Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 B 3 FÓLK  HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH-liðsins í knattspyrnu, komst í gær í sjötta sætið yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi hér á landi. Heimir lék þá sinn 240. leik í deildinni og fór upp fyrir Þormóð Egilsson, fyrrum fyrirliða KR. Fyrir ofan Heimi eru Birkir Kristinsson (307), Gunnar Oddsson (294), Sigurður Björgvinsson (267), Andri Marteinsson (246) og Júlíus Tryggvason (243).  JULIAN Johnsson, miðjumaður- inn öflugi, gat ekki leikið með Skagamönnum gegn Víkingi í gær. Julian meiddist í rófubeini í þegar Færeyingar léku við Frakka í und- ankeppni HM í Þórshöfn síðasta miðvikudag.  UNNAR Örn Valgeirsson lék á ný með Skagamönnum í gær eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann lék síðast með ÍA í annarri umferð Íslandsmótsins, í maí. Ell- ert Jón Björnsson var hins vegar ekki með ÍA vegna meiðsla og Andri Karvelsson var ekki með þar sem hann er farinn erlendis í nám.  SAMTALS voru skoruð 24 mörk í leikjunum fimm í 17. og næstsíð- ustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í gær, eða tæplega fimm mörk að meðaltali í leik. Öll tíu liðin skoruðu og þrjú þeirra, Grindavík, FH og ÍA, náðu að skora fjögur mörk. Allan Borg- vardt úr FH og Helgi Pétur Magn- ússon úr ÍA skoruðu sína þrennuna hvor, og báðir skoruðu þar með sína fyrstu þrennu í efstu deild. Borgvardt hefur nú skorað 6 mörk í síðustu þremur mörkum FH en Helgi Pétur, sem skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild gegn Kefla- vík í 16. umferð, er þá kominn með fjögur mörk í tveimur leikjum.  ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, fagnaði stórsigri á sínum gamla heimavelli í Þrándheimi á laugardaginn þegar hann lék þar í marki Vålerenga gegn Rosenborg. Lið Vålerenga sigraði óvænt, 4:1, og er nú í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Rosenborg sem heldur forystunni þrátt fyrir skellinn.  HANNES Þ. Sigurðsson lék síð- ustu 20 mínúturnar með Viking sem fékk dýrmæt stig í fallbarátt- unni með því að sigra Sogndal, 4:2.  GYLFI Einarsson spilaði allan leikinn með Lilleström sem steinlá gegn Odd Grenland á heimavelli, 0:4.  SKAGAMAÐURINN Jóhannes Harðarson lék síðustu 15 mínút- urnar með Start sem vann Bryne, 2:1, í norsku 1. deildinni. Start er á hraðri siglingu upp í úrvalsdeildina en liðið er með sjö stiga forystu á Aalesund og er 13 stigum á undan Sandefjord sem er í þriðja sæti. KA lék án Atla Sveins Þórarins-sonar, sem verið hefur besti leikmaður liðsins í sumar, en hann var í leikbanni auk þess sem Elmar Dan Sigþórsson var meiddur. Í lið KR vantaði Gunnar Ein- arsson sem einnig var í leikbanni en Bjarki Gunnlaugsson var í byrjun- arliði KR í fyrsta sinn í sumar en hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum. KA-menn byrjuðu leikinn mun betur og hélt boltanum vel innan liðsins og þeir áttu fyrsta færi leiks- ins en Kristján Finnbogason varði auðveldlega laust skot Örlygs Helgasonar. Fimm mínútum síðar fékk Sigurvin Ólafsson gott færi fyrir KR en skot hans úr góðu færi fór yfir. KA tók verðskuldaða for- ystu með marki Þorvalds Sveins Guðbjörnssonar eftir hornspyrnu Dean Martin en Jökull Elísabetar- son var nálægt því að bjarga á marklínu en náði ekki að stýra bolt- anum frá. Eftir markið hafði KA- leikinn í hendi sér og náðum heima- menn í KR ekki að ógna marki þeirra að ráði. Sóknarleikur KR- inga var máttlaus og mestallan fyrri hálfleik sótti liðið aðeins á þremur mönnum. Það var hins vegar allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálf- leiks. Strax frá fyrstu mínútu press- uðu KR-ingar stíft að marki KA og komust norðanmenn, sem ætluðu að halda fengnum hlut, varla fram yfir miðju. Ágúst Gylfason og Arnar Gunnlaugsson fengu nokkur góð skotfæri sem ekki nýttust áður en KR-ingar skoruðu tvö mörk með tveggja mínútna millibili úr föstum leikatriðum. Fyrst skoraði Akureyr- ingurinn Kristján Örn Sigurðsson með skalla eftir hornspyrnu og Bjarni Þorsteinsson kom KR yfir með skalla eftir sendingu frá öðrum Akureyringi, Guðmundi Benedikts- syni. Það má því segja að Þórsarar hafi verið örlagavaldar KA í leikn- um því bæði Kristján Örn og Guð- mundur léku með Þór frá Akureyri á sínum yngri árum. KR-ingar voru nær því að bæta við fleiri mörkum heldur en KA að jafna og fór Guð- mundur Benediktsson illa með gott færi eftir glæsilegan undirbúning Elmars Bjarnasonar. Það var svo Arnar Gunnlaugsson sem fékk síð- asta færi leiksins en skalli hans eftir frábæra sendingu Elmars fór framhjá markinu. Eins og áður sagði er staða KA orðin mjög erfið en