízkukóngurinn Chistian Dior hefur mælt þannig um kvenkjólana: — Þeir verða að vera það þröngir, að maður geti séð vaxtarlag konunnar, og það víðir, að maður full- vissist um, að sú sem kjól inn ber sé raunverulega kvenleg. —o— ÓVÆNTUR FENGUR. Þjófur nokkur í París mun hafa orðið meira en htið undrandi, er hann stal þar nýlega kofforti einu miklu. Hann hafði hnuplað því af bíl í borg- arhlutanum Mntmatre, en innihald þess var ekki fatnaður, eins og hann mun hafa búizt við, held- ur fjögurra metra lifandi kyrkisianga. Gangverð kyrkislangna er talið vera 27 000 frankar pr. metra, svo að þessi l'jögurra metra langa slanga hef- ur verið hvorki meira né minna en 108 000 franka virði. —o— SÚRKÁL UPPRUNNIÐ í KÍNA. Þessi staðhæfing mun sjálfsagt vekja furðu margra Þjóðverja, að súr- kálið, eða „Sauerkraut“ eins og þeir nefna það, sé ldnversk uppfynding. Því er sem sagt haldið fram, að súrkálið sé upprunnið í Kína um það bil 300 ár- um fyrir Krist, meðan hinn kínverski múr var bvggður, en ýmsir tartara flokkar hafi síðan flutt það með sér til Evrópu, og varð það sérstaklega vinsmll réttur í Þýzka- landi. —o— AT T T FÍtl.I, I T.JTTFAI.Ön. Kona ein 57 ára, Ann Gauchen að nafni hafði sótt um skilnað við mann sinn. og var mál þeirra komið fvrir skiinaðarrétt- inn í Chicago. Meðal á- k^ruatriða frúarinnar var að maður sinn talaði sí- fellt unn úr svefninum. og vmri þá alllaf aðmefna einhvería kvenmenn. svo sem ,.Mary“, ,,Edit:h“, ,,Helen“. ,,Barbara“ og „I.eonora'. En dae einn kom hún brosandi út und ir ,evru til réttarins og dró ákmru sína til baka, og sagði, að í nótt hefði mað- ur sinn talað upp úr svefn inum og sagt ,,Ann“. EINKAFLUGVÉL. Þegar líður fram á sumarið mun koma á marlcaðinn í Amerflcu þrýstiloftsknúin flugvél, sem einkum er ætluð sem einkaflugvél. Flugvélin er fyrir tvo, en til þess að fljúga á henni þarf sömu hæfni og við flug venju- legra þrýstiloftsflugvéla, en hún mun vera hlutfalls lega miklu ódýrari í rekstri, en stærri vélarn- ar. Samkvæmt skýrslum eru nú um 20 þúsund ein- staklingar, verzlunar- menn og aðrir, sem eiga sér einkaflugvél í Ame- ríku. INDVERJAR FÁ RAFMAGN. Byggður hefur verið mikill stíflugarður í á einni í Indlandi, og hefur stíflugerð þessi nýlega verið vígð af Nehru for- sætisráðherra. Þessi stífla mun skapa raforku fyrir um það bil eina milljón Indverja í norðvestur hluta Indlands. Stíflan þjónar einnig þeim til- gangi að takmarka vatns- rennsli árinnar, þannig að komið verður í veg fyrir hin miklu flóð, sem stund um hafa myndazt í henni, og valdið hungursneyð og böli í héruðum þeim, senr orðið hafa fyrir flóðunum- Hin nýja orkustöð, sem þarna verður byggð mun framleiða rafmágn til margháttaðrar iðnaðar- starfsemi, meðal annars til stórrar alumíníumverk smiðju. Áætlað er að orku verið verði fullbyggt árið 1960, og framleiði ?30 þús. kw. --0-- STÖÐUG FÓLKS- FJÖLGUN. Árið 1955 fjölgaði íbúá' tölu jarðar upp í 2691 mid jón, og var það 172 miii' jóna aukning frá því árið 1051, og hefur það verið reiknað út að íbúafjölgun jarðarinnar hafi verið úm 1,7 prósent árlega að með altali. SUNNUDAGSBLABI0 ÓTGEFANDI: Sunnudagsblaðið h.f. RTTSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson, Stórholti 17. Sími 6151. Box 1127. AFGRETDSLA: Hverfisgötu 8—10. Simi 4905. Lausasöluverð kr. 5.00. Ársfjórðitngsgjald kr. 60. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.