Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 19
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 19 Hápunktur haustsins Sparidagar á Hótel Örk Fyrir alla eldri borgara Sparidagar hefjast 10. október, þegar Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri mætir til leiks og stjórnar dagskránni. Að venju verður í boði fjölbreytt dagskrá, m.a.: Morgunhreyfing, félagsvist, gönguferðir, bingó, danskennsla, leikjanámskeið, ferðalag og svo öll tómstundariðja hótelsins, auk kvöldskemmtana með söng, dansi og gamanmálum á hverju kvöldi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Rapp og rennilásar báðar vikurnar. Pantaðu tímanlega, mikil aðsókn. Tvö tímabil eru í boði: 10. okt - 15. okt. og 17. okt. - 22.okt. Verð krónur 21.800,- Innifalið: Gisting í fimm nætur m.v. Tvíbýli, morgunverður, þríréttaður kvöldverður ásamt skemmtidagskrá alla daga. HÓTELÖRK Sími 483 4700 Lykill að íslenskri gestrisni Gunnar Þorláksson, skemmtanastjóri „MÉR finnst svo mikið gert fyrir krakkana sem ýtir undir góð samskipti og að þeim þyki gaman og líði vel í skólanum,“ segir Hildur Thors heimilislæknir sem býr í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni spurð um hvað henni þyki áhugavert við sænska skólakerfið. Hildur er í framhaldsnámi í lýðheilsufræði og hefur fjölskyldan búið í Solna, rétt utan við Stokkhólm, í eitt ár. Dæturnar Þórdís 12 ára og Auður 10 ára ganga í Hagalund-skólann og fjölskyldufaðirinn Helgi Sigurðsson ferðast á milli Íslands og Svíþjóðar. Í Hagalund-skóla ganga krakkar á aldrinum 10–16 ára og eru nemendur nú um 400. Auður er nú nýbyrjuð í svokölluðum Ma/NO bekk (Matte/Natur Orientering), þ.e. bekk þar sem áhersla er lögð á stærðfræði og náttúrufræði og er Hagalund-skólinn einn af nokkr- um í Stokkhólmi þar sem boðið er upp á slíka bekki. „Auður hefur sýnt áhuga á raungreinum og hefur staðið sig vel í skólanum og var boðið í þennan bekk. Forsendan fyrir því er til dæmis að nemendur geti unnið sjálfstætt og séu klárir á sænskunni,“ útskýrir Hildur. Skólinn er nýbyrjaður og í náttúrubekknum er nú fjallað um skóginn sem er nokkurs konar þema í öllum raungreinum, líffræði, eðlis- og efnafræði, en þar fyrir utan eru börnin líka í öðrum skyldufögum. Skógarferðir til að læra um trjátegundir „Mér finnst mjög gaman í skólanum,“ segir Auður. „Við erum búin að fara í margar ferðir til að skoða tré og þegar skógarþemað er búið eigum við að þekkja tólf trjátegundir. Næst verður þemað vatn. Við höfum líka gert alls konar tilraunir, í dag settum við til dæmis egg ofan í einhvern vökva og gátum séð í gegnum skurnina og á morgun sjáum við hvort skurnin hefur leyst upp.“ Auður segist finna nokkurn mun á sænskum og íslenskum skóla. „Aðallega á krökkunum. Ef maður mætir til dæmis krökkum á leiðinni út í búð segja allir hæ við alla fjölskylduna. Krakkarnir hér þora meira og eru opnari. Svo finnst mér líka skemmtilegt að fara í alls konar ferðir með skólanum. Á morgun er minn bekkur til dæmis að fara að keppa við sama bekk í öðrum skóla í frjálsum íþróttum.“ Þórdís systir hennar er á sama máli. „Á Íslandi eru alltaf stelpur að leika sér saman og strákar að leika sér saman. Hér er lögð áhersla á að allir séu saman. Ef einn strákur er að leika með stelpum í frí- mínútum er það allt í lagi hér en á Íslandi þætti það skrýtið. En mér finnst aðalmun- urinn að fá alltaf heitan mat í hádeginu,“ segir Þór- dís. Mæðgurnar nefna líka að mjög þægilegt sé að hafa læsta skápa fyrir hvern og einn nemanda í skólanum. Þá er t.d. hægt að geyma íþróttaskó í skápnum og fleira sem þarf ekki að fara á milli heimilis og skóla á hverjum