Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ  HEIÐAR Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn með Watford sem gerði jafntefli við Brighton, 1:1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Brynj- ar Björn var nálægt því að skora með hörkuskoti af 25 metra færi en boltinn straukst við stöngina.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem tapaði fyrir Derby County, 2:1.  BJARNI Guðjónsson var vara- maður hjá Coventry og kom ekki við sögu þegar lið hans tapaði, 3:0, fyrir Leeds.  JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Leicester sem vann Rotherham á útivelli, 2:0.  AUÐUN Helgason lék allan leik- inn með Landskrona sem gerði jafn- tefli, 1:1, við Elfsborg í sænsku úr- valsdeildinni í gær. Pétur H. Marteinsson lék ekki með Hamm- arby vegna meiðsla þegar lið hans tapaði, 1:0, í nágrannaslag gegn Djurgården. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården.  HELGI Sigurðsson lék allan leik- inn með AGF sem tapaði fyrir Vi- borg á heimavelli í dönsku úrvals- deildinni í gær, 1:2.  GRAEME Souness, hinn nýi knattspyrnustjóri Newcastle, hefur gert miklar breytingar á starfs- mönnum hjá Newcastle. Hann tekur með sér frá Blackburn þá Dean Saunders, Alan Murray og Phil Boersma. Þess má geta að Tommy Craig, sem þjálfari KR 1977, mun halda starfi sínu sem þjálfari vara- liðs Newcastle.  FLORENTINO Perez, forseti Real Madrid, sagði í gær í viðtali við The Sundey Mirror að hann hafi hug á að fá Steven Gerrard, fyrirliða Liv- erpool, til að leika með Real. „Steven Gerrard er leikmaður sem ég kann að meta – myndi falla vel inn í leik okkar.“ Þess má geta að Perez keypti tvo enska landsliðsmenn í sumar – Michael Owen frá Liver- pool og Jonathan Woodgate frá Newcastle, en fyrir er Davild Beck- ham. Nafn Gerrard er nú komið upp eftir að Real mistókst að fá Patrick Vieira frá Arsenal.  BRASILÍSKI miðjumaðurinn Thiago Motta, 22 ára, leikmaður Barcelona, verður frá keppni í minnst sex mánuði. Hann meiddist á hné í leik með Barcelona gegn Sevilla á laugardaginn, 2:0. Liðbönd á vinstri hné slitnuðu. Góðar fréttir frá Bercelona eru að meiðsli varn- armannsins Carles Puyol eru ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu – hann mun vera í leikmannahópi liðs- ins fyrir Evrópuleik gegn Celtic í Glasgow á morgun. Þá mun Ronald- inho, sem gat ekki leikið gegn Sevilla vegna meiðsla á ökkla, vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Celtic. FÓLK MAREL Baldvinsson lagði upp sigurmark Lokeren sem sigr- aði La Louviere, 1:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Hann átti þá góða fyr- irgjöf og Tailson skallaði af öryggi í mark La Louviere á 16. mínútu leiksins. Áður hafði Marel lagt upp gott færi fyrir Hendrix en markvörður gest- anna varði. Rétt fyrir hlé fékk Esp- artero, leikmaður La Louviere, rauða spjaldið fyrir að slá Arnar Þór Viðarsson í andlitið en hann varð ekki fyrir meiðslum. Arnar Þór og Arnar Grét- arsson léku báðir allan leikinn með Lokeren en Marel var skipt af velli á 65. mínútu. Rúnar Kristinsson lék ekki með Lokeren vegna meiðsla.  Indriði Sigurðsson og fé- lagar í Genk gerðu jafntefli, 1:1, við Standard Liege þrátt fyrir að þeir væru manni færri frá því á 2. mínútu leiksins. Þá fékk Jan Moons, markvörður Genk, að líta rauða spjaldið. Indriði lék allan leikinn og var einn sex leikmanna sem fengu gula spjaldið. Lokeren og Genk eru jöfn að stigum í 6.