Morgunblaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 8
800 7000 - siminn.is Spennandi Nýjungar • VGA myndavél með 4x stafrænum aðdrætti (Zoom) og ljóskastara • Getur tekið upp hreyfimyndir í stærðunum eða 174 x 144 punktar • 65.535 lita TFT skjár, með 176x220 punkta upplausn • 42 MB innra minni • 1 Megapixel myndavél með 4x stafrænum aðdrætti (Zoom) • Getur tekið upp hreyfimyndir í stærðunum 128 x96 eða 174 x 144 punktar • 65.535 lita TFT skjár, með 176x208 punkta upplausn • 8 MB innra minni 64 MB minniskort fylgir Sony Ericsson K700 NOKIA 7610 Léttkaupsútborgun og 3.000 kr. á mán. í 12 mán 1.980 Léttkaupsútborgun og 3.000 kr. á mán. í 12 mán 18.980 Verð 37.980 kr. Verð 54.980 kr. -  - %      ' 42O ,!       7 ."    "   / - )4 <4 4 ()  4 "/8/ () O)) 8)7)4 M4 () 08   &O)))J ()   , N = ) I 5O0 "/0 )0L 7) *!DH*E *BCH !%H** *E HD .%%H!+ %!*HCD BDHC. *,.DEHBB *DBH*D Q*HB P.H. Q%HD Q H+ Q.HC P!H% QEHD Q H% Q!HD +*,  , *EED R *!!! +*!! +!!! .E!! .B!! .D!! .C!! .%!! . !! 8       9      42O  ' ()) 0O :   (4 & 7  &4/ "/0,  (         6  2 1& 2 5 2  : " )           ) 0    0 89 484 0/02, 3 4         M@ *% ;(> ( ' "? @   ( ( (    (     (          Metin falla hvert af öðruþegar ÚrvalsvísitalaKauphallarinnar erannars vegar. Í byrjun vikunnar fór vísitalan yfir 3.000 stigin og ekkert lát virðist á hækkunum þeim sem orðið hafa á markaðnum síðustu misserin. Síðustu tólf mánuði hefur vísi- talan meira en tvöfaldast, en er innstæða fyrir þessari miklu hækkun eða er hún bara bóla sem mun springa með háum hvelli? Þessari spurningu er vitaskuld ekki hægt að svara með nokkurri vissu fyrr en eftir á og það er ekki heldur nema takmarkað gagn í því nýjasta sem greining- ardeildir bankanna hafa sagt um hlutabréfaverðið, því að þeim ber ekki alls kostar saman. Greiningardeild Landsbankans segir í umfjöllun sinni frá því í síðasta mánuði um markaðinn að hann sé hátt verðlagður, en bjartsýni ríki og fátt bendi til verð- lækkunar í bráð. Mánuður er frá því þetta var ritað og á þeim tíma hefur markaður- inn hækkað um 7%. Greiningardeild KB banka segir í greiningu sinni frá því í síðustu viku að ekki megi búast við þeirri ávöxtun sem ver- ið hafi til langframa og menn þurfa varla að vera mjög spá- mannlega vaxnir til að treysta sér til að taka undir þau orð. Greiningardeildinni þykir hluta- bréfaverð í Kauphöllinni hátt, en þó sé ekki gefið að það lækki á næstunni. Þetta er svipað afstöðu greiningardeildar Landsbankans. Við nokkuð annan tón kveður hjá greiningardeild Íslands- banka, sem gaf út rit um hluta- bréfamarkaðinn í síðustu viku. Greiningardeild Íslandsbanka virðist vera bjartsýnni en grein- ingardeild hinna tveggja bank- anna. Íslandsbanki spáir 10–12% hækkun Úrvalsvísitölunnar á næstu sex mánuðum og 20–25% hækkun næsta árið. Þó taka Ís- landsbankamenn fram að ákveðin hætta sé á „verðleiðréttingu“ – sem er notalegt orðalag yfir lækkun hlutabréfa – en þeir telja hana ólíklega. Eitt er sérstaklega umhugsun- arvert við hækkun íslenskra hlutabréfa að undanförnu, og það er sú staðreynd að hluti hækk- unarinnar stafar af hækkun hlutabréfanna á markaðnum. Ýmis fyrirtæki, sérstaklega bankar, fjárfestingarfélög og tryggingafélög, eiga stóra hluti í öðrum fyrirtækjum. Þegar gengi þessara fyrirtækja hækkar eykst verðmæti þeirra fyrirtækja sem í þeim eiga og þar með hækkar gengi þeirra að öðru óbreyttu. Þetta