Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 13

Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 13 1.786 tonn milli ára, en engu að síður féllu niður ónýttar heimildir upp á 1.881 tonn. Það sama á við í stein- bitnum og ufsanum. Það eru nánast eingöngu heimildir krókaaflamarks- bátanna sem ekki voru nýttar. Heim- ildir þeirra námu 6.875 tonnum. Bát- arnir veiddu aðeins 2.776 tonn, fluttu 934 milli ára og náðu ekki að nýta sér 1.841 tonn. Leyfilegur heildarafli af grálúðu var 24.310 tonn. Aðeins veiddust 14.529 tonn. Heimildum sem námu 3.386 tonnum var breytt í aðrar fiskitegundir og 4.186 tonn voru flutt á næsta fiskveiðiár. Því ALLS féllu ónýttar niður veiðiheim- ildir í lok fiskveiðiársins sem nema ígildi um 17.000 tonnum af þorski. Langmest féll niður af loðnu, en einnig töluvert af úthafsrækju og steinbít. Frestur til flutnings afla- marks og krókaaflamarks fiskveiði- ársins 2003/2004 milli skipa rann út 15. september síðastliðinn. Veiðitímabil loðnu er júní–apríl. Það er því löngu orðið ljóst að mikið magn loðnuaflamarks fiskveiðiársins 2003/2004 féll niður ónýtt, alls 160.705 tonn. Auk loðnu falla nokkr- ar aflaheimildir í botnfiski niður ónýttar á fiskveiðiárinu. Til að mynda 900 tonn af ufsa, 400 tonn af karfa, 1800 tonn af steinbít, 2.200 tonn af grálúðu og 1.250 tonn af sandkola og skrápflúru. Heimildir til að flytja hluta af óveiddum heimildum yfir á næsta fiskveiðiár draga verulega úr því sem fellur niður ónýtt um fiskveiði- áramótin. 18 tonn af þorski ónýtt Þegar á heildina er litið nam flutn- ingur á þorski milli ára 3.840 tonnum og reyndust aðeins 18 tonn ónýtt. Af ýsu voru flutt 4.127 tonn og niður féllu 141 tonn. 2.144 tonn af ufsa fóru á milli ára, en engu að síður voru ónýttar veiðiheimildir um 900 tonn, nær allt frá krókaaflamarksbátum eða 828 tonn. Langmest var flutt af veiðiheimildum í karfa á milli ára, eða 8.423 tonn, en engu að síður féllu niður 428 tonn. Af steinbít voru flutt stóðu eftir óveidd 2.209 tonn. Síldveiðar gengu mjög vel á fisk- veiðiárinu. Heimildir voru tæplega 131.000 tonn, en þar af voru 21.000 tonn flutt frá árinu áður. Nú veidd- ust 125.719 tonn og á næsta ár voru flutt 4.850 tonn. Því standa aðeins eftir óveidd 322 tonn. Mjög hátt hlut- fall úthafsrækjuveiðiheimilda nýttist ekki. Leyfilegur heildarafli var tæp- lega 26.000 tonn, en tæp 6.000 tonn voru þá flutt frá fyrra ári. Aflinn nú varð ríflega 18.000 tonn. 3.726 tonn voru flutt yfir á nýja fiskveiðiárið, svo niður féllu 4.123 tonn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Rækjuveiðar Veiðar á úthafsrækju gengu illa á síðasta fiskveiðiári. Aðeins veiddust um 18.000 tonn af 26.000 tonna leyfilegum heildarafla. Ígildi 17.000 tonna af þorski nýttust ekki á fiskveiðiárinu Langmest af því var loðna, en aflaheimildir í loðnu er óheimilt að flytja milli fiskveiðiára GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is MEIRA en helmingur þess afla sem varð til vegna línuívilnunar á síð- asta fisveiðiári kom á land á Vest- fjörðum eða rúmt 61%. Af ein- stökum höfnum á landinu kom mest á land í Bolungarvík. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta á Ísa- firði. Sem kunnugt er tók svokölluð línuívilnun við stjórn fiskveiða gildi 1. febrúar síðastliðinn. Í henni felst að hægt er að landa ýsu- og stein- bítsafla sem að hluta er ekki reikn- aður til aflamarks. Nemur línuíviln- unin í þessum tegundum 16% af lönduðum afla. Ívilnunin gildir að- eins á þeim bátum sem róa með línu sem beitt er í landi. Til loka síðasta fiskveiðiárs 31. ágúst nam línuíviln- un samtals rúmum 473 tonnum í ýsu og rúmum 416 tonnum í stein- bít. Aflinn kom á land í 39 höfnum á landinu. Stærstur hluti aflans, eða tæp 547 tonn, kom á land í höfnum á Vestfjörðum, þar af 239 tonn af ýsu og 308 tonn af steinbít. Af einstökum höfnum má nefna að mestur afli sem varð til vegna línuívilnunar kom á land í Bolung- arvík eða tæp 162 tonn en næst- hæsta höfn landsins var Suðureyr- arhöfn með tæp 141 tonn. Af öðrum höfnum á Vestfjörðum má nefna að á Flateyri komu á land 84 tonn og á Þingeyri tæp 32 tonn. 61% línu- ívilnunar fyrir vestan föstudaginn 24. september 2004, kl. 12–17 • Ársal Hótel Sögu M Á L Þ I N G L Ö G F R Æ Ð I N G A F É L A G S Í S L A N D S Er þörf á stjórnsýsludómstól? Hádegisverður. Úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni Friðgeir Björnsson héraðsdómari Endurskoðun stjórnvaldsákvarðana erlendis Matti Niemivuo skrifstofustjóri í finnska dómsmálaráðuneytinu Er unnt að setja stjórnsýsludómstól inn í núverandi kerfi? Páll Hreinsson prófessor Athugasemdir: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra Gunnlaugur Claessen, varaforseti hæstaréttar Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis Atli Gíslason hrl., varaþingmaður. Umræður 12:00 13:30 15:30 Þátttaka tilkynnist í síma 568 0887 milli kl. 13-15 virka daga eða með tölvupósti á netfangið: logfr@logfr.is Síðasti skráningardagur er miðvikudagur 22. september. Þátttökugjald er kr. 10.000. Lögfræðingafélag Íslands Lögfræðingafélag Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík, sími: 568 0887, fax: 568 7057 Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni Vöruþróun Vörustjórnun Auglýsingar Áætlanagerðir Viðskiptasiðferði Lokaverkefni Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og nám- skeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam „Sölu- og markaðsfræði- nám Stjórntækniskóla Ís- lands er afar hagnýtt og ott nám fyrir alla þá er starfa við sölu- og mark- aðsmál. Námið er mjög markvisst og hefur nýst mér vel í starfi frá upp- hafi og kemur til með að gera það í framtíðinni.“ Gróa Ásgeir dóttir, Flugfélag Íslands. Helluland - Endaraðhús á einni hæð Vorum að fá í sölu mjög fal- legt og vel skipulagt 164 fm endaraðhús á einni hæð. Þar af er 21 fm bílskúr. Húsið skiptist m.a. í stofu, borð- stofu og fjögur herbergi. Sér- staklega falleg gróin lóð til suðurs. Verð 32 millj. 4450. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sparisjóður Mýrasýslu 500.000.000 kr. 1. flokkur 2004 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2004 eru gefin út til 6 ára og greiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar með einni greiðslu þann 15. maí 2010. Útgáfudagur bréfsins er 23. mars 2004. Skuldabréfið ber 5,1% fasta ársvexti. Vextir greiðast á sex gjalddögum, 15. maí ár hvert, í fyrsta sinn 15. maí 2005 og í síðasta sinn 15. maí 2010. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður SPM 04 1. Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá 27. september 2004. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hafa Íslensk verðbréf hf., Strandgötu 3, 600 Akureyri, vefsíða www.iv.is. Skráningarlýsingu og önnur gögn um Sparisjóð Mýrasýslu sem vísað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Íslenskum verðbréfum hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.