Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 9

Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 9 undirfataverslun, Síðumúla 3, sími 553 7355. 20-50% afsláttur Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Útsölulok 15% aukaafsláttur við kassa laugardaginn 11. september Undirföt • Sundföt • Náttföt Flís- og bómullargallar í úrvali Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Glæsilegur fatnaður frá Str. 42-60 Vorum að fá fallega 114,8 fm sér- hæð auk 29,4 fm bílskúrs á þess- um vinsæla stað í hlíðunum, 3-4 svefnherbergi og stór stofa, bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf, afar fallegur garður, ekki láta þessa eign fara fram hjá þér því að svona eign stoppar ekki lengi við. Nánari upplýsingar veitir Kristberg í síma 892-1931/ 595-9000 eða kristberg@holl.is Skaftahlíð sérhæð Sími 595 9000 NÝ TT ÆÐRI menntastofnanir á háskóla- stigi, og aukið samstarf þeirra í milli, gegna lykilhlutverki í uppbyggingu Evrópusvæðisins á komandi árum. Mikilvægt er að rödd háskólanna heyrist á vettvangi þeirra sem taka ákvarðanir. Þetta kom m.a. fram í máli dr. Eric Froment, forseta Sam- taka evrópskra háskóla (European Association of Universities, EUA) sem hélt opinn fyrirlestur í boði rekt- ors Háskóla Íslands í síðustu viku, undir yfirskriftinni Háskólar á Evr- ópusvæðinu og uppbygging Evrópu. Froment fjallaði m.a. um mikil- vægi rannsókna á æðra skólastigi og vísaði í máli sínu til markmiðs Evr- ópuráðsins sem sett var í Barcelona árið 2002, um að fjárframlög til rann- sókna og nýsköpunar í Evrópu skuli ná því marki að vera 3% af vergri þjóðarframleiðslu árið 2010. Þar af er gert ráð fyrir að 2/3 hlutar komi úr einkageiranum en opinber stuðning- ur standi undir þriðjungi. Í fyrirlestri sínum fjallaði Fro- ment um helstu markmið samtak- anna sem m.a. felast í samræmingu háskólastarfseminnar á evrópska há- skólasvæðinu og ræddi um stöðu, hlutverk og framtíð háskóla og há- skólarannsókna og hvaða tækifæri og hindranir væru framundan. Hann gerði grein fyrir markmiði hinnar svonefndu Bologna-yfirlýs- ingar til ársins 2010 og sagði engan vafa leika á að Bologna-ferlið, svo- nefnda, gerði æðri menntastofnunum auðveldar fyrir að ná athygli stjórn- valda í Evrópu varðandi þýðingu háskólastarfs- ins fyrir framtíð Evr- ópubúa. Grunnrannsóknir undirstaða háskólastarfs Sagði hann ótvíræða þörf fyrir sterkar há- skólastofnanir í Evrópu og að áhersla á grunn- rannsóknir væri ein af mikilvægum undirstöð- um háskólastarfsins. Gerði hann grein fyr- ir svonefndu Bologna- ferli eða samstarfi á sviði æðri menntunar í Evrópu, sem byggist á yfirlýsingu 29 ríkja, þ.m.t. Íslands, um aukið samstarf á sviði æðri menntunar í Evrópu. Er markmiðið að Evrópa verði eitt samfellt svæði fyrir æðri menntun og rannsóknir ár- ið 2010. Ein meginhindrunin í framþróun þessa ferils væri þó að enginn einn aðili hefði í dag forystu um að leiða þetta starf, það væri há- skólanna sjálfra og Samtaka evr- ópskra háskóla að vinna saman að markmiðunum í samstarfi við stjórn- völd. Samtök evrópskra háskóla voru stofnuð árið 2001 og hefur HÍ verið í samtökunum frá stofnun þeirra. Há- skólastofnanir sem hafa réttindi til að veita doktorsgráður geta átt aðild að samtökunum og er meðlimafjöld- inn í dag talsvert á áttunda hund- raðið í 45 löndum um alla Evrópu. Fram kom í máli Froments að samstarf háskólanna á vettvangi EUA og verkefni sam- takanna væru þegar farin að hafa mikil áhrif á þróun og gæði æðri menntunar í evrópsk- um háskólum. Samtök- in væru m.a. vettvang- ur þar sem gæfist kostur á samráði og við að koma sameiginlegri afstöðu og sýn háskóla á svæðinu á framfæri við stjórnvöld og veita upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer á evr- ópska háskólasvæðinu. Afla þyrfti aukins skilnings á mikilvægi rann- sókna sem undirstöðu í starfi háskóla og styrkja stöðu þeirra gagnvart um- heiminum. Finna þyrfti hinn gullna meðalveg á milli samkeppni og sam- vinnu á sviði kennslu og rannsókna í háskólunum. Háskólar á evrópska háskólasvæðinu hafa að sögn hans þýðingarmiklu hlutverki að gegna við framþróunina í Evrópu. Vísaði hann í því sambandi á að í drögum að stjórnarskrá Evrópusambandsins væri m.a. viðurkennt hlutverk Evr- ópsks rannsóknasvæðis (European Research Area). Mikilvægt væri að áframhaldandi uppbygging þess nyti stuðnings stjórnvalda, ekki síst vegna tækifæra til að leggja stund á grunnrannsóknir. Dr. Eric Froment, forseti Evrópusamtaka háskóla Æðri menntun í lykilhlut- verki í uppbyggingu Evrópu Dr. Eric Froment VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. verður einn af helstu samstarfs- aðilum Þjóðminjasafns Íslands næstu þrjú árin. Margrét Hall- grímsdóttir, þjóðminjavörður og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, undirrituðu samning þess efnis á dögunum. 15 milljóna styrkur á þremur árum VÍS mun greiða safninu 5 millj- ónir króna á ári, alls 15 milljónir króna, á samningstímabilinu. Gert er ráð fyrir að fjármununum verði einkum varið til undirbúnings margmiðlunarefnis fyrir grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins um sögu Ís- lands frá landnámi til nútíma sem ber heitið Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár. Samstarf VÍS og safnsins verður í nafni Framfarasjóðs Þjóðminja- safns Íslands sem VÍS stofnaði ásamt Landsvirkjun, Bakkavör Group og KB banka. Markmið sjóðsins er að styrkja ímynd safns- ins, afla fjár og ráðstafa því í sam- ræmi við tillögur Þjóðminjasafns- ins. Morgunblaðið/Kristinn Styrkur VÍS mun styðja við verkefni á sviði margmiðlunarfræðslu. VÍS styður Þjóðminja- safnið Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.