getur svo gengið í hringi þar sem ein hækkun skýrist af annarri og markaðurinn skrúfast jafnt og þétt upp á við. Þetta á vafalítið sinn þátt í að vísitölur fjármála- og trygginga annars vegar og fjárfestingarfélaga hins vegar hafa báðar hækkað um- fram meðaltalshækkun vísitöl- unnar frá áramótum. Eins og grein- ingardeild Ís- landsbanka bendir á veldur hækkun hluta- bréfaverðs því að þeir sem hafa keypt hlutabréf með lántöku eru ekki jafnskuld- settir og áður, sem er jákvæð þróun. Greiningardeildin bendir jafnframt á að þetta gefi ákveðnum fjárfestum færi á að auka við skuldsett hlutabréfa- kaup sín, en telur að frekar muni draga úr slíkum kaupum á næst- unni. Skuldsett hlutabréfakaup ganga vel upp þegar markaður- inn er á uppleið, en hann getur skrúfast niður eins og upp og þá þýða skuldsett kaup oft að selja þarf bréfin hratt til að standa undir skuldum og það getur vald- ið erfiðleikum. Þó að engu verði spáð hér um hvaða stefnu markaðurinn mun taka á næstunni er hætta á að ef ákveðin fyrirtæki taka að lækka muni hann skrúfast niður, rétt eins og hann hefur skrúfast upp. Færi svo væri hyggilegt að hafa ekki aukið við skuldsettu kaupin. Hlutabréfaskrúfan Innherji skrifar innherji@mbl.is ’… þar sem einhækkun skýrist af annarri og markaður- inn skrúfast jafnt og þétt upp á við.‘ Þ eim vinum og samstarfs- mönnum Kristínar Pét- ursdóttur sem blaðamað- ur leitaði til bar öllum saman um að hún væri eldklár og einstök keppnismanneskja. Hún kannast við að hafa mikið keppn- isskap og metnað, og segist enda hafa stundað íþróttir af kappi frá því í æsku. Hún iðkaði knattspyrnu, var um árabil landsliðskona í handbolta og segist nú vera á kafi í golfi, auk þess sem hún hafi mjög gaman af lax- veiði og stundi skíði og snjóbretti. Kristín nam þjóðhagfræði í Há- skóla Íslands og lauk síðan masters- gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Við- skiptaháskólanum í Bergen. Að námi loknu starfaði hún um skeið sem sér- fræðingur hjá Statoil í Noregi, sneri aftur til Íslands og vann sem verð- bréfamiðlari hjá Íslandsbanka og deildarstjóri hjá Skeljungi áður en hún hóf störf hjá Kaupþingi árið 1997. Stöðugt nýjar áskoranir „Kaupþing hefur náttúrlega stækk- að og breyst gríðarlega mikið á þess- um sjö árum frá því ég byrjaði þar, en þá voru starfsmennirnir aðeins um 50,“ segir Kristín. „Ég byrjaði sem gjaldeyris- og afleiðumiðlari, en varð framkvæmdastjóri fjárstýringar árið 1999 og hef gegnt því starfi síðan. Þá voru 4–5 starfsmenn í deildinni, en nú telur hún 23 starfsmenn og efnahags- reikningurinn er náttúrlega margfalt stærri. Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna hjá fyrirtæki í svona örum vexti og taka þátt í þess- ari uppbyggingu. Starfið er mjög fjöl- breytt, það eru stöðugt ný verkefni að takast á við, stöðugt nýjar áskoranir. Ég þrífst mjög vel í þess háttar um- hverfi og þetta hefur því verið mjög áhugaverður tími,“ segir Kristín. Sem framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar KB banka sér Kristín um alla fjármögnun bankans á markaði. Und- ir deild hennar falla einnig lausafjár- stýring bankans, gjaldeyrisviðskipti og afleiðuviðskipti, jafnt við aðra banka og viðskiptavini. Samstarfsmenn Kristínar segja að það sé afar gott að vinna með henni, hún sé fljót að átta sig á hlutunum og taka ákvarðanir. Hún sé snörp og gjörn á að finna skemmtilegar lausnir. „Kristín er mjög mikil keppnismann- eskja, sem gerir það að verkum að hún leysir verk sín hratt og örugglega af hendi og á þann máta að hún er iðu- lega í fyrsta sæti.