liðið lék skín- andi vel í fyrri hálfleik en bakkaði fullmikið í þeim síðari og þá gengu KR-ingar á lagið. Ronni Hartvig og Hreinn Hringsson voru bestir í liði KA en í liði KR hélt Kristján Örn Sigurðsson fyrrum félaga sínum í Þór, Jóhanni Þórhallssyni, í skefjum allan tímann. Þá átti Elmar Bjarna- son frábæra innkomu í liði KR og ljóst er að þarna er á ferð einn efni- legasti leikmaðurinn á landinu. Morgunblaðið/Árni Torfason Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, og Framarinn Andri Fannar Ottósson eigast við í Kaplakrika. Vonlítil staða hjá KA VONIR KA um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni dvínuðu í gær þeg- ar liðið tapaði fyrir KR, 2:1. Liðið mætir FH í lokaumferðinni norðan heiða og verður að vinna þann leik og um leið að treysta á að Víkingur og Fram tapi sínum leikjum. KR-ingar eru hins vegar sloppnir við fall eftir sigurinn en eftir fremur slakan fyrri hálfleik sýndi liðið allar sínar bestu hliðar og sýndu KR-ingar stuðningsmönnum sínum gömlu góðu meistarataktana sem skort hefur í sumar. Magnús Geir Eyjólfsson skrifar SKAGAMENN þurfa að sigra Eyja- menn með fimm marka mun í loka- umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu til að ná af þeim öðru sætinu og kom- ast í UEFA-bikarinn á næsta ári. Þrjú stig skilja liðin að og markatala ÍBV er mun betri en hjá ÍA. Að öðrum kosti væri best fyrir Skagamenn að tapa leiknum, treysta á að ÍBV yrði Íslandsmeistari og að FH ynni síðan bikarkeppnina. Þá færi ÍBV í forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu og FH og ÍA í UEFA-bikarinn. Verði FH Íslandsmeistari yrðu það hins vegar KA, Keflavík og HK sem myndu slást um að fylgja ÍBV eða ÍA í UEFA-bikarinn. Það þessarra þriggja liða sem yrði bikarmeistari myndi hreppa hnossið, eða þá það lið, HK eða Keflavík, sem kæmist í úr- slitaleik gegn FH. Sæti í Intertoto-keppninni fellur síðan í hlut ÍA eða Fylkis, ef sú keppni verður þá enn við lýði næsta sumar. ÍA þarf fimm marka sigur KR 2:1 KA Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeild karla, 19. umferð KR-völlur Sunnudaginn 12. september 2004 Aðstæður: Hægur vindur, blautur og háll völlur Áhorfendur: 1123 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Keflavík, 5 Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Ingvar Guðfinnsson Skot á mark: 10(4) - 5(2) Hornspyrnur: 6 - 5 Rangstöður: 4 - 9 Leikskipulag: 4-3-1-2 Kristján Finnbogason Jökull I. Elísabetarson Petr Podzemsky Kristján Örn Sigurðsson M Bjarni Þorsteinsson M Sölvi Davíðsson M (Theodór Elmar Bjarnason 62.) M Kristinn Magnússon Ágúst Gylfason Sigurvin Ólafsson M Bjarki B. Gunnlaugsson (Gunnar Kristjánsson 65.) Arnar B. Gunnlaugsson M Sándor Matus Haukur I. Sigurbergsson Ronni Hartvig M Steinn V. Gunnarsson Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson M Örlygur Þór Helgason Örn Kató Hauksson M Pálmi Rafn Pálmason M Dean Martin Jóhann Þórhallsson Hreinn Hringsson M 0:1 (27.) Dean Martin tekur hornspyrnu frá vinstri. Hann gefur háa sendingu inn á miðjan vítateig KR þar sem Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson skallar boltann í fjærhornið. 1:1 (74.) Arnar Gunnlaugsson tekur hornspyrnu frá hægri og sendir boltann inn í vítateig KA. Ágúst Gylfason skallar boltann til Kristjáns Arnar Sig- urðssonar sem skallar hann af krafti í þaknetið. 2:1 (76.) KR fær aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin. Guðmundur Benediktsson gefur fasta sendingu á nærstöng þar sem Bjarni Þor- steinsson hendir sér fram og skallar boltann í þaknetið. Gul spjöld: Kristján Örn Sigurðsson, KR (69.) fyrir brot.  Þorvaldur Sveinn Guðbjörns- son, KA (89.) fyrir brot. SIGURVINI Ólafssyni, leikmanni KR, var létt eftir sigurinn gegn KA enda liðið búið að bjarga sér frá falli. „Jú, þetta er nokkur léttir enda var mögu- leiki á að við myndum lenda í bullandi fallslag en það var ekkert ann- að að gera en að klára þetta. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik. Þeir nýttu þetta eina færi sem þeir fengu. Ég er ánægður með að liðið fór ekki í baklás eftir markið en maður fékk smáfiðring í magann eftir að þeir skoruðu. En það var líka frá- bært að fá áhorfendur með sér því það er erf- itt að vera stuðnings- maður KR í dag. Við vissum að þeir myndu bakka í síðari hálfleik og við vorum að dæla boltanum inn í vítateig og keyra okkur í gegn og það gekk mjög vel. Við erum með stóran hóp og Elmar er einn efnilegasti leikmaður landsins og hann sýndi það í dag,“ sagði Sig- urvin. Erfitt að vera stuðnings- maður KR í dag Arnar og Sigurvin fagna marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.