Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 12
Við erum svona þokkalega sáttarmeð að tapa með fjórum mörk- um, en hefðum verið alveg sáttar við að tapa með tveimur,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Valskvenna, í samtali við Morgun- blaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum illa og lentum sex mörkum undir í fyrri hálfleik en náðum þeim niður í fjögur fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik náðum við muninum niður í eitt mark þegar um tíu mínútur voru eftir og fengum tvö dauðafæri á miðri línu til að jafna, en það tókst ekki. Í stað þess að leika af skyn- semi og halda muninum í einu til tveimur mörkum og sætta sig við það, vildum við meira og það varð til þess að sænska liðið komst aftur í fimm marka forystu en við gerð- um síðasta markið,“ sagði Guðríður. Hún sagði það mikla og skemmti- lega reynslu fyrir stúlkurnar að taka þátt í mótinu, öll umgjörð og framkvæmd hefði verið til fyrir- myndar hjá Svíunum. „Liðið er svipað að styrkleika og liðin í efri hluta deildarinnar heima, enda er sænska deildin ekki eins sterk og sú norska og danska. Okkur fannst við eiga tækifæri til að sigra en á hinn bóginn sögðu forráðamenn Önnered að þeirra lið hefði átt að vinna stærra. Ég er þokkalega ánægð með hvernig við spiluðum, það var góð dreifing hjá okkur og tíu stelpur skoruðu og Berglind Hansdóttir var maður leiksins hjá okkur, varði ein 18 eða 20 skot. Hún byrjaði ekki vel, var í öllum boltum en þeir láku inn, en hún náði sér upp úr því eins og henni einni er lagið. Ég er alveg viss um að við getum unnið þær með meira en fjórum mörkum á heimavelli og stelpurnar sáu í þess- um leik að það er hægt. Nokkrar í mínu liði eiga mikið inni frá þessum leik þannig að það verður bara gaman að takast á við þær sænsku á heimavelli á laugardaginn,“ sagði Guðríður. Hún sagði sænsku stúlkurnar vera stærri, sterkari og þyngri en leikmenn Vals. „Við erum hins veg- ar sneggri og það nýttist ágætlega í þessum leik. Við skoruðum nokkur mörk úr hraðaupphlaupum en ann- ars var þetta nokkuð jafnt skipt hjá okkur.“ Eigum að geta unnið með meiri mun VALSKONUR standa vel að vígi eftir fyrri leikinn við sænska liðið Önnered í EHF-bikarnum í handknattleik. Liðin mættust í fyrri leiknum í Gautaborg á laugardaginn og höfðu heimastúlkur betur, 30:26. Fjögurra marka tap á útivelli er ágætt veganesti í síðari leik- inn, sem verður að Hlíðarenda á laugardaginn kemur. HAUKAR byrja á heimavelli gegn þýska stórliðinu Kiel í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu. Leikur liðanna verður á Ás- völlum 9. eða 10. október. Þeir spila í deildinni sex helgar í röð, fram í miðjan nóvember Í annarri umferð fara Haukar til Frakklands og leika við Crét- eil og í þriðju umferð mæta þeir Sävehof frá Svíþjóð á heimavelli. Síðan snýst þetta við, Haukar fá Créteil í heimsókn og enda síð- an á útileikjum gegn Kiel og Sävehof. Tvö efstu liðin í hverjum riðl- anna átta komast áfram í 16 liða úrslit, sem eru leikin í desember, og eftir það er leikið með útslátt- arfyrirkomulagi. Haukar byrja heima gegn Kiel Eftir stórsigurinn í gær varþessi leikur hér í kvöld nán- ast formsatriði. Það var erfitt að ná upp stemningu í liðinu í annan leik á móti jafn slöku liði,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið eftir leikinn í gærkvöld. Það var fátt sem gladdi augað í leik liðanna í gær en frábær mark- varsla Birkis Ívars Guðmundsson- ar var ljósi punkturinn. Birkir varði 23 skot þann tíma sem hann var inná en Páll ákvað að skipta honum útaf um miðjan síðari hálf- leik sem og nær öllu byrjunarlið- inu og við það misstu Haukar dampinn en á tímabili í seinni hálf- leik var munurinn tíu mörk. „Það var leiðinlegt að enda leik- inn á þennan hátt en ungu strák- arnir sem fengu tækifærið höndl- uðu það ekki vel,“ sagði Páll. Haukarnir gerðu út um fyrri leikinn á laugardaginn með frá- bærum endaspretti í fyrri hálfleik. Þeir breyttu stöðunni úr 12:11 í 22:12 og þar með var eftirleikurinn auðveldur. Þórir Ólafsson átti skínandi leik og skoraði 11 mörk en belgíska liðið var ákaflega slakt og mun slakara en Páll, þjálfari Hauka, hafði reiknað með. Haukaliðið