Morgunblaðið - 02.11.2004, Page 11

Morgunblaðið - 02.11.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR ÞAÐ verður að styrkja núverandi tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti með eðlilegum hætti sinnt núverandi lögbundnum og venjubundnum verkefnum sínum og um það verður að nást sátt í þjóðfélaginu og á Alþingi. Ekki verður undan því vikist að við- urkenna þá staðreynd að sveit- arfélögin almennt hafa orðið að taka á sig aukin verkefni þar sem tekjustofnar hafa ekki fylgt með. Nauðsynlegt er að efla núverandi tekjustofna sveitarfélaganna áð- ur en þau taka við nýjum verk- efnum. Þetta var meðal þess sem kom fram í setningarræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélag- anna sem hófst í gær. Vilhjálmur benti á að 70 sveit- arfélög hafi verið rekin með halla á síðasta ári. Í erindi sínu sagði hann m.a. að rekja mætti fjár- hagsvandann til margra þátta m.a. framkvæmda í umhverfis- málum, reksturs grunnskólans, bæta búsetuskilyrði vítt og breitt um landið,“ sagði Vil- hjálmur. „Efling sveitarstjórnar- stigsins er eitt mik- ilvægasta verkefnið á þeirri vegferð okkar að tryggja mannsæmandi bú- setuskilyrði í land- inu og skapa grund- völl fyrir aukin sóknarfæri í at- vinnumálum.“ Sagði hann að gagnkvæmt traust í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og samstaða sveitarstjórnarmanna um helstu hagsmunamál sín væri algjört grundvallaratriði í eflingu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Um 450 sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga og aðrir gestir mættu á ráðstefnuna í gær sem haldin var á Nordica hóteli. Henni verður framhaldið í dag og lýkur á hádegi. hvort Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði markaðir nýir tekju- stofnar, m.a. í tengslum við fækk- un undanþágna frá fasteignaskatti. Benti Vilhjálmur á að ríkið hafi sam- þykkt að veita 400 milljóna króna við- bótarframlag í Jöfn- unarsjóðinn og kem- ur það til viðbótar 150 m.kr. auknum tekjum sjóðsins um- fram áætlanir. Greiðslur fara fram í desember nk. Þá sagði Vilhjálmur að samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um Íbúðalánasjóð verði greiðslur sveitarfélaga vegna viðbótarlána felldar niður um næstu áramót. Áætlað var að þessar greiðslur yrðu 250 m.kr. á næsta ári. „Sveitarfélögin á Íslandi hafa lyft Grettistaki í þeim tilgangi að byggingar íþróttamannvirkja, vegna húsaleigubóta og krafna íbúanna um meiri og betri þjón- ustu. Skoða svæði sem standa höllum fæti Rifjaði hann upp aðgerðir sem gripið hefur verið til, og verið er að vinna að, til að efla sveitar- stjórnarstigið. Sagði hann að í sameiginlegri viljayfirlýsingu fé- lagsmálaráðherra, fjármálaráð- herra og SÍS var m.a. ráðgert að tekjustofnanefnd fjallaði um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á að skoða þau sveitarfélög og svæði sem standa höllum fæti fjárhagslega, meta ástæður fyrir þeim vanda og gera tillögur sem leitt geta til úrbóta. Í þeirri vinnu verði eink- um tekin afstaða til þess hvort rýmka beri heimildir sveitarfé- laga til nýtingar núverandi tekju- stofna, hvort til álita komi að marka sveitarfélögum nýja tekju- stofna og hvort ójafnræðis gæti í tekjumöguleikum. Einnig til þess Gagnkvæmt traust í samstarfi ríkis og sveitarfélaga grundvallaratriði í eflingu sveitarstjórnarstigsins Efla þarf tekjustofna áð- ur en ný verkefni koma Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson STÖÐUGILDUM kennara í grunnskólum landsins fjölgaði um 907 milli áranna 1998 og 2003. Hlutfallsleg breyting var 28,3%. Stöðu- gildin voru 3.202 árið 1998 en voru orðin 4.109 árið 2003. Fjöldi nemenda á hvert stöðugildi kennara dróst saman um 17,7% á sama tíma. 13,2 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara árið 1998 en 10,9 árið 2003. Þetta kom fram í er- indi Karls Björnssonar, sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjármála- ráðstefnu sveitarfélaganna sem hófst á Nordica hóteli í gær. Stöðugildum annars starfsfólks en kennara fjölgaði einnig umtalsvert á tímabilinu. Voru stöðugildin 1.419 árið 1998 en 2.177 árið 2003. Aukningin nemur 53,4%. Samtals hefur starfsfólki í grunnskólum fjölg- að um 36% milli áranna 1998 og 2003. 