Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 4

Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 4
KENNARAVERKFALLIÐ 4 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember FULLT var út úr dyrum í verkfallsmiðstöð fyrir kennara í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópa- vogi og Seltjarnarnesi í gær en hún er til húsa í Borgartúni 22. „Hér er fólk saman komið til að ræða málin og skoða kröfurnar sem lagðar voru fram í gær [fyrradag],“ sagði Ólafur Loftsson, for- maður svæðisfélags Kennarasambands Ís- lands í Reykjavík, við Morgunblaðið í gær. Verkfallsmiðstöðvar verða starfræktar víða um land meðan á verkfallinu stendur. „Hingað getur fólk komið og fengið upp- lýsingar um það sem er að gerast [í deil- unni],“ segir Ólafur. Heitt kaffi er á könn- unni, blöð og tímarit liggja frammi og þjónar því miðstöðin einnig hlutverki nokkurs konar félagsmiðstöðvar fyrir kennara meðan á verkfalli stendur, að sögn Ólafs. „Það eru allir fúlir yfir því að vera komnir í verkfall,“ segir Ólafur. „En úr því sem komið er er þetta eitthvað sem við verðum að gera. Það er hiti í gangi en engin heift,“ segir Ólaf- ur um hljóðið í kennurum. Hlutverk verkfallsmiðstöðvar er m.a. að halda utan um og skipuleggja verkfallsvörslu í þeim sveitarfélögum sem hver miðstöð þjón- ar. Kennarar mæta snemma dags og fá út- hlutað skóla til að sinna eftirliti í. Í gær voru einnig heimsótt fyrirtæki og íþróttafélög sem halda úti gæslu fyrir börn í verkfallinu. 150 manns sinna verkfalls- vörslu daglega Um 150 kennarar eru væntanlegir á morgnana í verkfallsmiðstöðina í Borgartúni til að sinna verkfallsvörslu. Sé grunur um verkfallsbrot er skýrsla viðkomandi verk- fallsvarðar send verkfallsstjórn til skoðunar. Er Morgunblaðið bar að garði í gær var Ólafur að greina viðstöddum frá stöðu mála og gerði grein fyrir fundi trúnaðarmanna sem haldinn var í gær. Sagði hann verkfalls- verði hafa heimsótt fyrirtæki, íþróttafélög og aðra staði þar sem barnagæsla er til þess að safna upplýsingum um starfsemina. Ólafur sagði að vonast hefði verið til þess að fá Valsheimilið til afnota fyrir verkfalls- miðstöðina en þar væri „því miður“ nú rekinn starfsemi fyrir börn. „Það góða er að hér er- um við beint á móti húsi sáttasemjara og í því felst dulinn styrkur fyrir samninganefndina.“ Sagði hann að ef fjöldi þeirra sem sækja í verkfallsmiðstöðina myndi aukast næstu daga yrði það skoðað hvort flytja bæri hana í stærra húsnæði. Verkfallsmiðstöðvar verða opnar víðar um land og sjá formenn svæðafélaga um verk- fallsmiðstöðvarnar á sínum svæðum. Upplýs- ingar um þær má finna á heimasíðu Kenn- arafélags Íslands, www.ki.is. Verkfallsmiðstöð kennara opnuð í Borgartúni í gær Hiti í kennurum en engin heift „VIÐ erum náttúrlega ekki mjög hress,“ segir Ásdís Ólafsdóttir, kennari í Snælandsskóla í Kópa- vogi, um þann hnút sem deila kennara og sveitarfélaganna virðist nú vera komin í. Ásdís var stödd ásamt samstarfskonu sinni, Krist- ínu Pétursdóttur, í verkfalls- miðstöðinni í Borgartúni í gær. Þetta er þriðja verkfallið sem Ásdís tekur þátt í en hún hefur verið kennari í þrjátíu ár. „Samninganefnd sveitarfélaga hefur vitað í marga mánuði og ár að samningar yrðu lausir þennan ákveðna dag,“ segir Kristín sem kennt hefur í fjögur ár. „En samt sem áður hafa sveitarfélögin ekki komið með neitt bitastætt tilboð fyrir okkur þó að þau hafi haft fjögur ár til að undirbúa sig. Það væri hægt að herja á ríkið fyrst staðan er svona rosalega léleg hjá sveitarfélögunum.“ Ásdís segir að það sem verið er að bjóða kennurum sé aðeins það að færa aurana úr einum vasa í annan. „Í síðustu samningum feng- um við lengingu á vinnutíma,“ segir Ásdís. Kristín bætir við: „Já, við fengum lengri vinnutíma en í raun enga launahækkun. Við fengum fleiri krónur í vasann fyrir að vinna meira, en þetta var engin launa- hækkun.“ Ásdís og Kristín segjast taka undir með forystu KÍ hvað varðar barnagæslu fyrirtækja í verkfall- inu. „Þetta þýðir bara framleng- ingu á verkfallinu. Það verður lengra og það verður meiri harka,“ segir Ásdís. „Það vill enginn kennari vera lengi í verkfalli,“ segir Ásdís. „Við hugsum um bekkinn okkar sem fær ekki þá kennslu sem hann á að fá, en hvað eigum við að gera?“ Þær segja að á meðan víða sé verið að ræða sveigjanlegri vinnu- tíma sé verið að reyna að „njörva kennara meira niður“. Báðar segj- ast þær þreyttar á því að alltaf þegar rætt er um launahækkun við kennara sé það í formi meiri vinnu. „Hvaða aðrar stéttir fá svoleiðis framan í sig?