Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 17 Borgarnes | Fyrirhugað er að nýtt golfhótel verði risið fyrir 1. júní á næsta ári, nánar tiltekið á milli 7. og 8. brautar á golfvellinum að Hamri í Borgarnesi. Það eru hjónin Hjörtur Árnason og Unnur Hall- dórsdóttir sem byggja tæplega 1000 fermetra hótel, með 30 her- bergjum, eldhúsi og tveimur fund- arsölum. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra tók fyrstu skóflustunguna sl. föstudag og er ætlunin að jarð- vinna fari í gang á næstu vikum. Peter Ottoson, sem er danskur arkitekt, teiknaði hótelið en Guðni Jóhannesson, prófessor við tækniháskólann í Stokkhólmi, er hönnuður. Hjörtur segir ekki ljóst á þessari stundu hverjir sjái um framkvæmdir, en þau hjón séu bjartsýn á að allt verði tilbúið næsta vor. „Við erum líka alltaf bjartsýnni og bjartsýnni á vel- gengni, því við rákum golfskálann á Hamri í sumar og það gekk mjög vel, enda veðrið einstaklega gott í sumar.“ Þau eiga í viðræðum við innlenda aðila um markaðssamsstarf, sem lofar góðu. „Það er erfitt að vera einn að markaðssetja lítið sveita- hótel,“ segir Hjörtur og bætir því við að samstarf þeirra við golf- klúbbinn hér sé mjög jákvætt og gott. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fyrsta skóflustungan: Unnur Halldórsdóttir tekur í höndina á Sturlu Böðv- arssyni sem hóf framkvæmdir, en á milli þeirra stendur Hjörtur Árnason. Golfhótel rís milli 7. og 8. brautar Tálknafjörður | Það var þungbúið og strekkingur af hafinu í Selárdal í Arnarfirði sl. laugardag, þegar afhjúp- aður var minnisvarði um sjóslys sem þar varð 20. september árið 1900. Þá fór- ust 18 menn af fjórum bát- um frá Selárdal og Bakka- dal í Arnarfirði. Ellefu konur urðu ekkjur og 24 börn misstu feður sína. Með Andvara frá Selár- dal fórust fimm menn, með Halli frá Selárdal fórust fimm menn, með Skeiðis- bátnum fórust fimm menn og með Feigsdalsbátnum fórust þrír menn. Þeir sem fórust voru á aldrinum 14 ára til rúmlega sjötugs. Tveir úr hópnum voru 14 ára. Áfallið var mikið fyrir byggðina og í kjölfar slyss- ins var fjölskyldum tvístrað. Grétar Guðmundsson á Patreksfirði á ættir að rekja til eins þeirra sem fórust, Jóns Sumarliðasonar frá Tóftum í Selárdal, en hann var á bátnum Andvara. Sú hugmynd að reisa minnis- varða um slysið kviknaði hjá Grétari fyrir um tveimur árum og byrjaði hann þá að vinna að málinu. Fljótlega fékk hann til liðs við sig Magnús Kr. Guðmundsson á Tálkna- firði og Freyju dóttur hans, en afi Magnúsar, Guðmundur Egilsson, fórst með Feigsdalsbátnum aðeins 27 ára að aldri. Fjölmargir aðilar komu að verkefninu á einn eða annan hátt. Bæði með beinum fjárframlögum, gáfu vinnu og veittu afslætti af vinnu og efni. 24 börn misstu föður í slysinu Minnisvarði: Helga Kristín og Hafrún Tryggvadætur fylgdust með afhjúpun minn- isvarðans, en langalangafi þeirra, Guðmund- ur Egilsson, fórst með Feigsdalsbátnum. Minnisvarði um sjóslys afhjúpaður Morgunblaðið/Finnur Pétursson LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.