Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 41
Reuters Hjónin Britney og Kevin Federline ásamt hinni tveggja ára Kori. um síðar að ekki bjó mikil alvara þar að baki heldur var þetta gert í ölæði, af mikilli fljótfærni. Hjóna- bandið var því ógilt 55 tímum síðar. Um leið og Spears, sem er 22 ára, gekk í hjónaband með Federline varð hún stjúpmóðir tveggja stúlkubarna hans, sem hann á með leikkonunni Shar Jackson. Eldri stúlkan er tveggja ára en sú yngri aðeins nokkurra vikna gömul. Spears lýsti því yfir í júní að hún hygðist giftast Federline. Að sögn fréttamiðilsins ET ljómaði brúðurin af gleði á brúðkaupsdaginn. BANDARÍSKA poppstjarnan Britney Spears gifti sig í annað sinn á sunnudag. Sá heppni – að þessu sinni – er að sjálfsögðu unnusti hennar, dansarinn Kevin Federline, og fór athöfnin fram á heimili vina ungu hjónanna í Studio City í Kali- forníu. 20–30 gestir voru viðstaddir athöfnina og gæddu brúðhjónin og gestir þeirra sér á kjúklingabitum og svínarifjum. Það vakti mikla athygli í janúar þegar Spears og æskuvinur hennar, Jason Alexander, giftu sig í Las Vegas. Kom í ljós nokkurum stund- Fólk í fréttum | Britney Spears gifti sig Orðin stjúpmóðir Morgunblaðið/Árni Torfason Gestir Austurbæjar sáu Blonde Redhead í bleikrauðum ljóma. TÓNLISTARUNNENDUR ís- lenskir lifa á góðum tímum. Geta hreinlega valið úr áhugaverðum og fjölbreyttum tónleikum í viku hverri, jafnt með innlendum sem erlendum listamönnum í háum gæðaflokki. Tónlistin sem boðið var uppá í Austurbæ á sunnudag var í þeim hæsta, og á það við öll þrjú böndin sem stigu á svið. Hljómsveit Skúla Sverrissonar hóf leikinn. Skúli naut þar stuðn- ings einvala tólistarfólks; Hilmars Jenssonar gítarleikara, Jóhanns Jó- hannssonar hljómborðsleikara, Hildar Guðnadóttur á selló og Ólaf- ar Arnalds á fiðlum og öðrum strengjahljóðfærum – en segja mætti að Ólöf hafi að vissu leyti leyst það hlutverk sem Eyvind Kang hefur á stundum gegnt með þeim Skúla, Hilmari og Jóhanni og gerði hún það vel. Sköpuðu þau saman einkar áheyrilegar hljóm- afléttur, svo samofnar að á stund- um fannst manni maður vera að hlýða á eitt hljóðfæri. Afar spenn- andi verður að heyra plötu með þessu efni, sem ku vera í burð- arliðnum. Slowblow, huldusveit þeirra Orra Jóns og Dags Kára, á eina mögn- uðustu plötu sem út hefur verið gefin á árinu og lék nokkur lög af henni, vel studdir múmliðunum Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni og Kristínu Valtýsdóttur, Ólöfu Arn- alds – enn og aftur – og Ólafi Birni Ólafssyni. Þá kom Þorgeir „Singapore- og Funeralsliði“ Gunn- arsson eilítið við sögu. Þetta voru þriðju tónleikar Slowblow síðan hún vaknaði úr dvala og báru svo- lítil merki þess. Ekki hefur enn tekist að laða fram þá dæmalausu töfra sem tónlistin á plötunni er gædd, og er ég reyndar ekkert of viss um að það eigi nokkru sinni eftir að takast. Lögin virka nefni- lega á mann sem einstæð sköpun, lög sem nostrað var við á upptöku- tímanum, svo róleg og of- urbrothætt, lög augnabliksins, lög sem verða ekki endurtekin. En góð eru lögin og flutningurinn var hríf- andi þrátt fyrir hnökrana. Eymdin er unaðsleg, alveg un- aðsleg – í meðförum Blonde Red- head. Nýja platan Misery Is a Butterfly er uppfull af þessari un- aðslegu eymd, hádramatískum lög- um og kolsvörtum; ofurtilfinn- inganæmri naflaskoðun. Rétt eins og bandið hafi drukkið í sig arfleifð frá nýja útgáfufyrirtækinu 4AD, skuggasveitum á borð við This Mortal Coil og Cocteau Twins. Platan er þannig talsvert íburð- armeiri og um margt hefðbundnari en síðustu plötur. Um leið ber minna á naumhyggjunni, tilrauna- mennskunni og „hljómanýtninni“ sem fylgdi hinni takmörkuðu hljóð- færaskipan, tveimur gíturum og bassa, sem gerði Melody of Certain Damaged Lemons svo heillandi. Þannig að þótt Misery is A Butt- erfly innihaldi mörg ægifögur og kynngimögnuð lög er ekki laust við að hún