“ segir Ásdís. Morgunblaðið/RAX Kristín Pétursdóttir og Ásdís Ólafsdóttir, kennarar í Snælandsskóla, ræddu málin í verkfallsmiðstöðinni í gær. Vilja launa- hækkun en ekki lengri vinnutíma GRUNNSKÓLAR landsins standa ekki tómir meðan á verkfalli stendur því hluti starfsmanna, sem ekki á að- ild að Kennarasambandi Íslands (KÍ), mætir til vinnu eins og venju- lega þrátt fyrir að verkfall kennara sé skollið á. Þetta eru t.d. starfs- menn á skrifstofum, matráðar, hús- verðir, skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar, skólaliðar, ganga- verðir, starfsmenn heilsdagsvist- unar, ræstingafólk og stundakennar- ar sem ekki greiða félagsgjöld til KÍ. Þeir síðastnefndu halda áfram kennslu í verkfallinu en þeir starfa aðallega við kennslu í valfögum efstu bekkja grunnskólans, samkvæmt upplýsingum formanns Skólastjóra- félags Íslands, og verða nemendur að mæta í skólann á þeim tímum sem þessi ákveðnu valfög eru kennd. T.d. er um að ræða kennslu í leiklist og kvikmyndagerð sem og tölvum svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður kennslu í fögum á framhaldsskóla- stigi sem stundakennarar sjá um haldið áfram í grunnskólunum í verkfallinu. Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands og skóla- stjóri í Snælandsskóla í Kópavogi, segir nemendum hafa verið gerð grein fyrir þessu áður en verkfallið skall á. 25 manns, sem ekki eru í KÍ, mættu til starfa í Snælandsskóla í gær. Skólastjórar hafa heimild til að fella niður störf starfsmanna sam- kvæmt upplýsingum frá verkfalls- stjórn KÍ. „Það getur verið sam- komulag um það hvað menn eru að gera og hversu lengi,“ segir Hanna. „Ef sá tími kemur að við teljum ekk- ert fyrir starfsfólkið að gera innan- dyra þá förum við að skoða aðra kosti. Númer eitt, tvö og þrjú er að starfsfólkið gangi alls ekki í störf kennara.“ Stundakennarar og annað starfsfólk enn í skólunum ÞRÓTTARHEIMILIÐ í Laugardal iðaði af lífi í gær þar sem um 120 börn starfsfólks Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra nýttu sér aðstöðu sem boðið er upp á meðan á verkfalli kennara stendur. Foreldrafélag fyr- irtækjanna hefur daggæsluna með höndum í samstarfi við Heilsuskól- ann okkar. Kristín Jóna Kristjáns- dóttir, formaður félagsins, segir við- brögð starfsfólksins hafa verið góð. „Þetta fyrirkomulag er fínt sem slíkt en þetta kemur auðvitað engan veg- inn í staðinn fyrir skólann og við vonum að deilan leysist sem fyrst.“ Foreldrarnir borga 800 króna daggjald fyrir Heilsuskólann en for- eldrafélagið borgar einnig hluta gæslunnar. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og fást við ýmis verkefni t.d. í listasmiðju, íþróttasal eða úti við. Þau fá heitan mat í hádeginu og koma með nesti að heiman til að snæða í kaffitímum. Fimm fullorðnir starfa við Heilsuskólann í Þróttar- heimilinu en þeim til aðstoðar eru þrír unglingar úr 10. bekk. Ásgerður Guðmundsdóttir, skólastjóri Heilsu- skólans, segir að samkomulag hafi verið gert við Þrótt um að Heilsu- skólinn hefði aðstöðu í Þróttarheim- ilinu svo lengi sem þörf væri á. Fáir í KR-heimilinu Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir foreldrafélagið hafa kannað þörf á gæslu fyrir síð- ustu helgi. Í gær nýttu aðeins for- eldrar sjö barna sér gæsluna sem fram fór í KR-heimilinu. Þó var von á því að fleiri myndu nýta sér hana næstu daga. Atli segir að eitt af þeim vandamálum sem komið hafi upp snerti foreldra fatlaðra barna, en gæslan sem foreldrafélagið stendur fyrir í KR-heimilinu henti ekki þeim börnum. Því hafi verið komið til móts við foreldra fatlaðra barna og þeim boðinn sveigjanlegri vinnutími. Eimskip hefur einnig boðið börn- um starfsmanna gæslu og leigði að- stöðu í Smáranum í Kópavogi til þess. Starfsfólk á vegum fyrirtæk- isins sinnir gæslunni en Jónína A. Sanders starfsmenntastjóri segir fáa foreldra hafa nýtt sér aðstöðuna í gær, aðeins um tuttugu börn hafi verið þar samankomin. Hún segir því greinilegt að foreldrar hafi grip- ið til annarra ráða við upphaf verk- falls. Fleiri fyrirtæki buðu upp á barna- gæslu í gær og voru t.d. börn starfs- fólks KB banka í Valsheimilinu. Ekki er boðið upp á gæslu barna starfsmanna Landspítalans í verk- fallinu. Þeim tilmælum var beint til yfirmanna deilda að þeir kæmu til móts við foreldra og gæfu þeim svig- rúm til að breyta vöktum sínum. Erna Einarsdóttir, starfsmanna- stjóri á LSH, segir að ekki hafi verið óvenjumikið um fríóskir eða veik- indaforföll nú í upphafi verkfalls. Morgunblaðið/Kristinn Aron Elí, Páll Jökull Þorsteinsson og Stefán Örn Stefánsson í barnagæslunni í KR-heimilinu í gær. Barnagæsla fyrirtækj- anna misjafnlega nýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.