Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 30

Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG VAR AÐ HEYRA FYNDINN BRANDARA STUNDUM ER BEST AÐ LJÚKA SVONA HLUTUM BARA AF SEM FYRST Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD SNIFF SNIFF! ÞAÐ ER HVE- RNIG HANN SEGIR ÞAÐ SJÁÐU ÞESSA TYGGJÓ- AUGLÝSINGU PABBI AF HVERJU KEYRIR ÞÚ EKKI Á SVONA FLOTTUM SPORTBÍL EINS OG ÞESSI? ÞESSI BÍLL KOSTAR 5 MILLJÓNIR OG SJÁÐU ÞESSA GELLU SEM HANN ER MEÐ. AF HVERJU ER MAMMA ALDREI Í SVONA FÖTUM? AF HVERJU ERT ÞÚ ALDREI Í SVONA? VEGNA ÞESS AÐ HEIMSKU- LEGIR HUGAR- ÓRAR ÞARFNAST HEIMSKRA FYRIRSÆTU KANNSI AÐ ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ BORÐA MEIRA TYGGJÓ HÉR KEMUR STÆRÐFRÆÐIPRÓFIÐ YKKAR ÆÐI! ÞAÐ VIRÐIST ÁKJÓSANLEGA ERFITT EF ÞÚ REYNIR AÐ SVINDLA, LALLI, ÞÁ VERÐUR ÞAÐ ÞÉR DÝRKEYPT SVINDLA! ÉG?! ÞETTA ER RÉTTI TÍMINN TIL ÞESS AÐ KYNNA FYRIR YKKUR NÝJUSTU GRÆJUNA MÍNA, HJÁLPAR-PENNAVESKIÐ ÞETTA PENNAVESKI ER SÉRSTAKLEGA ÚTBÚIÐ TIL ÞESS AÐ ENGINN TAKI EFTIR ÞVÍ AÐ MAÐUR SÉ AÐ SVINDLA Í SUMUM TILVIKUM ER ÞAÐ NOTAÐ TIL ÞESS AÐ GEYMA BLÝANTA OG STROKLEÐUR MEÐ SVONA TÆKI ERU LÍKURNAR Á ÞVÍ AÐ ÉG FÁI 0 ORÐNAR LITLAR SEM ENGAR ÉG SKAL BARA SÝNA YKKUR AAAAAAAAAAA!!!! ÞAÐ ER SKRÍTIÐ AÐ SVONA LITLU DÝRI HAFI TEKIST AÐ FINNA SVONA MIKINN PAPPÍR TIL ÞESS AÐ GERA HREIÐUR Í PENNAVESKINU ÞÍNU ÞÚ VEIST AÐ ÉG ER MIKILL DÝRAVINUR Dagbók Í dag er miðvikudagur 8. september, 252. dagur ársins 2004 Víkverji hefur gertsér ferð und- anfarið í mat- vöruverslanir sem hann á sjaldan erindi í, skoðað nýja Nóa- túnsbúð í Grafarholti, Bónusbúð í Hafn- arfirði og farið í Krónuna á Ártúns- höfða. Honum finnst skemmtilegt að koma í þessar búðir, þær eru rúmgóðar, bjartar og aðlaðandi. Víkverji fer nefnilega oft í Bónus, Krónuna, Nóatún og Hagkaup vestur í bæ og verður að segja að himinn og haf skilur á milli þess sem býðst í vesturbænum og hins vegar í þessum nýju verslunum. Það er kominn tími á að bjóða þeim sem búa í vesturhluta borg- arinnar verslanir á borð við þessar í Grafarholti, Ártúnshöfðanum og í Hafnarfirði. x x x Og talandi um verslunarleiðangra.Það er nú meira hvað það er gaman að kaupa í matinn á þessum árstíma. Brakandi nýtt íslenskt grænmeti á ótrúlega góðu verði og ávextir eins og melónur, steinlaus vínber, jarðarber og epli á kosta- kjörum. Víkverji leikur við hvern sinn fingur þegar hann fer í stórmarkað. Hann næstum sönglar þegar hann fyllir körfu af litríku græn- metinu glænýju; spergilkáli, blómkáli, gulrótum, hnúðkáli, nýuppteknum kart- öflum og góðum ávöxtum og finnst frá- bært að geta boðið fjölskyldunni upp á slíkt fæði án þess að buddan léttist úr hófi. x x x Með hverri vikunnisem líður er minni birta á morgnana og börnin okkar á leið í skólann. Það er nauð- synlegt að láta krakkana vera með endurskinsmerki og brýna fyrir þeim að ökumenn sjái þau ekki nema þau séu í ljósum fatnaði með slík merki á sér. Hins vegar er alveg frábært að fylgjast með gangbrautarvörðum sem sinna því starfi að sjá til að börnin komist yfir umferðargötur nálægt skólum. Hvílík natni við börnin! Víkverji hefur horft upp á gangbrautarvörð í einu hverfi borg- arinnar sem nýtur starfsins síns, brosir blíðlega til barnanna og leiðir þau yfir götuna í hvaða veðri sem er. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Borgarleikhúsið | Vel var fagnað við lok sýningar á leikritinu Rómeó og Júl- íu á sunnudagskvöld, þegar þrjátíuogþrjúþúsundasta áhorfanda leiksýning- arinnar, Friðnýju Jóhannesdóttur, var færður blómvöndur. Jafnframt var þar um að ræða lokasýningu á verkinu í Borgarleikhúsinu, en það hefur notið fádæma vinsælda og þykja þrjátíu og þrjú þúsund gestir síst af öllu lakur ár- angur hjá Shakespeare-leikriti hér á landi. Morgunblaðið/Golli Kátt á lokasýningu Rómeó og Júlíu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.“ (Mt. 28, 18.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.