Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 23/9 kl 20, Fö 24/9 kl 20, Síðustu sýningar BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14, Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 UPPSELT 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 örfá sæti laus 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Áskriftarkort! HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - örfá sæti laus Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 8 .10 20 .00 LAUS SÆTI AKUREYRI Íþróttahöllin Fös . 24 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI „Hár ið er rosa lega krö f tug og orkumik i l sýn ing sem sner t i mig“ -K ja r tan Ragnarsson , le iks t jó r i - MEÐAL þeirra listviðburða sem verða áberandi í upphafshátíð ís- lenskrar menningarkynningar í París, 27. september næstkomandi, má telja frumsýningu á nýju dans- verki Ernu Ómarsdóttur ballett- dansara við lag Jóhanns Jóhanns- sonar tónskálds, sem hann samdi sérstaklega fyrir Ernu. Að sögn Jóhanns er lagið nokk- urs konar „barnagæla“. „Ég samdi í rauninni lag fyrir hana sem er unnið upp úr texta við gamla barnagælu,“ segir Jóhann, sem hef- ur samið tónlist fyrir fjölda leikrita og dansverka á Íslandi. Hann bætir við að verkið sé nokkuð drungalegt og dæmigert fyrir hinn gamla tíma hér á landi. „Dansverkið fjallar um dauðastríð lítils fugls. Þetta er lítil vísa um fugl sem er að deyja úr kulda og vosbúð úti í hríðinni. Tón- listin, sem er frekar elektrónísk, er líka að miklu leyti unnin á harm- óníum, sem er gamalt og gott hljóðfæri hér á Íslandi. Síðan er einnig unnið með hljóðið úr harm- óníuminu og rödd Ernu í tölvu. Þá má segja að gamlir og nýir tímar mætist, við erum að leika okkur með mjög sterkar andstæður, bæði í dansinum og tónlistinni.“ Þetta er ekki fyrsta samstarf þeirra Jóhanns og Ernu, en verk þeirra IBM 1401, notendahandbók, hefur notið mikilla vinsælda um alla Evrópu og eru þau bókuð með verkið fram til ársins 2006. Jóhann mun einnig leika sína eigin tónlist í Pompidou-safninu 30. september og hefur sér til full- tingis Ethos-strengjakvartettinn og Matthías Hemstock ásláttarleik- ara. Þá verður á opnunardaginn frumsýnt nýtt myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, „Who is it“. Þar er um að ræða fyrsta myndbandið sem gert er við lag af plötunni Medulla, en hinn heims- frægi leikstjóri Spike Jonze hélt um taumana við gerð þess og var það að mestu leyti tekið upp hér á landi. Menningarkynning | Dansverk og myndband frumsýnd í París Dimm og drungaleg barnagæla Morgunblaðið/Jim Smart Erna Ómarsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Jóhann Jóhannsson Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI ALLRA SÍÐASTA SÝNING Söngleikurinn FAME þakkar fyrir sig og kveður Smáralindina Fim. 23. sept. kl. 19.30 LOKASÝNING Stærstu og jafnframt áhrifa-mestu tískusýningarnar íheimi eru haldnar tvisvar á ári í New York, London, Mílanó og París. Á haustin er sumartískan sýnd og á vorin vetrartískan. Til viðbótar eru hátískusýningar og fleiri sýningar en fyrrnefndar „ready-to-wear“ eða beint af slánni-sýningar eru það sem hvað mest er horft til varðandi komandi strauma og stefnur. Tískuvikan í New York er einmitt nýliðin og voru nokkrar myndasyrpur frá henni birtar í Morgunblaðinu. Tískuvika í