Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 28

Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 28
MINNINGAR 28 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf fjölmiðlafulltrúa Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf fjölmiðlafulltrúa. Í starfinu felst m.a. umsjón vefsíðu þar á meðal frétta- skrif á vefsíðu stofnunarinnar, frágangur frétta- tilkynninga, samskipti við fjölmiðla og miðlun upplýsinga um starfsemi og verkefni stofnun- arinnar í þróunaraðstoð. Starfið fer fram undir umsjón upplýsinga- og fræðslustjóra ÞSSÍ. Leitað er að umsækjendum, sem hafa góða reynslu á sviði frétta- og blaðamennsku, tala og rita gott íslenskt mál og góða ensku, en vefsíða ÞSSÍ er bæði á ensku og íslensku, hafa þekkingu í ritvinnslu og ritvinnsluforritum og reynslu af umbroti og vinnslu á vefsíðu, geta unnið sjálfstætt og hafa áhuga á þróunarað- stoð. Nokkur ferðalög munu óhjákvæmilega fylgja starfinu. Vel kemur til greina ráðning í hlutastarf, a.m.k. framan af. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Skriflegum umsóknum með vottorðum um nám og starfsreynslu ásamt meðmælum og öðrum þeim upplýsingum, sem umsækjendur kjósa að veita, ber að skila til Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands, Þverholti 14, Reykjavík, fyrir 23. september nk. Allar nánari upplýsingar veitir Sighvatur Björgvinsson, frkvstj., í síma 545 8980. Starfsfólk óskast Okkur vantar kröftugt og ábyrgðarfullt starfs- fólk, ekki yngra en 20 ára, með ríka þjónustu- lund, í verslanir okkar og kaffihús. Fullt starf, reyklaus vinnustaður. Umsóknir merktar: „TK20 — 16009“ sendist á box@mbl.is eða á netf. teogkaff@teogkaffi.is, fyrir mánudaginn 13. sept. Nýútskrifaður guðfræðingur óskar eftir vinnu Ýmislegt kemur til greina. Get hafið störf strax. Áhugasamir hafi samband í síma 899 8004 eða 552 0742. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Söngfólk Kór Áskirkju getur bætt við sig vönu söngfólki í sópran og tenór. Krefjandi verkefni framund- an. Góð kunnátta í nótnalestri skilyrði. Upplýs- ingar gefur Kári Þormar í síma 891 6934. TILKYNNINGAR Rafskautaverksmiðja á Katanesi í Hvalfjarðarstrandarhreppi, allt að 340.000 tonn á ári Mat á umhverfisáhrifum - úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á fyrirhugaða rafskautaverk- smiðju á Katanesi í Hvalfjarðarstrandarhreppi með skilyrðum. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 13. október 2004. Skipulagsstofnun. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Garðskagavegur, Stafnes-Hafnarvegur, Sandgerðisbæ og varnarsvæðinu á Kefla- víkurflugvelli skuli ekki háður mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 6. október 2004. Skipulagsstofnun. VEIÐI Laxveiðileyfi Til sölu laxveiðileyfi í Álftá á Mýrum. Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í símum 893 5337 og 568 1200 alla virka daga frá kl. 8.00—18.00. Í kvöld kl. 20.00. Hjálparflokk- ur hjá Pálínu, Safamýri 50. Allar konur velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS TH. BJARNASONAR, Laugarnesvegi 102, Reykjavík. Þorsteinn Bjarnason, Kristinn Bjarnason, Guðlaug Haraldsdóttir, Emil Karl Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR, Sporðagrunni 4, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 10. september kl. 13.30. Arnfríður Guðnadóttir, Guðrún Kolbrún Guðnadóttir, Hjörtur Sigurjónsson, Jóna Guðnadóttir, Þórir Jónsson, Halldór Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hún Tanta er dáin. Þetta er gangur lífsins en það er erfitt að kveðja þá sem eru manni kærir. Það á sannarlega við um Sigrúnu Skarp- héðinsdóttur. Hún var æskuvinkona móður minnar og frænka, og okkur systkinunum var hún hin eina og sanna „tanta“. Þær vinkonur þekkt- ust frá barnsaldri. Eitt sinn mun þeim hafa orðið sundurorða, sjö ára hnátum, og Rúna, eins og mamma kallaði hana, þaut grátandi heim upp á Freyjugötu. Hún var varla komin inn úr dyrunum þegar hinn partur- inn af samlokunni birtist til að frið- SIGRÚN SKARP- HÉÐINSDÓTTIR ✝ Sigrún Skarp-héðinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1914. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 28. ágúst síðastlið- inn. Útför Sigrúnar var gerð frá Frí- kirkjunni 7. septem- ber sl. mælast og síðan mun aldrei hafa borið skugga á vináttu þeirra. Þær urðu að ungum Reykjavíkur- dömum og af myndum frá þeim tíma þykir mér vænst um litlu fermingarmyndina af þeim á hvítu kjólunum. Þær stöllur urðu að konum og lífið lagði mismunandi skyldur á herðar þeim. Tanta fór að vinna við skrifstofu- störf þar sem kostir hennar nutu sín vel. Ég fann þegar ég heimsótti hana í KRON að þarna fór kona sem var vel liðin og naut virðingar samstarfs- fólks. Allir dáðust að fagmennsku hennar, ekki síst fráganginum á bókhaldinu, sem orð fór af, enda rit- höndin falleg og minnisstæð. Tanta átti stóran vinahóp og vin- áttuna ræktaði hún vel. Hún var höfðingi heim að sækja. Börnin fóru ekki varhluta af höfðingsskap henn- ar og alltaf voru gjafirnar frá henni veglegar og fánýti augnabliksins réð ekki ríkjum. Þeim var ætlað að koma ungviðinu til manns. Fjölskyldan var Töntu mikils virði. Hún sinnti foreldrum sínum af nærgætni og henni var afar annt um bróðurdætur sínar. Með þeim systk- inum, Töntu og Vilbergi, sem lést nú í sumar, var enda mjög kært alla tíð og fráfall hans reyndist Töntu sárt. Ég er þakklát fyrir að hún átti samt indæla stund með ættingjum og vin- um í tilefni af níræðisafmæli sínu í júlí síðastliðnum og ég hefði viljað vera þar með. Stærsta happ Töntu á lífsleiðinni var dóttirin, Sigga Magga. Hún eignaðist hana um fertugt, þroskuð kona, sem gat notið þess að veita henni ást og öryggi. Sigga reyndist mömmu sinni einstök, var henni ætíð styrk stoð þegar á þurfti að halda. Sigga og Björgvin voru gleði hennar og gæfa og Sigrún Ósk og Helga Þóra, sem eru nú að verða fullorðnar konur á leið út í lífið, voru sólargeislar ömmu sinnar. Ég veit að Tanta var sátt við líf sitt, hún naut innilegrar ástúðar sinna nánustu alla tíð og því er auðveldara að sætta sig við að hún er ekki lengur meðal okk- ar. Blessuð sé minning Sigrúnar Skarphéðinsdóttur. Áslaug J. Marinósdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.