Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 32
DAGBÓK
32 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú munt eiga mikilvæg samskipti við
konu í fjölskyldunni í dag. Gefðu þér tíma
til að hlusta á þá sem leita til þín.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta er góður dagur til innkaupa og
samningaviðræðna. Þú ert opin/n fyrir
óvenjulegum hugmyndum og gætir því
dottið niður á óvenjulega snjalla lausn á
málunum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þetta er góður dagur til að koma reglu á
fjármálin. Borgaðu þá reikninga sem þú
getur og reyndu að ná yfirsýn yfir það
sem upp á vantar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið er í merkinu þínu í dag og það
gerir þig óvenju tilfinninganæma/n.
Mundu bara að það er engin ástæða til að
fyrirverða sig fyrir tilfinningar sínar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Venus er í merkinu þínu og það gerir þig
sérstaklega félagslynda/n og sveigj-
anlega/n þessa dagana. Afstaða tunglsins
vekur hins vegar með þér þörf fyrir ein-
veru í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vinkona þín hefur eitthvað mikilvægt að
segja þér í dag. Þú gætir einnig fundið
hjá þér þörf fyrir að treysta vinkonu
þinni fyrir einhverju. Treystu innsæi
þínu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fólk veitir þér óvenjumikla athygli í dag.
Reyndu að koma vel fyrir og bregðast
ekki of harkalega við hlutunum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur mikla þörf fyrir að fara í ferða-
lag og ættir að grípa þau tækifæri sem
þér bjóðast til þess. Þú munt læra eitt-
hvað nýtt og spennandi í dag.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Metnaður þinn er vakinn. Þú gerir margt
í einu þessa dagana en ættir eftir sem áð-
ur að gefa þér tíma til að fara yfir reikn-
inga og huga að sameiginlegum eignum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er fullt tungl beint á móti merkinu
þínu og því er hætt við spennu í öllum
nánustu samböndum þínum í dag.
Leggðu þig fram um að koma til móts við
aðra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ættir að nota daginn til að skipuleggja
þig betur. Byrjaðu á því að ljúka þremur
verkum sem þú vilt koma frá. Þó að þú
gerir ekki meira er það góð byrjun.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta ætti að verða skemmtilegur dagur.
Njóttu þess að sinna skapandi verk-
efnum og að leika við börnin.
Stjörnuspá
Frances Drake
Meyja
Afmælisbörn dagsins:
Eru kraftmikil og flókin og hafa mikla
þörf fyrir að skipuleggja og betrumbæta
umhverfi sitt. Það verða miklar breyt-
ingar á högum þeirra á árinu, jafnvel
þær mestu í tíu ár.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 málæðið, 8 hor-
uð, 9 reiðar, 10 guðs, 11 í
nánd við, 13 kaffibrauð, 15
blaðs, 18 falls, 21 ílát, 22
koma að notum, 23 stétt,
24 oft
Lóðrétt | 2 geigur, 3
kroppi, 4 verður óður, 5
kjánar, 6 vansæmd, 7
tengja saman, 12 bein, 14
málmur, 15 bæta, 16 ekki
gamall, 17 frekja, 18 fugl,
19 sælu, 20 vers.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 impra, 4 þorsk, 7 merkt, 8 rifja, 9 aum, 11 rist, 13
maga, 14 Andra, 15 gull, 17 klám, 20 urt, 22 tómur, 23 æsk-
an, 24 narra, 25 apana.
Lóðrétt | 1 ilmur, 2 París, 3 akta, 4 þarm, 5 rifta, 6 klaga,
10 undur, 12 tal, 13 mak, 15 gætin, 16 límir, 18 lokka, 19
munna, 20 urga, 21 tæta.