verður annars ekki dæmt af leikjunum við Neerpelt, til þess var lið Belganna of slakt. Það hafa verið höggvin skörð í Haukaliðið þar sem þeir Alexandr Shamkuts og Robertas Pauzuolis eru horfnir á braut og væntanlega bíður Haukanna strembið verkefni þegar þeir etja kappi við Kiel, Savehof og Crétel í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem hefst í byrjun október. „Það verður auðvitað allt annað að glíma við þessi lið heldur en þetta belgíska lið. Það er hins veg- ar mikil tilhlökkun hjá okkur að takast á við þetta verkefni og að þessu höfum við stefnt. Ég geri mér vel grein fyrir því að liðin sem eru með okkur í riðlinum eru geysisterk. Ég sá til að mynda að Kiel vann útisigur á Lemgo í dag og það segir mér bara hversu gríð- arlega sterkt lið Kiel hefur á að skipa. Strákarnir koma til með að fá mikla reynslu og ég tala nú ekki um þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Við erum veikari varnarlega eftir að Shamk- uts og Pauzuolis fóru og nú tekur við að reyna að þjappa vörninni betur saman áður en alvaran í Meistaradeildinni hefst,“ sagði Páll en Haukar leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu gegn HK á miðvikudaginn. Vandræðalaust hjá Haukum ÍSLANDSMEISTARAR Hauka eru komnir í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í handknatt- leik annað árið í röð en Hauk- arnir áttu ekki í vandræðum með að slá út slakt lið Sporting Neerpelt frá Belgíu í forkeppn- inni þar sem báðir leikir liðanna voru leiknir á Ásvöllum. Haukar burstuðu fyrri leikinn, 42:30, og því var aðeins formsatriði að ljúka síðari leiknum í gærkvöld sem Haukar höfðu betur í, 28:25 og því samanlagt, 70:55. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ingólfsson er hér kominn í fínt færi og Vignir Svavarsson fylgist með félaga sínum. Guðmundur Hilmarsson skrifar ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk, eitt þeirra úr vítakasti, þegar Ciudad Real sigraði Barce- lona, 32:29, í opnunarleik keppnistímabils- ins í spænska handboltanum, leiknum um meistarabik- arinn. Leikurinn fór fram í Lleida, frammi fyrir þrjú þús- und áhorfendum á laugardaginn. Leikurinn var framlengdur en staðan var 10:10 í hálfleik og 25:25 eftir venjulegan leiktíma. Rolando Urios skoraði 7 mörk fyrir Ciudad, Jonas Källman 6 og Ólafur 4 en hjá Barcelona var Luka Zvizej með 7 mörk og þeir Jerome Fernández og Lars- Krogh Jeppesen gerðu 5 mörk hvor. Spænsku landsliðs- markverðirnir, Jose Hombrados hjá Ciudad og David Barrufet hjá Barcelona, voru í stórum hlut- verkum í leiknum. Ciudad Real varð spænskur meistari í fyrsta skipti á síðasta tímabili og vann meistarabik- arinn í fyrsta skipti á laugardag- inn. Ciudad meistari meistaranna Ólafur Stefánsson DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði 3 mörk þegar lið hans vann Tatran Presov frá Slóv- akíu, 32:28, í forkeppni Meist- aradeildar Evr- ópu í handknatt- leik um helgina. Þetta var fyrri leikur liðanna og var leikinn í Austurríki en sá síðari fer fram í Slóvakíu um næstu helgi og ljóst að þar eiga Dagur og félagar erfiða baráttu fyrir höndum. Bregenz var með sjö marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá brugðu Slóvakarnir á það ráð að taka Dag úr umferð og með því riðluðu þeir sókn- arleik austurríska liðsins nægi- lega til að minnka muninn í fjög- ur mörk. Takist Bregenz að komast áfram leikur liðið í riðli með Flensburg, Banik Karvina frá Tékklandi og Metkovic frá Króat- íu í Meistaradeild Evrópu. Dagur og Bregenz í harðri baráttu Dagur Sigurðsson WEIBERN, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann óvæntan úti- sigur á Oldenburg, 25:23, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna á laugardag- inn. Íslensku stúlkurnar í liðinu voru atkvæðamiklar og skoruðu nær helming markanna. Sólveig Lára Kjærnested skoraði 6 mörk, Dagný Skúladóttir 4 og Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir 2. Að auki skor- aði Sylvia Strass, fyrrum leikmaður ÍBV, þrjú mörk í leiknum.Weibern tapaði fyrir Frankfurt/Oder á heimavelli, 29:32, í fyrstu umferð- inni á dögunum. Tólf íslensk mörk fyrir Weibern

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.