Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 B 7 ÞAR sem Albert Sævarsson hætti að leika með Grindvíkingum þegar tveir leikir voru eftir brugðu þeir á það ráð að fá hinn gamalreynda Þorstein Bjarnason til að taka upp hanskana að nýju en Þorsteinn er orðinn 47 ára. „Þetta var ekkert mál, það var aðallega erfitt að fá skrokkinn til að hlýða. Ég átti að taka eitt af mörk- unum og hefði gert það á venjuleg- um degi,“ sagði Þorsteinn eftir leik- inn gegn Keflavík. Hann sagðist vera tilbúinn að leika í síðustu um- ferðinni en sagði það á valdi stjórn- ar Grindavíkur hvort þeir vildu leyfa yngri strákunum að spreyta sig. En ætlar hann halda áfram að spila? „Ég veit nú ekki hvort ég ætti að demba mér í þetta, held að ég láti einn leik á ári duga,“ sagði Þor- steinn glaðlega að lokum. „Mér fannst við vera að spila fín- an bolta, alla vega til að byrja með en það virðist vera þannig að þegar við komumst yfir þá förum við sjálf- krafa í eitthvert kerfi og föllum alltof aftarlega á völlinn og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Haraldur Freyr Guðmunds- son, fyrirliði Keflvíkinga, en hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég er sáttur við það að við skoruðum þrjú mörk og komumst tvisvar yfir en við vinnum ekki leiki ef við fáum á okkur fjögur mörk og varnarleik- urinn var alls ekki nógu góður. Við verðum bara að berja okkur saman fyrir síðasta leikinn, við höfum dal- að nokkuð í síðustu leikjum en ætl- um okkur sigur næst, ekki spurn- ing,“ bætti Haraldur við. „Þetta er gríðarlegur léttir, að vera búnir að bjarga sér og vinna Keflvíkingana – það þykir nú ekki leiðinlegt. Þetta var hraður og op- inn leikur en ég held að við höfum verið sterkari lengst af, fengum fleiri opin færi og vorum óheppnir að vera ekki fleiri mörkum yfir í hálfleik. Við vorum of værukærir í vörninni og gáfum þeim tvö mörk eftir aukaspyrnur sem var kannski óþarfi. En í heildina er ég sáttur,“ sagði Guðmundur Valur Sigurðs- son, þjálfari Grindavíkur. Þorsteinn Bjarnason tekur upp hansk- ana – erfitt að fá skrokkinn til að hlýða Keflavík 3:4 Grindavík Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeild karla, 19. umferð Keflavíkurvöllur Sunnudaginn 12. sept. 2004 Aðstæður: Skýjað, nær logn, 12 stig, völlur þungur og blautur. Áhorfendur: 772 Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þróttur R., 4 Aðstoðardómarar: Svanlaugur Þorsteinsson, Pjetur Sigurðsson Skot: 24(10) - 17(13) Hornspyrnur: 3 - 5 Rangstöður: 6 - 1 Leikskipulag: 4-4-2 Magnús Þormar Guðjón Árni Antoníusson Stefán Gíslason M Haraldur Freyr Guðmundsson M Ólafur Ívar Jónsson Hólmar Örn Rúnarsson M Jónas Guðni Sævarsson Hörður Sveinsson (Guðmundur Steinarsson 73.) Ingvi Rafn Guðmundsson Scott Ramsay M Þórarinn Brynjar Kristjánsson M Þorsteinn Bjarnason Paul McShane M Óðinn Árnason Guðmundur A. Bjarnason Ray Anthony Jónsson Momir Mileta M Sinisa Valdimar Kekic M Eysteinn Húni Hauksson Óskar Örn Hauksson Alfreð Elías Jóhannsson M (Sveinn Þór Steingrímsson 87.) Grétar Ó. Hjartarson MM 1:0 (18.) Ray Anthony Jónsson sendi boltann í átt að eigin marki, Hólmar Örn Rúnarsson komst inní sendinguna, Guðmundur Andri Bjarnason náði af honum boltanum en sendi hann rakleitt í eigið mark, framhjá Þor- steini Bjarnasyni. 1:1 (21.) Momir Mileta tók hornspyrnu frá hægri, Óskar Örn Hauksson var við fjærstöngina, boltinn sveif yfir alla í markteignum og Óskar þurfti að- eins að nikka honum í markið með höfðinu. 1:2 (26.) Momir Mileta tók hornspyrnu frá vinstri, beint að stönginni nær þar sem Sinisa Valdimar Kekic var mættur og stangaði knöttinn í netið. 