–7. sæti deild- arinnar með 8 stig hvort, fimm stigum minna en toppliðið Club Brugge. Marel lagði upp sigur- markið fyrir Lokeren RÓBERT Gunnarsson, línu- maður úr landsliðinu í hand- knattleik, byrjaði vel á laug- ardaginn þegar keppni hófst í dönsku úrvalsdeildinni. Ró- bert, sem spilar sitt þriðja tímabil með Århus GF, skor- aði 12 mörk þegar lið hans vann Silkeborg/Voel, 36:33, á heimavelli. Sturla Ásgeirs- son, fyrrum ÍR-ingur, er einnig kominn til liðs við År- hus GF og hann skoraði 2 mörk í leiknum. Staðarblaðið í Árósum, Århus Stiftstidende, þakkaði Róberti og markverðinum Lars Juul Mikkelsen sigurinn en þeir voru langbestu leik- menn liðsins. Erik Veje Rassmussen, þjálfari Århus GF, lék með liði sínu vegna mikilla for- falla, spilaði í vörninni, en hann er orðinn 46 ára gam- all.  Daníel Ragnarsson var markahæstur hjá FCK Håndbold með 5 mörk þegar lið hans sigraði Team Hels- inge, 28:27. Magnús Agnar Magnússon skoraði eitt mark fyrir Team Helsinge.  Ragnar Óskarsson skoraði 6 mörk í sínum fyrsta leik með Skjern sem sigraði Ringsted auðveldlega í gær, 33:22. Aron Kristjánsson þjálf- ar lið Skjern en leikur væntanlega ekkert með því sjálfur vegna meiðsla. Róbert skoraði 12 mörk gegn Silkeborg/Voel TIM Cahill, ástralskur miðjumaður sem er nýkominn til liðs við Everton, var rekinn af velli nokkrum sek- úndum eftir að hann skoraði sig- urmarkið gegn Manchester City á útivelli, 1:0, á laugardaginn. Cahill hafði áður fengið gula spjaldið og þegar hann skoraði markið lyfti hann treyjunni upp fyrir höfuð. Steve Bennett dómari hljóp um- svifalaust til hans og sýndi honum annað gult spjald og það rauða í kjölfarið. Knattspyrnustjórar liðanna sam- einuðust um að fordæma þennan úr- skurð dómarans að leik loknum. „Fótboltinn er endanlega genginn af göflunum. Það situr einhver náungi á skrifstofu í Sviss og býr til svona fáránlegar reglur. Strákurinn er ný- kominn til félagsins, skorar mik- ilvægt mark og vill njóta þess. Það er algengt að lyfta treyjunni yfir höfuðið, hann kastaði henni ekki til áhorfenda eða batt hana við horn- fánann. Ég kenni til með strákum því þetta er svo heimskulegt, en þannig er fótboltinn stundum,“ sagði Kevin Keegan, stjóri Man- chester City, sem fannst lítil sann- girni í því að vera manni fleiri síð- asta hálftímann vegna svona atviks. „Öll félög eru með reglurnar í höndunum og vita fyrir hvað gefið er gult spjald, og ég er ekki í vafa um að leikmaðurinn braut regl- urnar. Ég gat ekki annað en rekið hann af velli. Reglurnar eru svona, við eigum bara að framfylgja þeim,“ sagði Steve Bennett dómari. Þetta atvik skyggði algjörlega á David James, enska landsliðs- markvörðinn, sem brást við harka- legri gagnrýni fyrir mörkin sem hann fékk á sig í Austurríki á dög- unum með því að eiga sannkallaðan stórleik í marki Manchester City. Everton er komið með 10 stig eftir fimm leiki og virðist til alls líklegt en margir spáðu liðinu falli eftir að það seldi Wayne Rooney til Manchester United um síðustu mánaðamót. „Fótboltinn er genginn af göflunum“ Mark Halsey var einn af mörg-um dómurum sem var í sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Á stuttum tíma í fyrri hálfleik afturkallaði hann vítaspyrnu sem hann hafði dæmt á Arsenal, neitaði Arsenal um víta- spyrnu, og dæmdi af mark sem Collins John skoraði fyrir Fulham á lokasekúndum hálfleiksins – taldi að John hefði brotið af sér áður en hann skallaði boltann í mark Arsenal. Halsey viðurkenndi síðan eftir leikinn að viðbrögð leikmanna beggja liða þegar hann dæmdi vítaspyrnuna hefðu haft áhrif á sig en hann væri sannfærður um að hann hefði haft rétt fyrir sér í öll þrjú skiptin. „Leikmenn Arsenal mótmæltu en Andy Cole var fyrst og fremst svekktur yfir því að hafa ekki skorað. Ég hljóp til aðstoð- ardómarans til að vinna mér inn tíma og þegar hann staðfesti að ekki hefði verið um brot að ræða, ákvað ég að breyta dómnum.