Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 44
ÓVENJULEG danssýning verður í Laug-
ardalshöllinni með Pilobolus-dansleikhúsi
í mars á næsta ári. Sýningin hefur slegið í
gegn í New York
og vakið mikla at-
hygli í Bandaríkj-
unum. Hún var á
dögunum til um-
fjöllunar í hinum
fræga fréttaskýr-
ingarþætti 60 mín-
útum enda trúa
menn vart sínum
eigin augum þeg-
ar þeir sjá hvað
meðlimum Pilobo-
lus-dansflokksins
er til lista lagt.
„Þú trúir ekki eigin augum og hvernig
þau fara að þessu. Þú skilur ekki hvernig
einn maður getur verið með fjóra á bakinu
og hlaupið um sviðið,“ segir Ísleifur Þór-
hallsson skipuleggjandi.
Hann segir sýningar dansflokksins bók-
aðar langt fram í tímann og að Íslendingar
séu í heppnir að fá að sjá hann svo
fljótt./38
Óvenjuleg dans-
sýning í vetur
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MIÐAÐ við að seldir séu 20.000 nýir og not-
aðir bílar á ári skipta nálægt 20 milljarðar kr.
um hendur hér á landi. Stór hluti af þessum
markaði er fjármagnaður með lánum. Erna
Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins,
segir að munurinn á vöxtum á lánum til fast-
eignakaupa og lánum til bílakaupa hafi að
jafnaði verið nálægt 1,5%. Síðustu daga hafi
vextir hins vegar lækkað á fasteignalánum
niður í 4,2% hjá mörgum lánveitendum.
Vextir af lánum til bílakaupa séu hins vegar
enn og hafi lengi verið 7,5%.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Landsbanka, segist ekki
telja það útilokað að vextir á bílalánum lækki.
Hún segir þó mikinn eðlismun vera á bílalán-
um og fasteignalánum. „Ég held að það sé
mjög mikilvægt að skilja á milli fjármögn-
unar á húsnæði og einkaneyslu eins og bif-
reiðakaupa. Auðvitað er þetta eitthvað sem
fólk verður að vega og meta sjálft en ég held
að það ætti helst að forðast að taka 40 ára lán
til að kaupa bíl, sem er ónýtur eftir 10 ár.“
Vextir ekki
lækkað á
bílalánum
Vilja/C2
SÚ VAR tíðin að nýnemar í framhaldsskólum
höfðu öðrum þræði ástæðu til að óttast busa-
vígslur, en á síðustu árum hafa eldri nemar
lagt áherslu á að gera vígsluna skemmtilegri
en áður var. Þessi stúlka sá a.m.k. ástæðu til
að brosa þegar hún var tekin formlega inn í
Kvennaskólann í Reykjavík, en þar fór fram
busavígsla í gær. Busarnir voru m.a. látnir
taka nokkrar armbeygjur.
Morgunblaðið/Sverrir
Brosandi í busavígslu í Kvennó
STJÓRN Samherja hf. á Akureyri
samþykkti á fundi sínum í gær fjár-
festingar sem alls nema um 2,7
milljörðum króna. Þar af eru hluta-
fjárkaup í þýskum og breskum út-
gerðarfélögum upp á 2,3 milljarða
króna. Afgangurinn, um 400 millj-
ónir, eru vegna kaupa á auknum
hlut í Síldarvinnslunni og uppsjáv-
arveiðiskipi frá Hjaltlandseyjum í
stað Oddeyrarinnar EA, sem verður
lagt.
Í tilkynningu frá Samherja segir
að með viðskiptunum sé fyrirtækið
að auka þátttöku sína í sjávarútvegi
í Evrópusambandinu. Veiðiheimildir
þeirra fjögurra fyrirtækja í ESB
sem Samherji á aðild að nema um 20
þúsund þorskígildistonnum, aðeins
fimm þúsund tonnum lægri en veiði-
heimildir fyrirtækisins á Íslands-
miðum.
Stjórn Samherja samþykkti að
kaupa 65% hlutafjár í þýska útgerð-
arfélaginu CR Cuxhaven Reederei
GmbH, en fyrir átti félagið 35%
hlut. Kaupverð nemur 17,3 milljón-
um evra, eða rúmlega 1.500 millj-
ónum. Þá voru samþykkt kaup dótt-
urfyrirtækisins Onward Fishing
Company Ltd. á 50% hlut í Boyd
Line Ltd í Hull fyrir um 6,5 millj-
ónir punda, eða 838 milljónir kr.
Seljendur 65% hlutafjárins í CR eru
Þorsteinn M. Baldvinsson, Kristján
Vilhelmsson, Finnbogi Baldvinsson
og Kaldbakur hf. en þessir aðilar
keyptu þennan hlut á árinu 2000 af
Samherja hf. Verður um helmingur
kaupverðsins nú greiddur með eigin
bréfum í Samherja hf. á genginu
12,2.