2:2 (52.) Brotið var á Þórarni Kristjánssyni hægra megin við vítateigsboga Grindavíkur. Haraldur Freyr Guðmundsson tók aukaspyrnuna og skor- aði beint með þrumuskoti í þverslána og inn, óverjandi fyrir Þorstein. 3:2 (59.) Scott Ramsay tók aukaspyrnu frá vinstri og sendi fyrir mark Grindavík- ur. Haraldur Freyr var mættur í vítateignum og fleytti boltanum aftur fyrir sig með höfðinu og í markið. 3:3 (61.) Momir Mileta sendi háa sendingu innfyrir vörn Keflvíkinga þar sem Grétar Ó. Hjartarson tók við boltanum og lyfti honum laglega yfir Magnús í marki Keflavíkur. 3:4 (85.) Grétar átti stungusendingu innfyrirvörn Keflvíkinga, sem töldu Alfreð Elías Jóhannsson rangstæðan. Hann tók við boltanum og smellti hon- um upp í markhornið hægra megin. Gul spjöld: Sinisa Valdimar Kekic, Grindavík (65.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin Mörg skörð voru í liðunum aðþessu sinni en Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur, gat ekki stjórnað liði sínu vegna leikbanns eins og miðjumaður- inn sterki Zoran Ljubicic. Grindvík- ingar söknuðu fyrirliða síns, Óla Stefáns Flóventssonar, og Gests Gylfasonar sem báðir voru í leik- banni. Orri Óskarsson var meiddur og Albert Sævarsson markmaður hættur að leika með liðinu, stöðu hans tók hinn þaulreyndi Þorsteinn Bjarnason sem einnig tók upp hansk- ana fyrir liðið í síðasta leik liðsins í fyrra. Þrátt fyrir forföll í liðunum var leikurinn hin mesta skemmtun og þrátt fyrir að völlurinn hafi verið blautur og leikmenn átt erfitt með að fóta sig var hraðinn mikill og mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Mikið var um færi og markskot voru á fjórða tug. Keflvíkingar komust yfir á 18. mínútu eftir sjálfsmark en aðeins átta mínútum síðar höfðu gestirnir jafnað og komist yfir – Óskar Örn Hauksson og Sinisa Valdimar Kekic skoruðu eftir hornspyrnur, þar sem vörn Keflvíkinga var alveg úti á þekju. Alfreð Jóhannsson, framherji Grindvíkinga, fékk einnig dauðafæri í tvígang eftir að Magnús Þormar, í marki Keflavíkur, hélt ekki skotum Grétars Hjartarsonar á 22. og 23. mínútu. Grindvíkingar voru mun beittari í sókninni og voru aftur lík- legir til afreka á 39. mínútu eftir hættulega aukaspyrnu frá Momir Mileta sem Magnús sló út í teig en skot Sinisa Kekic fór í varnarmann og framhjá. Þrátt fyrir mörg færi undir lok hálfleiksins var staðan í leikhléi 1:2. Keflvíkingar komu einbeittir inn í síðari hálfleik og tók þá ekki nema sjö mínútur að jafna metin. Það gerði varnarmaðurinn og fyrirliðinn, Har- aldur Freyr Guðmundsson. Eftir jöfnunarmarkið virkaði vörn Grind- víkinga hálf óörugg og kom það ekki á óvart þegar Haraldur kom heima- mönnum yfir á 59. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu Grindvíkingar aftur, þar var að verki Grétar Hjartarson eftir glæsilega sendingu Momir Mileta sem hafði þá lagt upp öll mörk Grindvíkinga. Stað- an orðin 3:3 og aðeins farið að draga af leikmönnum, sem fá hrós skilið fyrir prúðmannlega leikinn leik, að- eins eitt gult spjald fékk að líta dags- ins ljós. Engu líkara var en að leik- menn ætluðu að una sáttir með jafnteflið þegar Grindvíkingar stálu sigrinum fimm mínútum fyrir leiks- lok þegar Alfreð Jóhannsson skoraði. Heimamenn voru allt annað en sáttir með markið og vildu meina að Alfreð hafi verið kolrangstæður. Markið stóð og Grindvíkingar fögnuðu sigri. Grétar Hjartarson skoraði mark og lagði upp annað. Hann var að von- um ánægður í leikslok. „Það er frá- bært að koma hingað til Keflavíkur og tryggja sætið í deildinni hér. Völl- urinn var mjög blautur og gerði okk- ur