Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ GYLFI Þ. GÍSLASON Gylfa Þ. Gíslasonar, vinar- og sam- úðarkveðjur. Sömu kveðjur sendum við börnum þeirra hjóna, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum ættingj- um hans og nánum vinum. Björk og Sighvatur Björgvinsson. Minningarbrot um Gylfa Þ. Gísla- son leita á mig þar sem ég hugsa til hans á leið á fund erlendis. Þau minningarbrot eru fjölbreytt enda maðurinn ákaflega fjölhæfur, leiftrandi greindur hugsuður, lista- maður og framúrskarandi stjórn- málamaður sem alltaf sá Ísland í sam- hengi við umheiminn og var opinn fyrir menningarstraumum og áhrif- um sem koma máttu landi og þjóð að gagni. Ég man eftir meitluðum setning- um, einstökum framfaramálum og jafnvel fallegu lögunum hans, þótt seint verði ég talinn séfræðingur í tónlist. Þegar ég tók sæti á Alþingi fyrir þrjátíu árum var ég ekki ókunnugur Gylfa Þ. Gíslasyni. Kynni okkar hóf- ust sem samkennarar við viðskipta- deild Háskóla Íslands. Gylfi var þar fremstur; einstakur kennari og fræði- maður. Hann var sískrifandi og gaf út fjölda fræðirita. Umhyggja hans fyrir nemendum var mikil og hann bætti við mörgum tímum sem hann ekki fékk greitt fyrir til að undirbúa þá sem best. Kennsla hans var lífleg og nutu gáf- ur hans og fjölbreytt lífsreynsla til fulls við kennsluna og dugði það vega- nesti mörgum nemendum vel og lengi. Stundum fannst mér kapp hans við kennslu jafnvel vera fullmikið, því stundum bætti hann við efni sem við hinir vorum að kenna og sýndi það ástríður hans og dugnað vel. Á Alþingi naut hann mikillar virð- ingar. Þrátt fyrir veika stöðu Alþýðu- flokksins á Alþingi 1974 var mikil samstaða um hann sem forseta þings- ins á hátíðarþinginu í tengslum við ell- efu hundrað ára afmæli Íslands- byggðar það ár. Forysta hans þar sýndi mikinn metnað, stórhug og um- hyggju fyrir landi og þjóð. Þekking hans á þjóðlífinu, hvort sem var á sviði atvinnumála, efnahagsmála, menn- ingar og lista naut sín vel í samskipt- um við innlenda og erlenda gesti Al- þingis. Hann var lengi í forystu á vettvangi Norðurlandaráðs þar sem hann naut mikillar virðingar og vinsælda. Í vina- hópi var hann hrókur alls fagnaðar, naut þess að segja frá og spila á píanó. Glaðværð hans og hæfileikar hrifu okkur hin með. Gylfa verður fyrst og síðast minnst fyrir framlag hans til íslenskra stjórn- mála. Sem menntamálaráðherra markaði hann merk spor í íslensku skólakerfi og ekki hafði hann síður heillavænleg áhrif á íslenska menn- ingu. sem hann hafði ávallt í hávegum enda var hér allt saman komið í einum manni; fræðimaður, listamaður og stjórnmálamaður. Í stjórnmálum var Gylfi alþjóða- sinni í bestu merkingu þess orðs. Ís- land í samfélagi þjóðanna og sú sýn að velsæld okkar væri best tryggð í nánu samstarfi við aðrar þjóðir og með því að deila kjörum og ákvörðunum um sameiginlega hagsmuni með þeim var honum hugleikið. Hann hafði sýn til framtíðar sem var í senn djörf og raunsæ og ekki almenn á þeim tím- um. Við kveðjum nú einn eftirminnileg- asta stjórnmálamann síðari tíma. Hann var stundum umdeildur sem er einkenni manna sem skilja mikið eftir sig en enginn getur dregið í efa þann mikla árangur sem hann skilur eftir sig á sviði efnahagsmála, frjálsra við- skipta, alþjóðamála, skólamála og ís- lenskrar menningar. Ég vil fyrir hönd Framsóknarflokksins þakka sameig- inlega vegferð, ekki síst ljúfmennsku og drengskapar sem hann sýndi í garð „andstæðinga“ í stjórnmálum. Framkoma hans gæti verið mörgum til eftirbreytni og gagns. Við Sigurjóna sendum Guðrúnu og öðrum aðstandendum samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni og sárum missi. Halldór Ásgrímsson. Gylfi Þ. Gíslason var brautryðjandi nútímalegra stjórnarhátta á Íslandi og alla tíð eindreginn talsmaður opins þjóðfélags og frjálsra viðskipta. Hann skildi flestum betur að