Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 19
Áhuga Vals Ásmundssonar á skóm ogvönduðum fatnaði má ugglaust rekja tilföður hans Ásmundar Jónssonar bak-
arameistara, sem ávallt vakti athygli fyrir
snyrtimennsku, fallega skó og að vera „flottur í
tauinu“. Svo „flottur“ að Valur minnist þess að
kostgangari hjá ömmu hans hafi íhugað að ger-
ast bakari eins hann og eignast fín föt.
„Þegar ég var krakki þá komu hingað skór á
stríðsárunum til Óla H. í verslun Einars Þor-
gilssonar & co., sem kostuðu 82 krónur,“ segir
Valur. „Þetta voru fyrstu skórnir sem ég man
eftir að hafa suðað um að eignast. Skórnir voru
hvítir einlitir, með munstri ekki ósvipuðu tvílit-
um golfskóm, sem ég eignaðist seinna. Ég suð-
aði um skóna og fékk skókaupmanninn í lið með
mér. „Farðu bara með þetta heim og segðu
pabba þínum að hann geti fengið að borga þetta
í tvennu lagi.“ Pabbi hló og borgaði og ég fékk
skóna.“
Valur á sautján pör af skóm sem hann notar
til skiptis og að auki á hann fjögur pör í stærð
40–41 sem honum hafa verið gefin af fólki sem
veit að hann safnar skóm. Elstu skórnir, sem
hann notar stundum enn, eru 22 ára gamlir,
keyptir árið 1982, en elstu skórnir sem hann
gengur á dags daglega eru fjórtán ára og sér
ekki á þeim. „Ég geng mikið og hjóla og er þá í
gönguskónum nema þegar ég á leið til Reykja-
víkur – þá er ég auðvitað í fínum skóm,“ segir
hann.
Þetta áttu að muna, drengur
„Hermann Guðmundsson, íþróttafrömuður
og formaður Hlífar í mörg ár, spurði mig einu
sinn eftir að hafa frétt af áhuga mínum á skóm:
„Á hvaða árgangi ertu nú?“ Ég sagðist ekki
muna það. „Þetta áttu að muna, drengur.“ Eftir
þetta tók ég mig til einn daginn og merkti skóna
við hælinn með dagsetningu sem sýndi hvenær
ég keypti þá,“ segir Valur en hann heldur til
haga göflunum eða endahliðinni á skókössunum
og merkir inn hvenær þeir voru keyptir og hvað
þeir kostuðu. „Næst þegar ég hitti Hermann og
hann spurði á hvaða árgangi ég væri þá lyfti ég
upp skónum og sýndi honum: „Þú getur lesið
það hérna.“ Svona getur ýmis della verið.“
Uppáhaldsskórnir
Valur á sér uppáhaldsskó, sem eru
tékkneskir handsaumaðir Bata-skór,
framleiddir árið 1938.
„Þetta eru langfallegustu skórnir
sem ég á. Handsaumaðir og gott
að pússa þá,“ segir hann, um leið
og hann strýkur yfir glamp-
andi leðrið. „En það er langt
síðan ég hætti að nota þá. Skórnir voru keyptir
hjá Einari Þorgeirssyni og co. og voru óvenju-
lega dýrir, kostuðu rúmar 93 krónur. Þeir eru
númer 42½ E eða sérstaklega mjóir, enda er ég
með grannan fót. Ég eignaðist þessa skó rétt
eftir stríð en þannig var að vinur minn sem
sigldi á Tröllafossi keypti fyrir mig mokkasíur
með dúski árið 1952. Pabbi varð svo hrifinn af
þeim af því að það þurfti ekki að reima þá og
hann var svo ráðríkur að hann tók þá af mér og
lét mig fá þessa handsaumuðu Bata-skó í stað-
inn. „Þetta eru flottir skór, þú mátt eiga þá,“
sagði hann. Ég var ekkert ánægður með það en
það þýddi ekkert að tala við hann. Seinna klippti
hann dúskana af mokkasíunum. Það skildi ég
aldrei.“
Valur dregur fram handbækur og verðlista
yfir skó og bendir á Loake-skó frá samnefndri
verksmiðju sem stofnuð var árið 1880 og heitir í
höfuðið á breskum heimspekingi. „Ég hef átt
ein sex pör af svona Loake-skóm,“ segir hann.
