Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 27

Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 27 ✝ Ágústa GuðrúnHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1934. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 7. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hall- dór Eiríksson, verka- maður í Reykjavík, f. á Ósabakka í Skeiða- hreppi í Árnessýslu 5. apríl 1889, d. 28. október 1968 og Guð- rún Guðjónsdóttir, f. á Dísarstöðum í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu 11. maí 1904, d. 18. maí 1945. Ágústa giftist 9. apríl 1953 Sig- urði Bjarnasyni, f. á Eskifirði 5. ágúst 1932. Börn þeirra eru: Hall- dór Ómar, f. 9. sept. 1953, Laufey Guðrún, f. 10. feb. 1955, Atli, f. 13. sept. 1960 og Hafrún, f. 10. maí 1963. Ágústa og Sigurður skildu árið 1981. Ágústa réð sig sem kaupakona að Helgustöðum við Reyðarfjörð um 17 ára aldur. Hún hóf síðan búskap ásamt Sigurði á Hauka- bergi á Eskifirði. Þau fluttu síðan bú- ferlum til Reykjavík- ur um 1962. Ágústa starfaði lengst af hjá Pósti og Síma sem afgreiðslustúlka í póstaf- greiðslustöðinni í 101 Reykjavík. Útför Ágústu fer fram frá Frí- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hún sagði mér af því þegar hún var sett upp á brúsapall við bæ einn fyrir austan fjall. Koffortið var sett við hlið hennar og í því voru allar veraldlegar eigur 10 ára gamallar stúlku sem þá var nýbúin að missa móður sína. Rútan hélt áfram í aust- ur og hvarf í rykmekki sem rútan þyrlaði upp og léttur vorvindur feykti honum yfir gróskumikil tún sem lágu meðfram veginum. Hún sneri sér við á brúsapallinum og horfði til hrörlegs bæjar og sá engin merki um mannaferðir en dökkur hundur skokkaði niður tröðina í átt- ina til hennar. Þessi hundur átti eft- ir að verða sálusorgari hennar um sumarið og hjálpa henni að komast yfir móðurmissinn sem markaði djúp sár í sál hennar alla tíð. Þessi stund hvarf henni aldrei úr minni og hún gleymdi heldur ekki þeirri hörku og skilningsleysi sem mættu henni á þessum bæ. Gleði hennar var því mikil þegar hún kom aftur heim til sín í Laugarnesið um haust- ið til systkina sinna og föður. Hún hafði talið að þangað kæmi hún ekki aftur nema sem gestur þar sem óvíst var hvort faðir hennar gæti al- ið önn fyrir börnunum þar sem hann var orðinn einn í þeirri bar- áttu. Hún sagði mér líka af því að hún hefði átt margar góðar stundir í Laugarnesinu. Hún sagðist hafa verið dálítil strákastelpa í sér og leikið sér jafnt með stelpum sem strákum, hoppað yfir girðingar í elt- ingarleikjum ef því var að skipta. Það lýsir líka vel þeim krafti sem hún bjó yfir, krafti sem þó hafði far- ið þverrandi hin seinni ár. Hún sagði mér frá veru sinni sem kaupakona á Helgustöðum við Reyðarfjörð og hvað henni leið vel þar. Vinnan í brattri hlíðinni var stundum erfið og hún varð að sækja vatn um langan veg, en henni var tekið vel og góðhjartaðir ábúendur þar héldu vinskap við hana alla tíð. Sem barn eða unglingur þá hugs- ar maður ekki mikið út í það hvort það þurfi að þvo þvotta, baka, taka til eða vinna tvöfalda vinnu. Maður er einfaldlega of upptekinn af sjálf- um sér og vinum sínum. Ég man það samt að eftir að hafa verið kysstur góða nótt að ég sofnaði oft við hljómfall fótataks hennar frá eldhúsinu. Hún var þá að „ganga frá“ eða baka súkkulaðikökuna sem alltaf var til í „efri skápnum“. Morg- uninn eftir var hún farin til vinnu áður en við systkinin vöknuðum. Dugnaði hennar er vel lýst með því að segja frá því þegar hún fór með okkur systkinin í berjamó bæði í Heiðmörk eða út í Hafnarfjarð- arhraun. Við vorum bíllaus en það var engin hindrun, í berjamó skyldi haldið. Með nesti og box undir berin var arkað af stað og Hafnarfjarð- arvagninn tekið suðureftir og stefn- an tekin út í hraun. Þetta var laut- arferð þar sem hún móðir mín bar mest allan búnaðinn langan veg og jafnvel litlu systur mína líka. Hún hvatti okkur áfram þegar við fórum að þreytast og lofaði okkur verð- launum ef við næðum settu marki og hún stóð við það. Guð blessi móður mína og veri henni náðugur alla tíð. Starfsfólki hjartadeildar 14G á Landspítala við Hringbraut þakka ég kærleiksríka og fagmannlega umönnun móður minnar. Atli Sigurðarson. ,,Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.“ Tómas segir við hann: ,,Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?“ Jesús segir við hann: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Jóhannesarguðspjall 14:1-6) Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Jochumsson.) Innileg samúð til barna og fjöl- skyldna þeirra. Systkini hinnar látnu. Elsku Rúna mín. Nú hefur þú fengið hvíldina, pabbi var búinn að hringja í mig til Danmerkur og segja mér frá því að þú værir komin á spítala og við hverju mætti búast. En alltaf kem- ur kallið manni í opna skjöldu þegar sjálfur dauðinn bankar upp á. Nú hefur þú kvatt þessa jarðvist og ert komin í faðm foreldra þinna, þú hafðir oft talað um afa og ömmu og nú veit ég að þau hafa tekið vel á móti þér. Minningarnar hrannast alltaf upp á stundum sem þessari, sérstaklega þær góðu og þeirra vil ég minnast. Þú varst sterk og dug- leg kona, Rúna mín, og þegar við komum í heimsókn til þín þá varstu óðar komin með einhverjar kræs- ingar á borð. Mér eru mjög minn- isstæðar heimsóknir okkar mömmu á Kleppsveginn og oft áttir þú heimabakaðar kleinur eða Prins Polo í skápnum þínum. Einnig fannst mér alltaf gaman að koma til hans Halldórs og við sátum oft og horfðum á videó saman á meðan þið mamma töluðuð inni í eldhúsi. Þú varst mjög stolt af börnunum þínum og myndir af þeim prýddu veggina hjá þér. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til þín frá Danmörku, byrjuðum við á því saman að skoða nýjustu myndirnar þínar af börn- unum, barnabörnum og langömmu- börnunum og þú sýndir mér þær með bros á vör og stolti í hjarta. Seinustu árin skrifuðumst við á, þú sendir mér alltaf falleg póstkort af íslenskri náttúru þar sem þú sagðir mér frá fjallgöngum þínum og gömlum tímum. Einnig sagðir þú mér frá fallegum stöðum á landinu sem ég ætti að sýna Morteni. Þá eru mér mjög minnisstæðar allar þínar frásagnir af göngunum upp í Þórs- mörk. Daginn áður en pabbi hringdi í okkur hafði ég keypt póstkort handa þér af danska krónprinsa- parinu og ætlaði að senda það til þín. En maður veit aldrei hvað ger- ist á morgun. Elsku Halldór, Gurra, Atli, Haf- rún og fjölskyldur, ég, Morten og Daníel sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa minninguna um hana Rúnu frænku. Björk Brynjólfsdóttir og fjölskylda, Álaborg. Mig langar að minnast stór- frænku minnar Ágústu Guðrúnar Halldórsdóttur eða Rúnu eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyld- unni. Rúna ólst upp í Laugarnesinu ásamt fjölskyldu sinni. Hún byrjaði ung að vinna eins og títt var á þeim tíma. Alla tíð var hún dugnaðarfork- ur til vinnu, athafnasöm og gaf ekk- ert eftir. Hvort sem var í kaupa- vinnu, vinna með sjúku fólki á Kleppsspítala eða á póstinum. Þó að hún hafi átt við veikindi að stríða seinustu árin, kemur dauðinn manni alltaf í opna skjöldu. Það var svo margt sem átti eftir að spjalla og þakka. Minningarnar eru ófáar frá Kleppsveginum sem sveima um hugann nú. Þá var oft droppað í heimsóknir enda mamma og Rúna báðar sjómannskonur og miklar vinkonur. Þá var nú ekki amalegt að fá kleinurnar eða hafrakexið og fæ ég vatn í munninn af tilhugsuninni og hafa þær hvergi fundist betri. Ofarlega er líka í huga mér þegar við krakkarnir fórum með mömmu og Rúnu að keyra Halldór upp í Tjaldanes og yfirleitt þá með fullan innkaupapoka af poppi. Reyndum við að gera þessar ferðir spennandi fyrir Dóra. Rúna var mikil fjölskyldumann- eskja og var afar stolt af börnum sínum og barnabörnum og fylgdist vel með öllum af mikilli hlýju og umhyggju. Hún fylgdist einnig vel með okkur systkinunum og okkar börnum og hefur aldrei mátt neitt aumt sjá. Sérstaklega fylgdist hún vel með öllum stórum og smáum sigrum hans Pálma. Fannst henni gleðilegt að geta upplifað nýja tíma í málefnum fatlaðra. Sérstaklega að Pálmi gæti farið í almennan skóla og fengið kennslu við sitt hæfi eins og önnur börn. En það stóð þeim ekki einu sinni til boða fyrir 45 ár- um. Rúnu tókst það sem hún ætlaði sér, það að koma börnum sínum til manns og það gerði hún sannarlega með glans. (Ekki ætlaði hún heldur að halda upp á afmælið sitt nú í október en þá hefði hún orðið sjötug en ekki bjuggumst við samt við þessu.) Það var alltaf gaman að hitta Rúnu og áttum við margt sam- eiginlegt, þó að kynslóð væri á milli okkar, hvort sem voru ljóð eða mál- efni minni máttar. Elsku Halldór, Gurra, Atli og Hafrún, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur, missir ykkar er mikill, en einnig er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna á Nesinu og ekki síst hjá mömmu og pabba. Elsku Rúna mín, nú ber einhver annar með þér þína bagga, en við hin höldum áfram. Það er vel við hæfi að enda þetta á ljóðinu sem þú gafst mér og hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. (Erla.) Guðrún Brynjólfs. ÁGÚSTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, UNNUR ALDÍS SVAVARSDÓTTIR, Stóragerði 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 23. september kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Hermann Þorsteinsson, Sigurbjörg Hermannsdóttir, Guðjón Hermannsson, Ying Xing Wang, Þorsteinn Hermannsson, Sarah M. Valle og ömmubörn. Elskuleg móðir okkar og amma, JÓHANNA ÁRNÝ RUNÓLFSDÓTTIR, Sunnuhlíð, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 16. september, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 23. september kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Björn Á. Þorbjörnsson, Ólafur Á. Þorbjörnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR H. SIGURÐSSON stýrimaður, Hjallalandi 7, sem lést mánudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. september kl. 13.30. Ólöf Þór, Jón Þór Gunnarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Gróa Gunnarsdóttir, Pétur Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Valva Árnadóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Pétur Ásgeirsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.