Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 23

Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 23 Í slensk stjórnvöld hafa þegar gengið frá samningum við nokkur aðildarríki Samein- uðu þjóðanna um stuðning við framboð Íslands til setu í öryggisráði SÞ kjörtímabilið 2009– 2010. Um er að ræða gagnkvæman stuðning, þ.e. Ísland myndi á móti einnig styðja framboð viðkomandi ríkja til setu í öryggisráðinu einhvern tíma á næstu árum eða til setu í ein- hverjum af öðrum mikilvægum nefndum og ráðum SÞ. „Þetta eru ríki úr öllum álfum heimsins,“ segir Hjálmar W. Hann- esson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, í samtali við Morgunblaðið. Hann vill þó ekki gefa upp fjölda skriflegra lof- orða sem fyrir liggja eða tjá sig um það hvaða ríki hér um ræðir. Best sé að sýna ekki á spilin á þessari stundu en Ísland keppir við Tyrkland og Austurríki innan Vesturlandahópsins um tvö laus sæti í öryggisráðinu kjör- tímabilið 2009–2010. Hjálmar kom til starfa hjá fasta- nefndinni í New York fyrir réttu ári, hafði áður verið sendiherra í Kanada, Þýskalandi og Kína, auk þess sem hann hefur gegnt stöðu skrifstofu- stjóra Alþjóðaskrifstofu í utanríkis- ráðuneytinu. Hann segist undanfarið ár hafa kynnt framboð Íslands til ör- yggisráðsins eftir megni meðal fasta- fulltrúa annarra ríkja hjá SÞ. Langt sé þangað til að kosningu kemur en ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. 19. nóvember 2006 mikilvæg dagsetning fyrir Ísland Hjálmar segir að það skipti miklu máli að sterk liðsheild standi að fram- boði sem þessu, ekki aðeins hjá fasta- nefnd Íslands í New York heldur einnig og ekki síður heima í ráðuneyti og jafnframt í sendiráðum Íslands á erlendri grundu og hjá alþjóðastofn- unum í Genf og Vín. Þá sé mikilvægt að samfella verði í mannskap hjá fastanefndinni eftir því sem nær dregur. „Við vitum það til að mynda að á bilinu 35 til 50 af 191 fastafulltrúa ákveða einfaldlega sjálfir í kosning- unum hvaða ríki þeir kjósa til setu í öryggisráðinu. Að hafa samfellu, að menn þekki andlitið á íslensku fulltrúunum, er því mikilvægt,“ segir Hjálmar. Hjálmar tekur fram að enn séu menn fyrst og fremst staddir á kynn- ingarstigi vegna framboðsins, aukinn þungi færist þó í starfið í haust þegar Danir verði væntanlega kjörnir í ör- yggisráðið (Danir og Grikkir eru frambjóðendur Vesturlandahópsins í tvö sæti sem falla í hans hlut fyrir kjörtímabilið 2005–2006). Danir séu síðasta Norðurlandaþjóðin til að fara inn áður en það kemur að Íslending- um að spreyta sig í kosningum og eðlilegt hafi verið talið að bíða með eiginlega kosningabaráttu þar til kjör Dana væri afstaðið. Hjálmar segir að ákveðinn stígandi verði að vera í baráttu Íslendinga fyr- ir sæti í öryggisráðinu og nefnir dag- setninguna 19. nóvember 2006 sér- staklega í þessu samhengi, segir þá tækifæri til að vekja athygli á fram- boðinu innan SÞ. Þá séu sextíu ár lið- in frá inngöngu Íslands í SÞ og þar sé komið gott tilefni til að minna ræki- lega á sig í kosningabaráttunni. Hug- myndir séu uppi um íslenska matar- og listkynningu o.fl., bæði þann dag og síðar. Fylgist með starfi sérfræðinganefndar Hjálmar segir fastanefndina fylgj- ast eftir megni með starfi nefndar valinkunnra sérfræðinga sem Kofi Annan setti á laggirnar í fyrra til að leggja fram tillögur til umbóta á starfi SÞ (sjá meðfylgjandi frétt). „Auðvitað höfum við okkar tengsl inn í þessa nefnd með því að hafa sam- band við fastafulltrúa hér hverra landar eru í nefndinni. Menn binda miklar vonir við þessa nefnd í sjálfu sér,“ segir hann. „Segja má að það sé ákveðinn póli- tískur meðbyr með því að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi núna. Á næsta ári verður leiðtogafundur, haustið 2005. Þá eru samtökin jafn- framt 60 ára og það er ákveðinn póli- tískur skriðþungi hér af þessum sök- um sem gæti leitt til þess að menn næðu niðurstöðu í þessum viðkvæmu málum. En þetta er auðvitað flókið, það eru ákveðnar geópólitískar jöfn- ur í þessu dæmi sem alls ekki er búið að leiða til lykta.