„Þeir voru á góðu verði og það var rosalega
gaman að bursta þá. Það spurði mig kona um
daginn hvort ég áttaði mig á því að Hafnfirð-
ingar litu niður á mig. „Nú af hverju?“ „Jú, til að
full- vissa sig um að þú sért alltaf í ný-
burstuðum skóm.““
LLoyd-skór voru lengi í
uppáhaldi hjá Val enda entust
skórnir vel sem hann keypti
hjá Herradeild P.Ó.
fyrir 1.580 krónur. „Ég
var búinn að eiga þá í
23 ár en var svo
óheppinn að þeir
rifnuðu aðeins
við tána og skósmiðurinn sem gerði við þá sagð-
ist ekki ábyrgjast hvað viðgerðin dygði vel. Í
gegnum tíðina var ég búinn að láta sóla þá
þrisvar en aldrei látið hæla þá. Ég tímdi ekki að
eyðileggja rauða LLoyds-merkið undir hæln-
um. Seinna frétti ég reyndar frá kaupmönn-
unum í P.Ó. að þar hefði verið hægt að fá hæla
með merkinu. Þessir skór eru núna komnir í
glerkassa á LLoyds-safninu í Þýskalandi en ég
fékk nýja skó frá þeim í staðinn.“
Skóhlífar fást ekki lengur
Það er ekki nóg að eiga góða skó,
það verður að fara vel með þá, og
til að hlífa þeim í bleytu tekur
Valur fram skóhlífar. „Skó-
hlífar fást ekki lengur en
þessar hafa enst vel,“ segir
hann og dregur fram skóhlíf-
ar með göddum undir sól-
unum sem hann notar í hálku
og slabbi. „Þetta eru tékkneskar
skóhlífar sem ég fékk hjá Gísla Ferdinandssyni
um haustið 1986. Þær voru fluttar inn frá Sví-
þjóð og ég hef heyrt að sænska ríkið hafi látið
setja gadda á sólana. Ég er því á styrk frá
sænska ríkinu þegar ég er á þeim. Þær eru al-
veg ómissandi í hálku. Á þeim kemst ég allra
minna ferða.“
Valur dregur fram forláta bomsur sem hann
segist hafa fundið uppi á lofti hjá Einari Þor-
geirssyni og fengið fyrir lítið. „Ég á aðrar eins,
sem ég hef notað síðan ég fékk þær hjá Skó-
verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar í Banka-
stræti, rétt eftir stríð, svona 1948 eða 1949. Ég
stóð í biðröð sem náði upp á horn þar sem nú er
Sólon Íslandus. Þetta var á skömmtunartím-
anum og menn fengu eitt par. Ég átti að fá skó
fyrir bróður minn en þegar kom að mér voru all-
ir skór búnir og ég fékk þessar bomsur í stað-
inn. Þær eru eiginlega búnar að vera, rennilás-
inn slitinn en ég gæti sennilega bjargað honum
með því að bera á hann kertavax.“
Góðir skór eru mjúkir
Valur fylgist að sjálfsögðu vel með vöruúrval-
inu í skóbúðunum, bæði hér heima og eins á
ferðum sínum erlendis. Hann er fróður um allt
sem viðkemur skóm og segir að verulegur mun-
ur sé á gæðum sem boðið er upp á í dag. „Skórn-
ir eru ekki eins mjúkir að ganga á og áður og
ekki eins vandaðir. Góðir skór eru mjúkir,
sniðnir niðri við ökklann og liggja vel að fæt-
inum. Stífir skór og harðir í leistann eru vondir.