þá vegnar Ís- lendingum best er þeir taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, að á sjálf- stæði þjóða reynir fyrst í samskiptum við aðrar þjóðir, en ekki við einangr- un. Gylfa verður lengi minnst sem for- ystumanns í viðreisnarstjórninni sem olli straumhvörfum í íslenskum efna- hagsmálum við upphaf sjöunda ára- tugar liðinnar aldar. Viðreisnar- stjórnin var við völd frá 1959 til 1971 og beitti sér í upphafi fyrir kerfis- breytingu í hagstjórn sem rykkti ís- lensku hagkerfi upp úr fari haftabú- skapar og millifærslna er rekja mátti til kreppuáranna á fjórða tug aldar- innar. Viðreisnarstjórnin felldi að mestu niður gjaldeyrisskömmtun og höft á innflutningi vöru. Hún lagði um leið niður flókið kerfi innflutnings- gjalda og útflutningsbóta sem hafði að miklu leyti rofið samhengi erlends markaðsverðs og innlends verðlags. Gengisskráning krónunnar var ein- földuð og leiðrétt og gengið fellt. Þessar róttæku ráðstafanir færðu ís- lensk efnahagsmál nær þeirri skipan sem þá var algengust í Vestur-Evr- ópu og lögðu grunn að hagvaxtar- skeiði með vaxandi útflutningi sjáv- arafurða og upphafi stóriðju. Jafnframt var hafinn undirbúningur að samningum við markaðsbandalög- in tvö í Evrópu, Efnahagsbandalagið, sem þá hét svo, og Efta, Fríverslunar- samtök Evrópu. Aðild Íslands að Efta 1970 var mikilvægur áfangi í átt til frí- verslunar. Í þessu starfi var Gylfi Þ. Gíslason í fararbroddi sem viðskipta- ráðherra allan sjöunda áratuginn og fram á hinn áttunda. Ég var svo lán- samur að starfa að ýmsum verkefnum fyrir Gylfa Þ. Gíslason í ráðherratíð hans, bæði á sviði efnahags- og við- skiptamála og menntamála. Mér er sérstaklega minnisstæður undirbún- ingur fyrir umfjöllun Alþingis um að- ildarsamninginn að Efta. Umræður um hann, bæði utan þings og innan, höfðu að mestu snúist um áhyggjur manna af erfiðleikum innlends iðnað- ar vegna lækkandi verndartolla í kjöl- far aðildar. Gylfi sá af glöggskyggni sinni að hin hlið málsins, nýir mögu- leikar útflutnings vegna greiðari að- gangs að erlendum mörkuðum, hafði verið vanmetin í umræðum og kynn- ingu málsins. Hann fól því starfshópi, sem ég tók þátt í, að semja skýrslu um Efta og eflingu útflutnings til þess að leggja fyrir þingið. Þetta jákvæða við- horf var dæmigert fyrir Gylfa og ein- kenndi öll verk hans. Betri samstarfs- mann en hann er ekki unnt að hugsa sér. Víðtæk menntun Gylfa og háskóla- ferill var á sviði hagfræða og nafn hans mjög tengt efnahagsstefnu við- reisnarstjórnarinnar og eflingu markaðsbúskapar.Honum var samt vel ljóst að þótt markaðurinn sé þarf- ur þjónn er hann stundum afleitur húsbóndi. Hagkerfið verður jafnan að skoða sem hluta af stærri samfélags- heild þar sem menntun og menning gegnir mikilvægu hlutverki og velferð styðst í senn við samhjálp og sjálfs- björg og myndar umgjörð um þjóð- lífið. Þessi viðhorf mótuðu allt stjórn- málastarf Gylfa Þ. Gíslasonar, og hann talaði fyrir þeim af ákefð og ein- lægni. Gylfi var menntamálaráðherra samfleytt í hálfan annan áratug, 1956–1971. Á þessum tíma beitti hann sér fyrir margháttuðum framförum á sviði mennta og menningarstarfs. Hann var í senn fjölgáfaður og gagn- menntaður maður og því vel til þess fallinn að hafa forystu í menntamál- um. Málefni Háskóla Íslands voru honum hugleikin. Á síðustu ráðherra- árum sínum vann hann mjög að því að endurskipuleggja fjármál skólans og að auka fjölbreytni í háskólastarfi með stofnun nýrra námsbrauta. Hann fól mér nokkur verkefni á þessu breytingaskeiði, meðal annars við undirbúning fjárlagagerðar fyrir há- skólann og samningu nýrra reglu- gerða um starfsemi háskóladeilda og nýrra námsbrauta. Mér er í fersku minni áhugi hans og hugkvæmni við undirbúning þinglegrar meðferðar á málefnum háskólans því að hann vildi veg hans sem mestan. Á hörpu Gylfa Þ. Gíslasonar voru margir strengir. Listalíf í landinu, ekki síst tónlistarlífið, á honum mikið að þakka. Hann studdi dyggilega starf tónlistarskólanna og kom á skipulagi fyrir þá með hæfilegri blöndu opinbers stuðnings og fram- lags frá einkaaðilum. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og tónlistarflutningur í landinu yfirleitt átti í honum traustan stuðningsmann. Þegar Gylfi lét af þingmennsku ár- ið 1974 hvarf hann aftur að háskóla- kennslu og rannsóknum. Hann hófst þá handa á nýju og mikilvægu sviði hagfræðinnar, auðlindahagfræði, einkum fiskihagfræði, og lét að sér kveða á þeim vettvangi síðustu starfs- árin. Við áttum á þeim árum mörg samtöl um stjórn fiskveiða og auð- lindaskatt sem hagstjórnartæki. Það varð hlutskipti mitt sem við- skiptaráðherra við lok níunda og upp- haf tíunda áratugar aldarinnar sem leið að taka upp þráðinn í breytingum til frjálsræðis á fjármagnsmarkaði og í gjaldeyrisviðskiptum. Það var mér mikilvægt að eiga Gylfa að til skrafs og ráðagerða í þessum efnum. Á heimili hans og konu hans, Guðrúnar Vilmundardóttur, var gott að koma. Ég hef í þessum línum rifjað upp örfá atvik og þætti sem það var gæfa mín að fá að kynnast í fjölbreyttu og umfangsmiklu stjórnmála- og fræða- starfi Gylfa Þ. Gíslasonar. Mér er þó enn hugstæðari vinsemd hans og góð- girni og óþreytandi áhugi á því að bæta íslenskt samfélag. Hans verður minnst sem tímamótamanns í ís- lensku þjóðlífi. Ég kveð hann með virðingu og þakklæti og votta fjöl- skyldu hans samúð. Guð blessi minningu Gylfa Þ. Gísla- sonar. Jón Sigurðsson. Gylfi lifði einstaklega fjölbreytilega og langa ævi og honum auðnaðist að eiga mikinn þátt í því að líf meðborg- aranna varð betra. Allir Íslendingar vita við hvern er átt þegar rætt er um Gylfa. Fáir landsmenn fá slíkan sess meðal þjóðar sinnar að þekkjast á for- nafni sínu áratugum eftir að þeir hættu störfum. Gylfi var fyrst og fremst fyrir aðra. Þess vegna var hann jafnaðarmaður, kennari, listamaður og fjölskyldufað- ir. Hann skildi betur en aðrir hvernig hægt er að miðla umhyggju. Hann var alþjóðlegur menntamaður og hann var einn örfárra stjórnmála- manna sem gat hafið sig yfir dægur- þras og sett fram hugsjónir þannig að þær voru fólki skýrar í áratugi. Þegar Gylfi kom aftur í viðskipta- og hagfræðideildina eftir áratuga fer- il í stjórnmálum sem ráðherra var hann fyrstur til að nota glærur og dreifa þeim til nemenda löngu áður en það varð almennt í skólanum. Þegar ég kom að viðskipta- og hagfræði- deildinni, einmitt í stöðu Gylfa, leitaði ég ráða hjá honum við kennsluna eins og ég hafði gert svo oft fyrr og síðar í stjórnmálunum. Aldrei brást ráðgjöf Gylfa. Gylfi var leiftrandi kennari og umhugað um nemendur. Einu sinni gaf hann mér handrit um listamenn, sem löngu seinna kom út á bók, og þar fjallaði hann af nærfærni um sam- ferðamenn sína. Hann hallmælti ekki fólki þótt hann kynni vel að takast á í brýnum. Ég átti því láni að fagna að starfa með Gylfa í Alþýðuflokknum þótt hann væri þá að mestu búinn að draga sig í hlé. Hann hringdi stundum í mig, allt fram á dánarárið, og miðlaði hug- myndum um eitthvert snjallræði í pólitíkinni eða til að fjalla um eitthvað sem sneri að skólanum og deildinni. Hann var alltaf vakandi fyrir sínu um- hverfi og vænna þótt mér um símtöl Gylfa en annarra manna. Við í við- skipta- og hagfræðideild missum mik- ið þegar Gylfi hverfur og nú eru þeir báðnir farnir Gylfi og Ólafur, menn- irnir sem breyttu allri viðskipta- og hagfræðimenntun á Íslandi og veittu nýjustu þekkingu fræðanna inn í stjórnmálin þótt þeir væru hvor í sín- um flokknum. Þegar ég var ungur maður í Þýska- landi við nám kom Gylfi til Þýska- lands og flutti erindi um land og þjóð. Mikið vorum við ungu Íslendingarnir stoltir þegar okkar maður töfraði alla upp úr skónum og erindin voru sam- stundis gefin út. Slíkur var kraftur hans í