Boyd Line Ltd í Hull er að hálfu í
eigu dótturfélags Samherja í Skot-
landi, Onward Fishing Company, og
að hálfu í eigu dótturfélags Parle-
vliet & Van Der Plas B.V. í Hollandi.
Seljandi bréfanna er Kaldbakur hf.
sem keypti þau á sínum tíma af
Brim hf. Hluturinn sem Samherji
keypti í Síldarvinnslunni nemur
3,6% alls hlutafjár. Seljandi var
Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf. Á
Samherji og dótturfélagið Snæfugl
ehf. nú rúm 37% eignarhluta í SV.
Heildarkaupverð hlutabréfanna
nemur 259 milljónum króna.
Finnbogi Jónsson, stjórnarfor-
maður Samherja, segir að fyrirtæk-
ið muni leggja aukna áherslu á fjár-
festingar erlendis á næstu árum,
þar sem möguleikar til stækkunar
hér á landi séu ekki fyrir hendi að
svo stöddu, a.m.k. varðandi veiði-
heimildir. Þó að útgerðirnar í
Þýskalandi og Bretlandi hafi að
mestu leyti verið í eigu Íslendinga
sé félagið sjálft, Samherji, að auka
sinn hlut. Finnbogi segir íslenska
þekkingu í sjávarútvegi vera farna
að skila sér með bættum rekstri, t.d.
á frystiskipunum sem gerð séu út
frá Þýskalandi og Póllandi. Þá hafi
samningar tekist við þýsk stéttar-
félög um breyttar reglur um mönn-
un skipanna.
Stjórn Samherja samþykkti fjárfestingar upp á um 2,7 milljarða króna
Kaupa í erlendum útgerðar-
félögum fyrir 2,3 milljarða ÍSLENSK skip hafa fengið stóra ogfallega síld úr norsk-íslenska síldar-stofninum á alþjóðlega hafsvæðinu
milli Íslands og Noregs, Síldarsmug-
unni svokölluðu, undanfarnar vikur.
Norskir fiskifræðingar telja að þetta
bendi til breytinga á göngumynstri
síldarstofnsins og að hún gæti þá
gengið inn í íslenska lögsögu, líkt og
hún gerði á árum áður.
Síldin hefur veiðst nokkuð norð-
arlega í Síldarsmugunni undanfarn-
ar vikur en undanfarin tvö ár hefur
hún gengið nokkuð sunnar á vorin,
allt suður í færeyska lögsögu og varð
hennar vart innan íslenskrar lög-
sögu sl. vor. Þá gekk hins vegar illa
að veiða hana, m.a. vegna þess hve
mikið af kolmunna var þá á veiði-
svæðinu. 2002 árgangur norsk-ís-
lenska síldarstofnsins er talinn mjög
stór.
Fá fallega
síld í Síldar-
smugunni
Kann að/11
MIKIÐ hagræði er óinnleyst í bankakerfinu að
sögn Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Ís-
landsbanka. Hann sagði á morgunverðarfundi
bankans í gær, þar sem fjallað var um horfurnar
í þjóðarbúskapnum, að búast mætti við frekari
samrunum í íslenska bankakerfinu en orðið er.
Umræðan um þessi mál sé þó of þröng. Ræða
þyrfti um allar fjármálastofnanir í þessu sam-
hengi, ekki einungis viðskiptabankana þrjá,
heldur einnig fjárfestingarbanka, lífeyrissjóði,
sparisjóði, tryggingafélög og Íbúðalánasjóð.
„Framþróunina sem orðið hefur í íslensku
viðskiptalífi má að miklu leyti rekja til þeirrar
hagræðingar, einkavæðingar og umbyltingar
sem orðið hefur á fjármála- og bankamarkaði,“
sagði Jón í samtali við Morgunblaðið eftir fund-
inn í gær. „Við erum ekki komin til enda í þess-
um efnum og verðum að hætta að horfa á þessi
mál út frá þröngu sjónarhorni. Myndin er miklu
stærri en svo að hún nái einungis til bankanna.“
Jón sagði að öflugri einingar á fjármálamark-
aði, sem stæðu styrkari fótum í íslensku efna-
hagslífi, gætu stundað mun öflugri útrás, stutt
betur við bakið á viðskiptavinunum í þeirra út-
rás og komið svo með fjölmargt aftur hingað til
lands sem nýtist öllum. „Tækifærin eru til stað-
ar og ég er sannfærður um að það muni koma til
frekari samruna á fjármálamarkaði á næst-
unni,“ sagði Jón Þórisson.
Aukinn viðskiptahalli
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar-
deildar Íslandsbanka, sagði á morgunverðar-
fundinum, að aukinn viðskiptahalli og verðbólga
væru merki um ójafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Margt væri þó jákvætt, s.s. nýhafið hagvaxt-
artímabil, aukinn kaupmáttur og hækkandi
eignaverð, góður aðgangur að fjármagni, lækk-
andi langtímavextir og aukin útrás fyrirtækja.
Frekari samruna spáð
Aðstoðarforstjóri Ís-
landsbanka vill horfa
til alls fjármálalífsins
Merki/12
♦♦♦