21 íbúa þarf til að standa undir kostnaði við hvert stöðugildi Í máli Karls kom fram að meðalstöðugildi hjá sveitarfélögum kostar um 4 milljónir á ári. Um 92% útsvars sveitarfélaganna fer til að standa undir launakostnaði. Til frekari útskýringar tók Karl dæmi: Með- alfjölskylda, hjón með eitt barn á framfæri, hef- ur um 5,2 milljónir í meðaltekjur á ári. Útsvar meðalfjölskyldunnar er um 630 þúsund á ári og 92% af því fara til greiðslu launakostnaðar hjá sveitarfélaginu eða um 580 þús. krónur. Það þarf því um sjö meðalfjölskyldur til að standa undir kostnaði við hvert stöðugildi hjá sveitar- félögum eða um 21 íbúa. Kennurum fjölgað um 28% LANDSSÖFNUN er hafin til eflingar hjarta- lækningum á Íslandi, á vegum Minningarsjóðs Þorbjörns Árnasonar sem lést úr hjartasjúkdómi á síðasta ári. Að sögn séra Hjálmars Árnasonar, dómkirkjuprests og formanns sjóðsins, beinist söfnunin að því að fjármagna kaup á gervihjört- um. „Það á að reyna að tryggja að gervihjörtu verði tekin upp á Íslandi. [...] Að það verði bún- aður á hjartaskurðdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss sem hægt verði að grípa til þegar hjarta hefur skaðast það mikið við hjartaáfall að það getur ekki þjónað sínu hlutverki, og þá sé hægt að grípa til þess að græða hjarta í hjarta- stað,“ segir sr. Hjálmar. Hefði ekki lifað af hjartaáfall Tæknin sé að ryðja sér til rúms á háskóla- sjúkrahúsum víða um heim. Á bilinu 250–300 hjartaskurðaaðgerðir eru gerðar á Íslandi á ári en talið er að u.þ.b. fimm einstaklingar þurfi á gervihjarta að halda. Séra Hjálmar gekkst undir hjartaaðgerð í september sl. en hjartaþræðing hafði leitt í ljós alvarlegar stíflur við hjartað. Hann er nú á bata- vegi. Að sögn sr. Hjálmars hefði gervihjarta ekki gagnast honum en læknar sem meðhöndluðu hann fullyrða að æðar hans hafi verið það stífl- aðar að hann hefði ekki lifað af hjartaáfall. Til- viljun réð því hins vegar að sr. Hjálmar tók að sér að vera formaður Minningarsjóðs Þorbjörns Árnasonar, eða eins og hann orðar það: „Þetta var eiginlega það síðasta sem ég tók ákvörðun um; að ég skyldi vera í forystu fyrir sjóðstjórn- inni og að við færum í þessa söfnun, áður en það kom í ljós að ég þyrfti að fara í hjartaaðgerð.“ Söfnunin er hafin og er búið að senda 44 þús- und einstaklingum bréf þar sem farið er fram á stuðning en henni lýkur með tónleikum í Há- skólabíói á laugardag. Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað þar sem sagt er nánar frá markmið- unum en auk frjálsra framlaga getur fólk keypt merki söfnunarinnar í anddyri Háskólabíós sem jafnframt gildir sem miði á tónleikana á laug- ardag. Þá verður sérstakur söfnunardagur á Bylgjunni nk. föstudag. Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur söfnunarinnar, frá vinstri: Bjarni Torfason, sérfræðingur á hjartadeild LHS, Árni Þór Þorbjörnsson, Birna Sigurðardóttir, ekkja Þorbjarnar, sr. Hjálmar Jónsson, Atli Björn Þorbjörnsson og Hermann Gunnarsson. Söfnunin mun ná hámarki um næstu helgi með styrktartónleikum. Landssöfnun til kaupa á gervihjörtum FERFÖLDUN verðmætis hluta- bréfa hér á landi undanfarin þrjú ár má að einhverju leyti rekja til hjarðhegðunar á fjármálamarkaði og sjálfvirkrar hækkunar, að mati Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Gylfi treysti sér ekki til að kasta því fram hvað hefði mátt telja eðli- lega hækkun hlutabréfa á þessu tímabili. Til að meta það þyrfti töluverða útreikninga. Þó taldi hann ljóst að hækkunin hefði orðið talsvert minni ef hlutabréfaverð hefði einungis tekið mið af beinum rekstri fyrirtækja að frádregnum hagnaði af hlutabréfaeign. Raunin hefði orðið sú að hækkun á hluta- bréfaverði hefði skilað auknum hagnaði hjá eigendum hlutabréfa sem aftur olli hækkun á gengi þeirra eigin bréfa og svo koll af kolli. „Slík skrúfa gengur ekki enda- laust. Geta hagkerfisins til að búa til hagnað hefur ekki vaxið í hlut- falli við hækkun hlutabréfa,“ sagði Gylfi. Aðspurður sagði Gylfi erfitt að segja hvort t.d. stofnanir á borð við banka eða lífeyrissjóði hefðu ýtt á gengishækkun hlutabréfa. „Það er meira og minna öll hjörðin sem hleypur í sömu átt. Ég þori ekki að fullyrða hvort einhver rek- ur hana áfram öðrum fremur. Það þarf ekki að vera því svona and- rúmsloft, hjarðhegðun, getur myndast á mörkuðum. Þess má geta að Daniel Kahneman hlaut einmitt Nóbelsverðlaun í hagfræði 2002 fyrir rannsóknir á sálfræði fjármálamarkaða. Menn eru mjög meðvitaðir um að sálfræðilegir þættir geta haft veruleg áhrif á verðmyndun á hlutabréfamörkuð- um og skýrt sumar sveiflur betur en breytingar á efnahagsstærðum gera.“ Hjarð- hegðun og sjálfvirk hækkun hlutabréfa FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru nú stödd í New York þar sem þau verða heiðursgestir á hátíðarsamkomu American-Scandinavian Foundation. Samtökin eru aðalvettvangur fólks af norrænum upp- runa í Bandaríkj- unum. Forsetinn flytur hátíðarræðu á sam- komunni en þar munu einnig syngja tveir íslenskir kór- ar, Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortes og Óperukórinn undir stjórn Garð- ars Cortes. Jafn- framt verður dr. Peter Wallenberg, stjórnarformaður Knut og Alice Wallenberg-stofnunarinnar, heiðraður sérstaklega. Samkoman er árleg að- alhátíð samtakanna og að þessu sinni sitja hana óvenjumargir fulltrúar og gestir íslenskra fyr- irtækja. Dagana á undan og á eftir hátíðarsamkom- unni í New York munu forsetahjónin jafnframt taka þátt í margvíslegum viðburðum á vegum íslenskra fyrirtækja, umræðufundum, kynn- ingum og viðræðum við bandaríska viðskipta- aðila. Markmið þeirrar dagskrár er að leggja sérstaka áherslu á að kynna markaðsstarf og sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í Bandaríkj- unum, einkum á sviði fjármálastarfsemi, banka- þjónustu, sjávarútvegs og heilbrigðisþjónustu. Þá mun forsetinn einnig sitja sérstakan fund Ís- lensk-Ameríska verlsunarráðsins. Laugardaginn 6. nóvember tekur forseti Ís- lands þátt í viðamikilli kynningu á Íslandi og ís- lenskum landbúnaðarafurðum í Nex York og sækir tónleika Karlakórsins Þrastar og Óp- erukórsins í Carnegie Hall sunnudaginn 7. nóv- ember. Forseti Íslands til New York Ólafur Ragnar Grímsson ♦♦♦ KVARTAÐ var til Ísafjarðarlögreglunnar yfir vélsleðamanni sem var á ferð um götur Hnífs- dals á sunnudag. Ók hann m.a. innan um börn sem voru að leika sér á skíðasleðum. Lögreglan segir að vélsleðamenn eigi alls ekki að reyna tæki sín á götum bæja enda sé það óheimilt. Vél- sleðamaðurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Á laugardagskvöld var tilkynnt um heimilis- ófrið í Súðavík. Lögregla handtók heimilisföð- urinn og gisti hann fangahús þar til áfengisvím- an rann af honum. Fulltrúa Skóla- og fjölskylduskrifstofu var gert viðvart. Á vélsleða á götum Hnífsdals ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.