húmanísku umhverfi Mið-Evr- ópu. Hann var húmanisti fram í fing- urgóma og afsprengi aldargamals há- skólasamfélags. Því gleymir enginn sem upplifði hvernig hann gat skipt milli íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku í sömu ræðunni og allt reiprennandi. Við höfum ekki átt slík- an stjórnmálamann síðan. Gylfi skrifaði mikið og hafði rit- leiknina frá föður sínum, Þorsteini Gíslasyni ritstjóra, og hún gekk í arf til sonanna þar sem við bættust sál- argáfur Guðrúnar, Vilmundar og Kristínar úr móðurætt drengjanna. Enn er Þorsteinn einn beittasti penni landsins, Vilmundur lét samfélagið nötra í áraraðir og Þorvaldur kryfur samfélagið æ vægðarlausar eins og háttur fjölskyldunnar er. Gylfi, Guðrún og fjölskyldur þeirra eru einstaklega vandað fólk. Ég starf- aði með Vilmundi á sínum tíma í Al- þýðuflokknum og Bandalagi jafnað- armanna og aldrei hef ég unnið með meiri stjórnmálamanni fyrr eða síðar og nú tveimur áratugum seinna er Þorvaldur einn minn helsti samstarfs- maður. Ég var stundum að reyna að fá Gylfa til að taka þátt í atburðum deildarinnar þegar ég var deildarfor- seti en það vildi hann ekki. Hann vildi seinni árin ekki lengur taka þátt í op- inberum atburðum og að þessu við- horfi, eins og öðru í fari Gylfa, er að- eins hægt að dáðst. Með Gylfa er genginn síðasti mað- urinn af kynslóð stjórnmálamanna og fræðimanna sem mótuðu þjóðfélagið upp úr miðri síðustu öld. Hann sam- einaði margt í sínu starfi og lífi og hans verður minnst sem stjórnmála- manns og kennara en umfram allt sem manns sem vildi meðborgurum sínum vel. Ágúst Einarsson. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Fáir munu hafa uppfyllt þessi kjör- orð Jónasar með svo fullkomnum hætti sem Gylfi Þ. Gíslason, sem nú er kvaddur að loknum löngum lífsferli leitar að sannindum og lífsgildum, ekki aðeins í eigin heldur enn frekar í almanna þágu. Ungur mun hann hafa einsett sér að skynja og skilja veröld- ina og mannlífið til almennrar leið- sagnar um samfélag sitt, án þess að fórna ljúfri lífsfyllingu mannsins, sem gæði og gildi á heildina litið miðast við. Og hvílík eggjun hins harða heims, sem hann fæddist til á fyrri stríðsárunum, var í nábýli við á kreppuskeiði námsáranna og tókst á við fulltíða maður á síðari stríðsárun- um. Við upphaf kynna minna af þjóð- málum rétt fyrir stríð tók Gylfi, ótrú- lega ungur og kjarkaður, að tala til þjóðarinnar skýrri röddu skynsem- innar, en með djúpum undirtón sið- gæðis og samvisku. Hann tókst á við það tröllvaxna verkefni að verja þjóð- ina fyrir pólitísku ofstæki, sem herj- aði á hana frá tveimur hliðum, leiða hana til skilnings á aðgreiningu hlut- lægra staðreynda og huglægs gildis- mats, sem væri á frjálsu valdi manns- andans til góðviljaðra aðgerða, gagnstætt nauðhyggju vélrænnar þróunar, sem reynt var að halda að fólki. Frá þessum boðskap var braut- in greið til að takast á við æ stærri fræðileg og þjóðmálaleg viðfangsefni. Ætíð reis hann til jafns við tilefnin og sleppti engu tækifæri til að túlka stöðu mannsins í samtíðinni og þjóð- arinnar í umheiminum, og varð þann- ig leiftrandi andríkur ræðumaður og listrænn túlkandi að auki. Á þessum ferli skárust brautir okk- ar snemma þá er hann kenndi bók- færslu í M.R. og hafa síðan legið sam- an með ýmsum frávikum um sex áratugi. Sem mótandi Viðskipta- fræðadeildar Háskólans færði hann mér og fjölda hliðstæðra færi á að Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands afhendir Gunnari Gunnarssyni rithöfundi fálkaorðuna. Með þeim á myndinni eru Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. Menntamálaráðherrar fyrr og nú stilla sér upp fyrir ljósmyndarann. Frá vinstri: Eysteinn Jónsson, Ragnhildur Helgadóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Vil- hjálmur Hjálmarsson og Sverrir Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.