“ Hér er Hjálmar að vísa til þess að jafnan er rætt um, svo dæmi sé tekið, að Pakistanar myndu eiga erfitt með una því að sjá Indverja fá fastasæti í öryggisráðinu ef þeir ekki fá slíkt sæti sömuleiðis. Þá sé næsta víst að Afríka fái eitt fast sæti en sú álfa muni hins vegar þurfa að ná niður- stöðu um það hvaða tiltekna Afríku- ríki fari inn í ráðið. Sama sé að segja um Rómönsku Ameríku. Svo er óljóst hversu mörg viðbótarsæti koma fyrir kjörna fulltrúa í öryggisráðinu. Verða sett takmörk um beitingu neitunarvalds? Fimmtán ríki eiga sæti í öryggis- ráðinu eins og staðan er núna, þar af fimm fastaríki með neitunarvald. Hjálmar bendir hins vegar á að þetta kerfi miðist að miklu leyti við stöðuna eins og hún var þegar af stað var far- ið, fyrir sextíu árum. Þá hafi aðild- arríkin verið fimmtíu en séu nú 191. Kjörnum ríkjum var að vísu fjölgað um fjögur í ársbyrjun 1966, úr sex í tíu, en allir séu sammála um að nú- verandi staða endurspegli því ekki SÞ eins og þær líti út núna. Málið sé þó ekki einfalt úrlausnar. Mikil and- staða sé við það hjá tilteknum ríkjum að nýir fastafulltrúar í öryggisráði fái sömu réttindi og þau fimm ríki sem þar eru fyrir og hafa neitunarvald. Hugmyndir um fyrsta og annan flokk hjá fastaríkjum í ráðinu eigi hins vegar alls ekki hljómgrunn alls staðar heldur, t.d. hjá ríkjum sem vonast til að fá fast sæti í ráðinu. Rætt hefur verið um að til greina komi að sett verði einhvers konar al- menn takmarkandi ákvæði á neitun- arvaldið, þ.e. um beitingu þess og segir Hjálmar að slíkar hugmyndir njóti stuðnings ríkisstjórnar Íslands, svo dæmi sé tekið. Markmiðið sé að tryggja að neitunarvaldi sé aðeins beitt í undantekningartilfellum. Hjálmar segir að eftir sem áður verði ekki auðvelt að leiða þessi mál til lykta. „Þó má ekki gleyma þessum skriðþunga sem ég nefndi áðan, þess- um áhuga sem margir hafa á því að tryggja að á 60 ára afmælinu end- urspegli samtökin raunveruleikann eins og hann er 2005. Við skulum ekki gera lítið úr því að kannski opnast þessi möguleiki skyndilega, að það verði vilji hjá þátttökuríkjunum að ná fram þessu markmiði. Það tala nán- ast allir um að það þurfi að endur- skipuleggja, það eru bara skiptar skoðanir á því hvaða leiðir á að velja. Ýmsir kollegar mínir, fastafulltrúar, hafa haft á orði að ef þetta næst ekki núna þá muni líða nokkuð mörg ár þangað til að jafnmikill skriðþungi verði aftur.“ Breytingar hafa ekki áhrif á framboð Íslands Fari svo að hið ótrúlega gerist, að samkomulag náist um breytingar á öryggisráði SÞ myndu þær líklega taka gildi áður en Ísland færi mögu- lega inn í öryggisráðið. Hjálmar er spurður að því hvort einhverjar vara- áætlanir séu fyrir hendi í utanríkis- ráðuneytinu ef svo færi að þessar að- stæður breyttust. „Nei, ekki er mér kunnugt um það,“ segir hann. „Ef fjölgun yrði í ör- yggisráðinu myndi að mínu mati ekki verða erfiðara fyrir Ísland að ná kjöri, en hugsanlega léttara. Hug- myndir um að fjölga kjörnum sætum í öryggisráðinu ganga fyrst og fremst út á það að þróunarríkin fái þau sæti þó að hugsanlegt sé að eitt kjörið sæti detti til Vesturlandahópsins. Það er þessi möguleiki sem myndi gera það að verkum að þetta léttist hjá okkur. En hann er mjög fjarlægur því að ég held að þessi sæti fari til þróunarríkj- anna,“ sagði Hjálmar W. Hannesson. Samningar um gagnkvæm- an stuðning liggja fyrir Morgunblaðið/Davíð Logi Hjálmar W. Hannesson á skrifstofu sinni í New York. david@mbl.is Aukinn þungi mun færast í kynningarstarf vegna framboðs Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á næstu mánuðum. Davíð Logi Sigurðs- son hitti Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúa Ís- lands hjá SÞ, að máli í New York. RÓTTÆKAR breytingar verða gerðar á skipan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef tillögur starfs- hóps sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, skip- aði í nóvember í fyrra ná fram að ganga. Starfshóp- urinn er skipaður sextán sérfræðingum frá jafn mörgum löndum, m.a. þeim Brent Scowcroft, fyrr- verandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, og Gro Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs og framkvæmda- stjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Sérfræðinganefndin fundar í þessari viku til að leggja síðustu hönd á skýrslu sína til Annans og mun skila endanlegum tillögum sínum fyrir 1. desember nk. En ljóst er að hópurinn