Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 1
2004  MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAUKAR KOMNIR Í MEISTARADEILD EVRÓPU / B12 ELÍN Anna Steinarsdóttir, leik- maður ÍBV, mun í vetur spila knattspyrnu á Ítalíu. Hún heldur á morgun til Napólí í skóla og stendur til boða að spila með Napoli eða Decimum Lazio en hefur ekki gert upp hug sinn hvort félagið hún velur. Decimum Lazio er eitt af bestu liðum Ítalíu og varð síðast meistari árið 2002 en Napoli leikur í 3. deild. Fyrst ætlar hún að taka sér frí í þrjár vikur, enda framundan nám í ítölsku og síðan byggingaverk- fræði, en hún verður ytra í 7 mán- uði og mætir því aftur í vor. „Mér líst mjög vel á að spila þarna. Ég var á Ítalíu í einn og hálfan mánuð í fyrra og líkaði mjög vel,“ sagði Elín Anna sem heldur til Ítalíu á morgun. Hún er 21 árs og er frá Borg- arnesi og lék þar með strákalið- um Skallagríms í yngri flokk- unum. Síðan spilaði hún með ÍA, Val og Breiðabliki í úrvalsdeild- inni, áður en hún gekk til liðs við ÍBV fyrir þetta tímabil. Elín Anna hefur spilað einn A-landsleik, 15 leiki með 21 árs landsliðinu og 18 leiki með yngri landsliðunum. Elín Anna til Napoli eða Lazio VILHELM Gauti Bergsveinsson, fyrirliði handknattleiksliðs HK, hefur lagt skóna á hilluna, um sinn að minnsta kosti. Vilhelm hefur átt við slæm meiðsli í öxl að ræða og á vef HK er haft eftir honum að hann hafi ákveðið að gefa bæði líkama og sál tækifæri á að jafna sig. Vilhelm Gauti missti af seinni hluta síðasta tíma- bils vegna meiðslanna en tók síð- an við þjálfun liðsins og stjórnaði því á lokaspretti Íslandsmótsins. Vilhelm Gauti ekki með HK ARNÓR Atlason, handknattleiks- maður hjá Magdeburg í Þýskalandi, þarf að gangast undir smávægilega hjartaaðgerð á næstunni. Á dög- unum kom í ljós að hann er með meðfæddan hjartagalla og þarf því að gangast undir aðgerð. „Þetta uppgötvaðist þegar hann fór í hjartalínurit hjá Magdeburg. Læknunum fannst það ekki alveg eðlilegt þannig að hann var sendur í röntgenmyndatöku og síðan til hjartasérfræðings sem telur að um galla í hjartaloku sé að ræða,“ sagði Atli Hilmarsson, faðir Arnórs í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Þetta hefur ekkert háð strákn- um og hann aldrei fundið neitt fyrir þessu. Hann æfir á fullu með félag- inu og spilaði í gær með B-liðinu og gerði átta mörk þannig að það er í rauninni ekkert að honum. Það er samt fínt að þetta kemur í ljós á meðan hann er svona ungur og sprækur,“ sagði Atli. Hann sagði að Arnór færi til sér- fræðings í Leipzig á mánudaginn kemur og trúlega færi hann þá beint í aðgerðina. „Arnór segir að hann verði einn dag á sjúkrahúsi og síðan fjóra daga heima. Það er eitt- hvert op sem þarf að loka og þetta er ekki stór aðgerð eins og sést af því hversu stuttan tíma hann þarf til að jafna sig,“ sagði Atli. Arnór í aðgerð vegna hjartagalla Morgunblaðið/Sigfús Eyjamenn kunna að fagna og hér gleðjast þeir yfir einu marka sinna í gær með miklum hama- gangi. Fjallað er um næstsíðustu umferð deildarinnar á B2, B3, B4, B5 og B7. Einu sinni áður hafa fleiri áhorf-endur séð handboltaleik en það var þegar 35 þúsund manns fylltu Georgia Dome höllina í Atlanta í Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum 1996 og sáu Króata leggja Svía í úr- slitaleik. Logi er í góðum félagsskap hjá Lemgo, ásamt kjarnanum úr þýska landsliðinu. Markus Baur skoraði 8 mörk fyrir Lemgo og Christian Schwarzer 7 en að Loga viðbættum skoruðu þessir þrír öll mörk liðsins nema fimm. Stefan Lövgren, Svíinn reyndi, skoraði 10 mörk fyrir Kiel og þeir Frode Hagen og Christian Zeitz gerðu 7 mörk hvor.  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Essen sem vann nauman sigur á Göppingen á heimavelli, 28:27. Andrius Stelmokas skoraði 4 mörk fyrir Göppingen og Jaliesky Garcia 3.  Alfreð Gíslason stýrði Magdeburg til stórsigurs á útivelli gegn Wil- helmshavener, 39:28. Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir heimaliðið. Hvorki Sigfús Sigurðsson né Arnór Atlason voru í leikmannahópi Magde- burg.  Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Minden, skoraði 2 mörk þegar lið hans steinlá á heimavelli gegn meist- urum Flensburg, 20:33.  Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir nýliða Düsseldorf sem töpuðu fyrir Gummersbach á heima- velli, 21:25. Markús Máni Mich- aelsson leikur ekki með Düsseldorf í bili en hann lenti í umferðarslysi á dögunum. Logi með 6 í heims- metsleik í Schalke LOGI Geirsson byrjaði vel með stórliði Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, en lið hans hóf þó vertíðina á tapi á heimavelli. Logi skoraði 6 mörk þegar Lemgo tók á móti Kiel á hinum magnaða AufSchalke-knattspyrnuleikvangi í Gelsenkirchen, frammi fyrir 30.925 áhorfendum, sem er heimsmet á leik félagsliða. Kiel hafði betur, 31:26, og var með undirtökin í leiknum allan tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.