“ Fredrik Ljungberg kom Arsenal á bragðið og átti síðan mestan þátt í því að Zat Knight, varnarmaður Fulham, sendi boltann í eigið mark þremur mínútum síðar. Jose Ant- onio Reyes rak endahnútinn á þennan magnaða kafla þegar hann slapp inn fyrir vörn Fulham og skoraði af mikilli yfirvegun, 3:0. Sjötta mark hans á tímabilinu – hann hefur skorað í öllum sex leikjum Arsenal, fyrst í leiknum gegn Manchester United um sam- félagsskjöldinn og síðan í fimm deildarleikjum. „Fulham tók þá áhættu að spila grimman sóknarleik gegn okkur og það munaði litlu að sú áhætta skilaði sér. Við sluppum fyrir horn í fyrri hálfleiknum, og fyrst staðan var 0:0 í hálfleik vissi ég að við ættum góða sigurmöguleika,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal. Mikil dramatík var á síðustu mínútunum í leik Bolton og Man- chester United sem endaði 2:2. Hinn gamalreyndi sóknarmaður Les Ferdinand virtist hafa tryggt Bolton sigurinn þegar hann skor- aði, 2:1, um það leyti sem 90 mín- úturnar voru liðnar, eftir mikil mistök hjá Tim Howard í marki United. En David Bellion jafnaði fyrir United með síðustu „spyrnu“ leiksins, boltinn virtist fara af handlegg hans og í netið. Gabriel Heinze, argentínski varnarmaðurinn, lék sinn fyrsta leik með Manchester United og hann byrjaði á því að skora, rétt fyrir hlé. Kevin Nolan jafnaði fyrir Bolton, 1:1, snemma í síðari hálf- leik eftir að Howard varði þrumu- skot frá Jay-Jay Okocha. Bolton er nú með 10 stig eftir fimm leiki og virðist ætla að standa við þau markmið að berjast um Evrópu- sæti í vetur. Manchester United hefur hins vegar aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum og heldur sig áfram um miðja deild- ina. Souness tekur við Newcastle á sigurbraut Newcastle vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, 3:0, gegn Blackburn. Graeme Souness, sem tekur við Newcastle í dag eftir að hafa stýrt Blackburn í fjögur ár, er því ekki með alveg eins mikla pressu á sér í nýja starfinu. Alan Shearer skor- aði eitt markanna.  Mark Viduka skoraði bæði mörk Middlesbrough gegn Birm- ingham í 2:1 sigri og virðist ætla að reynast liðinu happafengur. Emile Heskey fer líka ágætlega af stað með Birmingham og skoraði mark liðsins.  Luis Garcia, nýi Spánverjinn hjá Liverpool, átti stórleik í 3:0 sigri á WBA og kórónaði hann með því að skora eitt markanna og leggja annað upp fyrir Steven Gerrard. Steve Finnan komst einnig á blað.  Ricardo Fuller frá Jamaíka skoraði eftir aðeins 170 sekúndur þegar Portsmouth vann Crystal Palace, 3:1. Fullar var nýkominn til baka yfir Atlantshafið eftir að hafa leikið með Jamaíka gegn El Salvador í undankeppni HM.  Tottenham nýtti ekki tæki- færi til að komast í þriðja sæti deildarinnar í gær og gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli gegn nýliðum Norwich þrátt fyrir mörg góð marktækifæri. Englandsmeistararnir halda sínu striki og hafa leikið 45 deildarleiki án taps Tíu mínútur voru nóg fyrir Arsenal TÍU mínútna hvirfilvindur á Craven Cottage gerði góðan leik Fulham gegn Arsenal að engu. Meistararnir skoruðu þrjú mörk á tíu mín- útna kafla um miðjan síðari hálfleik, sigruðu 3:0, og eru nú einir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir fimm leiki, og hafa þegar skorað 19 mörk. Þetta var 45. deildaleikur Arsenal í röð án taps og liðið bætir met sitt með hverjum leik. Róbert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.