hefur orðið sammála um tiltölulega róttækar hugmyndir sem hann telur að geti fyrirbyggt að SÞ hætti að skipta máli, verði áhrifalaust málfundafélag. Mesta at- hygli vekja tillögur hópsins að því er varðar skipan öryggisráðsins. Núverandi fyrirkomulag miðast við stöðuna í heimsmálunum eins og hún var við stríðslok 1945, árið sem SÞ voru stofnaðar. Lengi hafa því verið gerðar kröfur um að breytingar yrðu gerðar, til að endurspegla betur stöðu mála eins og þær eru nú. Starfshópurinn var sammála, að því er The Economist greindi frá fyrir nokkru, að fjölga bæri ríkjum í öryggisráðinu úr 15 í 24 og þau yrðu síðan hér eftir flokkuð í þrjá hópa:  Ríkin fimm sem nú eru fastafulltrúar með neitunarvald (Bandaríkin, Bretland, Kína, Frakk- land og Rússland) myndu tilheyra einum flokki.  Öðrum flokki tilheyrðu sjö til átta ríki sem segja má að yrðu því sem næst fastafulltrúar, kosið yrði um viðkomandi ríki í hverjum heimshluta fyrir sig á fjögurra til fimm ára fresti (Brasilía, Þýska- land, Japan, Indland og Suður-Afríka myndu hugsanlega tilheyra þessum flokki).  Í þriðja flokki yrði síðan kosið, líkt og nú er gert, um 11–12 fulltrúa úr öllum heimsálfum sem sætu tvö ár í senn í öryggisráðinu. Aðeins ríkin fimm sem tilheyra fyrsta flokknum myndu hafa neitunarvald í ráðinu. „Ólíklegt að sátt náist“ Sérfræðinganefndin hefur ekki aðeins fjallað um hvernig breyta megi skipan öryggisráðs SÞ, henni var falið að fjalla um úrbætur á stofnanakerfi SÞ í heild og leggja fram tillögur um hvernig gera mætti starfsemina markvissari. David Malone, fyrrverandi fastafulltrúi Kanada hjá SÞ og núver- andi forseti Alþjóða friðarakademíunnar í New York, sjálfstætt starfandi samtaka sem vinna sam- hliða SÞ, segir í samtali við Morgunblaðið að áherslan hafi þó verið á öryggisráðið. Það sé miður. „Ríkin sem vilja fá fastasæti í ráðinu, einkum Þýskaland, Japan og Indland, hafa barist hart fyrir því að koma í veg fyrir að tillögur vinnuhópsins nái fram að ganga. Það væri betri minnisvarði um framkvæmdastjóratíð Kofis Annans ef hann legði áherslu á það á síðustu árum sínum í embætti að breyta og betrumbæta afstöðu SÞ til öryggismála í heiminum og þeirra ógna sem að steðja. Sem fyrr er ólíklegt að sátt náist um umbætur á örygg- isráðinu.“ Leggja til róttækar breytingar á öryggisráðinu AP Frá frægum fundi öryggisráðsins í febrúar 2003 þegar Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kynnti gögn sem Bandaríkjamenn töldu sanna að Írakar ættu gereyðingarvopn. Annað kom á daginn. ndi búinn við að velja úr miklum fjölda rka sem Louisa lét eftir sig. Reynt hafi rið að draga fram helstu einkenni og sýna fnt fyrstu verk sem hin síðustu á sextíu a listferli. Þá hafi t.d. verið gaman að geta egið fram myndskreytingar og mynstur- kningar, sem Louisa vann snemma á ferl- um og sýna færni hennar á því sviði en uisa sótti upphaflega menntun í grafískri nnun í Kaupmannahöfn þó að hún hafi ar helgað sig málaralistinni. Einnig er á sýningunni bronsafsteypa af mmu frá árinu 1960 en að sögn Temmu nn móðir hennar um tíma gifsmyndir í rðinum heima í New York á sumrin þegar ýtt var í veðri, verk sem hafi verið gerð l skil enn sem komið er. Þó að málverkið í aðalhlutverki bregður sýningin því ljósi ríka sköpunargleði Louisu og það hversu ðvelt hún átti með að finna ástríðu sinni rás. Úlla segir um verk ömmu sinnar að r komi svo skýrt fram ást hennar á mynd- ni sínu. „Öll viðfangsefni verkanna stóðu nni nærri, fjölskyldan, gæludýrin, lands- gið og umhverfið heima á Íslandi, allt var álað af svo mikilli ást og alúð,“ segir Úlla. Jú, það var svona grænt Varðandi litanotkun í verkum Louisu nnist Temma bílferðar um Ísland með reldrum sínum eitt sinn þar sem móðir nnar hafi lengi setið þögul í framsætinu allt í einu sagt stundarhátt. „Jú, það var ona grænt. Grasið var svona grænt.“ Það fi komið henni þægilega á óvart hversu ærri raunverulegum litum íslenskrar nátt- u hún var í vinnustofu sinni í stórborginni. fjarlægðin geri fjöllin blá, en þó ekki svo ja blárri en þau séu. uð í dag í Norræna húsinu hins vegar haldin nk. rmálaráðherra. Hulda astamikils listmálara sem ldrei verið fjarri. ldastefansdottir@yahoo.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.