London er tekin við og verður líka fylgst með henni á síð- um blaðsins. Þegar kaupendur frá stærstu verslunum í heimi setjast við sýningarpallinn á tískusýning- unum á tískuviku í New York lítur svo út fyrir að þeir séu að sjá nýju línuna, lögunina og litina í fyrsta skipti. Ekki er þó allt sem sýnist, að því er New York Times afhjúpaði í nýlegri grein. Aðrar sýningar á sömu tísku hafa þá þegar farið fram. Helstu vöruhús eru búin að kaupa 60–80% af tískuvarningi sumarsins 2005 frá nákvæmlega sömu hönnuðum en markaðurinn í kringum þetta kallast forsýningar. Þessar forsýningar fara fram í her- bergjum við eina helstu tískugöt- una í New York, Seventh Avenue, einhverjum mánuðum eða vikum fyrir tískuviku. Fötin koma í versl- anirnar í nóvember til janúar, a.m.k. þremur mánuðum á undan hefðbundnum pöntunum eftir tískuviku.    Stærstu magnkaupendurnir hafaþví séð þetta flest áður þó tískublaðamenn og lesendur þeirra séu að sjá sumar- eða vetrartískuna í fyrsta sinn á tískuviku. Stóru tískusýningarnar eru ennþá mikilvægar en hlutverk þeirra er að breytast, frá því að vera markaður í markaðstól. Þær eru ætlaðar til að hafa áhrif á neyt- endurna frekar en kaupendur hjá verslunum og gerðar til að skapa spennu meðal almennings í gegnum birtar myndir, sjónvarpssýningar og netumfjöllun. Þessar forsýningar hafa orðið til vegna kröfu viðskiptavinarins að kaupa ný föt oftar en tvisvar á ári. Krafan er ný og hefur þetta þróast hratt síðustu ár. Hjá Calvin Klein keyptu verslanir 20–30% fatnaðar- ins snemma fyrir fimm árum en núna eru þær búnar að festa kaup á um 50–60% fatnaðarins fyrir stóru tískusýningarnar. Þetta virkar líka þannig að ef vel er tekið í eitthvað ákveðið útlit á forsýningu er það þróað áfram og skreytt fyrir tískuviku. Hönnuðir spara líka séstökustu hönnunina, sem líklega er að vekja athygli, fyr- ir tískusýningarnar. Evrópskir hönnuðir, þeirra á meðal Dolce & Gabbana og Chanel, eru farnir að halda þessar forsýn- ingar, ekki þó fyrir Evrópumarkað heldur Bandaríkjamarkað. Evr- ópubúar kaupa enn vorföt á vorin o.s.frv. en hönnuðirnir neyðast til að taka þátt ef þeir vilja vera á Bandaríkjamarkaði.    Mikið af þessu er gert fyrir fjöl-miðlana,“ sagði Tom Murray, framkvæmdastjóri Calvin Klein, í samtali við New York Times. Sýn- ingarpallarnir hafa annað hlutverk. Þar breyta hönnuðirnir og stílist- arnir fötunum örlítið og bæta við fylgihlutum til að leggja áherslu á skilaboð sköpunarinnar „Stefnurnar verða fastmótaðri á sýningarpöllunum. Síðasta haust var mikið um nælur, flata skó, slaufur og loðfeldi en það allt gerð- ist bara á tískuviku,“ sagði Robert Burke, tískustjóri vöruhússins Bergdorf’s Hönnuðir eru oft alla vikuna fyr- ir sýningu að breyta röðuninni, skipta um skartgripi, töskur og skóna sem setja punktinn yfir i-ið. Þannig gera þeir fötin söluvænni, myndavænni og þar með líklegri til að komast á forsíður tímaritanna. „Hönnuðir byrja að bæta við skreytingum fyrir sýningu, breyta pilsasíddum og þess háttar,“ sagði Burke. „Og það ætti alveg að halda sér. En það er ekki hægt að byggja traust viðskipti á slíku.“ Hlutverk tískusýninga ’Stóru tískusýning-arnar eru ennþá mikil- vægar en hlutverk þeirra er að breytast, frá því að vera mark- aður í markaðstól.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.