Staðurogstund
idag@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. De2 Bc5 6. 0–0 0–0 7. c3 d6 8. Hd1
Bd7 9. Bc2 Ba7 10. h3 h6 11. d4 He8 12.
dxe5 Rxe5 13. Rxe5 Hxe5 14. Bf4 He6
15. Rd2 De7 16. Kh2 Bb5 17. Df3 Bc6
18. Bb3 Bxe4 19. Rxe4 Hxe4 20. Bc2
He2 21. Dxb7
Staðan kom upp á meistaramóti
Úkraínu sem lauk fyrir skömmu í
Kharkov. Teflt var eftir útsláttarfyr-
irkomulagi og Vassily Ivansjúk (2.715)
var stigahæstur þeirra þrjátíu tveggja
skákmanna sem hófu keppni. Hann var
sleginn út af gamla brýninu Oleg Rom-
anishin í annarri umferð en hér hafði
hann svart í einvígi sínu gegn Danilo
Skhuran (2.390). 21. … Rg4+! 22. Kg1
hvítur hefði ekki verið mikið bættari
eftir 22. Kg3 Bxf2+ 23. Kxg4 He8! og
svartur hótar í senn máti og bisk-
upnum á c2. 22. … He8 23. Bd3 He1+
24. Bf1 24. Hxe1 hefði leitt til máts eft-
ir 24. … Dxe1+ 25. Hxe1 Hxe1+ 26.
Bf1 Bxf2+ 27. Kh1 Hxf1#. 24. … De2!
og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Stað og
stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
á tónleikunum. Á píanóið leikur Kort Kopesky, tónlistarstjóri Ís-
lensku óperunnar, en sérstakur kynnir á tónleikunum verður Þór
Jónsson.
Fluttar verða aríur og dúettar úr óperunum Carmen, Tosca, La
Traviata, La Boheme, La Forza del Destino, Turandot, Töfraflaut-
unni, Don Giovanni, Sedu brúðinni og fl.
Í KVÖLD klukkan hálfníu ber vel í veiði fyrir söngunnendur, því þá
munu Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Auður Gunn-
arsdóttir sópran koma fram á söngtónleikum í Þjóðleikhúsinu.
Jóhann Friðgeir og Auður starfa bæði mikið í Evrópu og þykja að
sögn eftirsótt í tónleikahúsum þar.
Þá munu félagarnir í karlakórnum Voces Masculorum koma fram
Morgunblaðið/Kristinn
Óperustund í Þjóðleikhúsinu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Hár-
greiðsla, fótaaðgerð. Kl. 9–16.
Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, keila kl. 13.30.
spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Heilsugæsla
kl.10.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13,
bað kl. 8–12.30, handavinna kl. 9–16, gler-
list kl. 9–12, brids/vist kl. 13–16.30, glerlist
kl. 13–16.
Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45,
bað kl. 9–14, leikfimi kl. 10–11, ferð í Bónus
kl. 14.40, pútt. Kl. 9–15.
Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16,
verslunin kl. 10–13, bankinn kl. 13.30, leik-
fimi kl. 11–11.30. Kl. 8–16.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði, | Hraun-
seli. Kl. 9 húsið opnað, kl. 11 línudans, kl.
13.30 pílukast, kl. 14–16 pútt á Ásvöllum. Kl.
8–16.
Félag eldri borgara Kópavogi | Skrifstofan
er opin frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjá-
bakka kl. 15–16.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Ásgarði
Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11.00
þáttur um málefni eldri borgara á RUV.
Söngfélag FEB kóræfing kl. 17.00 línudans-
kennsla Sigvalda kl. 19.15. Laugardaginn 18.
sept. haustlitir í Skorradal, kvöldverður og
dans í veitingastaðnum Skessubrunni.
Leiðsögumenn: Tómas Einarsson og Páll
Gíslason. Kl. 9–17.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kven-
félag Garðabæjar býður eldri borgurum í
bingó og kaffihlaðborð í Garðaholti.
Skemmtunin byrjar kl. 14.00 en rúta fer kl.
13.30 frá Kirkjulundi. Kvennaleikfimi kl.
9.30, 10.20 og 11.15.
Gjábakki | Handavinna kl. 10–17, bobb kl.
17. Kl. 10–17.
Gullsmári | Félagsþjónustan er opin virka
daga kl. 9–17. Kl. 9–17.
Hraunbær 105 | Kl. 9–16.30 handavinna,
bútasaumur og hárgreiðsla , kl. 9–12 út-
skurður, kl. 10–15 fótaaðgerð, kl. 11–11.30
banki, kl. 13–16.30 brids.
Hvassaleiti 56–58 | Bingó í dag kl. 14.
Myndlistarnámskeið hefst kl. 15. Opin
vinnustofa frá kl. 9. Jógatímar. Sam-
verustund með Helgu kl. 10.30.
