Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 B 5 „VIÐ fengum urmul af færum í fyrri hálfleik og spiluðum lengst af vel,“ sagði Þorlákur Árnason, ósáttur þjálfari Fylkis, í leikslok. Hann vandaði Jóhannesi Valgeirs- syni, dómara leiksins, ekki kveðj- urnar þegar hann ræddi um fram- göngu hans. „Eyjamennirnir spiluðu gróft og komust upp með það og það er með ólíkindum miðað við hvernig leikurinn var að við skyldum enda leikinn einum færri. Það áttu tveir til þrír leikmenn ÍBV að fjúka út af með rautt en dómarinn verndaði þá og þeir stjórnuðu þessu gjörsamlega, áhorfendurnir og leikmenn ÍBV. Við vissum þetta fyrir leikinn, þeir eru góðir í þessu og þeim tókst þetta í dag. Við lékum miklu betri fótbolta en þeir skoruðu fleiri mörk,“ sagði þjálfarinn. Gríðarleg vonbrigði Þorlákur segir næsta leik gegn KR vera leik upp á stoltið. „Það er búið að vera rosalegt basl á okkur með meiðsli og annað. Úr- slitin í dag eru okkur gríðarleg vonbrigði en það er bara næsti leikur.“ Þorlákur segir FH klárlega vera með besta liðið. „Við erum ekki með lið á við þá en við erum með svipað lið og ÍBV og ÍA en það hefur verið svolítill klaufa- gangur á okkur í sumar.“ Dómarinn verndaði leikmenn Eyjaliðsins FÓLK  VIJAY Singh fagnaði sínum sjö- unda sigri á PGA mótaröðinni í gær þegar hann lagði Mike Weir á Opna kanadíska mótinu. Til að knýja fram sigur varð að fara í þriggja holu umspil og þar hafði Singh, efsti maður heimslistans, betur.  FYRSTU holu umspilsins, 18. holu vallarins par fimm, léku þeir báðir á fugli, en Weir var nær því að setja púttið fyrir erni í.  NÆSTA hola, 17. holan par fjór- ir, var þeim erfiðari því báðir fengu þeir skolla á hana.  ÁTJÁNDA holan varð fyrir val- inu sem þriðja umspilsholan og því í þriðja sinn þann daginn sem þeir félagar léku hana. Teighögg Weirs lenti í þykku grasi utan brautar en Singh var á miðri braut og setti annað höggið í flatarkant en Weir á miðja braut. Þriðja högg hans lenti hins vegar í vatninu á meðan Singh setti boltan rúman metra frá holu og tvípúttaði en Weir missti sitt pútt.  SINGH náði fugli á síðustu hol- unni og lék því á tveimur undir í gær á meðan Weir lék á einu undir og þar með voru þeir jafnir á 275 höggum eða níu höggum undir pari vallarins.  JOE Ogilvie varð í þriðja sæti, tveimur höggum á eftir Singh og Weir, en hann lék á 69 höggum í gær. Síðan komu fjóri kylfingar jafnir í 4.–7. sæti.  JUSTIN Rose átti frábæran lokahring á Opna kanadíska golf- mótinu, lék þá á 63 höggum sem dugði honum í 4.–7. sæti en hann var í 34. fyrir síðasta daginn. Tom Lehman lék líka vel síðasta daginn, kom inn á 64 höggum og fór úr 30. sæti og að hlið Rose.  PADRAIG Harrington frá Ír- landi sigraði á PGA móti í golfi sem fram fór í Þýskalandi um helgina. Hann lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallarins en annar varð Nick O’Hern frá Ástr- alíu þremur höggum á eftir. Harr- ington lék fyrsta hringinn á 66 höggum, þann næsta á 75, þá kom flottur hringur hjá honum þar sem hann notaði aðeins 64 högg og í gær lauk hann leik á 70 höggum.  KAPPINN byrjaði ekki vel í gær, lék fyrstu tvær holurnar báð- ar á skolla, einu yfir pari. En áður en hann hafði lokið við níu fyrstu holurnar hafði hann krækt sér í þrjá fugla og á síðari níu fékk hann þrjá til viðbótar og einn skolla.  