degi. Hildur segist líka vera ánægð með svo- kölluð vikubréf frá kennaranum sem send eru heim með öllum nemendum. Þar eru viðburðir líðandi viku reifaðir, hvað gekk vel í skólanum, hvað gert var þá vikuna o.fl. Einnig ef eitthvað fór úrskeiðis, t.d. um aga og hegðun í kennslustundum og frímínútum. Í lok bréfsins er dagskrá næstu viku, skil á heimanámi o.fl. „Þetta gerir það að verkum að við fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast í skólanum og yfirleitt bíður maður spenntur eftir næsta vikubréfi,“ segir Hildur. Að sögn Hildar er andinn í Hagalund- skólanum mjög góður og áhersla lögð á að skólinn sé skemmtilegur staður til að vera á. Göngutúrar og ferðir út fyrir skólann eru algeng og námið ekki bara bók- lestur. Íslendingar sem þekkja sænska skólakerf- ið segja margir hverjir að meira sé ýtt undir fé- lagslega þáttinn í sænsku skólunum en þeim íslensku og tekur Hildur undir það og bendir á að samvera í göngutúrum og ferðum út fyrir skólann ýti undir góð samskipti nemendanna. Syst- urnar voru í undirbúningsbekk fram að síðustu ára- mótum og komust fljótt inn í sænskuna og eru mjög ánægðar í skólanum. Móðir þeirra er líka ánægð með sænska skólann og finnur nokkurn mun á honum og íslenska skólanum. Til dæmis þurfa nemendur ekki að koma með neitt í skólann að hausti, engar stílabækur, blýanta eða annað sem íslenskir foreldrar flykkjast í bókaverslanir að kaupa síðsumars. „Mér fannst þetta mikill munur. Þetta dregur líka úr samkeppni meðal barnanna um flottar stílabækur eða strokleður. Á Ís- landi hefði ég verið til í að borga eitthvað ákveðið til að skólinn sæi um þetta,“ segir Hildur sem flytur aft- ur til Íslands að ári ásamt fjölskyldunni.  MENNTUN | Grunnskólinn Hagalund í Solna í Svíþjóð Sérstök áhersla á stærð- fræði og náttúrufræði Morgunblaðið/Sverrir Þórdís og Auður Helgadætur: Við Haga- lundsskolan í Solna. AFBRÝÐISEMI getur spannað allt frá því að vera óþægilegur fylgifiskur í ástarsamböndum til þess að vera undirrót alvarlegra sambúðarvanda- mála, jafnvel ofbeldis. Á morgun mun Endurmennt- unarstofnun Háskóla Íslands standa fyrir námskeiði fyrir fagfólk í heil- brigðisþjónustu um mat og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum. Breski sálfræðingurinn Padmal de Silva mun kenna á námskeiðinu en hann hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð við sjúklegri af- brýðisemi í samböndum fólks. Hefur de Silva m.a. skrifað fjölda fræðigreina á sviðinu og þróað árangursríkt meðferð- arform, sem hann hefur m.a. kennt á námskeiðum víða um heim, en hún byggist m.a. á sálrænni atferlismeðferð og para- meðferð. Sérfræðingur í afbrýðisemi De Silva er lektor við King’s Coll- ege í London og hefur starfað við sál- fræðimiðstöð sem helguð er kynlífs- og hjónabandsvandamálum um 25 ára skeið. Hann segir starf sitt á sviði hjónabandsráðgjafar hafa beint at- hygli sinni sérstaklega að sjúklegri af- brýðisemi. „Í starfi mínu og kollega minna við sálfræðimiðstöðina kom- umst við að því hversu áberandi vandamál afbrýðisemi er í sambúð- arvanda fólks. Í mörgum samböndum reyndist hún vera undirrót rang- hugmynda, ofbeldis og andlegrar kúg- unar. Mikilvægt er að sálfræði- og geðlæknastéttin taki mið af þessum möguleika þegar hjón eða pör leita að- stoðar vegna sambúðarvandamála. Á námskeiðinu mun ég miðla af þeirri reynslu sem við höfum á sviði með- ferðar við þessum vanda.