Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 27

Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 27 heima. Við viljum færa starfsfólki Heimahlynningarinnar sérstakar þakkir fyrir ástríka umönnun pabba okkar. Jafnframt viljum við þakka allar þær góðu kveðjur sem mamma og við höfum fengið undanfarna daga og þann hlýhug sem okkur hef- ur verið sýndur vegna fráfalls pabba. Loks viljum við þakka Kidda, bróður pabba, fyrir einstaka vináttu og stuðning við pabba og mömmu á liðnum árum og biðjum góðan Guð að veita Kidda styrk í sorginni. Við systkinin höfum misst frábær- an og ástríkan föður og söknum hans sárt. Missir mömmu er enn meiri því hún hefur ekki bara misst eiginmann sinn, heldur jafnframt sinn besta vin og sálufélaga. Við munum hjálpast að við að leggja líkn með þraut. Að skilnaði gefum við pabba orðið en ljóð hans, Vinarkveðja, hljóðar svo: Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (V.S.V.S.) Börnin. Elsku besti afi í heimi. Það er erf- itt að trúa því að þú sért farinn. Ennþá finnst okkur að næsta sunnu- dag, þegar allir koma í heimsókn, verðir þú og amma í Hlaðbrekkunni tilbúin með heimsins bestu kökur og kræsingar. Skrýtið að hugsa til þess að þú verðir ekki þar. Þegar við systurnar ákváðum að skrifa þessa grein rifjuðum við upp óteljandi margar minningar um hann afa okkar. Þær eru svo margar að það er ógerlegt að minnast þeirra allra, þannig að við völdum nokkrar þeirra. Þau voru ófá skiptin þegar við fengum að gista í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa þegar við vorum litlar. Fyrr um daginn fórum við oftast í bíó með ömmu og fórum svo heim í Hlaðbrekkuna þar sem afi og amma gáfu okkur allt sem okkur langaði í. Svo sagði afi okkur yndislegar sögur og ævintýri sem við munum aldrei gleyma. Á sunnudögum er alltaf fullt hús hjá ömmu. Þá koma allir og fá gott að borða. Við munum eftir svo mörgum skiptum þegar amma eldaði kjúkling og afi bjó til bestu franskar sem hægt er að fá! Að lifa í 86 ár er ekkert lítið enda hefur hann afi reynt margt. Hann hafði frá svo mörgu og merkilegu að segja og var alltaf tilbúinn að deila reynslu sinni með fólkinu sínu. Lífsreynslusögurnar hans voru á köflum hreint ótrúlegar og synd að þær munu margar fara með honum en það munu ljóðin hans svo sannarlega ekki gera. Þeir sem þekktu afa munu vera sammála okk- ur í því að hann hafi verið frábært ljóðskáld. Hann hafði unun af því að búa til ljóð og safna þeim saman í hefti sem hann dreifði svo til okkar. Þeim fylgdu oft lög sem hann söng fyrir okkur. Það var alltaf gaman að heyra hann syngja því hann hafði svo yndislega tenórrödd. Afi var líka alltaf svo jákvæður og leit á björtu hliðarnar og það sést t.d. í ljóðinu sem hann orti og er okkur svo kært. Það heitir Gleðin og hljóðar svona: Í gleði minn gef ég allt, ég græt, ég syng, ég hlæ! Ég þigg svo aftur þúsundfalt þann þrótt sem af því fæ. Kæri afi. Takk fyrir að hafa verið svona frábær og reynst okkur svo vel! Við getum ekki tjáð það með orð- um hversu sárt við eigum eftir að sakna þín. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þér! Takk fyrir tónlistina, ljóðin, ást- ina og kærleikann. Þínar sonardætur, Berglind og Hanna Soffía Bergmann. Þó allir hljóti að fara þessa ferð að finna andans björtu heimakynni, þá streymir um hugann minninganna mergð er mætur vinur hverfur hinsta sinni. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Þau blikuðu skært, fallegu augun hennar Erlu systur þegar hún kynnti hann fyrir okkur systrunum. Enda engin furða. Maðurinn var stórglæsilegur, bjartur yfirlitum og bar af sér góðan þokka. Þetta var um verslunarmannahelgina 1952, stað- urinn var Búðir á Snæfellsnesi og Vilhjálmur hafði verið fenginn til að skemmta fólkinu með sínum fallega söng. Við höfðum heyrt af honum og vissum að aldursmunurinn á milli þeirra var töluverður og höfðum af því nokkrar áhyggjur. Þær áhyggjur reyndust með öllu óþarfar því sá munur gleymdist um leið og við fór- um að umgangast þau saman. Á heimili þeirra ríkti mikið jafn- ræði, virðing og væntumþykja. Eig- inleikar sem nútímafólk heldur á lofti í orði en hjá þeim hjónum voru þeir á borði. Það kom oft fyrir að ein- hver sagði: „Nú eru Erla og Villi að fara að taka slátur“ eða að Erla og Villi væru að byrja á smáköku- bakstrinum og sultugerðinni. Þau voru einnig samstiga í skoðunum, gátu rætt um alla hluti, voru bók- hneigð, ljóðelsk, tónelsk og síðast en ekki síst bestu vinir alla tíð. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og þrátt fyrir fjölda gesta virt- ist alltaf vera pláss fyrir fleiri í eld- húsinu í Hlaðbrekkunni. Vilhjálmur var sannarlega mikill gæfumaður í lífinu og var alla tíð stoltur af sinni ungu og fallegu konu og af börnunum sínum og fjölskyld- um þeirra. Okkur Villa varð strax vel til vina enda áttum við mörg sameiginleg áhugamál. Má þá helst nefna söng- inn. Villi var ekki einungis góður söngmaður, með rödd sem minnti á stórsöngvarann Stefán Íslandi, held- ur var hann ákaflega áhugasamur um söng almennt og hvatti okkur systur m.a. til að syngja við hvert tækifæri. Hann var einnig ötull við að mæta á tónleika hjá kórnum mín- um og gefa góð ráð á sinn hvetjandi og jákvæða hátt. Hann átti auðvelt með að snerta fólk með söng sínum og mér er enn minnisstætt þegar hann söng fyrir okkur Hermann á brúðkaupsdaginn okkar lagið „Ljómar heimur – logar fagur“ þannig að allir sem á hlýddu hrifust með. Lagið varð uppáhalds- lag tengdamóður minnar sem lagði sig fram um að læra bæði lag og texta eftir að hafa heyrt hann syngja. Svo skemmtilega vildi svo til að Villi var beðin um að endurtaka þennan flutning næstum 30 árum síðar í brúðkaupi Sveindísar dóttur minnar. Hann lét ekki á sér standa og söng lagið með sinni ljúfu röddu, viðstöddum til mikillar ánægju. Þegar árin liðu virtust þau ekki setja mark sitt á Villa í sama mæli og annað fólk. Kannski var ástæðan sú að Villi var ungur maður í anda alla tíð. Hann fylgdist vel með, tileinkaði sér nýjungar og viðhélt listinni og lífsgleðinni innra með sér betur en margur. Ungt fólk laðaðist að honum og kynslóðabilið var ekki breitt milli hans og yngri fjölskyldumeðlima. Þegar sonarsonur minn frétti af and- láti Villa varð honum að orði: „Villi – hann var svo kúlaður.“ Aðspurður um hvað hann meinti, sagði hann: „Jú, hann var eins og ég, í tölvunni að vinna og hlusta á tónlist.“ Villi var einnig hagyrðingur góður og orti fjölmarga texta og ljóð. Nú síðast átti hann texta við lag sem Hreimur sonarsonur hans samdi í úrslitum lagakeppni Ljósanætur. Síðustu árin, þegar sjúkdómurinn lagðist á hann af öllum sínum þunga, voru honum erfið en aldrei kvartaði hann né lét nokkurn bilbug á sér finna. Var heima hjá Erlu sinni sem annaðist hann af fádæma dugnaði og elsku. Æðrulaus fram á síðasta dag. Hjartans Erla mín, við Hermann sendum þér og öðrum ástvinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Villa mun ætíð lifa í hjarta okkar. Með söng í hjarta kveð ég mág minn og góðan vin. Við kveðjum öll, en hvenær? Ekkert svar. Hverju verður næsta veröld prýdd? Verður kannski bjart að búa þar? Við bara flytjum næst í aðra vídd. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Sjöfn Bergmann. Þær eru minnisstæðar heimsókn- irnar í Kópavoginn í gegnum tíðina. Kemur þar einkum til einstök gest- risni, hlýja og sönn vinátta þeirra hjóna Erlu og Villa. Á örskotsstundu breyttist venjulegt eldhúsborð í veisluborð og síðan var spjallað um heima og geima. Villi frændi, eins og við systkinin höfum jafnan nefnt hann, var skemmtilegur viðmælandi og sögu- maður góður. Hann hafði alltaf tíma til að spjalla við okkur krakkana og var jafnvígur á að segja sögur og hlusta á það sem við höfðum til mál- anna að leggja. Hjónaband Erlu og Villa er fögur fyrirmynd allra sem fylgst hafa með lífsgöngu þeirra. Það er stundum sagt að barnalán og hamingja í einkalífi sé hinn sanni mælikvarði á ríkidæmi okkar mann- anna hérna megin grafar. Á þeim mælikvarða var Villi frændi í hópi stóreignamanna. Villi var fjölhæfur og listrænn. Prýðilega hagmæltur, söngmaður góður og sterkur skákmaður svo eitthvað sé nefnt. Auk þess afrekaði hann að kenna okkur systkinunum á bíl sem segir meira en mörg orð um ökukennarann Vilhjálm Sigurjóns- son. Tjaldið er fallið, sviðið er autt. Við sem vorum stödd tónleikana lútum höfði í lotningu. Að þessu sinni er ekki hægt að klappa hetjuna upp. Söngvarinn er farinn en eftir lifa minningar um góðan dreng. Við systkinin og fjölskyldur okkar send- um Erlu, börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum hugheilar samúð- arkveðjur. Ragnar, Sveindís og Anna Dögg Hermannsbörn. Yndislegur tengdafaðir minn er genginn. Ég var næstum því farin að trúa því að hann yrði eilífur, því sjúk- dómssaga hans er með þeim ólíkind- um. En að lokum þurfti þessi æðru- lausi baráttujaxl að láta í minni pokann fyrir honum sem öllu ræður. Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson eða Villi eins og hann var jafnan kallaður lést á heimili sínu 1. september sl. Ég kom inn í fjölskyldu Villa fyrir rúmum tuttugu árum er við Sverrir sonur hans rugluðum saman reytum. Villi var mér afar kær sem tengda- faðir og vinur. Hann var glæsimenni, reisn og klassi er nokkuð sem mér flýgur strax í hug. En hann hafði fleira til brunns að bera. Frábæra söngrödd sem hann hélt alla tíð og skáldagáfuna hafði hann í ríkum mæli. Hann lætur eftir sig ljóðabók- ina „Leiftur hins liðna“ sem gefin var út þegar hann varð áttræður. Sameiginlegt áhugamál okkar Villa var sönglistin. Bæði höfðum við lært söng hér heima og í útlöndum. Villi hóf sinn söngferil aðeins sextán ára. Sigurður Birkis, þáverandi söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, bauðst til að kenna honum söng. Sigurður sagði að drengurinn hefði yfir að ráða rödd sem væri óvenju fögur. Sig langaði því til að kenna honum sem hann og gerði um þriggja ára skeið, endurgjaldslaust. Fljótlega eftir að Villi hóf söngnám hjá Sigurði Birkis fór hann að syngja í kórum, kvart- ettum og á samkomum, svo sem árshátíðum og skemmtunum. Hann söng með Karlakór alþýðu, Kátum félögum og kór Tónlistarfélagsins fyrst undir stjórn Róberts A. Ott- óssonar og síðar dr.Viktors Urbanc- is. Úr þeim kór var stofnaður kvart- ett sem fékk hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar kynntist Villi frænda sínum Bjarna Böðvarssyni hljómsveitarstjóra sem er faðir Ragnars Bjarnasonar þess síunga söngvara. Eftir þau kynni söng Villi oft með hljómsveit Bjarna m.a. í vin- sælum þáttum í Ríkisútvarpinu sem fluttir voru á gamlárskvöld og báru heitið Gamlar minningar. Villi tók ennfremur þátt í revíunni Bláu stjörnunni sem flutt var við góðar undirtektir í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Gaman er að geta þess að þegar Villi dvaldi í stórborginni London munaði ekki nema hársbreidd að hann syngi inn á hljómplötu fyrir H.M.V. fyrstur Íslendinga en örlögin réðu því að svo varð ekki. Á þessum tíma voru með