PARIÐ á Gut Lärchenhof vell- inum er 72 og er hann 6.662 metra langur. Harrington lék sem sagt á átta undir pari þriðja daginn, eða jafn vel og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi gerði annan daginn en hann kom þá inn á 64 höggum. Hann endaði í þriðja sæti ásamt Raphaël Jacquelin frá Frakklandi. MAGNÚS Gylfason, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur við sína menn í leikslok. „Við héld- um alltaf áfram og misstum ekki þolinmæðina. Við börð- umst eins og ljón og upp- skárum eftir því og ég er rosa- lega sáttur við mína leikmenn.“ Hann segir sína menn þó hafa fengið allt of mörg spjöld í leiknum. „Kannski við flokk- umst sem grófir en við berj- umst á fullu og það hefur kost- að okkur allt of mörg gul spjöld í sumar. Það voru eitt eða tvö ruglspjöld í dag og við verðum að gera eitthvað í þessu.“ Það vantaði þrjá lykilmenn í ÍBV-liðið í leiknum, Matt Garn- er og Bjarnólfur Lárusson tóku út leikbann og Gunnar Heiðar Þorvaldsson er farinn til Halmstad í Svíþjóð. „Er sáttur“ Leikurinn í Eyjum einkenndistaf miklu roki og hörðum tæklingum. Gestirnir spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og voru miklu sterkari. Strax á áttundu mínútu munaði minnstu að Björgólfur slyppi í gegnum vörn Eyjamanna en Birk- ir Kristinsson var vel vakandi í marki Eyjamanna og kom út á hárréttu augnabliki. Þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum fengu Fylkis- menn aukaspyrnu nálægt miðju vallarins, Guðni Rúnar Helgason tók spyrnuna og eitthvað mis- reiknaði Birkir knöttinn sem hafn- aði í stöng Eyjamarksins og fór þaðan í fangið á Birki. Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi verið aðgangs- harðari í leiknum gekk þeim illa að skapa sér færi. Það dró til tíðinda á 34. mínútu þegar Björgólfur Takefusa fékk boltann inn í víta- teig Eyjamanna, Tryggvi Bjarna- son fór í hann, Björgólfur féll við og Jóhannes Valgeirsson, umdeild- ur dómari leiksins, dæmdi víta- spyrnu. Taldi að Tryggvi hafi ýtt á bak Björgólfs. Eyjamenn mótmæltu og enginn meira en Tryggvi sem uppskar að lokum gula spjaldið. Björgólfur tók spyrnuna sjálfur og skoraði með föstu skoti í hægra hornið, Birkir var í boltanum en náði ekki að verja. Þannig var staðan í leikhléi og hlutirnir snerust við frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eyjamenn tóku öll völd á vellinum, Einar Hlöðver Sigurðsson fékk gott færi eftir hornspyrnu á 50. mínútu en skotið var yfir. Hann var síðan aft- ur á ferðinni fjórum mínútum síð- ar en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel skalla Einars. Fátt mark- vert gerðist fyrir framan mörk lið- anna næstu mínútur en það var þeim mun meira að gera hjá Jó- hannesi dómara sem lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum í leiknum. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 71. mínútu þegar brotið var á Atla Jóhannssyni, Fylkismenn mót- mæltu og vildu meina að brotið hafi verið fyrir utan teig. Dóm- arinn var viss í sinni sök og Mark Schulte skoraði af öryggi úr spyrnunni. Eyjamenn gerðu þá breytingu á sínu liði, Magnús Már Lúðvíksson kom þá inn fyrir Einar Hlöðver Sigurðsson. Hann var ekki búinn að vera inni á vellinum nema í um 30 sekúndur þegar hann fékk gula spjaldið fyrir brot. Fylkismenn misstu boltann strax, Mark Schulte brunaði upp völlinn, Guðni Rúnar Helgason braut á honum og fékk sitt annað gula spjald í leikn- um og þar með rautt. Mark tók spyrnuna og varamaðurinn, Magn- ús Már Lúðvíksson, stökk hæst í teig Fylkis og skallaði í bláhornið, óverjandi fyrir Bjarna í markinu. Róðurinn því erfiður fyrir Fylki, marki undir, manni færri og á móti austan strekkingsvindi. Þeir reyndu þó hvað þeir gátu, sóttu hart að marki ÍBV en varnarmenn ÍBV létu engan bilbug á sér finna. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma inn- siglaði besti leikmaður vallarins, Ian Jeffs, sigur ÍBV þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Einars Þórs Daníelssonar. Eyja- menn því enn með í baráttunni um titilinn og annað sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópu- keppni á næsta ári. Morgunblaðið/Sigfús Hart sótt að Bjarna Halldórssyni markverði Fylkis í Eyjum í gær. Eyjamenn enn með í baráttunni LEIKMENN ÍBV gefa ekkert eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratit- ilinn en þeir sigruðu Fylki í Vestmannaeyjum í gær 3:1. Þar með misstu Fylkismenn enn eitt árið af titlinum á lokasprettinum. Að- eins tvö lið geta nú orðið Íslandsmeistarar, ÍBV og FH, sem hefur pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina. Sveinn Þórðarson skrifar ÍBV 3:1 Fylkir Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 19. umferð Hásteinsvöllur Sunnudaginn 12. september 2004 Aðstæður: Austan hvassviðri. Áhorfendur: Um 400 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 2 Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 12(6) - 15(6) Hornspyrnur: 8 - 7 Rangstöður: 2 - 2 Leikskipulag: 4-4-2 Birkir Kristinsson M Bjarni Geir Viðarsson Tryggvi Bjarnason M Páll Þ. Hjarðar Mark Schulte M Einar Hlöðver Sigurðsson M (Magnús Már Lúðvíksson 71.) Andri Ólafsson Ian Jeffs MM Atli Jóhannsson M Einar Þór Daníelsson Steingrímur Jóhannesson Bjarni Halldórsson Kristján Valdimarsson (Albert B. Ingason 79.) Helgi Valur Daníelsson M Þórhallur Dan Jóhannsson M Gunnar Þór Pétursson Guðni Rúnar Helgason Ólafur Ingi Skúlason M Finnur Kolbeinsson M Ólafur Valdimar Júlíusson Sævar Þór Gíslason Björgólfur Takefusa M 0:1 (34.) Jóhannes Valgeirsson dómari dæmdi vítaspyrnu á Tryggva Bjarnason er hann og Björgólfur Takefusa áttust við í teignum. Björgólfur skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni. 1:1 (71.) Brotið var á Atla Jóhannssyni og dæmd var vítaspyrna sem Mark Schulta skoraði úr. 2:1 (74.) Mark Schulta tók aukaspyrnu og sendi inn á vítateiginn þar sem Magnús Már Lúðvíksson stökk hæst og skoraði með skalla í bláhorn- ið. 3:1 (90.) Einar Þór Daníelsson átti fína sendingu á Ian Jeffs sem gulltryggði sig- ur Eyjamanna. Gul spjöld: Helgi Valur Daníelsson, Fylkir (11.) fyrir bort  Einar Þór Daníelsson, ÍBV (23.) fyrir brot  Tryggvi Bjarnason, ÍBV (34.) fyrir mótmæli  Finnur Kolbeinsson, Fylkir (36.) fyrir mótmæli  Guðni Rúnar Helgason, Fylkir (38.) fyrir brot  Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV (63.) fyrir brot  Ian Jeffs, ÍBV (64.) fyrir mótmæli  Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV (72.) fyrir brot  Andri Ólafsson, ÍBV (78.) fyrir brot  Mark Schulte, ÍBV (82.) fyrir að tefja Rauð spjöld: Guðni Rúnar Helgason, Fylkir (73.) fyrir brot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.