Ég skoða alltaf skóna vel, frágang og annað, og
máta ekki nema mér lítist vel á þá. Ég er kom-
inn með allt of mikið af skóm en hef samt verið
að máta ljósa skó sem myndu fara vel við tein-
óttu fötin,“ segir hann þegar spurt er hvort
hann muni bæta í safnið.
SKÓR | Valur Ásmundsson dagsetur skótauið sitt
Morgunblaðið/ÞÖK
Umhirða: Það er ekki sama hvernig farið er með skó og
Valur Ásmundsson skósafnari segist alltaf reyna nýjan
skóáburð áður en hann ber á skóna.
Sumir safna frímerkjum,
aðrir gömlum spilum eða
kortum en Valur Ásmunds-
son, fyrrverandi bæjargjald-
keri í Hafnarfirði, safnar
skóm. Kristín Gunnars-
dóttir hitti Val, skoðaði safn-
ið og fékk heilræði.
DAGLEGT LÍF
Á sautján pör af skóm
Flottir: Lengst til vinstri eru enskir
Fxeldin-skór númer 41 E, sem kostuðu
57,80 kr. Í miðjunni eru bandarískir
Johnsonian-skór númer 40 E og þeir
kostuðu 49,60 kr. og loks Haverhill
Footwer frá árunum 1942 eða 43 en
þeir kostuðu 672 kr.
Vandaðir: Brúnu Bata-
skórnir frá 1938 eru í
miklu uppáhaldi hjá
Vali enda þótti eng-
inn maður með
mönnum austan hafs
eða vestan nema
hann ætti handsaum-
aða Bata-skó.
Sjaldséðar: Bomsurnar
góðu frá Einari Þorgeirs-
syni. Þær eru eins og
bomsurnar sem Val-
ur notar enn og
eru frá Lárusi G.
Lúðvíkssyni rétt
eftir stríð.
Morgunblaðið/ÓmarHentugar: Sænsku skóhlíf-
arnar með göddum hafa séð til
þess að Valur kemst allra sinna
ferða í hálku og slabbi án þess
að eyðileggja skóna.
Ekki maka miklum skóáburði á skóna.
Bera lítið á en oftar og hreinsa af allan
skóáburð sem safnast á skóna.
Alltaf að reyna skóáburðinn fyrst á
hversdagsskónum áður en spariskórnir
eru burstaðir.
Þegar leðursólar fara að hvítna þá er
gott að strjúka yfir sólana með sand-
pappír og bera á fernisolíu, leggja skóna á
hliðina og láta olíuna þorna í sólarhring.
Þegar olían er borin á í þriðja sinn og
dropar myndast þá má ekki fara í skóna í
þrjá daga. Næst þegar sólinn hvítnar næg-
ir að bera olíuna einu sinni á.
Fernisolían varnar því að skórinn blotni.
Brúna, gula og rauða skó má laga með
því að nudda upp úr blöndu af terpentínu
með örlítilli mjólk út í.
Skór særa síður ef sokkurinn er nudd-
aður upp úr sápu þar sem særinda er von.
Gyllta og silfurlitaða kvenskó má hreinsa
með því að nudda yfir þá með hjartarsalti.
Snjáða rúskinnsskó má nudda með fín-
gerðri stálull. Ef þeir eru settir yfir gufu
verða þeir sem nýir. Þegar rúskinnið er
farið að glansa á tánum, og rúskinnsburst-
inn dugar ekki, er ágætt að fara yfir blett-
inn með sandpappír.
Lakkskór springa ekki ef þeir eru troðnir
út með silkipappír og vaselín borið á þá.
Lakkskó má laga með því að nudda yfir
þá með mjúkum klút, vættum í terpentínu.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 19
Henson peysur í úrvali
Garðatorgi 3 210 Garðabæ s: 565-6550
Hafnarstræti 106 Akureyri s: 462-5000
Að pússa skó