erfitt fyrir en bæði lið gerðu sitt besta til að spila góðan fótbolta og mér þótti það ganga vel. Við fórum þreyttir og ánægðir af leikvelli í dag, og þó svo að við höfum fengið á okkur þrjú mörk skiptir það ekki svo miklu máli þegar við skorum fjögur,“ sagði Grétar. Grindavík úr hættu eftir sjö marka leik BOÐIÐ var upp á markaveislu í Keflavík í gærdag þegar Grindvík- ingar sigruðu Keflvíkinga 4:3 í hröðum og spennandi leik þar sem úrslitin réðust með umdeildu marki Grindvíkinga fimm mínútum fyrir leikslok, þar sem Keflvíkingar töldu að um rangstöðu hafi verið að ræða. Með sigrinum tryggðu Grindvíkingar, sem voru í fallbar- áttu fyrir leikinn, sæti sitt í efstu deild að ári og fögnuðu leikmenn því innilega í leikslok. Þegar ein umferð er eftir óleikin eru liðin jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti með 21 stig. Andri Karl skrifar Morgunblaðið/Sverrir s Sæmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, kyssir bikarinn. „Þetta var algjör draum- r fyrir okkur stelpurnar sem hafa verið lengi í fótboltanum og farið allan kalann, verið í botnbaráttu, tapað með tveggja stafa tölu og vinna nú loksins alvörubikar,“ sagði Íris eftir leikinn. yrirliði Vals, Íris Andrésdóttir, sagði synd að taka ekki líka þennan bik- „Sigur hefði getað endað báðum gin en ÍBV fékk færi í lokin og nýtti ,“ sagði Írís eftir leikinn. „ÍBV-liðið jaði af meiri krafti en það hefur ver- ín stemning í liði okkar alla vikuna, in ofurspenna eða slíkt. Það kom ur heldur ekki á óvart í leik ÍBV. Við um að þær myndu koma í leikinn af fti en við brugðumst ekki við því ax, það tók okkur hálftíma að ná fót- u í leiknum og þegar við gerðum það paði það færi en því miður gáfum við færi á okkur og það nýtti Eyjaliðið Við breyttum um leikkerfi og það strax að virka, við náðum tökum á miðjunni en fram að því vorum við að- allega í því að sparka boltanum sem lengst fram. Við fórum að spila betur en því miður vildi boltinn inn hjá okkur í dag. Við vorum langt frá því að sýna okkar besta í dag og synd að enda sum- arið svona. Við getum samt borið höf- uðið hátt, höfum átt frábært sumar en ÍBV er með mjög gott lið og hafði betur í dag.“ Hélt að við værum tilbúnar „Þetta var ekki nógu góður leikur hjá okkur,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað gerðist, það var allt í fínu standi fyrir leikinn og ég hélt að við værum tilbúnar en við náðum ekki að skapa okkur færi eins og við höfum gert undanfarið, töpuðum boltanum of oft á miðjunni svo að ÍBV átti meira í leikn- um. Það var sárt að tapa þessum leik því mér finnst við í raun besta liðið í ár, höfum spilað mjög vel í sumar og höfð- um ekki tapað leik þar til kom að þess- um og sárt að það skyldi einmitt vera bikarúrslitaleikur.“ Guðbjörg getur vel við sinn leik unað því hún sá til þess að Eyjastúlkur skoruðu ekki úr nokkrum opnum færum. „Í fyrri markinu var ég með puttana á boltanum og sárt að gera ekki betur en seinna markið kemur þeg- ar allir eru komnir í sóknina.“ Þær voru betri byrjuðum leikinn mjög illa en mumst svo ágætlega inn í hann en aliðið einfaldlega vildi frekar en vinna í dag og þetta var ekki einn okkar bestu leikjum í sumar,“ ði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari s, eftir leikinn. „Þær voru rosaleg ngraðar í sigur, sem sást mjög inilega og betra liðið vann. Þetta einfaldlega sanngjarnt og ég vil ka Eyjastelpum til hamingju, þær vel að sigrinum komnar. Við erum ög sáttar við okkar Íslandsmeist- titil þó að það hefði auðvitað verið man að vinna líka hér í dag.“ KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.