honum Ævar R. Kvaran og Guðrún Á. Símonar o.fl. Villi var einn af stofnendum Hreyf- ilskórsins og Hreyfilskvartetta og sungu þeir á skemmtunum um ára- bil. Ófáar ánægjustundirnar höfum við átt með Villa við leik og söng. Fyrst er að nefna Hlaðbrekkuna, á skemmtunum með eldri borgurum og í fjölskylduboðum. Margs er að minnast. Það er í raun og veru ekki hægt að ljúka þessum orðum öðruvísi en að minnast á Erlu tengdamóður mína. Villi og Erla. Þau voru í raun og veru eitt. Því eins samrýnd hjón og þau eru vandfund- in. Þau sungu saman, fóru með ljóð saman og gengu saman í gegnum líf- ið með ástina og kærleikann að leið- arljósi. Elsku Erla mín og fjölskylda! Megi Guð gefa ykkur styrk til þess að takast á við sorgina. Þín tengdadóttir, Soffía Guðmundsdóttir. Látinn er eftir alllanga vanheilsu ágætur kunningi minn um árabil. Hann var að mörgu leyti minnis- stæður maður. Listunnandi af lífi og sál. Ljóðavinur og ljóðasmiður. Gaf út ljóðabókina „Leiftur hins liðna“1998, þá áttræður að aldri. Þá bók gaf hann mér áritaða og þótti mér vænt um það. Þar eru mörg ljóð ort undir ljúfum lögum enda var Vil- hjálmur unnandi söngs og söng í kór- um. Með eldri borgurum í Reykjavík og nágrenni söng hann um árabil og var einsöngvari þar. Minnisstætt er þegar hann söng þar ljóðið „Engan grunar álfakóngsins mæðu, enn er hann kyrr í klettasal“. Ljóð þetta samdi Guðmundur Björnsson land- læknir sem orti undir skáldaheitinu „Gestur“. Ég gat ekki á mér setið að fara með sjónvarpsupptöku á söng Vilhjálms og kórs eldri borgara heim til hans. Þótti honum mjög vænt um það. Vilhjálmur var félagslyndur og hafði yndi af að blanda geði við fólk. Gleðin var honum innvaxin ef svo má að orði kveða. Mér finnst fara vel á að tilfæra hér erindi hans um það efni. Í gleði minni gef ég allt, ég græt, ég syng, ég hlæ! Ég þigg svo aftur þúsundfalt þann þrótt, sem af því fæ. Það var alltaf gaman að hitta Vil- hjálm á heimili hans, að Hlaðbrekku 20 í Kópavogi. Þar átti hann um langa hríð góðan griðastað með sinni ágætu konu, Erlu Bergmann Danel- iusdóttur frá Hellissandi, sem hann mat mikils og elskaði til endaloka. Vilhjálmur kaus að enda æviskeiðið á heimili sínu naut hann þar aðhlynn- ingar Krabbameinsfélagsins og að sjálfsögðu konu sinnar. Ég heimsótti hann síðast þriðjudaginn 25. maí. Þá var hann málhress en sýnilega af honum dregið. Stríðinu er lokið og hann heill orðinn af meinum sínum. Góður samferðamaður er genginn og sendi ég aðstandendum hans inni- legar samúðarkveðjur við brottför hans af jarðnesku tilverustigi. Bless- uð sé minning Vilhjálms Sigurjóns- sonar. Auðunn Bragi Sveinsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel við andlát JÓNS JÓNSSONAR frá Brjánsstöðum á Skeiðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Norðurbrún 1 og líknardeildar Landakotsspítala. Svanborg P. Jónsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Axel Guðmundsson, Halldóra Haraldsdóttir, Einar Björgvinsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGHVATS FANNDALS TORFASONAR kennara, Laugatúni 11, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til Heilbrigðisstofnunar Skagfirðinga Sauðárkróki fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Pálsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Páll Sighvatsson, Margrét Grétarsdóttir, Gunnlaugur Sighvatsson, Elín Gróa Karlsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLEIFAR JÓNSDÓTTUR, Hjallaseli 41, Reykjavík. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson, Hrefna Þórarinsdóttir, Ingi Kristmanns, Viðar Þórarinsson, Alda Pálmadóttir, ömmubörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.