Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 23
kvöldverðar í Perlunni í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn og Viktoríu krónprinsessu til Íslands hófst í gær í roki og rigningu Morgunblaðið/Golli g Viktoría krónprinsessa komu til Bessastaða í hífandi roki og rigningu í gær. Morgunblaðið/Þorkell sa og íslensku forsetahjónin skoð- dir leiðsögn þjóðminjavarðar. Silvía Svíadrottningheimsótti BarnaspítalaHringsins í gær þar sem hún ásamt forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, kynnti sér starfsemi hans. Drottningin er kunn fyrir að láta sér annt um velferð barna og var hún afar áhugasöm og spurði margs, að sögn Ásgeirs Har- aldssonar, prófessors í barnalækningum og sviðs- stjóra lækninga á barnaspít- alanum, sem fylgdi drottn- ingunni um spítalann. „Svíadrottning hefur sýnt í gegnum árin að hún hefur mikinn áhuga á börnum og velferð þeirra og í heimsókninni hérna sást vel að sá áhugi er raunverulegur.“ Hann sagði drottninguna greini- lega vera mjög vel inni í málefnum barna. „Skildi ekki alveg hvað hún sagði“ Sagðist Ásgeir einnig hafa tekið eftir að hún hefði spurt foreldra barnanna margs og sinnt þeim börnum sem hún hitti vel og gefið sér góðan tíma. Þau Arnór Freyr Gíslason og Hel- ena Sigurhansdóttir, bæði sjö ára, afhentu Silvíu og Dorrit gjöf frá spítalanum, geisladisk með ljóði eft- ir Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, annan disk með íslensk- um söngvurum og lyklakippu með merki kvenfélagsins Hringsins. Krökkunum leist vel á drottn- inguna og forsetafrúna. „Ég skildi bara ekki alveg hvað hún sagði því hún talaði útlensku,“ sagði Arnór um drottninguna en bætti við að þetta hefði verið „bara gaman“. Morgunblaðið/Golli Silvía drottning og Dorrit Moussaieff tóku við gjöfum á Barnaspítalanum. Ásgeir Haraldsson tók á móti Silvíu drottn- ingu og Dorrit Moussaieff forsetafrú. Drottningin vel inni í málefnum barna MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 23 LailaFreivalds, utanrík-isráðherra Svíþjóðar,gagnrýndi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á hádegisfundi í Háskóla Íslands í gær og sagði ástandið í Darfur- héraði í Súdan og flótta- mannabúðunum í norðurhluta Chadhafa komið allt of seint á dagskrá ráðsins. Tók sænski utanríkisráðherra þetta sem dæmi um að þörf væri á breytingum á samsetningu og starfsreglum öryggisráðsins. Kappkosta ætti áfram að gera Sameinuðu þjóðunum kleift að taka erfiðar ákvarðanir og fram- fylgja þeim. Á sama tíma væri þörf á að pólitískri stefnu innan öryggisráðsins væri framfylgt í auknum mæli. Freivalds sagði að um leið og reynt væri að stunda hjálparstarf meðal varnarlausra íbúa landsins „verðum við að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld í Súdan að stöðva fjöldamorðin, um leið og við störfum á þann hátt að Sam- einuðu þjóðunum er mögulegt að aðhafast af þeirri staðfestu sem við viljum sjá,“ sagði Freivalds. Bar lof á Íslendinga Hún vék einnig að öryggis- málum Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna og sameig- inlegum hagsmunum þeirra í þeim efnum. „Það er mikilvægt að við leitum sameiginlegra lausna á víðtækum öryggismálum eins og umhverfisvernd, skipu- lagðri glæpastarfsemi og út- breiðslu vopna. Það er líka mik- ilvægt að við aukum samstarf við ríki austan við nýju landamæri Evrópusambandsins, þar sem þau verkefni sem að okkur steðja þar, steðja í auknum mæli að okkur öllum,“ sagði hún. Freivalds bar lof á starf Íslend- inga sem fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár. Málefni á borð við umræðu um lýðræði, náttúru og menningu, hefðu verið ofarlega á baugi hjá Íslendingum. Utanríkisráðherra Svíþjóðar á hádegisfundi á vegum HÍ Ástandið í Darfur kom of seint á dagskrá hjá öryggisráði SÞ Morgunblaðið/Ómar Halldór Ásgrímsson og Laila Freivalds í Ráðherrabústaðnum í gær. arna inni a hags- á því og sland eða sækja a er í dag n okkur ndi og að auð- ð Evr- msókn ðar ákvörðun ingu og áfram yrði unnið samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar. Halldór greindi frá því að fundi loknum að hann hefði þegið boð um að koma í opinbera heimsókn til Svíþjóðar og að það yrði fyrsta opinbera heimsókn hans á erlenda grundu eftir að hann tekur við embætti forsætisráðherra. Hann vildi þó ekki upplýsa hvenær hún yrði. ð Vaxandi áhugi á Íslandi í Svíþjóð Karl Gústaf ræddi aukin viðskiptatengsl landanna SVÍAR hafa mikinn áhuga á Íslandi og viðskiptatengsl landanna hafa aukist ár frá ári, að því er Karl Gústaf Svíakonungur sagði í ræðu sinni yfir hátíð- arkvöldverði í Perlunni í gær. „Áhugi á Íslandi fer vaxandi í Svíþjóð. Það birtist til dæmis í því að 25.000 Svíar ferðast hingað á hverju ári. Fjöldi þeirra vex stöðugt, ár frá ári.“ Kon- ungur sagði heitar laugar og íslenska hestinn vera meðal þess sem dregur landa hans til Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hest að gjöf í tengslum við menningardaga í fyrra. „Sá hestur gleður nú fötluð börn í Dölunum í Svíþjóð,“ sagði konungur í ræðu sinni í gær. Konungur sagði viðskipta- og fjárfestingaþing verða haldið í tengslum við heimsóknina. „Samskipti á sviði viðskipta milli landanna standa traustum fót- um og fara vaxandi með hverju ári. Á síðari árum hafa fjölmörg íslensk fyr- irtæki fjárfest í Svíþjóð og og sænskt hugvit og tækni hefur náð fótfestu á Ís- landi.“ Nýju athafnafólki vel tekið í Svíþjóð Forseti Íslands sagði framlag Svíþjóðar til íslenskrar listsköpunar ótvírætt. „Svíar hafa einnig haft víðtæk áhrif á þróun íslensk atvinnulífs og tekið virkan og skapandi þátt í að treysta undirstöður þeirrar velferðar og framfara sem við nú njótum.“ Hann sagði tíma hafa verið til kominn að Íslendingar endurgyldu þessa lið- veislu, og það hafi nýverið verið gert. „KB-banki er orðinn umsvifamikill í sænsku fjármálalífi, reyndar einnig á öðrum Norðurlöndum, og Baugur opnaði í fyrra nýtt vöruhús í hjarta Stokkhólms. Áður fyrr létum við Íslendingar okkur að mestu nægja að selja fisk til Svíþjóðar en nú viljum við efla viðskipti okkar og athafnatengsl á mörgum sviðum, nýta hæfileika og hugvit þeirrar ungu kyn- slóðar sem komin er á vettvang, menntuð á heimsvísu og staðráðin í að helga löndum okkar krafta sína. Við metum mikils hversu vel þessu nýja athafnafólki hefur verið tekið í Svíþjóð,“ sagði Ólafur Ragnar í ræðu sinni í Perlunni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.