sé ögn einhæf á köflum og á það til að fara yfir strikið í dramatíkinni. Tónleikar Blonde Redhead í Austurbæ endurspegluðu það upp að vissu marki, enda lagði sveitin mesta áherslu á þessa nýju plötu – eðlilega. Ég var í fámennum hópi sem sá sveitina leika á hreint ógleymanlegum tónleikum í Laug- ardalshöll sumarið 2001. Þá voru á efnisskránni lög af Melody of Certain Damaged Lemons og fannst mér lifandi flutningur á þeim töluvert meira spennandi en flutningur á lögunum Misery is A Butterfly. Tvennt veldur; auðvitað er upplifunin alltaf sterkari þegar maður sér góða tónleikaleikasveit í fyrsta sinn, en svo held ég að lögin af Misery is A Butterfly séu líka mun vandmeðfarnari á sviði enda eru útsetningar eins og fyrr segir íburðarmeiri. Fór maður þannig að sakna ýmissa hljóðfæra, eins og strengjanna í „Elephant Woman“, „Doll is Mine“ og titillaginu frá- bæra. Sterkari urðu því í einfald- leika sínum hráu rokkuðu lögin „Falling Man“ – Rush-legt í meira lagi – og „Eqvvs“ – sem er það lag sem vex hvað mest við lifandi flutn- ing. Um frammiðstöðu þeirra þre- menninga verður hinsvegar ekki deilt. Á sviði eru þau engum lík, hvert með sinn frábæra afgerandi stíl, heillandi. Kazu dansandi með gítar sinn eins og í upphafskynn- ingu á gamalli Bond-mynd, Amedeo í leiðslu með gítarinn sinn og Simone, já Simone dáleiðir mann fullkomlega með lygilega fjölbreyttum trommuleik. Hlýtur að teljast með þeim bestu og kraft- mestu en verulega sértæður stíll hans minnir mann einna helst á Sigtrygg Baldursson í Kuklinu, eða Tóta úr Risaeðlunum í trans. Blonde Redhead hélt fullum sal í Austurbæ hugföngnum í vel á ann- an tíma, með leik sínum, og þakk- aði uppklappið með langri, næstum of langri, en áhrifamikilli músík- orgíu. Þau sögðu lítið, Kazu þakk- aði fyrir sig að kurteisum jap- önskum sið og hrósaði íslensku listamönnunum. Létu svo tónlistina tala. Tónlist sem maður vonast til að heyra aftur – og aftur – á ís- lensku sviði. Tónlist Austurbær Blonde Redhead  Tónleikar í Austurbæ sunnudaginn 19. september. Fram komu Blonde Redhead, Slowblow og hljómsveit Skúla Sverr- issonar. Skarphéðinn Guðmundsson Fljúga eymdarinnar fiðrildi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 41 Fréttasíminn 904 1100 18.09. 2004 Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku 16 7 1 6 6 5 9 6 0 2 1 18 19 24 33 36 15.09. 2004 15 17 24 27 28 29 18 26 30 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4507-4300-0029-4578 4507-4500-0033-0693 4543-3700-0047-8167 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I .  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk ÁLFABAKKI 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20. b.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i 14 ára. Ein steiktasta grínmynd ársins KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . r r l f s t ri t J s. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2  Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi THE BOURNE SUPREMANCY GEGGJUÐ GRÍNMYND  Kvikmyndir.comvi y ir.c Rómantísk spennumynd af bestu gerð í Ástríða sem deyr aldrei EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40, 8 OG 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 10. ThePrince and me AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. skipuð þeim Magnúsi Eiríkssyni sem leikur á gítar og syngur, og Pálma Gunnarssyni sem spilar á bassa og syngur. Þeim til fulltingis verða þeir Benedikt Brynleifsson á trommur og Agnar Már Magnússon á hljómborð. Svo má búast við að þeir fái til sín góða gesti upp á svið. Zonet-útgáfan stendur fyrir útgáfutónleikunum. Miðaverð: 2.200 kr. Sími í miðasölu er 5 700 400. Miða- sala Salarins er opin virka daga kl. 9.00–16.00 og klst. fyrir tón- leika. Einnig er hægt að kaupa miða á Netinu á vefsíðu Salarins, www.salurinn.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.