Hæðargarður 31, | Opin vinnustofa kl. 9,
hárgreiðsla kl. 9–12, fótaaðgerð kl. 9–
16.30. Kl. 9–16:30.
Langahlíð 3 | Hjúkrunarfræðingur á staðn-
um kl. 9.30, hárgreiðsla kl. 10, verslunin kl.
10–12, leikfimi kl. 11, föndur og handavinna
kl. 13. Bingó kl. 15.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa,
kl. 13–13.30, kl. 14 félagsvist kaffi verðlaun.
Kl. 9–16.
Vesturgata 7 | Sund í Hrafnistulaug kl. 10–
12, fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16,
verslunarferð kl. 12.15–14.30, myndbands-
sýning, spurt og spjallað kl. 13–14. Kl. 9–13.
Vitatorg | Smiðjan kl. 8. 45–11.45, hár-
greiðsla kl. 9–16, samvera kl. 10–11, fótaað-
gerðir kl. 10–16, handmennt kl. 13–16.
Skráning hafin á vetrarnámskeið, myndlist,
pennasaum, leirlist, glerbræðslu, gler-
skurð, bókband og smíði.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elleikur, hugleiðing, fyrirbænir. Léttar veit-
ingar eftir stundina. Kirkjuprakkarar kl.
16.30. TTT kl. 17.30.
Hafnarfjarðarkirkja | Vikulegar kyrrð-
arstundir í hádegi á miðvikudögum hefjast
í dag í Hafnarfjarðarkirkju eftir sumarhlé.
Stundin hefst með orgel- og píanóleik eða
þögn kl. 12. Ritningarorð, íhugun í kyrrð og
boðið til altaris og fyrirbæna. Eftir stund-
ina er boðið upp á léttan málsverð í Ljós-
broti Strandbergs.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla mið-
vikudaga kl. 8.00. Hugleiðing, alt-
arisganga, léttur morgunverður.
Kristniboðssambandið | Samkoma í kvöld
kl. 20. Ræðumaður Friðrik Schram. Kaffi-
veitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Neskirkja | Fyrirbænamessur alla miðviku-
daga í Neskirkju frá kl. 12.15 til 12.35. Alt-
arisganga. Organisti Steingrímur Þórhalls-
son, prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Fyrirbænaefnum er hægt að koma til
prests fyrir athöfnina. 8. sept. verður beð-
ið fyrir aðilum Breslan-illvirkjanna.
Skemmtanir
Grand Rokk | Hraðskákmót verður á
Grandrokk klukkan 18 í kvöld og eru verð-
laun í boði.
Tónlist
Tónlistarskóli Garðabæjar | Haukur Páll
Haraldsson, söngvari við Ríkisóperuna í
München, syngur á hádegistónleikum í
Garðabæ fimmtudaginn 9. september kl.
12.15. Agnes Löve, skólastjóri Tónlistar-
skóla Garðabæjar, er undirleikari Hauks á
tónleikunum.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 24. júlí
sl. í Seltjarnarneskirkju af sr. Pálma
Matthíassyni þau Anna Guðmunds-
dóttir og Mark Twomey. Heimili
þeirra er á Írlandi.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Hveitigraspressa
verð kr. 4.500
Græni töfrasafinn
Hægt að nota sem
ávaxtapressu líka
Á opnu borði.
Norður
♠643
♥–
♦1065432
♣8432
Vestur Austur
♠– ♠D1087
♥KDG1065432 ♥Á987
♦DG ♦987
♣KD ♣109
Suður
♠ÁKG952
♥–
♦ÁK
♣ÁG765
Suður spilar sex spaða og fær út
hjartakóng.
Hver er vinningsleiðin á opnu borði?
Lausn: Vörnin á augljóslega slag á
lauf, svo verkefnið verður að ná tromp-
inu af austri. Til að byrja með er
hjartakóngurinn stunginn í borði með
þristinum og undirtrompað heima með
tvisti. Svo er spaða spilað á níuna. Þá
er ÁK í tígli lagðir niður (og DG falla),
laufás tekinn og vestri spilað inn á lauf.
Vestur á ekkert nema hjarta og spilar
því. Sagnhafi trompar í borði með sexu
og undirtrompar með fimmu. Spilar
svo tígultíu og frítígli áfram þar til
austri þóknast að trompa.
Höfundur er ókunnur en dálkahöf-
undur sá spilið í bresku blaði og þar
var fyrirsögnin „The Undertaker“.
Breskur húmor af bestu gerð.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is