“ De Silva segir afbrýðisemi eiga sér misjafnlega alvarlegar birtingarmyndir. „Í ákaf- lega mörgum samböndum er ákveðin afbrýðisemi fyrir hendi, sem veldur því e.t.v. að makinn fylgist með sam- skiptum eiginkonu sinnar eða eig- inmanns við aðila af hinu kyninu og lætur jafnvel í ljós óánægju með það að makinn sýni þessu fólki of mikla at- hygli. Þetta er þáttur sem fólk í sam- böndum verður að takast á við og ræða en telst þó ekki til alvarlegs vanda- máls. Afbrýðisemi er hins vegar orðin að vandamáli þegar hún er farin að stjórna gjörðum fólks, valda t.d. því að einstaklingur reynir að setja höft á at- hafnafrelsi maka síns, til þess að koma í veg fyrir að hann eigi náin samskipti við fólk af gagnstæðu kyni. „Þannig er ekki óalgengt að karl- menn reyni að banna eiginkonum sín- um að vinna utan heimilis eða að ein- staklingar hreinlega banni maka sínum að hafa samband við fólk af gagnstæðu kyni.“ Afbrýðisemi og ofbeldi Í afmörkuðum tilfellum leiðir af- brýðisemi til þess að fólk fer að saka maka sinn um framhjáhald, jafnvel þótt enginn fótur sé fyrir slíkum grun, segir de Silva. „Þessi tilhneiging getur orðið mjög alvarleg, því sá sem á við sjúk- lega afbrýðisemi að stríða fyllist oft mikl- um ranghugmyndum um hegðun eða tryggð maka síns og gengur oft mjög hart að honum í til- hæfulausum ásökunum. Ég hef verið með karlmenn í meðferð sem hafa gengið svo langt að koma fyrir hler- unarbúnaði á heimilinu, eða ráðið fólk til þess að njósna um eiginkonu sína.“ Alvarlegustu birtingarmynd sjúk- legrar afbrýðisemi segir de Silva vera þá þegar fólk beitir maka sinn kúgun og ofbeldi, og í mörgum tilfellum leiði sá vandi til varanlegra limlestinga eða morðs. Aðspurður segir de Silva karlmenn og konur oft bregðast á ólíkan hátt við því er þau eiga við sjúklega af- brýðisemi að stríða. „Því miður er það oft svo að karlmenn bregðast við með ofbeldi gagnvart maka sínum. Konur hneigjast frekar til þess að beita nokkurs konar andlegum eða sálfræðilegum þrýstingi gagnvart makanum sem þær finna til af- brýðisemi gagnvart. En þetta er auð- vitað ekki algilt,“ segir de Silva. Á námskeiðinu hjá Endurmennt- unarstofnun mun Padmal de Silva fjalla um hugtök og skilgreiningar á afbrýðisemi. Fjallað verður um birt- ingarmyndir og fylgifiska af- brýðisemi og mat á henni, og tengsl afbrýðisemi og ofbeldishegðunar tek- in sérstaklega fyrir. Þá verður lögð áhersla á árangursríkar leiðir í með- ferð við sambúðarvanda sem sprettur af afbrýðisemi og unnið þar í vinnu- hópum og hlutverkaleikjum. Umsjón með námskeiðinu hefur dr. Jón Frið- rik Sigurðsson forstöðusálfræðingur á geðlækningsviði Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höft: Það er ekki óalgengt að karlmaður reyni að banna eiginkonu sinni að vinna utan heimilis til þess að koma í veg fyrir að hún eigi náin samskipti við aðra karlmenn. Afbrýðisemi oft undirrót alvarlegs sambúðarvanda Afbrýðisemi er orðin að vanda- máli þegar hún er farin að stjórna gjörð- um fólks.  TILFINNINGAR Í BANDARÍKJUNUM hafa sautján konur á aldrinum 17–30 ára látist af völdum getnaðarvarnaplásturs á þeim tveimur árum sem plásturinn hefur verið á markaði í Bandaríkj- unum. Plásturinn, sem heitir Evra í Bandaríkjunum, er talinn geta leitt til blóðtappa, hjartastopps eða hjartaáfalls, að því er m.a. kemur fram á vef Aftenposten. Bandaríska lyfjaeftirlitið telur að notkun plást- ursins sé orsökin. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er á meðal þeirra sem auglýst hafa plásturinn og hefur hann selst vel. Talsmaður framleið- andans Ortho-McNeil segir að not- endur plástursins taki svipaða áhættu og notendur getnaðarvarn- arpillunnar en af hennar völdum deyja 0,3–1,9 af 100 þúsund not- endum á aldrinum 15–29 ára á ári.  HEILSA|Bandaríkin Dauðsföll af völdum getn- aðarvarna- plásturs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.