“ Kona sem þekkt hefur Kristínu lengi í gegnum nám, störf og tóm- stundir segir að hún sé mikill húm- oristi og taki sjálfa sig alls ekki alvar- lega, sem sé mikilvægur kostur þegar fólk er komið í slíka stöðu. Hún eigi gott með að aðlagast fólki og aðstæð- um og hafi gott innsæi. Keppnisíþróttir góður skóli Spurð hvort hún telji að reynslan af keppnisíþróttum komi henni vel í því starfi sem hún sinnir í dag segist Kristín sannfærð um að svo sé. Og hún tekur undir að keppnisíþróttir séu vel til þess fallnar að efla ungar konur til metorða í atvinnulífinu. „Ég held að það skýri að einhverju leyti ákveðinn kynjamun að strákarnir eru oft meira og minna aldir upp við að vera í keppni, en það er ekki eins rík- ur þáttur í uppvexti stúlkna. Ég er ekki í vafa um að keppnisíþróttir séu gríðarlega góður skóli fyrir lífið á all- an máta.“ Auk golfsins, laxveiða og skíðaiðk- unar kveðst Kristín vera dugleg að hlaupa og stunda líkamsrækt, enda skipti það gríðarlega miklu máli fyrir fólk í störfum þar sem álag er mikið að halda sér í formi. „Það skilar sér margfalt til baka.“ Vinir og samstarfsmenn Kristínar segja að ásamt keppnisskapinu séu þrautseigja og dugnaður einkennandi fyrir hana. Hún geri allt vel sem hún taki sér fyrir hendur og gefist ekki upp. Ef benda ætti á einhverja galla væru þeir helst hinir sömu og kost- irnir, það er að segja að keppnisskap- ið gæti á stundum orðið full mikið. Kristín viðurkennir að hún vilji sjá hlutina gerast hratt og geti verið óþolinmóð. „Það er sennilega bæði kostur og galli,“ jánkar hún. Vinir Kristínar segja hana traustan og skemmtilegan félaga. „Það er óhætt að segja að það sé alltaf mikið líf í kringum hana.“ Kristín segir að ferðalög tengd vinnunni hafi aukist mikið eftir því sem bankinn hefur vaxið og meirihluti starfseminnar er orðinn erlendis. Það geti í senn verið spennandi og lýjandi. „Það er ákaflega skemmtilegt að vera í þessum erlendu viðskiptasambönd- um, en getur verið erfitt að vera burtu frá fjölskyldunni og heimilinu lang- tímum saman.“ Eiginmaður Kristínar er Jón Sig- urðsson kerfisfræðingur og eiga þau tvö börn, Sonju tólf ára og Sindra níu ára. Spurð hvort fjölskyldan fái eitt- hvert frí saman í sumar segir Kristín að þau hafi verið í fríi hér innanlands og til standi að fara í veiði. „Undan- farin ár höfum við kosið að vera á Ís- landi á sumrin. Við kunnum betur og betur að meta íslensku náttúruna og ferðalög innanlands, og hér er sum- arið náttúrlega besti tími ársins. Þá reynum við að fara í útilegur og veiði- ferðir og eiga stundir á golfvellinum. Krakkarnir eru á kafi í fótbolta og eru að æfa og keppa. Við höfum svo reynt að nýta aðra árstíma en sumarið til utanlandsferða,“ segir Kristín og bætir við að íþróttir séu sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. Með mikið keppnisskap Morgunblaðið/Jim Smart Mikil íþróttakona Krístin telur að reynslan af keppnisíþróttum komi sér vel. SVIPMYND Kristín Pétursdóttir er framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá KB banka og forfallinn golfari. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir bregður upp svipmynd af Kristínu. adalheidur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.